Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997
Fréttir
Álver á Grundartanga:
Rannsóknir á vatnsbúskap
forsenda byggingarleyfis
„Áður en hægt er að sækja um
byggingarleyfi fyrir álver á Grund-
artanga þurfa niðurstöður athugana
á vatninu að liggja fyrir, vatnsgæð-
um og -magni. Ef sýnt verður fram
á að þrátt fyrir vatnsverndun sé
nægilegt vatn tiltækt verður hægt
að fallast á opið kælikerfi. Ef ekki
verður það aö vera lokað,“ segir
Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkis-
ins, í samtali viö DV.
í athugasemdum heilbrigðis-
nefndar Kjósarsvæðis við starfs-
- segir skipulagsstjóri ríkisins
leyfistillögur fyrir Columbia álverið
gerir nefndin athugasemd við að
umhverfisráðherra skuli hafa fellt
úr úrskurði skipulagsstjóra ríkisins
mikilvæga þætti er varði starfsleyf-
ið og lúta að skilgreiningu umfangs
nauðsynlegra umhverfisrannsókna
sem fram þurfi að fara áður en
rekstur álvers hefst.
í úrskurði skipulagsstjóra segir
að áður en ákvörðun verður tekin
um nýtingu vatns á svæöinu verði
að kanna núverandi vatnsvemdar-
svæði samkvæmt staðfestu svæðis-
skipulagi. Athuga þurfi fjölda linda
og stöðugleika þeirra, vatnsmagn og
-gæði og möguleika á vatnsvinnslu,
umhverfisáhrif vatnstöku og vatn-
slagna.
Þegar þessar upplýsingar liggi
fyrir þurfi viðkomandi sveitar-
stjómir að kveða á um landnotkun
og landnýtingu svæðisins, hve mik-
ið neysluvatn standi álverinu til
boða og hvort heimila eigi opið
kælikerfi i stað lokaðs. Ekki verði
fallist á að notað sé opið kælikerfi
fyrir álverksmiðjuna fýrr en ljóst er
hvort til er nægjanlegt vatn sem
nýta má til þessarar starfsemi.
Stefán Thors, skipulagsstjóri rík-
isins, segir í samtali við DV aö opið
kælikerfi í álveri þurfi mim meira
vatnsmagn en lokað þar sem sama
kælivatnið sé endumýtt en í opnu
kerfi sé sírennsli. Lokað kerfi sé
dýrara í uppsetningu, en umhverfis-
áhrif þess minni.
Skipulagsstjóri segir að áður en
byggingarframkvæmdir geti hafist
við nýtt álver verði fyrst að full-
nægja ákveðnum lögbundnum
formsatriöum. Nú sé útrunninn
frestur til að gera athugasemdir við
starfsleyfið en vatnsmálin séu
vissulega þáttur þess máls. „Það
verða engar framkvæmdir heimil-
aðar fyrr en starfsleyfi liggur fyrir.
Þá þarf að sækja til byggingamefnd-
ar á svæðinu um leyfi til að hefja
framkvæmdir og að því er ekki
komið enn þá. -SÁ
Framkvæmdir vel á undan áætlun í Hvalflaröargöngum:
Bormennirnir að verða hálfnaðir
- lítið borið á vatnsleka til þessa
„Við getum ekki annað sagt en
að framkvæmdir gangi vel. Við
erum líklega um tveimur mán-
uðum á undan áætlun,“ sagði Her-
mann Sigurðsson, staðarstjóri
Fossvirkis, þegar DV heimsótti
bormenn í Hvalfjarðargöngum í
vikunni. Búið er að bora um 40%
leiðarinnar undir fjörðinn, eða alls
um 1.700 metra. Að sunnanverðu er
búið að bora 1.200 metra leið og 500
metra að norðanverðu. „Sunn-
andeildin" er komin niöur á 80
metra dýpi en dýpst verða göngin í
miðjunni um 170 metrar. Haili veg-
arins verður 8%.
Framkvæmdir lágu niðri yfir há-
tíðamar, frá 20. desember til 2. jan-
úar, og að sögn Hermanns hefur
árið farið mjög vel af stað. Ekkert
hefur komið upp sem tafið hefur
borunina og sagði Hermann stutt í
að bormönnum tækist að sprengja
einu sinni á hverri vakt, a.m.k.
væri það draumastaðan en til þessa
hefur verið sprengt tvisvar á dag.
Til fróðleiks má geta þess að ríflega
600 kíló af dínamíti fara í hverja
sprengingu. Miðað við fiórar
sprengingar báðum megin á dag
gerir það 16 tonn á viku!
Núna er unnið á þrískiptum
vöktum alla daga vikunnar, í 10
tima í senn, sitt hvorum megin
fiarðarins. Alls starfa 75 manns við
framkvæmdimar og stefnt er að
því að taka göngin í notkun eftir
tvö ár.
„Heldur minna hefur verið um
þéttingar í berginu en við reiknuð-
um með í fyrstu. Vatnsleki hefur
verið lítill þannig að þetta hefur
auðveldað okkur borunina vera-
lega. En gleymum því ekki að ým-
islegt getur gerst á leiðinni sem eft-
ir er,“ sagði Hermann.
Hermann Sigurðsson, staöarstjóri Fossvirkis, við gangamunnann aö sunn-
anverðu í Hvalfiröinum. Hann segir framkvæmdir vera vel á undan áætlun.
DV-myndir BG
-bjb
„Bormenn íslands" aö störfum í Hvalfjaröargöngum, komnir 1.200 metrafrá landi
aö sunnanveröu og niöur á 80 metra dýpi. Hér er veriö aö merkja fyrir næstu
sprengjuhleöslum en sprengt er tvisvar á dag sitt hvorum megin fjaröarins.
Könnun ferðamálanefndar meðal erlendra ferðamanna:
70% erlendra ferdamanna
versla í matvöruverslunum
Hinn dæmigerði erlendi ferðamað-
ur í Reykjavík að sumri til er frá
norðurhluta Evrópu, nálægt fertugu,
sérfræðingur eða kennari í þjónustu
hins opinbera og hefur laun um eða
yfir meðallagi. Hann er að heimsækja
Island í fyrsta sinn og dvelur hér í ell-
efu nætur, þar af fiórar í Reykjavík.
Þetta kemur fram í könnun meðal
tæplega 1400 erlendra ferðamanna í
Reykjavík sem ferðamálanefnd borg-
arinnar lét gera sumarið 1996. Til-
gangurinn var að draga saman upp-
lýsingar sem nýta mætti tO að bæta
aðstöðu ferðamanna í höfuðborginni
og vinna aö markvissari markaðs-
setningu en verið hefur.
„Könnunin gefúr okkur mjög mik-
ilvægar upplýsingar því áður höfð-
um viö í raun ekki hugmynd um
viðhorf erlendra gesta til landsins.
- hátt áfengisverð vekur einna mesta óánægju
Það sem kom e.t.v. mest á óvart er
að 70% erlendra ferðamanna, sem
flestir búa á hótelum, versla í mat-
vöraverslunum borgarinnar. Þetta
hefur ekki verið í umræðu áður,“
sagði Anna Margrét Guðjónsdóttir,
ferðamálafulltrúi Reykjavíkur.
Næstmest var verslaö í minjagripa-
verslunum og í bókaverslunum.
Áfengið dýrt
Fleiri ferðamenn vora sáttir en
ósáttir við verðlagið í Reykjavík en
flestir, eða um 40%, tóku ekki af-
stöðu til þess. Einna mestu óánægj-
una vakti hátt verð á áfengi sem
fulltrúar í ferðaþjónustu vora sam-
mála um að væri eitthvað sem fólk
legði á minnið og væri því mjög nei-
kvæð landkynning.
Stór hluti ferðamanna leitar út
fyrir borgina og vinsælasta afþrey-
ingin er ferð að Gullfossi og Geysi, í
Bláa lónið og útsýnisferð um Reykja-
vík. Sumum fannst skorta afþrey-
ingu á kvöldin, aðra en veitingahús
og skemmtistaði. Anna Margrét
sagðist hafa áhyggjur af eyðslu ferða-
manna en um 40% þeirra áætla að
innan við 20% heildareyðslunnar
fari fram í höfuðborginni. Skilaboð
erlendu gestanna til íslendinga voru
m.a. þessi: leiðakerfi SVR er of flók-
ið, merkingar á ensku skortir, af-
greiðslutími verslana um helgar er
of stuttur og „brosið"!
Fyrirhugað er að halda opinn
borgarafund um ferðaþjónustu hér á
landi um næstu mánaðamót en þar
gefst borgarbúum væntanlega tæki-
færi til að tjá sig um málið. -ingo
PV1
Með hverjum er ferðast?
Ein(n) á ferö Meö maka/flölsk.