Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 Neytendur Korniö í Kópavogi með vikuleg tilboð: Mikil framleiðni lykillinn Bakaríið Komið í Kópavogi hef- ur nú í töluverðan tíma verið með nýstárleg og neytendavæn tilboð nokkrum sinnum í viku. Fyrstu tilboðin hófust fyrir fimm árum og standa enn. Þau felast í því að fimmtudagar eru svokallaðir kökudagar en þá eru langflestar kökur á 200 kr. en nokkrar teg- undir á 250 kr. Undirtektir voru góðar og fyrir tveimur árum hófust brauðdagar á miðvikudög- um þar sem öll brauð, eða yfir 30 tegundir, em seld á 100 kr. Komið hefur einnig komið á sætabrauðs- dögum á fostudögum en þá er allt sætabrauð á 50 kr. Að sögn Rögnvalds Þorkelsson- ar framkvæmdastjóra hafa komið fram óskir um fleiri brauðdaga og í kjölfarið munu tilboðin einnig verða á þriðjudögum. Rögnvaldur segist halda verðinu niðri með meiri sölu og mikilli framleiðni, enda séu ofnarnir svo fullkomnir að það taki því ekki að setja i þá kannski einungis 10 stykki af hverri brauðtegund þegar hægt sé að baka 100 stykki. Nú er Komið með í deiglunni að hafa nokkurs konar rjómadaga um helgar en að sögn Rögnvalds á eftir að útfæra það, enda er rjómi dýr vara. -ggá Rögnvaldur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Kornsins, segir tilboðsdagana svo vinsæla að þeim fari stöðugt fjölg- andi. Nú eru tilboð á brauði tvisvar í viku en ekki vikulega eins og verið hefur. DV-mynd ÞÖK Appelsínur: Breyttir taxtar hjá Pósti og síma: Hollar og Ijúffengar Appelsínur eru sívinsælar enda sérlega hollur og næringarríkur ávöxtur sem gerir öllum gott. Appelsínur eru kannski sérstak- lega góðar til neyslu núna í skammdeginu þegar C-vitamín- þörf okkar er meiri en ella enda em fáar matvörar jafh ríkar af þessu nauðsynlega bætiefni. Appelsínurnar sem era til sölu á þessum tíma árs koma margar hverjar frá Spáni og eru þær á boðstólum fram í maí eða júni en á sumrin era þær frá fjarlægari löndum á borð við S-Afríku, Bras- ilíu, Argentínu og Chile. Afbrigð- in era mörg enda breytir ávöxtur- inn sér eftir árstíðum. T.d. era þær misstórar, sumar hafa svo- kallaðan „nafla“ eða eitthvað sem líkist einni lítill appelsínu innan i eiginlegu appelsinunni o.s.frv. Appelsínur eru súrastar þegar nýtt afbrigði kemur á markaö með nýju tímabili en verða sætari þegar á líður og era sætastar mánuðina áður en næsta tímabil gengur í garð. Því ættu appelsín- ur að vera ljúffengar núna enda eru þær á mjög góðu þroska- skeiöi. -ggá Koma illa við notendur Internetsins Póstur og sími hækkaði talsímagjöld sín innanlands ný- lega og hefur talan 14% oft heyrst i því sambandi. Hækk- unin fólst í því að skrefið hækkaði ekki en var aftur á móti stytt úr fjórum mínútum og niður í þrjár. Gylfl Gunnarsson, rafeindavirki og kennari við Fram- haldsskóla Vestfjarða, hefur reiknað nákvæmlega út kostn- að símtala miðað við lengd. Kemur þar í ljós að hækkunin er mjög misjöfn eftir lengd símtalsins. Gylfl segir Póst og síma oft miða prósentuhækkunina við þriggja mínútna símtal sem hann segir vera býsna stutt eða „hálfgert skila- boðasimtal“ eins og hann orðaði það. Gylfi segir vægi upp- hafsskrefa símtals vera ofmetið sem geri það að verkum að hækkunin verði sífellt meiri eftir því sem símtalið lengist. Þetta komi síðan sérstaklega niður á notendum Intemets- ins. Neytendasíðan hafði samband við Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa P&S. Hún sagði fyrirtækið aldrei sjálft hafa gefið upp neina ákveðna prósentuhækkun, eingöngu krónutölu enda væri hækkunin mjög misjöfn. Hrefna tók undir að hækkunin næmi um og yfir 30% þegar um löng símtöl væri að ræða þar sem fýrsta skrefið skiptir engu máli. En hún bætti við að örstutt símtöl hefðu jafnvel ekki hækkað neitt. „Miðað við raunveruleikann, engin mara- þonsímtöl heldur þau sem flestir hringja, er hækkunin í kringum 14%. Algengasta lengd á simtölum á daginn er 3-5 mínútur,“ sagði Hrefna. En fyrir notendur Intemetsins er hætt við að það léttist í buddunni. Þannig er hækkunin á tíu mínútna samtali 23,81% á dagtaxta, tuttugu mínútna samtal hækkar um 27,78%, þrjátíu mínútna samtal hækkar um 29,41% og sam- kvæmt þessum sömu tölum nemur hækkunin 31,25% sé um klukkutíma símtengingu að ræða. -ggá Hækkun Pósts og síma kemur þyngst viö þá sem eru tengdir lengi í gegnum síma, hvort sem er í samtali eöa vegna Inter- netsins. Sé um klukkutíma tengingu aö ræöa fer hækkunin um og yfir 30%. Heillaráð um fatakaup Þegar þú ert í hugleiðingum um fatakaup, og þá sérstaklega þegar kaupa á sparifót, er ráðlegt að hafa eftirfarandi i huga: - Reyndu að áætla hversu oft þú munt nota flíkina og deildu síðan þeim fjölda í kaupverðið til að finna út kostnaðinn við hvert skipti sem flíkin er notuö. - Sértu kona í leit að kjól er gott ráð að finna einfaldan kjól á góðu verði og eyða þá frekar i ým- iss konar aukahluti. Það eykur líkumar á notagildi kjólsins. - Athugaðu vel leiðbeininga- miðann á flíkinni. Hreinsunin ein og sér gæti orðið þér mun kostn- aðarsamari en sjálf flíkin. Húsráð fýrir heimilið - Ef þú átt kálmeti í ísskápn- um, sem er orðið lint og farið að láta á sjá, er upplagt að blanda 2-3 matskeiðum af ediki út í hálffulla skál af vatni og láta kálið liggja þar í hálftíma. Kálið stinnist og fær fallegri áferð. - Til að hreinsa fitu- og olíu- bletti af yfirhöfnum er gott að láta smávegis uppþvottalög með þvottaefninu. - Til að fá meiri gljáa á viðar- fleti er snjallt að nota nokkra dropa af ólívuolíu. Gljáinn er fal- legri og helst lengur. - Ef þú átt í erfiðleikum með að opna krukkur er gráupplagt að setja á sig gúmmihanska og reyna aftur. Þeir veita rétta viðnámið og krakkan opnast auðveldlega. - Það næst mun meiri safi úr sítrónum ef þeim er fyrst stungið inn i örbylgjuofn þar til þær era volgar. - Hundum dettur ekki í hug að míga við hliðið hjá þér ef þú sprautar smávegis sótthreinsun- arlegi á það. - Og köthun er meinilla við garða sem rifnum appelsínuberki hefur verið stráö í. Svo er hann góður fyrir jarðveginn. - Ef þú ert í timaþröng má losna við mestu krumpumar í þunnum efnum með þvi að blása á þær með hárþurrku eitt augna- blik. TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum. ENSKA - DANSKA- NORSKA - SÆNSKA FRANSKA - ÍTALSKA - SPÆNSKA - ÞÝSKA - KATALÓNSKA - ÍSLENSKA fyrir útlendinga og fjöldi annarra námskeiða. Innritun í símum: 564-1527, 564-1507 og 554-4391 kl. 17-21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.