Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 13 Er landbúnaðarkerfið að hrynja? Nýleg könnun Félagsvísinda- stofnunar um fátækt á íslandi og skýrsla nefndar, sem kannaði framfærslukostnað heimilanna, gefa tilefhi til þess að hugleiða þá landbúnaðarstefnu sem ríkt hefur hérlendis imdanfarin ár og ára- tugi. í könnun Félagsvísindastofn- unar kemur fram að um 39% þeirra sem starfa við landbúnað hafa tekjur undir fátæktarmörk- um eins og þau eru skilgreind í könnuninni. Hlutfallið er örlítið lægra en á meðal atvinnuleys- ingja, sem er um 43%. í skýrslu nefndarinnar, sem kannaði fram- færslukostnað heimilanna, kemur fram að verðlag á kjöti hérlendis er um 44% hærra en meðaltal 15 ríkja í ESB. Verðlag á mjólk, ost- um og eggjum er um 35% yfir með- altalinu. Bændasamtökin - Gylfi Á fjárlögum ársins 1997 er gert ráð fyrir því að skattgreiðendur greiði 2,7 milljarða króna í styrki og framlög vegna mjólkurfram- leiðslu og um 2,5 milljarða vegna sauðfjárframleiðslu. Það jafngildir um 1,7 milljónum króna á hvert bú í landinu sem hefur fram- leiðslurétt til mjólkur- eða sauð- fjárframleiðslu. í framhaldi er eðlilegt að spyrja: Hvernig stendur á því að mikill fjárstuðningur til bænda, hátt verð á innlendum landbúnaðarvörum og nánast eng- in samkeppni við erlenda fram- leiðendur geti valdið því að um 39% bænda lifi undir fátæktar- mörkum? Fyrir um 25 árum barðist Gylfí Þ. Gíslason, fyrrverandi hagfræði- prófessor, gegn því kerfi sem meira eða minna hefur verið við líði fram á þennan dag. Hann varaði við þvi, að ef ekki kæmi til aukin samkeppni í sölu og framleiðslu land- búnaðarvara mundi afleiðingin verða skelfileg fyrir atvinnugreinina. Fyrir vikið var hann talinn berjast gegn hagsmunum bænda og í raun talinn höfuðóvinur bændastéttar- innar. Hagsmunasamtök bænda töldu að hag bóndans væri best borgið með miklum stuðningi frá „Búvörusamningur, sem gerður var um framleiðslu sauðfjárafurða haustið 1995 og gildir til ársins 2000, hefur engu skilað til hagræðingar þar sem búum hefur ekki fækkað svo neinu nemur,“ segir Björgvin meðal annars í grein sinni. ríkisvaldinu í formi greiðslna og hafta. Hver er svo útkoman? Ár- angur hagsmunasamtaka bænda er þvílíkur að um 39% bænda telj- ast fátæklingar í dag. Hafði þá ekki Gylfi rétt fyrir sér eftir allt saman? Skipulagsvandi „Status Quo“ stefna er aftur- „Á fjérlögum ársins 1997 ergert ráð fyr- irþví að skattgreiðendur greiði 2,7 millj■ arða króna í styrki og framlög vegna mjólkurframleiðslu og um 2,5 milljarða vegna sauðfjárframleiðslu. Það jafn- gildir um 1,7 milljónum króna á hvert bú í landinu sem hefur framleiðslurétt til mjólkur- eða sauðfjárframleiðslu. “ haldsstefna í nútímasamfélagi. Eina leiðin til þess að rétta hag bænda er að afnema framleiösluk- vóta og alla styrki á fáeinum árum og leyfa verðinu á vörunni að ákvarðast fullkom- lega af framboði og eftirspurn á markaði. Óhjákvæmilega leiðir það til fækkunar búa en í staðinn verða eft- ir hagkvæmar rekstr- areiningar sem geta staðið undir sér rétt eins og tíðkast í öðr- um landbúnaðar- greinum, t.d. svína- rækt. í framhaldi á síðan að opna fyrir innflutning með raunhæfum og stig- lækkandi tollum á innfLuttum landbún- aðarvörum. Óhjá- kvæmilega kemur aukin samkeppni til " með að fækka bænd- um á íslandi en á móti kemur að þeir sem eftir verða eiga möguleika á að lifa við mannsæmandi kjör. Búvörusamningur, sem gerður var um framleiðslu sauðfjárafurða haustið 1995 og gildir til ársins Kjallarinn Björgvin Sighvatsson hagfræðingur 2000, hefur engu skil- að til hagræðingar þar sem búum hefúr ekki fækkað svo neinu nemur. Bú- vörusamningurinn felur í sér „innbyggða samkeppnisbrengl- un“ og er því einung- is frestun á miklum vanda. Róttækar sam- keppnisumbætur eru nauðsynlegar til vamar sauðfjárfram- leiðslu í landinu. Á meðan það er ekki gert lengist í henging- aról saufjárbænda og ekki kæmi það mér á óvart þó um aldamót- in yrðu fleiri bændur en atvinnuleysingjar undir fátæktarmörk- unum. Ef svo verður, er þá nokk- ur fúröa þó maður haldi að núver- andi landbúnaðarkerfi sé að hrynja. Bæði bændastéttinni og neytendum tU skaða. Björgvin Sighvatsson jj Enn ein sameiningartilraun! Sameining vinstri manna hefur oft verið reynd en hingað til geng- ið iila. Þetta heyrum við marga mæta menn og konur útskýra samviskusamlega fyrir íslensku þjóðinni. TU hvers er verið að reyna enn einu sinni? Ein af rétt- lætingum fleiri slíkra tilrauna er sú að stjómmálaöflin á vinstri væng virðast ekki þjást um of af blindu sins eigin egós um þessar mundir. Viljinn tU sam- vinnu er fyrir hendi. Sú stað- reynd hefúr gefið von jafnaðar- manna um væn- lega framtíðarsýn íslensks samfélags byr undir báða vængi. Aldamótin eru skammt undan og löngu er orðið tímabært að jafnaðarmenn hætti að núa salti í sameiningarsár bráðum lið- innar aldar. Hvað er og hvað verð- ur er það sem skiptir máli, fram- tíðin verður ekki umflúin. Framtíöarsýn fólksins MikUvægasta verkefnið sem blasir við er langtímastefnumótun á öUum sviðum þjóðfélagsins. Þetta er mjög mikUvægt þegar kemur að umhverfismálum. Um- hverfísmál eru eitt af mörgum málum sem einkenna mun fram- tíðarsýn fólksins á íslandi og á móður jörð og vægi þess mun aukast mjög næstu árin. MikU- vægt er aö taka á stefnumótun Is- lendinga í þessum málaflokki og er þar mörgum spumingum ósvar- að. Fyrst má nefna að íslendingar státa sig gjaman af að fylgja ábyrgri fiskveiðistjómun. Virðist það þó eingöngu gUda innan okk- ar lögsögu því ekki hefur verið tekið á því hversu langt þeir ætla að ganga í fiskveiðum á alþjóðleg- um hafsvæðum. Einnig hafa íslendingar skrifað undir alþjóðlega samninga um að á íslandi verði ekki stuðlað i aukn- um mæli að gróðurhúsaáhrifum á móður jörð en síðan á að reisa hér álver í gríð og erg. Hver á stefnan að vera í lífrænni framleiðslu landbúnaðarafurða og vUjum við mark- aðssetja landið okkar sem umhverfispara- dís fyrir ferðamenn? Lítill munur á stefnuskrám LítUl munur er á stefnuskrám stjóm- málaflokkanna þegar kemur að umhverfis- málum. AUir em í raun sammála um markmiðið að finna beri lausn á umhverf- isvandamnn. En þeg- ar kemur að því að útfæra leiðimar að því markmiði verður lítið um uppástungur. SamstarfsgmndvöU- ur jafnaðarmanna gæti orðið lykUatriði í að tekið verði á þessum málum á ábyrgan hátt því slíkur gmndvöUur felur í sér raunhæfan valkost. Valkost sem fólk í lýðræðisþjóðfélagi á ekki einungis rétt á heldur ber að skapa sjálft með því að taka þátt og axla ábyrgð á því sem er að ger- ast í kringum það. Aukin samvinna jafnaðar- manna er upphafið að skýrari lín- um í íslenskum stjómmálum sem síð- an munu auðvelda kjósendum að átta sig á hvað er í boði. Tími er kominn til að jafn- aðarmenn smeygi sér út fyrir þann víta- hring sem hingað tU hefúr stöðvað alvar- legt samstarf á þeirra vettvangi. Með því að skima yfir brún víta- hringsins með ein- faldleikann, hugrekk- ið og fordómaleysið að vopni mun gatan liggja greið að sam- vinnu. Slíka áskorun er slæmt að hafa á samviskunni að hunsa. Hvet ég aUa sem hlúa vUja að samvinnu jafúaðarmanna tU að mæta á stofnfund GRÓSKU þann 18. janúar næstkomandi. Jóhanna Þórdórsdóttir „Með því að skima yfír brún víta- hringsins með einfaldleikann, hug■ rekkið og fordómaleysið að vopni mun gatan liggja greið að sam- vinnu. Slíka áskorun er slæmt að hafa á samviskunni að hunsa.“ Kjallarinn Jóhanna Þórdórsdóttir stjórnmálafræðingur Með og á móti Líkamsrækt Gefandi tækifæri „Likarasrækt er menning, list, sköpun, tjáning, ffelsi, afþreying og uppbyggjandi fyrir þátttakanda sem áhorfanda. líkja við garð- rækt, aðferðim- ar eru jalh mis- munandi og teg- undimar sjálfar. Þeir sem era á móti líkams- rækt era dóm- greindarlitlir, dómarar sem dæma iUgresið inn á mUli hárra trjáa og sjá ekki skóginn fyrir trjám. Auðvitað er þetta þekkingarleysi viðkomandi. Eins og í menningu og listum eru verkin mismunandi að gæðum, stærðum og lögun og ekki vist að það sama henti öllum. íslenski hesturinn hefur fimmgang sem eykur fjölbreytni. Manneskjan hef- ur ekki fimmgang heldur óþrjót- andi möguleika og leiðir tU að njóta hreyfmgar. Það kaUast lík- amsrækt. Líkamsrækt er fyrst og fremst hugarfarsbreyting, aUt eftir það er eftirvirkni, hvort sem mað- ur gengur, hjólar, syndir, stofhar gönguhópa, sparkar bolta eða er í líkamsræktarstöðum. Líkamsrækt er fyrst og fremst fúllnæging hug- ans sem síðan stjómar líkamanum tU mismunandi þarfa. Líkamsdýrk- un er afieiðing of langt genginna meðlima líkamsræktar, hún á ekk- ert skylt við hið upprunalega hug- tak, líkamsrækt. Þetta er sök fjöl- miðlanna sem vUja nota fólk tU þess að gera sig að sýningargripum um „megrun“, keppa við tímann, lífsklukkuna, lífið sjálft. Þetta get- ur aldrei fúfinægt jafnvægi mUli líkama og hugar. Oft er nefnt að ekki skuli fara of geyst í byijun. Rétt er það, enn þá mikUvægara tel ég að skoða „endinn". Hvert er tak- markið með líkamsræktinni. Ef hún er eingöngu keppni tU að auka hlustun, áhorf og tekjur líkams- ræktarsalarins ætti ég að vera sömu megin og Flosi. En þetta er bara smáUlgresi i öUum skrúðgarði líkamsræktarinnar. Einn daginn kemur einhver og rífúr hann upp og þá stendur líkamsræktargarður- inn eftir fjölbreyttur sem fyrr, fuU- ur af gefandi tækifæram fýrir okk- ur tU að njóta.“ Líkamsrækt má Magnús Scheving rithöfundur. Flosl Oiafsson leik- ari. Tónlistin hræöileg „Líkamsrækt verður að vera skemmtUeg og þjóna einhveijum hagnýtum tUgangi. Ég er mikiU heilsuræktarmaður, ég fer á fætur snemma á morgnana og byrja ég á að moka út úr hest- húsinu og taka folana mína til bæna. Og það er auðvitað albesta heUsurækt sem ég get hugsað mér þvi þá er ég að gera eitthvað sem vit er í. Ég get aftur á móti ekki hugsað mér að fara í eróbikk og finnst það alveg ótrúlega leiðinlegt. Þó ekki væri nema út af tórUistinni sem spUuð er undir. Þetta er hávaði sem er soðin saman af einhveijum fábjánum fyrir aðra fábjána að hlusta á. En það er mikið af faUegu ungu fólki í þessu. Sund er líka al- veg ótrúlega leiðinlegt líka vegna þess að maður er aldrei að fara neitt, bara ffam og tU baka. Þegar ég fer eitthvað af stað vfi ég helst fara bæjarleið og eiga eitthvert er- indi. Sama er með skokkið. Ég gæti ekki hugsað mér að skokka í tóma hringi ef ég væri ekki að fara eitt- hvað. Þá væri þaö aUt í lagi. Mér finnst aftur á móti gaman í bad- minton því þá verð ég svo æstur að ég gleymi sjálfri líkamsræktinni í hita leiksins. Manni hleypur kapp í kinn og þá er þetta orðið gaman. Ég er mikUl heUsuræktarmaður en þetta verður að hafa tUgang og má ekki vera leiðinlegt." -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.