Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 Spuriúngin Hefur flensan bankaö upp á á þínu heimili? María Fönn Þórsdóttir, nemi: Já, mamma mín og systur mínar fengu flensu. Stella Vigdis Sigdórsdóttir nemi: Já, mamma mín fékk hana en ekki ég. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir nemi: Já, litli bróöir minn sem varð pirraður og svo fékk pabbi hana líka. Ása Magnea Vigfúsdóttir nemi: Nei, enginn fékk flensu heima. Katrín Guðjónsdóttir hjúknmar- fræðingur: Já, þrír af fimm. En all- ir eru að braggast. Ólöf Björnsdóttir hjúkrunarfræð- ingur: Nei, við erum öll svo hraust. Við tökum nefnilega lýsi. Lesendur Athugasemd um skattamál Bolli Þór fullyröir að skattheimta hér á landi sé með því lægsta sem gerist í álfunni. Bolli Þór Bollason í fjármála- ráðuneytinu skrifar: Föstudaginn 3. janúar birtist í DV frétt þar sem því var haldið fram að „skattheimtan hér á landi (sé) með því hæsta í álfunni," eins og segir í fyrirsögn blaðsins. Það er nauðsyn- legt að gera athugasemd við þennan fréttaflutning þar sem hann er byggður á röngum upplýsingum, bæði hvað varðar skattlagningu á íslandi og í þeim ríkjum sem sam- anburðurinn nær til. Af því leiðir að sú ályktun sem dregin er í frétt- inni er röng. í fyrsta lagi er rangt að skattleys- ismörk hjá einstaklingum í Svíþjóð og Lúxemborg séu hærri en hér á landi. Samkvæmt opinberum upp- lýsingum frá OECD, sem birtar eru í ýmsum ritum stofnunarinnar, eru skattleysismörk í Svíþjóð ekki 133.000 krónur á mánuði, eins og haldið er fram í DV, heldur 10.000 kr. og skattleysismörk í Lúxemborg eru ekki 200.000 krónur á mánuði heldur innan við 50.000 krónur. Til samanburðar má nefna að skattleys- ismörk á íslandi eru um 60.000 kr. á mánuöi. Niðurstaðan er því sú að skattar á tekjur einstaklinga séu lægri á íslandi en í Svíþjóð og Lúx- emborg. Reyndar má bæta því við að skattleysismörk á íslandi eru með því hæsta sem þekkist í aðild- arríkjum OECD, enda sýna athug- anir OECD að tekjuskattar á íslandi eru með því lægsta sem þekkist. í öðru lagi er rétt að benda á að tekjuskattar eru einungis hluti skattheimtunnar. Samkvæmt sömu gögnum frá OECD er heildarskatt- heimta á íslandi undir meðaltali OECD ríkjanna eða um 31% af vergri landsframleiðslu hér á landi, samanborið við rúmlega 38% í OECD-ríkjunum í heild (tölur frá 1994-1995). Jafnvel þótt tekið sé tillit til lífeyrissjóðsframlags launþega hér á landi verður niðurstaðan sú að skatthlutfallið hér sé undir með- altalinu. Til samanburðar má nefna að skatthlutfallið hjá Svíum er um 51% og 45% í Lúxemborg. í þessum tölum er tekið tillit til allra skatta, jafnt tekjuskatta, neysluskatta (virðisaukaskatts o.fl.) og annarra skatta. Niðurstaðan er því sú að megin- inntak fréttaflutnings DV um að skattheimta hér á landi sé „með því hæsta í álfunni" er rangt. Þvert á móti má færa ýmis rök fyrir þvi að skattheimtan hér á landi sé með því lægsta í álfunni. Svar blaðamanns DV: Vafasöm fullyrðing ráðuneytis Stefán Ásgrímsson blm. skrifar: Þann 4. janúar var hér í DV ihynd- rænn samanburður á skattleysis- mörkum sem var byggður á upplýs- ingum í áramótahefti tímaritsins The Economist. Þær upplýsingar sem tímaritið byggði á um skattheimtu í Svíþjóð og að hluta til í Lúxemborg voru úreltar. Eftir róttækar breytingar sem gerðar voru á sænska skattkerfinu fyrir nokkrum árum er skattheimta í Svíþjóð í grófum dráttum þannig að skattleysismörk eru lág, eða um 10 þúsund ísL kr. á mánuði, en skattpró- senta er einnig mjög lág á svo lágar tekjur, eða um 5%. Með vaxandi tekj- mn eykst svo hlutfallsleg skattbyrði og er hæsta tekjuskattsprósenta 25% en við tekjuskattinn bætist síðan út- svar til sveitarfélags, yfirleitt um 31% af tekjum ofan skattleysismarka. Sú fullyrðing fjármálaráðuneytis- ins að færa megi ýmis rök að því að skattheimta hér á landi sé með því lægsta sem gerist í álfunni er vafa- söm í landi þar sem jaðarskattar á þaö sem kallast myndu lágtekjur i fyrmefndum tveimur löndum eru yfir 60% og ýmis gjöld eru innheimt, t.d. í heilbrigðiskerfinu, sem annars staðar eru greidd gegnum skattkerf- ið. Samanburður The Economist á skattheimtu í nokkrum löndum, sem frétt DV var byggð á, er gerður þann- ig að teknir eru inn í útreikningana ýmsir skattar sem stjórnvöld við- komandi ríkja kjósa gjaman að nefna öðrum nöfnum. -SÁ Sorphirða í ólestri Bréfritari hveturtil þess aö fólk hugi vel aö sorpmalum hjá sér, hvaö þaö geti gert betur o.s.frv. Anton skrifar: Þótt ég reki niður penna í þeim til- gangi að vekja athygli á því að við ís- lendingar þurfum að taka okkur á í sambandi við sorphirðu fer þvi fjarri að ég sé til fyrirmyndar á öllum svið- um í sorphirðunni. Ég reyni þó eins og ég get og hvet aðra fjölskyldumeð- limi til þess að gera slikt hið sama. Mér finnst alltaf hálfnöturlegt að hugsa til þess hversu mikið af okkar annars fallega landi er notað undir ruslahauga. Og þótt margt msl rotni á skömmum tíma þá tekur það plast af ýmsum toga áratugi að grotna nið- ur, ef það gerir það þá einhvem tíma. Margir eru eflaust allir af vilja gerðir til þess að taka sig á í sorpmál- unum. Margir vilja eflaust flokka sorp en vita ekki alveg hvernig þeir eiga að fara að. Þama held ég að sé tilvalin leið fyrir fjölmiðla, ljósvaka- miðlana eða jafhvel dagblöðin að taka sig saman og sýna fólki á íslandi hvað einstaklingurinn getur gert. Hvemig búa má til að mynda um heimilissorpið, hvað eigi að gera við rafhlöður og annan spilliúrgang. Er ástæða til þess að kaupa vörur úr endurunnum pappír og hvað getur maður gert við dagblöðin eftir að þeim hefur verið safnað saman? Það er virkilega margt sem hægt er að gera og víst er að margt smátt gerir eitt stórt. Við höfum allt að vinna í þessu máli og ég hvet til samstöðu. DV Hirðing jólatrjáa Margrét hringdi: Ég er undrandi á því að ekki skuli vera betur staðið að hirð- ingu jólatrjáa. Alltaf gerist það um þetta leyti árs að jólatré liggja eins og hráviði um alla borg. í hverfinu hjá mér virðist sem trjánum hafi verið safnað saman á þrettándanum og síðan ekki aftur. Það er vitaskuld allt of snemmt. Þar sem trén liggja eru unglingarnir að kveikja í þeim og það er ekki sniðugt og getur skapað stórhættu. Auð- velt ætti að vera að hafa þessa hluti í góðu lagi. Til hægri á rauðu Ijósi Einar Gunnarsson hringdi: Ég hef dvalið svolítið í Bandaríkjunum og þar er sá háttur hafður á, a.m.k. víða, að mönnum er heimilt að halda áfram á rauðu Ijósi svo fremi að þeir beygi til hægri. Hvenær ætlum við íslendingar að taka þetta upp? í ótalmörg skipti á degi hverjum hugsa ég um þetta því það myndi liðka mjög mikið fyrir í umferðinni ef manni væri heimilt aö taka þessa beygju þegar engin hætta er á ferðum. Skoðum þetta endfiega og stuðlum þannig að betri um- ferð. Ósáttur við afnotagjöldin Steinn G. hringdi: Ég verð alltaf jafhreiður þeg- ar ég þarf aö borga afnotagjöld- in af Ríkissjónvarpinu. Þetta er kannski enginn svakalegm- pen- ingur en í prinsippinu er þetta bara rangt. Ég hlýt að eiga að hafa þann rétt að langi mig ekki til þess að horfa á annað en Stöð 2 eða Stöð 3 þá geti ég bara borgað af þeim. Af hverju á ég að borga fyrir eitthvað sem mér finnst hundleiðinlegt að horfa á? Ég er reyndar viss inn að mér fyndist dagskráin strax miklu skemmtilegri ef ég réði því hvort ég borgaði fyrir hana eða ekki. Nýjar mjólkurfernur Norðlendingur skrifar: Ég er Norðlendingm- og verð alltaf jafnhissa á því þegar ég kem suðm yfir heiðar að ekki skuli vera búið að skipta um umbúðir á mjólkinni. í fyrsta lagi er nánast útilokað að opna þær nema svo aðeins að maðm helli svo og svo miklu niðm og síðan er ekki hægt að loka þeim aftur. Femurnar sem notaðar eru hér fyrir norðan eru allt annars eðlis, auðvelt að opna, auðvelt að loka og nú finnst mér að fólk fyrir sunnan eigi bara að gera kröfu um að fá úr þessu bætt. Spaugstofan vel af stað Rúnar hringdi: Mig langaði bara til þess að koma því á ffamfæri að mér fannst Spaugstofan verulega góð síðasliðinn laugardag. Það er með ólíkindum hvað þessir menn geta látið sér detta í hug, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hversu uppteknir þeir eru í leikhúsunum. Mér finnst mórallinn einhvern veginn hafa verið á móti þeim í þjóðfélag- inu, ætla þeir nú að byrja einu sinni enn, o.s.frv., en ég verð bara að segja að þetta eru einu skemmtiþættimir sem hafa gengið í fólk. Við höfum reynsl- una frá því fyrr í vetm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.