Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Page 28
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sóiarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 Helgarblað DV: Það verður ekkert álver Lesendur DV ættu að finna sitt- hvað við sitt hæfi í blaðinu á morg- un. Helgarviðtalið er við Lindu Samúelsdóttur, húsfreyju og sex barna móður á bænum Tungu í Hvalfjarðarstrandarhreppi, sem hef- ur verið framarlega í flokki and- stæðinga fyrirhugaðs álvers á Grundartanga. Hún segist þess full- viss að álver muni aldrei rísa á þessum stað. Umfjöllun er um Gus Gus fjöl- listahópinn, sem er að verða heims- frægur. Rætt er við Þorfinn Guðna- son kvikmyndagerðarmann en heimildarmyndir hans eru famar að vekja athygli erlendis. M.a. hefur National Geographic ákveðið að sýna þátt hans um hagamúsina. Ýmislegt meira fróðlegt efni er í blaðinu sem of langt mál yrði að telja upp hér. -bjb Læknavandinn verður leystur DV, Eskifirði: Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði í samtali við frétta- ritara DV á Eskifirði í gær að hörgull á heilsugæslulæknum á Austurlandi væri ekki ásættanlegur en í ráðuneytinu væri unnið að lausn þessara mála. Ráðherra vildi ekki greina frá hugsanlegum úrbót- um, en þær væru í sjónmáli. Vandi Austfirðinga er sá sami og víða í læknishéruðum á landsbyggð- inni, einkum þeim fámennari, að illa hefur gengið að manna þau og er læknislaust á stórum svæðum. Landlæknir hefur unnið að því að fá læknanema á lokastigi náms, lækna sem hætt hafa störfum vegna aldurs og sjúkrahúslækna í leyfum til að þjóna læknislausum héruðum um lengri eða skemmri tíma. -ÞV/SÁ ísaQarðarbær hefur falið RLR að kanna Qárreiður Suðureyrar: Fyrrum sveitar- stjóri grunaður um fjárdrátt - hefur nú látið af störfum sem sparisjóðsstjóri á Þórshöfn Fyrrum sveitarstjóri Suðureyr- arhrepps liggur undir grun um að hafa í starfi sínu dregið sér fé áður en hann lét þar af störfum á síð- asta ári. Kristján Þ. Júlíusson, bæjarstjóri á Isafirði, sagði í sam- tali við DV í gær að málið væri nú í rannsókn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Sveitarstjórinn lét af störfum þegar sameining hreppa á norðan- verðum Vestfjörðum gekk í gildi á síöasta ári. Síöastliðið sumar hóf hann siðan störf sem sparisjóðs- stjóri hjá Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis. Hann lét hins vegar af störfum þar þann 2. janúar. Sam- kvæmt upplýsingum DV óskaði hann sjáÚúr eftir stjómarfundi. Þar óskaði hann eftir að fá að láta strax af störfum - ástæðurnar voru persónulegar, samkvæmt upplýsingum DV. Á seinni hluta síðasta árs komu athugasemdir frá endurskoðend- um ísafjarðarbæjar varðandi fjár- reiður Suðureyrarhrepps. Þá hafði svokallað milliuppgjör á reikning- um sveitarfélagsins verið lagt fram. Grunsemdirnar um tjárdrátt eru byggðar á því að skekkjur komu fram á viðskiptareikningum Suðureyrar. Grunur leikur á að sveitarstjórinn fyrrverandi hafi dregið sér fé, eins og fyrr segir. Um er að ræða grun um fjárhæðir sem „skipta verulegu" máli sam- kvæmt upplýsingum DV. I kjölfar þess að grunsemdir vöknuðu fól bæjarstjórinn á ísa- firði lögmanni bæjarins að óska eftir því að RLR rannsakaði við- skilnað og fjárreiður sveitarstjór- ans fyrrverandi. Þar er málið nú alfarið til rannsóknar. Ótt Gámasmyglið: Upplýsingar komu frá tollyfirvöldum Tollvörður situr nú í gæsluvarð- haldi vegna smygls á 23.800 flöskum af sterku áfengi i tveimur gámum sem komu til landsins annars vegar fyrir jólin og hins vegar síðastliðið sumar. Fjórir aðrir menn eru einnig í haldi. RLR bárust fyrstu upplýsing- ar um gámasmyglið frá rannsóknar- deild ríkistollstjóraembættisins á fostudag i síðustu viku. Dreifing áfengisins er talin hafa átt sér stað víða um landið en þar er um að ræða allt annað en þær 4 þúsund flöskur sem RLR hefur lagt hald á. Rann- sóknin beinist að verulegu leyti að þvi hvers vegna gámarnir, sem komu frá Bandaríkjunum, fóru ótoll- afgreiddir inn í landið._Ótt Löggan á floti Það var frekar óskemmtileg að- koma þegar lögreglumenn á Egils- stöðum komu til vinnu sinnar eld- snemma í morgun. Hitaelement í loftræstikerfi lögreglustöðvarinnar sprakk í nótt og heitt vatn streymdi út þannig að fimm til sex sentí- metra djúpt vatn lá yfir gólfinu. Töluverðar skemmdir hlutust af. -JHÞ Ingibjörg Pálmadóttir heimsótti eldri borgara á dvalarheimilinu Hulduhlíö á Eskifiröi í gærdag. Hér heilsar hún upp á Regínu Thorarensen, fréttaritara DV um fjölda ára. DV-mynd PV Ný stóriðja og Ríósáttmálinn: 7 milljarða land- græðsla á móti stóriðju - sgir sérfræðingur RALA „Það þarf um 6-7 milljarða skóg- ræktar- og landgræðsluátak til að vega upp á móti áhrifum fyrjrhug- aðra stóriðjuframkvæmda,"' segir Halldór Þorgeirsson, sérfræðingur á Rannsóknastofnun landbúnaðarins, í samtali við DV. „Ég set þetta svona fram til að sýna samhengið," segir Halldór en þegar fyrirhuguð stóriðja verður komin í gagnið fer mun meira en nú af koltvísýringi, sem er lofttegund sem ýtir undir gróðurhúsaáhrif, út í andrúmsloftið. Samkvæmt sam- komulaginu sem gert var á um- hverfisráðstefnu SÞ í Ríó, Ríósam- komulaginu, og íslensk stjómvöld hafa undirritað, skuldbinda þjóðim- ar sig til að sjá til þess að þær hver um sig sleppi ekki meiri koltvísýr- ingi út í andrúmsloftið árið 2000 en þær gerðu árið 1990. Ríkisstjórn íslands hefur skil- greint þetta markmið fyrir sitt leyti þannig að ekki þurfi að taka tillit til áhrifa nýrrar stóriðju hér á landi samkvæmt sáttmálanum eins og hann er nú orðaður. Hins vegar er að sögn Halldórs verið að semja um mun ákveðnara orðalag á mengun- arvarnaskuldbindingum sem taka eiga gildi eftir aldamót en í þeim viðræðum sé þó eftir sem áður geng- ið út frá árinu 1990 sem viðmiðunar- ári. Rök íslendinga í þessum málum era þau að þjóðin ræður yfir miklu af endumýtanlegri orku og hefur náð miklum árangri í að beisla hana. Ekkert koldíoxíð verði til við orkunýtingu fallvatna og því sé sanngjarnt að íslendingar þurfi ekki að taka á sig jafn miklar skuldbind- ingar í þessum efnum og þær þjóðir sem fá mestalla orku sína með því að brenna jarðefnum. -SÁ L O K I Veðrið á morgun: Smáél norðaust- anlands Á morgun verður minnkandi norðanátt og síðar norðvestan- og vestanátt, gola eða kaldi. Smáél verða fram eftir degi norð- austanlands en annars úrkomu- laust og allvíða léttskýjað. Frost verður á bilinu 1 til 6 stig á lág- lendi. Veðrið í dag er á bls. 36 ÓDÝRASTI EINKAÞJÓNNINN tmxa BlLSKÚRSHURÐA- OPNARI Verð kr. 21.834,- lýbýlavegi 28 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.