Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 Fréttir Músafaraldur í Fljótum: Leggst á fé og gerir bíla ógangfæra DV, Fljótum: Mikið hefur borið á músum í Fljótum það sem af er vetri og má líkja við faraldur á nokkrum heim- ilum, minnast menn vart jafnmikils músagangs og nú. Einnig hefur tals- vert orðið vart við rottur. í þessum músagangi gerðist sá sjaldgæfi atburður að mús tók sér bólfestu í kind. Ekki var hún þó búin að særa kindina til skaða þeg- ar eigandinn uppgötvaði hvers kyns var. Mörg ár eru síðan mýs hafa lagst á kindur hér um slóðir en áður fyrr, á tímum toribygginga, munu nokkur dæmi hafa verið um slíkt. Mýsnar hafa valdið tjóni á nokkr- um heimilum. Þær hafa komist í bíla og dráttarvélar og nagað sund- ur áklæði og leiðslur þannig að tæki hafa orðið ógangfær. í nokkrum til- fellum hafa mýsnar komist inn í íbúðarhús en þar vill oft verða erfitt að koma svo smávöxnum gestum út aftur. Þá hafa mýs víða komist í heyrúllur og nagað göt á plastið og því er líklegt að eitthvað af heyi skemmist af þeirra völdum. Eins og jafnan áður reynir fólk ýmsar veiðiaðferðir í baráttu við mýsnar. Kisi virðist besta vömin því á heimilum þar sem köttur er veröur minna vart við mýs. Einnig hefur mikið verið eitrað en slíkt virðist þó í mörgum tilfellum aðeins slá á músaganginn um tíma en síð- ar fjölgar dýrunum aftur. Ennfrem- ur eru spenntir bogar og gildrur en með misjöfnum árangri. -öþ Jóhannes Runólfsson viö bfl slnn sem mýs geröu ógangfæran þegar hann var ab heiman í nokkra daga. DV-mynd Örn Sjómaður í Keflavík um kvótann: Kolkrabbinn og Sambandið að skipta þessu á milli sín DV, Suðurnesjum: „Það er enginn sáttur við fiskveiði- stjómunina. Þetta er skrípaleikur og það skrýtnasta sem hefúr verið fund- ið upp. Þetta er komiö á tvær hend- ur. Kolkrabbinn og Sambandið skipta þessu á milli sín og eru aö kaupa upp sitt hvert sjávarplássið eftir þörfum. Eitt er víst að kerfíð á eftir að hrynja. Þaö getur ekki annað gerst nema við séum svo miklir krypplingar aö við látum dansa á okkur það sem viö eigum eftir ólif- að,“ sagði Ámi Eðvaldsson, sjómaður sem gerir út Njörð KE. Báturinn er fimm tonn aö stærö. „Það eru sömu aðilamir sem leigja fiskinn á markaöinum. Það era þeir sem eiga peninga og láta svo kryppl- ingana veiöa, þá sem era með lítinn kvóta. Það era stór skip meö 3-5.000 tonna kvóta sem era að veiða 2 þús- und tonn fyrir aöra og borga svo köll- unum 50 krónur fyrir kilóiö." Ámi hefur tekið bát sinn á land í Keflavík til að skipta um vél og laga hann. Hann hefur tæplega 70 tonna þorskkvóta sem hann dundar við að veiða út kvótatímabilið. „Það er um 100 tonn sem ég fiska yfir tímabiliö ef með era taldar aðrar tegundir en þorskur. Það er bullandi þorskur úti um allt og alltof mikið af honum. Ég veiði þar sem fiskurinn er og er mikiö fyrir austan." Hann rær einn á bátnum og veiðir á línu en er á handfærum á sumrin. Hann byijaði á sjó þegar hann var 10 ára og hefur nánast verið á sjó síðan í ein 40 ár. -ÆMK Árnl vlö bát sinn f smábátahöfninni f Keflavfk. DV-mynd ÆMK Guöni viö trukkinn. DV-mynd ÆMK 55 ára trukkur í Geröahreppi: Átti að endast í eitt sumar 1954 en gengur enn DV, Suðurnesjuin: „Bíllinn átti bara að endast í eitt sumar en ég nota hann enn í dag. Það era 43 ár síðan ég keypti hann. Þetta er búið að vera skemmtilegur tími. Það var nóg að gera hér á áram áður fyrir mig og bílinn. í dag hefur vinnan dregist saman sem er allt í lagi. Ég er það gamall og er ekki eins snarpur og ég var áður fyrr,“ sagði Guðni Ingimundarson bif- reiðarstjóri, 73 ára íbúi í Gerða- hreppi, í samtali við DV. Guðni á trukknum, eins og hann er kallaöur, keypti 1954 tólf ára gamlan, stóran trukk af tog- arafélagi í Reykjavík fyrir 45 þús- und krónur. Bíllinn er með spili og stórri bómu og lyftir rúmum tveimur tonnum. „Ég tók að mér vinnu við vatnsveituna í Gerðahreppi og þurfti að hífa gijót upp úr skurð- um. Bíllinn átti einungis að end- ast meðan á því verki stóð. Þegar verkið var búið um sumarið var stanslaust verið að hringja í mig. Bíllinn var notaður í alla jarð- vinnu um öll Suðumesin. Þetta var eina tækið sem gat lyft og var mikið þarfaþing. Ég var frá morgni til kvölds og stundum á nóttinni líka, meðal annars að hífa grjót upp úr skurðum og sprengjumottur. Ég var einnig með loftpressu. Þaö var óhemjumikið að gera alveg til 1973 þegar kranar og lyftarar komu til sögunnar á Suðumesja- svæðið. Frá þeim tíma hef ég unnið við að hífa litlu bátana upp á bryggju í Sandgerði og Kefla- vík. Bíllinn er mjög góður og ég sé ekki annað en hann eigi eftir að endast mig,“ sagði Guðni Ingi- mundarson. Hann er fæddur og uppalinn í Gerðahreppi. -ÆMK Loðna og síld: Rífandi uppgangur Veiðar á síld og loðnu hafa geng- ið mjög vel undanfama daga, að sögn Freysteins Bjamasonar hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Beitir NK landaði 1100 tonnum af loðnu í gær og er þegar kominn aft- ur með hálffermi. Jón Sigurðsson frá Grindavík hefur verið að fá 850-900 tonn og Börkur NK hefur þrisvar sinnum landað 200-250 tonn- um af síld. Freysteinn sagði vera hug í mönnum, þeir hefðu trú á að framhald yrði á enda væri mikið um að vera þessa dagana. „Það er rífandi uppgangur í veið- um og vinnslu og mikill hugur í mönnum," segir Freysteinn. -ggá Reykjavík: Fjórir handteknir Ejórir menn vora handteknir eft- ir innbrot í bíla á Klapparstíg í fyrr- inótt. Mennimir voru handteknir á staðnum eftir að sjónarvottur lét lögreglu vita. Þeir gistu fanga- geymslur lögreglu. -RR Þrettándagleði fór vel fram Að sögn lögreglu fór þrettánda- gleði einstaklega vel fram um allt land. Engar fréttir bárast af slysum á fólki þrátt fyrir að víða hafi verið brennur og flugeldum skotið á loft. Að sögn Leifs Jónssonar, læknis á slysadeild, var mjög rólegt þar í gærkvöld og í nótt og engin umtals- verö slys á fólki. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.