Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Page 5
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 5 I>V Fyrrum framkvæmdastjóri Júpiters hf. í Bolungarvík ákæröur í sakamáli: 22,6 milljóna króna sakargiftir í ákæru Rlkissaksóknari hefur höfðað sakamál gegn Einari Jónatanssyni, fyrrum framkvæmdastjóra útgerð- arfyrirtækisins Júpiters hf. í Bol- ungarvik, fyrir meint brot framin í rekstri félagsins þar sem honum er gefið að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu af launum starfs- manna og virðisaukaskatti til ríkis- sjóðs upp á 20 milljónir króna áður en félagið var úrskurðað gjaldþrota i apríl 1993. Einar er einnig ákærð- ur fyrir 2,6 milijóna króna fjárdrátt með því að hafa ekki staðið Lífeyr- issjóði Bolungarvíkur skil á lífeyris- sjóðsiðgjöldum sem haldið var eftir við útborgun launa starfsmanna fé- lagsins á árunum 1992-1993. Réttarhöld eru þegar hafin í mál- inu. Þegar það var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða og Einar mætti fyrir dóminn tii að gera grein fyrir afstöðu sinni til ákærunnar kvaðst hann ekki hafa gerst brotlegur. Á sínum tíma hefði verið í gildi samkomulag á milli Júpiters hf. og innheimtu- manns ríkissjóðs, það er sýslu- manns, um skil á staðgreiðslu skatta af launum starfsmanna, svo og um greiðslur sem hafi átt að berast ríkissjóði vegna innheimts virðisaukaskatts fyrirtækisins. Varðandi fiárdráttarþátt ákærunnar kvað Einar jafnframt hafa verið fyrir hendi Scimkomulag milli Júpíters hf. og Lifeyrissjóðs Bolungarvikur um skil á lífeyris- sjóðsiðgjöldum starfsmanna fyrir- tækisins. Hann kvaðst því ekki sek- ur af ákærunni. Svokailað milliþinghald fór fram á ísafirði í gær en í aðalmeðferð málsins mun Einar halda uppi vörn- um. Þá mun væntanlega verða leit- ast við að leiða til lykta hvort sýslu- maðurinn í Bolungarvík „samdi“ við Júpíter hf. um hin opinberu gjöld áður en félagið var úrskurðað gjaldþrota. Sama mun væntanlega giida um framangreint samkomulag við lífeyrissjóðinn. -Ótt Fréttir Stoðfirðingar an læknis Nú er svo komið að Stöðfirðingar eru án læknis eftir að héraðslæknirinn, Óttar Ármannsson, hætti nýlega störf- um eftir nokkurra ára læknisstörf hér. Hann hafði aðsetur á Fáskrúðsfirði en var á Heilsuseli Stöðvarfjarðar tvisvar í viku að jafnaði í um það bil fiórar stundir í senn. Ástæða uppsagnar hans er tekjutap vegna lyfsölu heilsugæslustöðvanna á báðum stöðum eftir þær breytingar sem orðnar eru á lyfsölumálum í land- inu. Óttast nú margir að upp sé runnið skeið tíðra mannabreytinga í læknis- málum stöðvanna, þar sem jafnvel að- eins læknakandídatar verði við störf í nokkra mánuði í senn. -GH Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1997. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi, mánudaginn 20. janúar 1997. Kjörstjórnin HELGRRTILBOÐ ■A%, Nautafile 1.380 kr./kg MM Smiðjuvegi 2 Urbein. grísabógur í neti 690 kr./kg MM Fákafeni 9 Svínalundir 997 kr./kg MM Reykjavíkurvegi 64 FJÖLBREYTTASTA TÆKJAÚRVAL LANDSINS! Skokkklúbbur OG NÆRINGAR- R Á Ð G J Ö F K L . 1 6:00- 1 6:30 Þjálfarar í S A L ALLAN TÍMANN JEET KUNE D O Kl. 14:30-15:00 AEROBIC OG FITUBRENNSLA K L . 15:00-15:30 JOGAFLÆÐI K L . 15:30-16:00 AL.LI R VELKOMNIR! Opið hús D A G S K R Á A I K I D O K L . 13:00-14:30 GÍM SUÐURLANDSBRAUT 6 (BAKHÚS), SÍMI 588 8383 VlÐ ERUM... 9 SUNNUDAGINN JANUAR 8 00 2 OO KL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.