Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997
7
DV Sandkorn
GSM-síminn
Héraðsfréttablaðið Dagskráin á
Selfossi er hið ágætasta blað. Það er
eitt mesta auglýsingablað landsins.
Fróðir menn fullyrða að annaðhvort
gefl það auglýs-
ingamar eða sé
með hörðustu
ogduglegustu
aúglýsingastjóra
landsins. Annað
er sérstætt við
Dagskrána. í
því er enginn '
leiðari en þess i
stað kaflar úr
dagbók lögregl-
unnar á Sei-
fossi, skrifaðir af Tómasi Jónssyni.
í síðasta blaði segir Tómas frá Eyr-
bekkingi sem lét leigubíl frá Sel-
fossi aka með sig til Reykjavíkur.
Þar stakk hann af án þess að borga
fyrir sig. En hann var seinheppinn
því hann gleymdi GSM-síma sinum
i bilnum svo það var ekki vanda-
verk aö fmna kauða. Tómas segir
að honum hafl þótt happadrýgra að
greiða fargjaldið hjá lögreglunni en
að missa farsimann. „Þetta minnir
mig á að einu sinni var brotist inn
í sjoppu á Stokkseyri, en sá sem
það gerði tapaði ökuskírteini sínu í
sjoppunni, svo hann var auðfund-
inn,“ segir Tómas.
Góða klámvísu
Þegar séra Brynjólfur Gunnars-
sonar var prestur í Staðarprestakalli
í Grindavík fyrir áratugum var
hann eitt sinn sóttur til að þjónusta
gamlan mann
sem lá banaleg-
una. Prestur
bauðst til að
lesa fýrir karl-
inn úr Biblínnu.
„Nei, ekki lesa
neitt úr þeirri
bók, ég er orð-
inn þreyttur á
þvælunni sem
þar stendur,“
svaraði karlinn.
Prestur spurði þá hvort hann vildi
aö hann læsi úr sálmabókinni?
„Nei, ég vil enga sálma heyra,“
svaraði karlinn. Prestur spuröi þá
hvað hann vildi láta lesa fyrir sig.
„Þú þarft ekkert að lesa fyrir mig,“
svaraði karlinn og reis upp við
dogg, „en ef presturinn kynni nú
einhveijar góðar klámvísur þætti
mér hressandi að heyra þær.“
Flotamálaráð-
herrann
Sagan segir aö þegar Sighvatur
Björgvinsson var fjármálaráðherra i
minnihlutastjóm Alþýðuflokksins
hafi hann sótt ráöstefnu Evrópu-
ráðsins. í boði
sem haldið var
fyrir ráöstefhu-
gesti lenti Sig-
hvatur við hlið-
ina á svissnesk- s
um ráðherra, :t
sem honum
hafði verið sagt
að væri flota-
málaráðherra
Sviss. Sighvatur
spurði manninn
hvað í ósköpunum Sviss hefði að
gera með flotamálaráðherra, land
sem hvergi lægi að sjó. „Ég get nú
spurt svipaðrar spumingar. Hvað í
ósköpunum hafa Islendingar að
gera með fjármálaráðherra?
Það er
blíðskaparveður
í Alþýðublaðinu í gær er rætt við
tvo þingmenn Sunnlendinga um
hvað þeir hafist að i þinghléinu.
Guðni Ágústsson fer á kostum og
segir aldrei
meira að gera
en í þinghléi.
Hann og sam-
þingsmaður
hans, ísólfur
Gylfi Pálmason,
séu á ferð og
flugi um kjör-
dæmið, talandi
við fólk og hald-
andi fundi.
„Fólkið hér á Suöurlandi veit að
minnsta kosti að við ísólfur Gylfi
liggjum ekki á meltunni, það verður
þess vart þegar við komum, leitum
hjá því ráða og segjum þvi hvað við
erum að basla,“ segir Guðni. Hann
vísar öllum spumingum um lausa
kjarasamninga til ísólfs Gylfa.
„Hann svarar öllum flóknum spurn-
ingum en ég segi eins og skáldið:
Ég veit hestinn minn traustan
og mig heimvonin gleður.
Það er bjart fyrir austan,
það er blíðskaparveður.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Fréttir
Viðskiptaspilið:
Verður notað til
að kynna Evr-
ópumyntina
„Við dönsuðum héma í heilan
dag þegar við heyrðum fréttimar
því auðvitað hefur þetta gífurlega
mikið að segja fyrir okkur. Fyrst og
fremst tryggir þetta framtíð Við-
skiptaspilsins og svo þykir mjög
gott að hafa fengið þetta í gegn því
það eru ótal aðilar að reyna að
koma ár sinni fyrir borð með ails
kyns kynningum á myntinni," sagði
Björn Snædal, rúmlega þrítugur
höfundur Viðskiptaspilsins. Hann
fékk nýlega samþykki fyrir því í
Frakklandi að spUið yrði notað við
að kynna nýju Evrópumyntina.
Sjálfur er Björn höfundur Við-
skiptaspilsins en með honum í
rekstrinum em Tómas Gunnarsson,
Haraldur Gunnarsson, Sverrir Ár-
mannsson og Krisján H. Lárusson.
„Þetta þýðir t.d. að spilinu verður
komið inn í alla skólana. Mönnum
þótti þetta of gott tækifæri til að
segja nei því við það að spila spilið
kynnist fólk því mjög vel hvernig
Evrópumyntin virkar," sagði Bjöm.
Aðspurður sagði hann söluna á spil-
inu geta skipt hundmðum þúsunda
með tilkomu samningsins og að
auðvitað myndu þeir græða á þessu
á endanum. „Fjárhagslegt öryggi
felst aðallega í auglýsingatekjunum
af spilinu en öll fyrirtæki í spilinu
em raunveruleg og þau borga fyrir
að fá að vera með. Þetta er auðvitað
ekkert annað en auglýsing fyrir
þau,“ sagði Bjöm. -ingo
Nýju upplýsingalögin:
Lögin sjálf og
kennslubók um
þau gefin út
Forsætisráðuneytið hefur gefið út
bókin Nýju upplýsingalögin ásamt
greinargerð en upplýsingalögin
kveða á um upplýsingaskyldu
stjórnvalda til almennings og fjöl-
miðla. Jafnframt hefur ráðuneytið
gefið út bókina Upplýsingalögin,
kennslurit, eftir Pál Hreinsson lög-
fræðing og aðstoðarmann umboðs-
manns Alþingis. Nýju upplýsinga-
lögin tóku gildi þann 1. janúar sl.
Ríkiskaup, Borgartúni 7 í Reykja-
vik, annast dreifingu beggja
bókanna.
Fyrri bókin er sett upp sem hand-
bók þannig að fremst birtast al-
mennar athugasemdir við lögin.
Síðan koma einstakir kaflar lag-
anna og athugasemdir við þá á víxl.
Við athugasemdimar er aukið skýr-
ingum allsherjarnefndar Alþingis
þar sem við á, auk þess hluta fram-
söguræðu Daviðs Oddssonar forsæt-
isráðherra sem laut að helstu mark-
miðum laganna.
í kennsluriti Páls Hreinssonar er
farið yfir gildissvið upplýsingalag-
anna samkvæmt efhi þeirra sjálfra
og gagnvart öðrum lögum og gerð
grein fyrir meginreglu þeirra um
rétt almennings til aðgangs að gögn-
um hjá stjómvöldum og takmörkun-
um og undanþágum frá henni. Þá er
farið yfir sérstakar reglur um máls-
meðferð samkvæmt upplýsingalög-
um og málskot til úrskurðamefndar
um upplýsingamál sem sérstaklega
er ætlað að leysa úr ágreiningsmál-
um sem spretta af því að neitað hef-
ur verið um aðgang að upplýsing-
um. -SÁ
Sauöárkrókur:
Lögreglumanni
vikið frá störfum
Tæplega sextugum lögreglu-
manni á Sauðárkróki hefur verið
vikið tímabundið úr starfi vegna
meints ölvunaraksturs.
Lögreglumaðurinn hefur starfað
innan lögreglunnar í mörg ár en var
í október sl. vikið frá störfum á
meðan á rannsókn málsins stendur
og þiggur nú einungis háif laun.
-ingo
Qfflsr QfflsT QfflS' Offlsr QfflsT œ* QfflsT GfflsT
HEFURÐU EFNI Á
AÐ SITJA HEIMA?
Stóllinn heldur nú sína árlegu útsölu á alls kyns húsbúnaði -
bæði spánnýjum vörum og lítt gölluSum - á fádæma lágu verði.
Sjaldan hefur gefist betra færi á að eignast vönduS
og falleg húsgögn í stofuna, eldhúsið, borSstofuna,
anddyrið, garSskálann eöa sumarhúsiS.
Oll húsgögn eru á lægra verSi en áSur:
Leðursófar - Svefnsófar - Vegghillur - Borðstofusett
Stakir stólar - Borð - Stakir sófar - Hægindastólar
Kommóður - Skrifborð - Reyrstólar - Veggspeglar
Bókaskápar og margt, margt fleira...
ÚTSALA
með allt að 60% afslætti!
Opið á morgun, laugardag, frá kl. 11-16.
Stóllinn
Smiðjuvegi 6D - rauð gata
200 Kópavogur - sími 554 4544
QfflsT QÍ0a• Qfflsr QfflsT Gffla* Qffla” Qffla* 0100* QfflS'