Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 Fréttir Stuttar fréttir Frá fundi samninganefndar Verkamannasambands Islands, engin hreyfing er á samningamálum. DV-mynd PÖK Af viðræðum við verkalýðsleið- toga að dæma virðist staðan sú í kjarasamningunum að stefni í átök á vinnumarkaði strax í næsta mán- uði. „Ég var ekki sendur af stað af mínu fólki til að sækja einhver 3-5 prósent. Það er verið að ögra okkur út í það að afla verkfallsheimilda. Það er eins og þeir ætli að láta reyna á það hvort við fáum þær og þorum að nota þær. Bakland okkar, ef til átaka kemur, hefur aldrei ver- ið sterkara síðan ég hóf afskipti af verkalýðsmálum. Ég hef aldrei heyrt jafn þungt hljóö í mínum um- bjóðendum og nú,“ segir Kristján Gunnarsson. „Því miður fæ ég ekki annað séð en að spá mín um að ekki verði komist hjá átökum á vinnumarkaði ætli að ganga eftir. Óbilgimi Vinnu- veitendasambandsins er slík að engu tali tekur. Þegar þjóðarsáttar- samningarnir svokölluðu voru gerð- ir árið 1990 rétti verkalýðshreyfmg- in vinnuveitendum litla fingur. Það var gert í góðri trú og með þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið síðan höfum við rétt þeim fleiri fingur og nú eru þeir búinir að taka alla höndina. Nú er komið að því að bjarga hendinni," segir Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusam- bands Vestfjaröa. „Ég er ég viss um að fólk er til- búið til að takast á um hlutaskipt- inguna í dag. Við erum búin aö vera með tugi funda, höfum farið á vinnustaðina og rætt við okkar umbjóðendur. Ég finn hvergi nokkum bilbug á fólki,“ segir Hall- dór Bjömsson, formaður Dags- brúnar. „Ég met stöðuna þannig að nú ætli atvinnurekendur að láta reyna á styrkleika verkalýðshreyfingar- innar. Þeir halda því fram að viö getum ekki tekið slaginn, fólkið sé ekki tilbúið í slaginn. Þeir ætla sér að skáka í því skjólinu að greiðslu- þol fólks er sama og ekkert og fólk þori ekki að fara í átök fyrir þeim lágmarkslaunum sem nauðsynleg em tú að komast af í þessu þjóðfé- lagi. Ég er sannfærður um að mínir félagar eru tilbúnir til átaka ef þörf krefur. Ég held því fram að við eig- um að taka slaginn, við verðum að taka slaginn og við emm neyddir til að taka slaginn," segir Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar í Hafii- arfirði. -S.dór Fjórar lögreglukonur í Kópavogslögreglunni: Mikil karlrembustétt - segir Guðrún Jack „Það verður nú að viður- kennast að þetta er mikil karl- rembustétt. Ég er ekki að meina það í svo neikvæðri merkingu og það eru auðvitað ekki allir karlrembur en konur eiga enn langt i land innan lög- reglunnar," segir Guðrún Jack, lögreglukona í Kópavogi. Fjórar lögreglukonur starfa nú í lögreglunni í Kópavogi. Alls em 24 í lögreglunni og er hlutfall kvennanna því um 18% sem er met miðað við allt land- iö en aðeins um 4,6% kvenna era samtals í lögreglunni á ís- landi. Guðrún Jack og Svanhvít Ingólfsdóttir em búnar að vera í hátt í tvo áratugi í lögregl- unni en nýlega bættust í hóp- inn tvær ungar lögreglukonur, þær Ema Jónmundsdóttir og Bylgja Bragadóttir sem era enn í lögregluskólanum. Guðrún segir að lögreglu- starfið hafi breyst mikið og nú sé það erfiðara en áður og harkan meiri. „Mér finnst hinn almenni borgari oft jákvæðari gagnvart því að sjá lögreglukonur að störfum og það er borin mikil virðing fyrir okkur. Þegar ég byrjaði í lögreglunni var okkur stelpunum ekki treyst allt of mikið en það hefur breyst,“ segir Guðrún. -RR Kópavogslögreglan er meö hæst hlutfall kvenna innan sinna vébanda ef litiö er til landsins alls. Þar starfa 4 konur af alls 24 lögreglumönnum. Lögreglukonurnar fjórar sem starfa nú I Kópavogslögreglunni. Frá vinstri eru þær Erna Jónmunds- dóttir, Svanhvít Ingólfsdóttir, Guörún Jack og Bylgja Bragadóttir. DV-mynd S Lakers beið ósigur í Forum Úrslit leikja í NBA í nótt. fyrir Houston. Barkley gerði 16 stig LaPhonso Ellis skoraði 27 stig en Boston-Miami........ 94-102 en í þriöja leikhluta meiddist hann þetta var annar sigurinn í síðustu Atlanta-Orlando...... 78-67 á ökkla og leikur ekki með liðinu í 11. leikjum. Houston-Sacramento ... 89-80 nótt í Dallas. Karl Malone skoraði 28 stig fyrir Denver-Cleveland......88-87 Christian Leattner gerði 22 stig Utah og tók 11 fráköst gegn Phoen- Utah Jazz-Phoenix.....95-91 fyrir Atlanta gegn Orlando í 8. sigri ix. LA Lakers-Portland... 98-102 liðsins í röð. Lakers tapaði heima eftir 12 Sacramento hefur ekki reynst Boston tapaði heima fyrir Mi- sigra þar í röð. Isaiah Rider Houston nein fyrirstaða í vetur en ami. Tim Hardaway skoraði 22 stig skoraði 30 stig fyrir Portland sem í nótt vann Sacramento í þriðja og var með 13 stoðsendingar. unnið hefur sjö af síðustu átta sinn á yfirstandandi tímabili. Loksins kom að því hjá Denver leikjum liðsins. Hakeem Olajuwon skoraði 26 stig sigraði eftir fimm leikja biö. -JKS Fjöldinn tæp 270 þúsund Mannfjöldi á íslandi vai- 269.735 þann 1. desember. í Reykjavík búa 105.487 en á höfuðborgar- svæöinu öOu 161.276. 11.579 íbúa landsins eru fæddir erlendis og erlendir ríkisborgarar eru 5.148 samkvæmt upplýsingum Hag- stofu. Vantar skammtímalán Seðlabankinn hefur hækkað vexti á innstæðubréfum til að gera þau áhugaverðari fjárfesting- arkost á skammtímamarkaði. Þetta er gert til að mæta skorti á ríkisvíxlum. Vextir bréfanna em 6,6% og 6,7% eftir því hvort bindi- tími er 45 eða 90 dagar. Nýir strætóar Almenningsvagnar bs. taka nýja strætisvagna í notkun um helgina sem eru með mun lægra gólfi en vagnar hafa verið hingað til. Gólfið er 32 sm frá götunni og engar tröppur upp í vagnana. Nýju vagnamir aka milli Reykja- víkur Kópavogs og Hafnarfjarðar. LR langar í Iðnó Leikfélag Reykjavíkur vill sýna Ævintýri á göngufór í Iðnó næsta vetur í tilefhi af 100 ára afmælinu, en 18. des. nk. verða 100 ár síðan fyrsta sýning þess var sett á fjal- imar í Iðnó. Dagur-Tíminn segir frá. Fernur endurunnar Sorpa gengst fyrir því að endur- vinna mjólkurfemur og biður fólk aö skola þær innan, fletja þær út, setja í plastpoka og í næsta blaðagám. Femumar verða endurunnar í Noregi. S. -SÁ Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. míníitan j rödd FOLKSINS 904 1600 Stóðu fimm yfirmenn á Stöð 2 rétt að uppsögnum sínum? Kristján Gunnarsson, formaöur Verkalýös- og sjómannafélags Keflavíkur, um kjarasamningana: Það er verið að ögra okkur út í verkfall - bakland okkar hefur aldrei verið sterkara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.