Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997
óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformafiur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hagkvæmt en viðkvæmt
Andstaöa gegn byggingu álvers í Hvalfirði hefur stig-
magnast síðustu vikur. Þessi mikla andstaða kemur seint
fram á því samningaferli sem átt hefur sér stað milli ís-
lenskra stjómvalda og Columbia Ventures, fyrirtækisins
sem hyggst reisa álverið. Hið fyrirhugaða álver geldur
þess sem menn í héraði telja að hafi farið úrskeiðis í
mengunarvörnum jámblendiverksmiðjunnar á Grundar-
tanga. Þá blandast og inn í umræðuna að kaupa á gam-
alt álver frá Þýskalandi og ótti um að stjómvöld gangi
ekki nægilega hart fram í kröfum um hreinsibúnað.
Þessi síðbúnu en hörðu viðbrögð koma að sumu leyti
á óvart. íslendingar hafa í áratugi leitað eftir erlendum
fjárfestingum í stóriðju hér á landi. Verr hefur gengið í
þeim efhum en vonir stóðu til. Raunveruleg stóriðjufyr-
irtæki em aðeins álverið í Straumsvík og jámblendi-
verksmiðjan á Grundartanga, sem raunar er í meiri-
hlutaeign íslenska ríkisins. Ýmsar hugmyndir hafa skot-
ið upp kollinum um nýtingu raforku í þágu stóriðju en
þær hafa ekki orðið að veruleika.
Á því er enginn vafi að aukin stóriðja skýtur fleiri
stoðum undir fábreytt atvinnulíf hér á landi. Það er því
þjóðhagslega hagkvæmt að álver rísi í Hvalfirði, við hlið
þeirrar stóriðju sem þegar er fyrir hendi á svæðinu. Þá
er að sjálfsögðu gengið út frá því að eigendum Columbia
Ventures takist að fjármagna álverið og tryggja rekstur
þess. Fjármögnun er enn ekki lokið þótt forsvarsmenn
fyrirtækisins séu vongóðir um að það takist fyrir vorið.
Fyrir nokkrum árum sóttust bæði Norðlendingar og
Austfirðingar eftir stóriðju til þess að efla atvinnulíf í
þeim fjórðungum. Það gekk ekki eftir. Reyknesingar
hafa sótt það fast að álver rísi á Keilisnesi, mun stærra
en það sem hugsanlega verður byggt í Hvalfirði. Viðræð-
um um það álver var frestað árið 1991 en nú fer fram
könnun á því í Bandaríkjunum, við hinn svokallaða Atl-
antsálshóp, hvort viðræður verða teknar upp á ný um
byggingu álvers á Keilisnesi.
Enginn efi er á því að bygging álvers á Keilisnesi yrði
efnahagsleg lyftistöng. Atvinnumálaneöid Grindavíkur
hefur raunar, vegna andstöðu við byggingu álvers í
Hvalfirði, bent á möguleika þess að verið verði flutt á
Keilisnes. Það komi atvinnumálum á Suðurnesjum til
góða og ekki veiti af atvinnutækifærum.
Efnahagsbati og styrking atvinnulífs, vegna fyrirhug-
aðrar stórðiðju, verður ekki dregið í efa. Hin hliðin á
málinu er að stóriðju fylgir mengun. Kjósverjar og ná-
grannar þeirra hafa bent á það að óheppilegt sé að reisa
álver í miðju landbúnaðar- og ferðamannahéraði. Þar
með fari hin hreina ímynd. Ábendingin er réttmæt. Um-
hverfismál vegna stóriðjunnar eru lykilmál og í upphafi
þarf að tryggja að mengunarvarnir verði tryggar.
í álversdeilunni er þörf málamiðlunar eins og má gera
ráð fyrir þegar slík stórvirki eru fyrirhuguð. Álverk-
smiðjur, hvort sem þær rísa á Grundartanga eða Keilis-
nesi, eru mikilvægar atvinnulífinu hér á landi. Andstaða
var við stóriðju á sínum tíma bæði í Straumsvík og á
Grundartanga. Við þekkjum þær verksmiðjur af reynsl-
unni og þótt sitthvað hafi betur mátt fara eru það vænt-
anlega fáir sem vilja leggja þær af.
Andstaða við álver af umhverfissjónarmiðum er eðli:
leg. Menn eru meðvitaðri um mnhverfismál nú en áður.
En það á ekki að hafna þjóðhagslega hagkvæmri fram-
kvæmd heldur ganga svo frá samningum að hvergi sé
slakað á kröfum um mengunarvamir.
Jónas Haraldsson
„fslensk lögspeki er enn frumstæö og endurspeglar engan veginn almenna réttlætis- og sómakennd," segir
Guömundur Andri og bætir viö aö Hæstiréttur hamist beinlínis viö aö grafa undan viröingu sinni.
íslensk lögspeki
er frumstæð
rúst sem sekir eru um
það eitt að hafa veriö
kjaftforir við valda-
menn. Engu virðist
breyta ofanígjöf Mann-
réttindadómstólsins í
máli Þorgeirs Þorgeir-
sonar: Hæstaréttar-
dómarar segja keikir:
Heyra má eg erkibisk-
ups boðskap en ráðinn
er ég í að hafa hann að
engu. Einn þessara
dómara var Garðar
Gíslason sem varð
einmitt undir í Strass-
borg, dúkkar síðan hér
upp í Hæstarétti i sam-
bærilegu máli, vanhæf-
ur eins og einfættur og
tábrotinn knattspymu-
„Ekkert er gert með rétt einstak-
lingsins til að tjá sig, hann skiptir
engu máli í dómum hér - sá sem
orðunum er beint að hefur allan
rétt til að sækja bætur fyrir þá nið-
urlægingu sem hann verður fyrir
af vel orðuðum blammeringum.u
Kjallarinn
Guðmundur
Andri Thorsson
rithöfundur
Ein besta skáld-
saga síðasta árs,
Brotahöfuð eftir
Þórarin Eldjárn,
fjallar um skáldið og
fræðimanninn Guð-
mund Andrésson
sem varð það á að
skrifa gegn Stóra-
dómi og var fyrir
vikið dæmdur til
tugthúsvistar í
Kaupmannahöfn.
Böl hans var að
kunna ekki að haga
máli sínu á þann
hátt sem valds-
mönnum var þókn-
anlegur. Þetta var á
sautjándu öld. Ný-
legur úrskurður
Hæstaréttar um
mál fangelsismála-
stjóra gegn Hrafni
Jökulssyni veldur
því að manni
fmnst fátt hafa
breyst síðan.
Hrafni varð það á
að skrifa grein
undir fullu nafni
þar sem hann segir
hreinskilnislega og
umbúöalaust álit
sitt á fangelsismál-
um hér á landi.
Fyrir það skal hann dæmdur. Stíll
hans er litríkur, það svíður undan
orðum hans, þau hitta í mark -
fyrir það skal hann dæmdur.
íslensk lögspeki er enn frum-
stæð og endurspeglar engan veg-
inn almenna réttlætis- og sóma-
kennd. Farið er mildum höndum
um nauðgara og harnaníðinga,
stórþjófa og ofbeldisseggi - og aðra
þá sem í vitund almennings eru
glæpamenn - en hins vegar lagt
allt kapp á að leggja líf manna í
maður, og lætur eins og úrskurður
Mannréttindadómstólsiris hafi
ekkert gildi.
Þannig hamast Hæstiréttur
beinlínis við að grafa undan virð-
ingu sinni.
Islensk lögspeki er frumstæð og
hefur enn ekki iagað sig að nú-
tímalegu lýðræði. Furðu lítið sér
stað í íslenskri lögspeki ýmissa
grundvallarsjónarmiða sem mótað
hafa réttarheföir vestrænna ríkja
og rekja má til sjálfstæðisbaráttu
Bandaríkjamanna; islenskir
hæstaréttardómarar haga sér eins
og franska byltingin hafi aldrei
orðið: þeir eru aldrei refsiglaðari
en þegar einhver hefur brúkað
munn við valdastéttina.
Því meiðyrðalöggjöfm og sér-
stök helgi sem opinberir starfs-
menn njóta hér gagnvart orðum
endurspeglar fremur lög þjóðveld-
isaldar en lýðræðishugsun nútím-
ans - endurspeglar þann tima þeg-
ar litið var á níð sem galdur og
áhrínsorð. Ekkert er gert með rétt
einstaklingsins til að tjá sig, hann
skiptir engu máli í dómum hér -
sá sem orðunum er beint að hefur
allan rétt til að sækja bætur fyrir
þá niðurlægingu sem hann verður
fyrir af vel orðuðum blammering-
um. Þegar Hrafn á sinn skáldlega
og litríka hátt kallar Harald Jo-
hannessen „glæpamannaframleið-
anda ríkisins" er litið á þau orð
eins og litið var á ergibrigsl eða
níð á þjóðveldisöld, en ekki eftir-
minnilega orðaða hugsun sem
margir aðhyllast - sem sé þá að í
fangelsum læri óharðnaðir ung-
lingar klækina af sér eldri og
reyndari delíkventum.
Hafi löggjafarvaldinu mistekist
að tryggja einstaklingnum rétt til
að tjá sig hér á landi eftir Strass-
borgarhneykslið verða þingmenn
að reyna aftur. Fyrr er ekki hægt
að tala um að við búum í lýðræð-
isríki. Lögfræðingarnir i Sjálf-
stæðisflokknum og bandamenn
þeirra í Alþýðubandalaginu halda
því gjaman fram að tengsl íslend-
inga við Evrópusambandið jafn-
gildi afsali á fullveldi. Nær væri
þó að líta á slík tengsl sem blessun
fyrir okkur þegnana því fyrir vik-
ið eru þó einhverjir sem hafa vit
fyrir íslenskum lögspekingum.
Guðmundur Andri Thorsson
Skoðanir annarra
Kreppan að baki
„Á þessum áratug hafa íslendingar í fyrsta sinn frá
Viðreisnarárunum kynnzt stöðugu og jafrivel lækkandi
verðlagi. Höfuðstóll skulda landsmanna hefur hækkað
litið miðað við það, sem áður var og stundum lækkað.
Vextir hafa lækkað en eru þó enn alltof háir. Allt efiia-
hagsumhverfí er gjörbreytt. Atvinnulíf landsmanna
starfar nú að mörgu leyti við áþekk skilyrði og keppi-
nautar í öðrum löndum. Þær umbætur, sem orðið hafa
í íslenzku þjóðfélagi á þessum áratug eru ótrúlega
miklar. Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu hefur
haft gífurlega þýðingu. Hugarfar hefur gjörbreytzt. Og
kreppan er að baki.“ Úr forystugrein Mbl. 15. jan.
Hagnast á hlutabréfum
„Fátækt á íslandi er staðreynd og smánarblettur á
samfélagi okkar.... Það má leiða getur að því að sú
kaupmáttaraukning sem hefur átt sér stað hafi að
mestu farið í buddu þeirra sem mestar tekjurnar
hafa, enda hafa þeir hagnast vel á hlutabréfum á síð-
ustu tveimur árum. í komandi kjarasamningum er
nauðsynlegt að kaupmáttur lægstu tekna aukist
meira en hjá öðrum, því sú staðreynd er því miður
sönn að ójöfnuður fer ört vaxandi.“
Björn Grétar Sveinsson í Degi-Tlmanum 15. jan.
Sálarklofningur
„Hjá einstaka leikhúsmönnum er greinilega ein-
hver sálarklofningur. Þeir eru alltaf að heimta fag-
lega gagnrýni en það var talað mikið um það hér á
árum áður aö leikhúsgagnrýnendur væru allir bók-
menntamenn og hefðu ekki þekkingu á leikhúsi. Þá
bentu menn á nauðsyn þess að fjölmiðlar stæðu bet-
ur að þessu og fengju gagnrýnendur sem væru
menntaðir í faginu. Síðan þegar koma fram aðilar
með slíka undirstöðu þá er eins og menn þoli það
ekki heldur og tíni eitthvað annað til. Það er ekki
heil hrú í þessu.‘r
Jón Viðar Jónsson i Degi- Tímanum 15. jan.