Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 14
'*V*M IUIARPKITA
27
14
FÖSTUDAGUR 17. JANUAR 1997
FOSTUDAGUR 17. JANUAR 1997
Iþróttir
íþróttir
Alþjóðlegt afmælismót ÍR í Laugardalshöllinni: - ■ ■ m U ffg
stórs^örnur bætast víí Bjarni er heitur
Vel gengur að fá þekkt frjáls-
íþróttafólk til þátttöku í afmæl-
ismóti ÍR þann 25. janúar í
Laugardalshöllinni. í
fyrrakvöld samdist við fyrrver-
andi heimsmethafa innanhúss i
stangarstökki kvenna, Nicole
Reiger. Einnig var gengið frá
þátttöku við einn efnilegasta
stangarstökkvarann í dag,
þýsku stúlkuna Janet Zach.
Þar með er orðið ljóst hvaða
keppendur verða í stangar-
stökkskeppni mótsins. Auk
þeirra Nicole og Zach keppa
þær Daniela Bartova og Vala
Flosadóttir.
Daniela Bartova á best 4,27
Keflavik 12 10 2 1185-1008 20
Grindavík 12 10 2 1171-1069 20
Akranes 13 9 4 1000-952 18
Njarðvík 13 9 4 1116-1050 18
Haukar 13 8 5 1091-1078 16
ÍR 12 6 6 1046-1013 12
KR 13 6 7 1141-1084 12
Tindastóll 13 5 8 1056-1071 10
Skallagr. 13 5 8 1016-1096 10
KFÍ 12 4 8 937-1009 8
Þór, A. 12 3 9 934-1034 6
Breiðablik 12 0 12 885-1114 0
•?
ÚRVALSDEILÐÍN
IÍ 1 . DEILD KAMA
ÍS-Stafholtstungur 77-78
Valur ii 9 2 1111-915 18
Snæfell n 8 3 916-851 16
Leiknir, R. 9 7 2 868-763 14
Höttur 10 6 4 848-850 12
Stjaman 9 6 3 727-703 12
Selfoss 11 6 5 877-924 12
Þór, Þ. 10 5 5 804-786 10
Stafholtst. 12 3 9 947-1141 6
Reynir, S. 10 1 9 808-902 2
Is 11 1 10 789-860 2
metra og er í þriðja sæti á
heimslistanum. Nicole Rieger á
best 4,16 metra og er í sjöunda
sæti á heimslistanum. Janet
Zach á best 4,00 metra og á
styrkleikalistanum er hún i 14.
sæti. Vala á best 4,17 metra og á
heimslistanum er hún í 6. sæti.
Vala er Evrópumeistari inn-
anhúss frá mótinu í Stokkhólmi
í fyrra. Einnig er hún heims-
methafi unglinga.
Af þessum lista má sjá að boð-
ið verður upp á stangarstökk í
heimsklassa á afmælismóti ÍR.
Ef góð stemning skapast í
Laugardalshöllinni er ekki
ólíklegt að met geti fallið.-JKS
Stigahæstir:
Tito Baker, ffi ..............388
Andre Bovain, Breiöabliki.....386
Fred Williams, Þór............333
Torrey John, Njarðvík.........331
Damon Johnson, Keflavík ......311
Steve Smith, Haukum ..........309
Ronald Bayless, ÍA............263
Þór og ÍR áttu að leika á Akureyri
í gærkvöldi en leiknum var frestað
um óákveðinn tima vegna veðurs.
Elvar Þórólfsson, fyrirliði ÍA, gat
ekki leikið með gegn Haukum í gær-
kvöldi vegna bakmeiösla og óvíst er
hvenær hann verður leikfær. Brynjar
Karl Sigurðsson var heldur ekki með
en hann hefur verið meiddur á hné.
Ronald Bayless lék með hita gegn
Haukum en flensan hefur angrað
hann eins og fleiri þessa dagana. Það
kom ekki niður leik hans þvi hann
gerði 29 stig fyrir ÍA, þar af fjórar
þriggja stiga körfur.
Skagamenn hafa nú unnið 9 af síð-
ustu 10 leikjum sinum i úrvalsdeild-
inni eftir aö hafa tapað þremur fyrstu
leikjunum í vetur. í fyrra unnu þeir
aðeins 7 leiki allt mótið.
Sigfus Gizurarson lék ekki með
Haukum gegn tA. Hann er meiddur
og verður frá f einhvem tíma. Þar er
stórt skarð höggvið í raðir Hauka-
nna.
Jónatan Bow hjá KR var fjarri
góðu gamni í gærkvöldi. Kappinn er
meiddur í baki og var ráðlagt af
lækni að taka sér fri i nokkra daga.
Torrey John var allt í öllu hjá
Njarðvíkingum í fyrri hálfleik á Nes-
inu í gærkvöld. Hann skoraði 23 stig
í fyrri hálfleik en aðeins fjögur í síð-
ari hálfleik. Það kom ekki að sök þvi
Njarðvíkingar fögnuðu sigri.
Jón Júlíus Ámason setti svip
sinn á leikinn á Nesinu. Hann lét svo
sannarlega að sé kveða á leikkafla i
siðari hálfleik. Hann skoraði þá níu
stig í röð fyrir Njarðvíkinga.
Óskar Kristjánsson var ekki
langt frá því að jafiia leikinn fyrir
KR. Hann átti skot frá eigin vallar-
helmingi sekúndu fyrir leikslok en
boltinn dansaði á hringnum.
„Kiddi Bjorns og
milljónamæringarnir"
- Ólafsfirðingar gefa Leiftri nýtt nafn
- skoraði gegn Forest í gærkvöldi og gengur vel hjá Liverpool
Bjami Guðjónsson, Skagamaðurinn
ungi, jók möguleika sína á að verða leik-
maður með enska knattspymustórveld-
inu Liverpool í gærkvöldi þegar hann
skoraði annað marka varaliðs félagsins
sem sigraði Nottingham Forest, 2-1, á
City Ground í Nottingham.
Bjama gekk vel í leiknum og hann var
ánægður með sinn hlut, og miðað við
fréttir í enskum fjölmiðlum í gær aukast
sífellt líkumar á að honum verði boðinn
samningur hjá Liverpool. Hann hefur
sem kunnugt er dvalið þar við æfingar
síðan 5. janúar.
Hefur hrifið Roy Evans
„Þessi ungi leikmaður með íslenska 21-
árs landsliðinu hefur hrifið Roy Evans
framkvæmdastjóra og hann er mjög
ánægður með það sem hann hefur séð til
hans hingað til. Bjama hefur dreymt um
að leika með Liverpool og draumur hans
gæti ræst strax í næstu viku því svo kann
að fara að þá verði skrifað undir samn-
inginn,“ sagði i frétt hjá enskri frétta-
miðlun í gærkvöldi. Víðar var fjallað um
að Bjami stæði sig vel og líklegt væri að
hann gengi til liðs við Liverpool.
Fer hann til Newcastle?
Bjami á að vera hjá félaginu til 26. jan-
úar en þá var ráögert aö hann færi heim
og héldi síðan til Newcastle og yrði þar i
hálfan mánuð. Þau plön stóðu óbreytt í
gærkvöldi, hvað svo sem gerist á næstu
dögum. Hafi Liverpool á annað borð mik-
inn áhuga á að semja við Bjama er ólík-
legt að félagið sleppi honum í hendumar
á Newcastle og Kenny Dalglish.
Bjami hefur án efa styrkt stöðu sina
hjá félaginu í gærkvöldi og næstu dagar
eða vikur leiða væntanlega í ljós hvar
framtíö hans í knattspyrnuni liggur.
-GÞG/DVÓ/VS
DV, Ólafsfirði:
Það er alkunna að þegar stór félög fá til sín knatt
spymumenn þá gera þau það af hugsjón einni og
leikmennimir þiggja bara þakklæti fyrir.
En þegar minni félög fá til sín menn þá eru
peningar í spilinu. Þetta em aldagömul sann-
indi, eins og Ólafsfirðingar vita manna best.
Það sperrir enginn eymn þegar KR fær nýjan
leikmann til liðs við sig, það er hugsjón. Það
kveður við annan tón þegar nafn Leifturs er
nefht, uppnefnt Keyptur, og hefur meira að
segja slíkt verið viðhaft í beinni útsendingu
hjá Ríkisútvarpinu.
Til að taka þátt í þessum sívinsæla fjöl-
skylduleik hafa Ólafsfirðingar nú ákveðið að
gefa Leifhmsliðinu nýtt nafn sem nota má
samhliða. Það er „Kiddi Bjöms og milljóna
mæringamir“. Góða skemmtun! -HJ
Hrannar Hólm, sem tók við KR-ingum um
áramótin eftir að hafa verið rekinn frá Njarðvík
fáum dögum áður, mætti sínum fyrrverandi
lærisveinum á Seltjarnarnesi ■ gærkvöldi. Hér leggur
Hrannar á ráðin með KR-ingum en þau dugðu ekki til,
Njarðvíkingar knúðu fram sigur í hörkuleik.
DV-mynd Pjetur
KR (44) 73
Njarövík (43)76
4-2, 4-4, 8-10, 14-14, 23-19, 31-84, 38-39
(44-43), 52-48, 62-57, 69-61, 69-69,
73-69, 73-71, 73-74, 73-76.
Stig KR: Geoff Herman 30, Her-
mann Hauksson 22, Ingvar Ormars-
son 7, Birgir Mikaelsson 7, Óskar
Kristjánsson 4, Hinrik Gunnarsson 3.
Stig Njarövík: Torrey John 27,
Páll Kristinsson 18, Jón Július Áma-
son 9, Kristinn Einarsson 8, Friörik
Ragnarsson 7, Jóhannes Kristbjöms-
son 7.
Fráköst: KR 30, Njarðvík 38.
3ja stiga körfur: KR 6, Njarðvík 5.
ViUur: KR 17, Njarðvík 12.
Dómarar: Kristinn Albertsson og
Jón Bender, sæmilegir.
Áhorfendur: Um 200.
Maður leiksins: Hermann
Hauksson, KR.
Lékum illa en unnum samt
- sagöi þjálfari Njarövíkinga eftir sigurinn á KR
Njarðvíkingar lögðu KR-inga í
hörkuskemmtilegum leik í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik á Seltjamarnesi í
gærkvöld. Þegar upp var staðið má
segja að KR-ingar hafi verið klaufar að
vinna ekki sigur því þeir hreinlega
köstuðu frá sér unnum leik. Það voru
aftur á móti gestimir sem héldu glað-
ir heim eftir góðan sigur, 73-76.
Fyrri hálfleikur var mjög opinn og
skemmitlegur, hraðinn var mikill og
hittnin var nokkuð góð. Baráttan var
enn fremur allsráðandi þannig að
áhorfendur höfðu hina bestum
skemmtun af leiknum. KR-ingar vom
beittari í fyrri hálfleik en Njarðvíking-
ar vom samt aldrei langt undan.
Það mátti halda að liðin hefðu eytt
öllu púðrinu í fyrri hálfleik því sá síð-
ari var ekki eins skemmtilegur. Barátt-
an var ekki eins beitt og hittnin fór
þverrandi. Engu að síður var leikurinn
jafn.
Kristinn Einarsson gulltryggði sig-
ur Njarðvíkinga með 3ja stiga körfu
rétt undir lokin en skömmu áður vom
KR-ingar með átta stiga forystu.
Hermann Hauksson átti mjög góðan
leik fyrir KR og Geoff Herman einnig.
Geoff var seinn í gang en óx ásmegin
eftir sem á leið. Hjá Njarðvík var John
Torrey góður í fyrri hálfleik. Hann
hitti þá mjög vel og skoraði grimmt. í
síðari hvarf hann nánast i sóknarleikn-
um. Páll Kristinsson komst vel frá
sínu.
„Ég er ánægður með sigurinn en
ekki leikinn. Við lékum illa lengstum,
vömin var góð en sóknin ekki góð. Við
stigum enn fremur illa út. Þaö var
samt fyrir öllu að vinna sigur á KR-ing-
um,“ sagði Ástþór Ingason, þjálfari
Njarðvíkur.
-JKS
Skallagr. (43)73
Tindast. (46) 74
7-2, 13-7, 22-20, 36-37, (43-46)
45-50, 56-56, 60-60, 60-67, 71-74,
73-74.
Stig Skallagríms: Bragi Magn-
ússon 22, Joe Rhett 20, Ari Gunn-
arsson 14, Tómas Holton 8, Grétar
Guðlaugsson 5, Þórður Helgason 4.
Stig Tindastóls: Láras Dagur
Pálsson 21, Wayne Buckingham
17, Ómar Sigmarsson 16, Amar
Kárason 12, Cesare Piccini 8.
Fráköst: Skallagrímur 30,
Tindastóll 30.
3ja stiga körfur: Skallagrímur
3/10, Tindastóll 10/23.
Dómarar: Einar Einarsson og
Jón Eðvaldson, allt í lagi.
Áhorfendur: 276.
Maður leiksins: Lárus Dagur
Pálsson, Tindastóli.
„Núna var kom-
ið að okkur“
DV, Borgarnesi:
„Þetta var hörkuleikur og nú
var komið að okkur að vinna með
eins stigs mun, en við höfum tap-
aö mörgum leikjum með þessum
mun í vetur. Annars var þetta 4ra
stiga leikur og mjög mikilvægt að
fara héðan frá Borgamesi með
bæði stigin," sagði Láras Dagur
Pálsson, leikmaður Tindastóls, eft-
ir nauman sigur liðsins gegn
Skallagrími.
Leikur liðanna var ekki áferðar-
fallegur en mjög spennandi. Slæm-
ur kafli heimamanna í síðari hálf-
leik gerði útslagið að þessu sinni.
Mikið var í húfi enda berjast þessi
lið um sæti í úrslitakeppninni
ásamt mörgum öðmm.
-SK/-EP
Haukar
ÍA
(38)59
(36) 85
5-2, 9-9, 11-14, 18-21, 30-21, 36-32
(38-36), 38-38, 4448, 48-60, 54-68,
59-85.
Stig Hauka: Shawn Smith 18, Pét-
ur Ingvarsson 9, Ivar Ásgrímsson 7,
Þröstur Kristinsson 7, Jón Amar
Ingvarsson 6, Sigurður Jónsson 6,
Bergur Eðvarðsson 4, Björgvin Jóns-
son 2.
Stlg ÍA: Ronald Bayless 29, Alex-
ander Ermolinski 23, Dagur Þóris-
son 15, Haraldur Leifsson 9, Bjami
Magnússon 9, Brynjar Sigurðsson 2.
Fráköst: Haukar 26, ÍA 39.
3ja stiga körfur: Haukar 2, ÍA 9.
Vítanýting: Haukar 15/12, ÍA
26/25.
Dómarar: Georg Andersen og
Rögnvaldur Hreiðarsson, voru
þokkalegir.
Áhorfendur: Um 100.
Maður leiksins: Alexander
Ermolinski, ÍA.
Frábær vörn
„Þessi sigur vannst fyrst og fremst á sterk-
um vamarleik. Við stöppuðum stálinu hver i
annan þegar ljóst var að Brynjar Karl og Elvar
gátu ekki leikið með. Það er mikil sigling á
okkur og sjálfstraustið er í toppi þessa dagana.
Við stefndum að því fyrir mót að komast í úr-
slit og stefhan er enn sú sama en ég vona að
fólk fjölmenni á sunnudag þegar við fáum
Keflavík í heimsókn,“ sagði Bjami Magnússon,
Skagamaður, eftir stórsigur í Hafnarfirði.
Skagamenn tóku öll völd á vellinum í seinni
hálfleik eftir að Haukar höfðu verið betri í
þeim fyrri og mér er til efs að Haukarnir hafi
fengið aðra eins útreið á heimavelli. Skaga-
menn léku frábæra vöm, börðust gríðarlega og
voru miklu sterkari í fráköstunum. í sókninni
léku þeir agað og skynsamlega. Ermolinski og
Bayless fóru fyrir liðinu og Dagur spilaði mjög
vel og hélt Smith í skefjum. Mikil deyfð virðist
ríkja í herbúðum Haukanna, þeir léku illa,
voru sem byrjendur í seinni hálfleik og því fór
sem fór. -GH
FC Tirol sýnir
Ríkharði áhuga
Samkvæmt heimildum DV hefur
austurríska félagið FC Tirol haft
Ríkarð Daðason undir smásjánni að
undanfórnu. Liðið er leita að
markaskorara en tímabilið hefst að
nýju í febrúar að afloknu vetrafríi.
FC Tirol er í þriðja sæti í 1. deild á
eftir Rapid Vín og Salzburg. Liðið
hefur dvalið á Kanaríeyjum síðustu
daga og fer um mánaðamótin til Al-
garve í æfingabúðir áður en flautað
verður til leiks að nýju í deildinni
Fleiri lið eru á höttunum eftir
Ríkharði og sem fyrr hefur gríska
liðið Kalamata mikinn áhuga á að
krækja í Ríkharð. Markaðurinn fyr-
ir kaup og sölur á leikmönnum í
Grikklandi lokast um næstu mán-
aðamót. Komið hefur til tals að Rík-
harður gerði leigusamning við
Kalcimata en sú umræða er á frum-
stigi.
Á dögunum hafði skoska liðið Hi-
bernian samband við Ríkharð og
vildi fá hann strax út en hann gaf fé-
laginu afsvar um leið. -JKS
Ríkharður Daðason er kominn í
myndina hjá einu félaginu í viðbót,
Tirol frá Austurríki.
Ferguson hættir 2000
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri ensku meistaranna í Manchester
United, lýsti því yfir í gær að hann hygðist hætta sem framkvæmdastjóri
liðsins að þremur árum liðnum, árið 2000.
Ferguson, sem verið hefur stjóri United síðasta áratuginn, hefur náð
frábæmm árangri með liðið, en samningur hans rennur út árið 2000.
„Ég sé fyrir endann á mínum ferli sem framkvæmdastjóri. Þegar
samningur minn rennur út verð ég orðinn 58 ára og ég get ekki séð fyr-
ir mér að ég haldi áfram sem framkvæmdastjóri eftir að því marki verð-
ur náð. Ég hef haft það í huga í nokkum tíma að hætta þegar ég verð 58
ára,“ sagði Ferguson í gær.
„Ég samdi til þriggja ára við United og mun örugglega vera við stjóm-
völinn þann tíma. Hér hef ég verið í 10 ár og ég er jafn metnaðarfúllur í
dag og ég var fyrsta daginn minn hjá United," sagði Ferguson.
-SK
Fer Weah til Portúgals?
Alþjóða knattspyrnusambandið mun á mánudaginn verðlauna bestu
knattspyrnumenn heims á siðasta ári og einnig prúðasta leikmanninn
1996.
Líberiumaðurinn George Weah hjá AC Milan var kjörinn prúðasti
leikmaðurinn á liðnu ári. Skömmu síðar gerði hann sér lítið fyrir og nef-
braut Jorge Costa, fyrirliða landsliðs Potúgals og leikmann Porto, eftir
leik Milan og Porto í Evrópukeppninni. Weah fékk 6 leikja bann og baðst
afsökunar opinberlega.
Verðlaunaafhendingin fer fram í Lissabon í Portúgal á mánudag og
Weah íhugar að mæta ekki. Hann hefur áhyggjur af því að fara til heima-
lands Costa, sem hefur ekki enn fallið frá ákæru á hendur honum. Líber-
íumaðurinn hefur sent símbréf til FIFA og spurst fyrir um öryggisráð-
stafanir í Portúgal en ekki enn fengið svar. Er talið líklegast að Weah
sitji heima og fari hvergi. -SK
Besti árangur Kristins
- sigraði þriðja daginn í röð og flýgur upp heimslistann
Kristinn Björnsson er á fljúgandi
siglingu þessa dagana, eins og þrír
sigrar í vikunni gefa til kynna.
Kristinn Bjömsson sigraði í gær
á alþjóölegu FlS-móti í svigi sem
fram fór í Sviss, og hefúr þar með
unnið slík mót þrjá daga í röð.
Kristinn náði í gær sínum besta
árangri frá upphafi en hann fékk
7,29 punkta. Þetta og sigurinn á
þriðjudag, sem var hans besti ár-
angur til þess tíma, fleytir honum
líklega í kringum 50. sætið á heims-
listanum í svigi en Kristinn er sem
stendur í kringum 100. sætið.
Kristinn var í fjórða sæti eftir
fyrri ferðina í gær en keppnin var
það jöfn að hann var aðeins 5/100 úr
sekúndu á eftir fyrsta manni. í
seinni ferðinni fékk Kristinn síðan
besta tímann og sigraði á 35/100 úr
sekúndu betri tíma en næsti maöur,
Markus Eberle frá Þýskalandi.
Andreas Anderson frá Svíþjóð varð
þriðji.
Glæsilegt aö sigra Beler
„Það er glæsilegt hjá Kristni að
sigra Eberle, sem hefur keppt á fjór-
um heimsbikarmótum af fimm á
þessu keppnistímabili og ávallt
hafnað þar í 12.-15. sæti,“ sagði
Kristinn Svanbergsson, fram-
kvæmdastjóri Skíðasambands ís-
lands, við DV í gær.
Besti árangur Arnórs
Amór Gunnarsson keppti einnig
í Sviss í gær og hann náði líka sín-
um besta árangri frá upphafi, fékk
22,76 punkta. Amór, sem lauk ekki
keppni á hinum tveimur mótunum í
vikunni, fékk fjórða besta tímann í
síðari ferðinni og hafnaði í 7. sæti
en hann var fjórtándi eftir fyrri
ferðina.
Þátttaka Kristins og Arnórs í
mótinu í gær var óvænt. í fyrradag
voru þeir að keppa á Ítalíu og fréttu
að mótið hefði verið sett á í Sviss en
því hafði verið frestað fyrir áramót.
Þeir keyrðu því yfir til Sviss í fyrra-
kvöld.
Kristinn keppir á heimsbikar-
móti í Wengen í Sviss á sunnudag-
inn og það verður fróðlegt að fylgj-
ast með gengi hans þar eftir þessa
miklu sigurgöngu í vikunni.
-VS
Raducioiu aftur
til Espanyol
Rúmenski landsliðsmaðurinn
Florin Raducioiu er aftur kom-
inn til spænska liðsins Espanyol
eftir stutta viðdvöl hjá West
Ham.
Frá söluninni var gengið í
fyrrakvöld. West Ham keypti
Raducioiu frá Espanyol í fyrra-
sumar fyrir 240 milljónir en
seldi hann aftur fyrir 100 millj-
ónir. Ekki góð fjárfesting það.
Hooijdonk á leið
til West Ham
Einn mesti skorarinn í skosku
knattspyrnunni, Hollendingur-
inn Pierre Van Hooijdonk hjá
Celtic, er á leið til West Ham.
Harry Redknapp, stjóri West
Ham, er bjartsýnn að hægt verði
að ganga frá sölunni fyrir helg-
ina.
Lundúnaliðið er tilbúið að
kaupa hollenska landsliðsmann-
inn á 500 milljónir og greiða hon-
um 3,2 milljónir í mánaðarlaun.
Redknapp telur brýnt að fá þenn-
an mikla markaskorara til fé-
lagsins, því fyrr því betra.
Vialli er óhress
ítalinn Gianluca Vialli er
mjög óhress með að hafa setið á
varamannabekk Chelsea síðustu
þrjá leiki og hellti úr skálum
reiði sinnar um það mál í viðtali
við italska sjónvarpsstöð í gær.
Hann sagðist ekki þola þetta
ástand mikið lengur. Vialli
meiddist og fékk síðan flensu og
síðan hann varð leikfær á ný
hafa Mark Hughes og Gian-
franco Zola farið á kostum í
framlínu liðsins.
Um helgina
Handbolti
1. deild karla:
Afturelding-Haukar . L. 16.30
FH-Stjaman . S. 20.00
Selfoss-ÍBV . S. 20.00
ÍR-KA . S. 20.00
Grótta-HK . S. 20.00
Valur-Fram . S. 20.00
Körfubolti
Úrvalsdeild:
KFÍ-Breiðablik . F. 20.00
Keflavík-Grindavík . F. 20.00
1. deild kvenna:
Grindavík-Keflavík........L. 14.00
ÍR-ÍS.....................L. 16.00
Knattspyrna
íslandsmótiö innanhúss:
1. deild karla - Laugardalshöll laug-
ardag kl. 10.00-19.15. Úrslitakeppni
sunnudag kl. 13.00-17.00.
2. deild karla - Austurbergi sunnudag
kl. 10.00-19.15.
1. deild kvenna - Austurbergi laugar-
dag kl. 16.30-20.20, Laugardalshöll
sunnudag kl. 9.00-12.50 og úrslita-
keppni sunnudag kl. 14.32-16.40.
2. deild kvenna - Austurbergi i kvöld
kl. 18.30-23.00.
Blak
1. deild karla:
KA-Þróttur, R..................F. 20.00
ÍS-Stjaman.....................L. 13.00
1. deild kvenna:
ÍS-Vikingur....................L. 14.30
IIIYR HÓPLEIKUR
\ j_..I _:i.:___ x i_r:_j. /-* i _:i.. ■ i...\__._i.... ■__
Vetrarleikurinn er að hefjast (3. leikviku) og stendur hann yfir
í 10 vikur og gildir árangur 8 bestu viknanna.
CXÍAj_t£Ld lio L.VLLC1C I
3
k
r i
12.1X2
tr-
i