Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 Afmæli Eiður Haraldsson Eiður Haraldsson, framkvæmda- stjóri Háfells ehf., Litluvör 3, Kópa- vogi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Eiður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Laugaveginn og síðan í Smáíbúðahverfinu. Eftir nám í raf- virkjun hóf hann verktakastörf. Hann stofnaði fyrirtækið Verk- frama 1969 ásamt Gunnari Sigur- bjartssyni og störfuðu þeir saman við það í nokkur ár. Eiður rekur nú eigið fyrirtæki, Háfell ehf., sem hef- ur verið í rekstri frá 1979. Eiður situr í stjórn Félags vinnu- vélaeigenda, í sambandsstjóm VSÍ og í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðar- ins auk þess sem hann situr í stjóm nokkurra fyrirtækja. Hann hefur starfaði í Kiwanishreyfmgunni um árabil og er meðlimur í Kiwanis- klúbbnum Heklu. Fjölskylda Eiginkona Eiðs var Hrafnhildur Sigurbjartsdóttir, f. 8.4. 1949, húsmóðir. Hún er dóttir Sigurbjarts Sigur- bjömssonar og Unnar Maríu Einarsdóttur. Eið- ur og Hrafnhildur skildu. Böm Eiðs og Hrafn- hildar eru Einar Már, f. 1.12. 1969, verkstjóri í Reykjavík; Sigurjón, f. 30.3. 1971, flugvirki í Kópavogi, en unnusta hans er Hmnd Gunn- steinsdóttir; Björk, f. 13.9. 1974, framreiðslu- maður í Ósló, en unnusti hennar er Rúnar Gíslason. Systkini Eiðs eru Sigurjóna, f. 14.12. 1942, húsmóðir í Reykjavík; Guðrún Ágústa, f. 2.4.1944, bókari í Reykjavík; Ester, f. 26.6. 1948, sjúkraliði í Kópavogi; Jón Ingvar, f. 20.12. 1953, bifvélavirki í Hafnar- firði; Hólmfríður, f. 28.2. 1962, end- urskoðandi í Reykjavík. Hálfbróðir Eiðs, samfeðra, er Svanberg, f. 22.2.1937, bifvélavirki í Garðabæ. Foreldrar Eiðs: Haraldur Gísli Guðmundsson, f. 6.8. 1917, netagerðarmaður, búsettur í Garðabæ, og k.h., Hallborg Sigurjóns- dóttir, f. 7.12. 1921, d. 6.5. 1989, saumakona. Ætt Haraldur er sonur Guð- mundar Erlendssonar, sjómanns í Reykjavík, og Guðrúnar Ágústu Jóns- dóttur. Hallborg var systir Símonar, fyrrv. yflrbryta á Gullfossi. Hall- borg var dóttir Sigurjóns, bréfbera og verkamanns í Reykjavík. Símon- arsonar, b. á Sigriðarstöðum í Fljót- um, Kristjánssonar, b. á Laugalandi á Bökkum, Jónssonar. Móðir Sigur- jóns var Kristín Rafnsdóttir b. á Hamri í Fljótum, Gíslasonar, b. á Hamri i Stíflu, Finnssonar, skálds á Helgustöðum í Flókadal, Finnsson- ar. Móðir Rafns var Kristín Rafns- dóttir, b. á Krossi, Ólafssonar og Margrétar Þorkelsdóttur. Móðir Kristínar Rafnsdóttur var Sigríður Jónsdóttir, b. í Litlakoti í Svarfaðar- dal, Guðmundssonar og Ragnhildar Ámadóttur. Móðir Hallborgar var Hólmfríð- ur, dóttir Halldórs, b. á Bringum í Mosfellssveit, Jónssonar, b. og for- manns á Hrauni í Ölfusi, Halldórs- sonar. Móðir Halldórs á Bringum var Guðrún Magnúsdóttir, b. á Hrauni í Ölfúsi, Magnússonar, b. og hreppstjóra í Þorlákshöfn, Bein- teinssonar, lrm. á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingimundarsonar, b. í Hól- um í Stokkseyrarhreppi, Bergsson- ar, ættfoður Bergsættarinnar, Stur- laugssonar. Móðir Hólmfríðar var Sigríður Hinriksdóttir, b. á Eiði á Seltjamamesi, Helgasonar. Móðir Hinriks var Ólöf Sigurðardóttir, b. á Hrauni, Þorgrimssonar, b. í Holti, Bergssonar, bróður Ingimundar, b. í Hólum. Eiður tekur á móti gestum í Kiw- anishúsinu, Engjateigi 11, í kvöld kl. 18.00. Eiður Haraldsson. Hrólfur Valdimarsson Hrólfur Valdimarsson, bóndi á Eyri í Mjóafirði við Djúp, er áttræður í dag. Starfsferill Hrólfur fæddist í Vatnsfjarðarseli í Reykja- fjarðarhreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann var vinnumaður hjá séra Þorsteini Jó- hannessyni, presti í Hrólfur Valdimarsson. Vatnsfirði, 1938-44. Hann tók við búi af föður sín- um í Vatnsfjarðarseli, ásamt Gunnari bróður sínum, árið 1945 og var þar bóndi til 1949. Þá flutti hann í Hörgshlíð í Mjóafirði og bjó þar í þrjú ár. Þau systkinin fluttu í Heydal 1952 þar sem þau stunduðu búskap til 1987. Þá fluttu þau að Eyri þar sem Hrólfur og Ingibjörg, systir hans, hafa átt heima síðan. Hrólfur var póstafgreiðslumaður í Mjóafirðinum í sjö ár og síðan póstafgreiðslumaður i Heydal í fjög- ur ár. Þá var hann endurskoðandi fyrir Búnaðarfélagið í nokkur ár. Fjölskylda Systkini Hrólfs eru Hans Aðal- steinn Valdimarsson, f. 18.3. 1918, lengst af bóndi í Miðhúsum, kvænt- ur Stefaníu Finnbogadóttur hús- freyju og eiga þau fjórar dætur; Gunnar Valdimarsson, f. 22.11.1923, bóndi í Vatnsfjarðarseli, Hörgshlíð og í Heydal, nú búsettur á ísafirði, kvæntur Þorgerði Hermannsdóttur húsfreyju og eiga þau fjóra syni; Ingibjörg Steinunn Valdimarsdóttir, f. 5.3.1928, húsfreyja að Eyri.. Foreldrar Hrólfs vom Valdimar Steinsson, f. 6.8. 1878, d. 1953, bóndi í Vatnsfjarðarseli, og k.h., Björg Þórðardóttir, f. 28.6. 1890, d. 1981, húsfreyja. Erla Stefánsdóttir Erla Stefánsdóttir matvælafræð- ingur, Keilugranda 6, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Erla fæddist í Hafnarfirði en ólst upp i Reykjavík. Hún lauk prófúm í matvælafræði við HÍ1981 og er lög- giltur matvælafræðingur frá 1990. Erla var læknaritari um nokk- urra mánaða skeið 1976, var rann- sóknarmaður hjá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins og Lýsi, var tæknimaður hjá Kötlu og starfaði þar við vömþróun og fleira, var að- stoðarsérfræðingur hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og vann við neyslukannanir hjá Manneldisráði. Þá stundaði Erla verslunarstörf í Svíþjóð um skeið og vann þar við mötuneyti. Fjölskylda Erla giftist 1.6. 1979 Þorvarði K. Ólafssyni, f. 15.6. 1957, tölvunarfræðingi. Hann er sonur Ólafs B. Guð- mundssonar, verka- manns í Reykjavík, og Auðbjargar Jóhannsdótt- ur verkakonu. Synir Erlu og Þorvarð- ar eru Stefán Þorvarðar- son, f. 1.9. 1982; Bjöm Þorvarðarson, f. 10.5. 1984. Bræður Erlu eru Erla Stefánsdóttir. Benedikt Garðar Stefáns- son, f. 19.4. 1949; Einar Rúnar Stefánsson, f. 2.8. 1952. Hálfsystir Erlu, samfeðra, er Sigurbjörg Stefánsdótt- ir, f. 18.6. 1930. Foreldrar Erlu em Stefán Einarsson, f. 13.2. 1912, d. 16.9. 1984, ketil- og plötu- smíðameistari, og Hildur Benediktsdóttir, f. 15.7. 1923, ljósmóðir. Hl hamingju með afmælið 17. janúar 90 ára_____________________ Jóhanna Pálsdóttir, Sigtúni 33, Patreksfirði. Garðar Hall, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 75 ára Þórður Valdimarsson, Hringbraut 71, Reykjavík. 70 ára Ingibjörg Eygló Pétursdótt- ir, Silfúrgötu 40, Stykkishóhni. 60 ára Reynir Frímannsson, Álfabyggð 9, Akureyri. Jón Aðalsteinn Hermanns- son, Hlíðskógum, Bárðdælahreppi. Sigurjón Rafii Gíslason, Háholti 16, Hafnarfirði. 50 ára Hólmfríður Jóhannesdóttir, Laxárdal II, Svalbaröshreppi. Egill Smári Egilsson, Eyrarlandsvegi 35, Akureyri. Bima Martinsdóttir, Heiöarbóli 71, Keflavík. Elísabet Gunnlaugsdóttir, Óttuhæð 3, Garðabæ. 40 ára Óskar Axelsson, Geithömrum 1, Reykjavík. Unnur Pétursdóttir, Markholti 12, Mosfellsbæ. Friða Kristín Albertsdóttir, Garðavegi 6, Hnífsdal. Gunnar Amarson, Deildarási 15, Reykjavík. Jakob Öm Haraldsson, Fannafold 88, Reykjavík. Bjöm Víglundur Gunnþórs- son, Dæli, Þorkelshólshreppi. Sigurbjöm Ámason, Raftahlíð 72, Sauðárkróki. Einar Gunnarsson, Kársnesbraut 13, Kópavogi. Sveinn Láras Ólafsson, Klapparstíg 4, Sandgerði. Ingibjörg U. Sigurðardóttir, Barónsstíg 27, Reykjavík. Gunnar Elís Guðmundsson, Brekkustíg 25, Njarövík. Eyþór Pétursson, Baldursheimi 3, Skútustaða- hreppi. Andlát Sigurður B. Magnússon Sigurður Borgþór Magnússon, húsasmíðameistari og matsfulltrúi, Tunguvegi 23, Reykjavík, lést 6.1. sl. Hann verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju í dag, föstudaginn 17.1., kl. 13.30.. Starfsferill Sigurður fæddist í Hafnarfirði 7.10. 1931 en ólst upp í Reykjavík. Auk þess dvaldist hann á æsku- stöðvum móður sinnar mikinn hluta æskuáranna, í Holtum í Rangárvallasýslu. Sigurður hóf nám í húsasmíði hjá Helga Kristjánssyni húsasmíða- meistara 1948, lauk sveinsprófi 1952 og fékk meistararéttindi 1956. Hann hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur sem húsasmíðameistari 1960, stofnaði, ásamt félögum sin- um, byggingarfyrirtækin Bygginga- ver hf. og Digranes hf. Þá starfaði hann mikið með mági sínum, Þor- láki Ásgeirssyni húsa- smíðameistara. Sigurður starfaði á Skráningardeild fast- eigna hjá Reykjavíkur- borg 1979-82 og var matsfulltrúi hjá Fast- eignamati ríkisins frá 1989 og þar til hann veiktist. Sigurður var m.a. for- maður Bræðrafélags Bú- staðakirkju, söng í kirkjukórnum og var trúnaðarmað- ur á vinnustað. Ásgeirsdóttur, f. 22.11.1936, Ágústssyni sem stundar verkfræði- Leó Brynjólfsson, f. 18.7. 1903, d. Siguröur Magnússon. Fjölskylda Sigurður kvæntist 7.9. 1956 eftirlif- andi konu sinni, Sesselju Guðmundu starfsmanni Neytendasam takanna. Hún er dóttir Ás geirs Þorlákssonar, f. 10.2 1908, d. 4.8. 1974, og Svan fríðar Sigurðardóttur, 26.10. 1909, d. 14.1. 1978. Böm Sigurðar og Sesselju eru Guðrún, f. 29.6. 1956, húsmóðir og kennari í Reykjavík, gift Ásmundi R. Richardssyni, nema við Tækniskóla íslands; Ás- Borgþor ggj^ f 28.7. 1958, flugstjóri hjá Flugleiðum, búsettm- í Kópavogi, kvæntur Gabrielu Elisabeth Pitterl húsmóð- ur, frá Austurríki; Magnús, f. 25.12. 1959, bakarameistari í Reykjavík, í sambúð með Valborgu H. Gestsdótt- ur, hárgreiðslumeistara og húsmóð- ur; Ingunn, f. 1.11.1964, nemi í Dan- mörku, í sambúð með Þorkeli nám í Danmörku; Helga, f. 26.9.1970, búfræðingur í Reykjavík en unnusti hennar er Jóhannes Hreiðar Símon- arson búfræðingur og nemi við bú vísindadeild Bændaskólans á Hvann eyri. Bamabörnin em Hörður, f 1.11. 1980; Sesselja, f. 14.12. 1981 Ingibjörg, f. 28.6. 1982; Ingvar Þór, f 28.11.1984; Guðrún María, f. 8.4.1985; Amór Pálmi, f. 3.3. 1987; Sigurður Borgþór, f. 20.5. 1991; Alexander, f. 17.8. 1992; Sólborg Ingunn, f. 18.9 1993; Elísabeth Þóra, f. 5.12. 1993: Sesselja Rún, f. 24.8. 1996. Systir Sigurðar er Hulda Magnús- dóttir, f. 14.9. 1938, búsett í Reykja- vík en sonur hennar er Magnús Reynir Ástþórsson, starfsmaður hjá Eimskip, kvæntur Elfu Björk Bene- diktsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Sigurðar vom Magnús 25.3.1941, sjómaður, fæddur að Ytri- Ey á Skagaströnd, fórst með e/s Borgund, og Guðrún Sigurveig Sig- urðardóttir, f. 22.6.1903, d. 12.4.1973, húsmóðir, fædd í Bjálmholti í Holta- hreppi, Rangárvallasýslu. Ætt Foreldrar Magnúsar, fóður Sig- urðar, voru Brynjólfur Lýðsson frá Skriðnesenni í Óspakseyrarhreppi í Strandasýslu og Kristín Indriðadótt- ir frá Ytri-Ey í Vindhælishreppi, A- Húnavatnssýslu. Þau bjuggu að Ytri-Ey. Foreldrar Guðrúnar, móður Sig- urðar, vom Sigurður Sigurðsson frá Bjálmholti í Holtahreppi, Rangár- vallasýslu, og Borghildur Þórðar- dóttir frá Sumarliðabæ í Holtum. Þau bjuggu í Bjálmholti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.