Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Page 11
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 Sérstæðir tónleikar Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í gærkvöld voru á vegum Ríkisútvarpsins. Þar lék hljómsveitin þrjú verk sem öll tengdust Suöur-Ameríku, en auk þess var frumflutt nýtt verk eftir Þor- kel Sigurbjömsson. Einsöngvari í því verki var Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, en í argentínskum konsert lék einleik landi tón- skáldsins, Rafael Gintoli fiöluleikari. Stjómandi var ítalskur, Flavio Emilio Scogna. Ríkisútvarpið tekur þátt í tónlistarsam- starfi norrænna ríkisútvarpsstöðva og það var, samkvæmt upplýsingum í fjölmiðlum, í tengslum við það samstarf sem tónleik- amir í gær voru haldnir. Efnisval á tón- léika sem þessa hlýtur að vera að mörgu leyti frjálsara en gerist á hinum hefð- bundnu tónleikaröðum sem þarf að selja á litlum markaði eins og hér. Efnisskráin verður þannig sérstæð og á að vera þaö. Hins vegar geta menn endalaust deilt um það hvort frelsið hafi verið vel notað, hvort markmiðin séu réttlætanleg og hvort þau hafi náðst. Impressione Brasiliane eftir Respighi er ótrúleg samsuða af því sem í dag hljómar sem hreinar klisjur. Fyrsti kaflinn varla þolanlegm- undir hárómantískri þögulli kvikmynd - hvað þá á tónleikum, annar hlutinn eftirminnilegur fýrir óvenju mis- heppnaða notkun á dies irae stefinu, síð- asti hlutinn skástur fyrir fjölbreyttari hryn og ákveðinn fínleik í útsetningunni fyrir hljómsveitina. Ballettsvítan Estancia eftir Ginastera var lítið betri. Verkið ekki tónleikahæft vegna endcdausra endurtekninga á ein- földvun hugmyndum, en hugsanlega hægt að skreyta það með góðum dansi. Annars er hollt að heyra léleg eða klisju- kennd verk, það neyðir mann til að hugsa. Alicia Terzian stundaði nám í tónsmíð- um hjá áðurnefndum Ginastera þegar hún samdi Fiðlukonsert i d- moll, þá aðeins rétt rúmlega tvítug. Síðan eru liðin fjörutíu ár. Terzian fer að mörgu leyti troðnar slóðir, bæði hvað varðar form, efnivið og meðferð hans, en verkið hefur margt til síns ágætis. Það er í fullri stærð, enginn losaralegur einþáttungur. Samloðun stefjaefnis og hljómamáls er sterk, eins og langur fyrsti kaflinn er gott dæmi um. Fegurð birtist í verkinu í ýmsum myndum, eftirminnilegir gegnsæir dúettar annars kafla. Konsertinn gerir nokkrar kröfur til einleikarans sem Gintoli stóð að mörgu leyti vel undir. Hann mótaði vel og tónar hans og trillur oft mjög hljómfallegar. En þessi heimur er harður og það að detta út í miðju verki á áberandi hátt verður því miður sennilega það sem menn muna skýrast. Tónlist Sigfríður Björnsdóttir Gylfaginning Þorkels Sigurbjörnssonar er útsetning og úrvinnsla á söngverki fýrir sópran og píanó með sama nafni. Þorkell samdi verkið við textabrot sem hann sótti í spænska þýðingu Luis Borges á texta Snorra Sturlusonar. Fyrir valinu urðu lýs- ingar á ásynjum, sem eru margar og mis- jafnar. Þó að texti Gylfaginningar sé okkur fæstum daglegt brauð, þá er næsta víst að hann er okkur nær á íslensku en spænsku. Að reyna að hlusta eftir nöfnum eins og Lofn, Vár og Syn var nánast vonlaust. Bet- ur hefði þurft að standa að flutningi verks- ins, birta textann á spænsku og íslensku með jafnvel athugasemdum um atburði í tónlistinni til að tengja hana enn frekar textanum. Um tónlistina er það að segja að hún hljómaði einfold og áferðin í meginatrið- um mjúk. Formið byggir á textanum og tónlistarleg framvinda er ekki áberandi, samröðun smærri hugmynda frekar en úr- vinnsla. Að því leyti er verkið skyldara uppruna sínum, sönglaginu, en miðlinum sem það þama birtist í. Hljómsveitin er notuð sparlega og seint verður Gylfaginn- ing Þorkels kölluð sinfónísk, en hún var áheyrileg. Mjög einfaldur talsöngsstíll er notaður lengi framan af til að koma textanum til skila. Söngkonan fær fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ingibjörg gerði þó vel. Rödd- in hafði fallegan lit þó að bíósalurinn gerði henni ljótan grikk með því að gleypa hljóm- inn. Flutningurinn var öruggur og sannfær- andi. Sinfóníuhljómsveit íslands skilaði hlut- verki sínu þetta kvöld með sóma og auk ein- stakra hljóðfæraleikara átti stjórnandinn auðvitað stóran hlut að máli. En forvitnilegt verður að sjá hvemig efnisskráin verður næst! Frá vinstri: Flavio Scogna, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Rafael Gintoli og Þorkell Sigurbjörnsson. Tenór í þungavigtarriðli Ólafur Árni Bjamason er vafalítið „heitasti" tenórinn á íslandi i dag, enda hefur hann mikla rödd og renn- ir sér listilega upp á háu c-in hvenær sem hann vill. Hann hélt tónleika í Hafnarborg síðastliðið miðvikudags- kvöld; á efnisskránni vom þrjú lög eftir Sigvalda Kaldalóns, siðan létt- Tónlist Jónas Sen meti úr óperettum eftir þriðja flokks tónskáldin Kálmán, Lehár og Johann Strauss, og loks þungavigtararíur eft- ir Verdi, Puccini og Richard Strauss. Um undirleikinn sá Ólafur Vignir Al- bertsson. Lögin eftir Sigvalda Kaldalóns eru þekktar söngperlur, Þú eina hjartans yndið mitt, Ave María og Leitin. Túlk- un þeirra krefst töluverðra tilþrifa þó um hálfgerða slagara sé að ræða, og söng Ólafur Ámi þessi lög af miklu listfengi. Hann stóð sig líka nokkuð vel í óperettuaríunum sem á eftir fylgdu - flutningurinn var glæsilegur og nóg af sterkum tónum sem oft virðist vera það eina sem þarf til að kalla fram sterk viðbrögð áheyrenda. Stundum er eins og söngvari þurfi bara að hafa nógu hátt til að vera hyfltur með brjálæðis- legu lófataki og trylltum ópum, og víst er að Ólafur Ámi söng flest með þrumuraust og lá þá við að ekkert heyrðist í nafna hans við slaghörpuna. En betur má ef duga skal; Ólaf- ur Ámi hefði mátt vanda sig betur í þýska Ólafur Árni Bjarnason er vafalítið „heitasti" tenórinn á íslandi í dag, framburðinum í óperettuaríunum, og túlkun hans á Als flotter Geist eftir Johann Strauss - úr Sígaunabaróninum - var óttalega klunnaleg. Flutningur þessarar aríu þarf að búa yfir yndisþokka og léttleika; því miður var Ólafur Ámi aflt of grófur og stirðbusa- legur - svona næstmn því eins og hann væri að spila á fiðlu með sandpappír. Aríurnar sem á eftir fylgdu voru á hinn bóg- inn flestar ágætlega fluttar. Þar má nefna „Lunge da lei... De miei bollenti spiriti" úr La Traviata eftir Verdi og „E lucevan le stelle“ úr Tosca eftir Puccini sem Ólafur Ámi söng frá- bærlega vel og af mik- illi innlifun. En „Fontainebleau... lo la vidi e al suo sorriso" úr Don Carlo eftir Verdi var fremur þjösnaleg og skorti finlegu blæbrigð- in sem hefðu gert há- punkta aríunnar mun áhrifaríkari. Gallinn við svona glæsilega rödd eins og ðlafur Ámi hefur er sá að söngvarinn fellur gjaman í þá freistni að skrúfa allt í botn aflan tímann. Slíkt verður leiðinlegt til lengdar; háu c-in missa marks og fara á endanum að hljóma eins og hvert annað píp. Sem betur fer er Ólafur Ámi ungur og á uppleið; á þroskinn ömgglega eftir að koma með árun- um. Hann er efni í mikinn listamann ef hann agar sig meira og tekst að kafa undir yfirborð laganna sem hann syngur. menning 11 PS • • • Áhugi á siðfræði Það var gaman að sjá hve margir sýndu áhuga þegar Listaklúbbur Leikhúskjallarans hélt umræðufund um siðferðisspurningar í Villiönd Ibsens. Húsið fylltist. Nokkrir fengu að sitja i tröppunum gegn vægu gjaldi en ein- hverjir urðu frá að hverfa. Ekki varð fólk heldur fyrir vonbrigðum því mörg spakmælin féflu af vömm heimspekinga og guðfræðinga við paflborðið og Ólafur Gunn- arsson rithöfundur ögraði þeim skemmtflega með óvæntu sjónarhomi sínu á leikritið og persónur þess. Eini gallinn var hvað dagskráin varð löng svona á virkum degi. Er ekki óþarfi aö hafa hlé þessi kvöld? Altént ætti það að vera stutt. Kostir og gallar tónlistarsam- keppni I grein í The European Magazine má lesa um ýmsar hliðar á fýrirbærinu tónlistarsam- keppni sem sagt er að sé vaxandi iðnaður. Ný- lega vora tveir nýir aðilar í þessum bransa að auglýsa keppni, báðir í London. Masterprize er tónskáldakeppni og býður sigurvegara 41.250 dali í reiðufé og sex efstu sætum tónleika og plötuútgáfu. Hin keppnin er fyrir söngvara og kennd við Wigmore Hall og er ætlað að halda minningu Schuberts á lofti. (Varla þarf nú samkeppni til þess.) Fyrstu verðlaun eru 20.000 dalir. En með óteljandi sam- keppnir kenndar við alla siöastiiðiö hugsanlega tónsniflinga, þjóðarleiðtoga og stofnanir - var þá þörf fyrir fleiri, spyr blaðið. Auðvitað er þaö tónlistarmanni til framdráttar að hafa unnið eina slíka, en hvað með afla hina sem bera byrðar tapsins? „Þetta er vissulega fin leið til að vekja á sér athygli,“ segir 18 ára fiðlusnillingur, „en raunverulegur hæfileikamaður vekur alltaf athygli fyrr eða síðar.“ Dmitri Hvorostovsky sem heiílaði ís- lendinga á Listahátíð í vor og sigraði í heims- söngvarakeppninni í Cardiff 1989 segir hafa vaknað við það daginn eftir að hann var orð- inn frægur. En var það sigur'inn og söngurinn sem gerði hann frægan eða frítt andlitiö og sjarmerandi sjónvarpsframkoma, spyr blaðið. Hvorostovsky er nokk sama: „Sigurinn gaf mér ótrúlegt forskot." Tónlistarkeppni er jafngömul tónlistinni sjálfri, eins og lesa má um i grískum goösög- um, og líklega þarf meira en lítið nöldur til að koma þeim á kné. Miklos Dalmay slgr- aöi i islensku keppninni TónVak- anum . haust. Rétt skal vera rétt Nú hefur Þjóðleikhúsið misst þolinmæðina og sent fréttatilkynningu á fjölmiðla til að mót- mæla auglýsingum Leikfélags íslands um að- sóknarmet á Stone Free. t Þjóðleikhúsinu einu hafa að minnsta kosti tiu sýningar náð sambæri- legum fjölda sýninga og áhorfenda, og síðan era hin vinsælu verk talin upp, þar á meðal Fiðl- arinn á þak- inu með 53 þús. áhorfend- ur (og á að endurtaka leikinn í vor), ínúk, 52 þús., Gæjar ogpíur, 47 þús., Næt- urgalinn, 43 þús., Stundar- friður, 38 þús., Vesalingamir og Gauragang- ur með um 35 þús. áhorfend- ur. Kardimommubærinn hefur margslegið metið og Þrek og tár hefur verið sýnt 78 sinn- um fyrir um 33 þúsund áhorfendur og ekkert lát á. Við bíðum eftir upplýsingum frá L.R. Gæinn og pfan kyssast ( Gauragangi eftir Ólaf Hauk Slmonarson. Umsjón Silja Aöalsteinsdóttir •................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.