Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 24
.24 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 Sviðsljós George Hamilton, leikarinn sem alltaf er sólbrúnn, er vel þekktur vindlaáhugamaöur eins og margar stórstjömur í Hollywood. George hefur hins vegar gengið lengra en flestir og opnað vindlabari, nú síðast í nýju glæsihóteli í Las Vegas. Hann ku einnig hafa áform um að koma færandi hendi til New York svo borgarbúar geti notið sérfræðiþekkingar hans. Hamilton dáir fína vindla Gwyneth er á grænni grein Gwyneth Paltrow getur verið ánægð með lífið. Hún er ekki " * einasta trúlofuð helsta hjartaknúsaranum af yngri kyn- slóðinni í Hollywood, sjálfum Brad Pitt, heldur hefur hún líka undirritað samning um að leika í myndinni Rennihurðum þar sem nútimasambönd verða sett undir smásjána. Tökur hefjast í London í marsmánuði. Frank Sinatra aftur á spítala Stórsöngvarinn Frank „Gamli Bláskjár" Sinatra var lagður inn á sjúkrahús í Los Angeles á mánudag, eina ferðina enn. Ekki er vitað hvað amar að karl- inum en hann hefur lagt blátt bann við að skýrt sé frá því op- inberlega. Frank var lagður inn á sama sjúkrahús í nóvember vegna klemmdrar taugar en fékk síðar lungnabólgu og vægt hjartaáfall. Frank er 81 árs. DV Draumaíbúð Madonnu til sölu: Vill í sveitasæluna með litlu dótturina Söngkonan Madonna ætlar að selja lúxusíbúðina sína í New York sem hún hefur átt siðan í byrjun ní- unda áratugarins. Þrátt fyrir allan glæsileikann er íbúðin ekki nógu góð handa dóttur Madonnu, Lour- des litlu, og þess vegna er íbúðin til sölu. Madonnu dreymir um f]öl- skyldulíf langt frá New York. Söngkonan fræga vill fá að minnsta kosti hálfan milljarö ís- lenskra króna fyrir íbúðina sem bróðir hennar, Christopher Ciccone, innréttaði. í baðherberg- inu er gamaldags baðker á ljónsfót- um sem Madonna hefur látið fara Madonna vill burt úr steinsteypu- frumskóginum. vel um sig í. Sérstakt líkamsræktar- herbergi er í íbúðinni og þar er að finna nauðsynleg tæki til að halda kroppnum í formi. íbúðin verður reyndar ekki höfð á söluskrá fasteignasala. Madonna vill ekki eiga á hættu að forvitnir aðilar noti tækifærið til þess að skoða hvemig umhorfs er í svefn- herbergi hennar og imynda sér hvað þar hafi farið fram við skíðlog- andi arineld. Haft er eftir þeim sem þekkja til málanna að Madonna vilji ekki að dóttirin litla alist upp í steinsteypu- frumskógi með loftmengun. Hér er myndin sem allir hafa beöiö eftir: Brúöarmyndin af Michaei Jackson, söngvara og sérvitringi, og eiginkon- unni, hjúkrunarfræöingnum Deborah Rowe. Myndin var tekin skömmu eftir aö þau gengu í þaö heilaga í nóvember en ekki send út til fjölmiöla fyrr en nú. Blaðafulltrúi söngvarans segir myndbirtinguna eiga aö kveöa í kútinn alls kon- ar oröróm og fullyröingar æsifréttablaða um söngvarann, sjálfsagt eitthvaö í þá veru aö hjónabandiö sé bara plat. Sfmamynd Reuter Rokksöngvarinn Freddie Mercury laug um uppruna sinn Nú, þegar fimm ár eru liðin frá andláti rokksöngvarans Freddies Mercurys, hafa komið fram nýjar upplýsingar um stjörnu Queen- hljómsveitarinnar. í tilefni sérstakr- ar minningarsýningar í London hafa verið dregnar fram um 100 myndir og hafa sumar þeirra aldrei verið sýndar áður. Nokkrar mynd- anna eru frá bernsku Freddies í Ind- landi. Flestir hafa staðið í þeirri trú að Freddie hafi verið Persi því það full- yrti hann sjálfur. Foreldrar hans komu hins vegar frá bænum Gujarat í Indlandi en Freddie fædd- Þessi mynd af Freddie var tekin 1991 en þaö ár lést hann úr alnæmi. ist á eyjunni Zanzibar við Afríku. Hann bjó þó í Indlandi og tíu ára gamall var hann sendur í enskan heimavistarskóla nálægt Bombay. Það var í skólanum sem hann fékk gælunafnið Freddie en drengurinn hét í raun Farok Bulsara. Sautján ára gamall flutti hann til Englands og gerðist rokksöngvari. Á tónleikaferðalögum sínum gætti Freddie þess að taka sveig fram hjá Indlandi því hann vildi ekki að sannleikurinn um uppruna hans kæmi í ljós. Honum þótti það nefni- lega ekki nógu fint að vera ind- verskur. Framtíðarheimili þeirra mæðgna virðist i svipinn verða í Kalifomíu. Þar átti Madonna glæsivillu í spænskum stíl sem hún seldi reynd- ar á síðasta ári. í staðinn keypti hún látlausara hús á landsbyggð- inni. Þar þarf Madonna ekki að hafa áhyggjur af því að Lourdes litla fái í sig mengun stórborgarinnar. Og Madonnu til mikillar gleði er bamsfaðir hennar, Kúbverjinn Car- los Leon, búinn að fá vinnu. Hann hefúr fengið hlutverk í þremur þátt- um lögreglusjónvarpsmyndaflokks Dons Johnsons. Stallone slátrar mafíukóngum Sláturtíðin tekur aldrei enda hjá Sylvester Stallone. Hann á nú í alvarlegum viðræðum um að taka að sér hlutverk enn eins slátrarans, leigumorðingja í væntanlegri kolsvartri gaman- mynd. Þar á karl að drepa þrjá mafiuforingja. Tveir falla fljót- lega en á meðan hann bíður eft- ir að komast í færi við þann þriðja, felur hann sig i smábæ einum í New Jersey og notar tækifærið og hreinsar þar að- eins til. Pönkdiottning ver félaga sinn Ameríska pönkdrottningin Courtney Love, sem nú hefur getið sér gott orð sem kvik- myndaleikkona, tók sér penna i hönd um daginn og skrifaði harðort bréf til tímaritsins Roll- ing Stone til varnar félaga sin- um úr poppinu, Pearl Jam söngvaranum Eddie Vedder. í grein um Vedder í ritinu sagði að hann væri m.a. skapfúll og hálfgerður loddari. Það kunni Courtney ekki að meta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.