Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Qupperneq 16
16 * ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 Þó sól sé farin að hækka á lofti liggur drungi skammdegisins enn yfir og er ekki óalgengt að fólk finni fyrir ákveðnu sleni á þessum árstíma. En þó svo myrkrið sé mikið og snjórinn liggi að miklu leyti enn yfir er það engin ástæða til að leggjast undir feld og breiða yfir höfuð. Þetta er nefnilega einmitt sá árstími sem starfsemi alls kyns kvöldskóla og námskeiða stendur sem hæst og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem maður hefur áhuga á að læra dans, þýsku eða heim- speki þá þarf yfirleitt ekki að leita langt til að finna kennslu við sitt hæfi. Tilveran ákvað að finna skemmti- legt fólk sem er að láta gamla drauma rætast og heimsótti Tóm- stundaskólann á Grensásvegi í Reykjavík en á hverju kvöldi iðar þar allt af lífi. Þar má nefnilega finna fjölda fólks sem af hinum og þessum ástæðum hefur ákveðið að leita sér meiri þekkingar á sínu áhugasviði. -ggá Áslaug M. Sigurbjargardóttir í fatahönnun: Er á leið í nám í fatahönnun raun ekki. Ég hef gert kápu áður en ég er h i n g a ð komin til að gera mér það auðveld- ara. Hér Fyrst lá leiðin inn í tíma í fatahönnun þar sem áhugasamur hópur kvenna lá yfir teikningum og sniðum. Af einhverjum ástæðum var þar engan karl- mann að finna en ekki virtist þessi hressi hópur sakna þeirra neitt að ráði. Þama var ung kona önnum kafín við að skoða snið ásamt leiðbeinanda. Hún reyndist heita Áslaug María Sigurbjargardóttir og tók vel í að spjalla við Tilver- una. „Ég er búin að vera að sauma í nokkur ár en fannst mig vanta grunninn. Ég er að leita eftir að komast í nám í fatahönnun og fannst þetta vera góð byrjun, rétta undirstað- an til að auðvelda manni hlutina. Hér er ver- ið að kenna tæknilegu hliðina, hvemig leggja a línumar og hvernig breyta má síðan eftir á. Þetta verður maður að kunna og mér líst mjög vel á þetta.“ Áslaug sagðist aldrei áður hafa farið á svipað námskeið i saumana lærði hún af móður sinni. „Hún er ekki lærð en hefur saumað mikið og það var hún sem kenndi mér undirstöðuna. Því er ég kannski komin aðeins lengra en sumir aðrir á námskeiðinu og er að fara beint í búa til eitthvaö." Og er Aslaug María Sigurbjargardóttir var ekki að hika við hlutina þó námskeið- Aslaug komin með einhverja hug- jg værj nýbyrjað og var strax byrjuð á kápu fyrir dóttur sína. mynd um hvað hún ætlar að gera? Áslaug heldur það nú. „Ég er með margar hugmynd- ir í kollinum en ætla að byrja á að sauma kápu fyrir dóttur mína sem ég hef lengi verið að hugsa um.“ Ás- laug sýnir blaðamanni gervipelsaefnið sem hún hyggst nota í kápuna en er þetta ekki erfitt? „Nei, í læri ég tæknina sem gerir mér fært að sauma kápu á tveimur vikum í staðinn fyrir að vera mánuð að því. Svo langar mig að nýta þær hugmyndir sem ég hef, hér læri ég að búa til snið og fleira og það verður mjög spennandi að sjá hvemig það kemur út.“ -ggá Þórunn Hafstað í fatahönnun: Langaði að læra þetta almennilega Tilveran tyllti sér hjá stúlku sem reyndist heita Þórunn Hafstað og var hún önnum kafin við að vinna að buxum. Þórunn sagði að henni litist bara vel á námskeiðið þó hún væri nýbyrjuð. „Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt áður og er svo að segja nýbyrjuð að sauma. Ég hef þó haft áhuga og var að vinna í Iðnskólanum í sumar við fatasaum en það var enginn faglegur bragur yfir því og þess vegna langaði mig að læra þetta almennilega. Síðan sá ég námskeiðið auglýst og ákvað að prófa.“ Þórunn sagði að megináherslan í námskeiðinu væri á að kenna nemendunum að koma sínum eigin hug- myndum á blað í stað þess að vinna allt beint upp úr blöðum. Þórunn sagðist álíta að námskeiðið ætti eftir að nýtast sér vel. „Svo er bara svo gaman að þessu. Það er alltaf skemmtilegt að geta hannað og saumað sín eigin föt.“ -ggá Þórunni leist vel á námskeiöiö og finnst gaman aö geta hannaö og saumaö eigin föt. Kristófer Frank í olíumálun: Læt loksins verða af þessu í næstu stofu við fatahönnun- ina var einnig mikil sköpunar- gleði ríkjandi þó svo hún væri af öðrum toga. Þar sátu áhugasamir nemendur af báðum kynjum og lærðu olíumálun. Eins og flest önnur námskeið í Tómstunda- skólanum er námskeiðið í olíu- málum nýbyrjað, þetta reyndist vera annar tíminn og voru nemendur hinir ánægðustu með upphaf nám- skeiðsins. Tilveran sneri sér að ungum manni sem reyndist heita Kristófer Frank (sem blaða- manni fannst reyndar býsna lista- mannslegt nafii) og var hann að byrja á sínu fyrsta nám- skeiði í olíumálun. En hefur áhuginn blundað lengi? „Já, lengi. Það er bara fyrst núna sem maður lætur verða af þessu. Ég hef mjög lítillega verið að dunda við teikn- ingu heima en ekki olíumálun og ákvað að prófa þetta til að sjá hvort þetta ætti við mig. Þetta er kannski svolítið öðruvísi afþrey- ing en maður er vanur.“ Kristófer segir að það hafi helst vantað hvatninguna og tilsögnina. „En nú þegar það er komið er hugsan- legt að maður haldi áfram. Og nú er bara að reyna að finna hvort þetta á við mann, það verður bara að koma í ljós.“ Kristófer segir olíuna mjög skemmtilegt efni sem gott sé að eiga við, mun betra en hann hafi haldið. „Við erum nú að byrja á grunninum, að læra litasamsetn- ingu, áferð og annað í þeim dúr. Og seinna þegar það er komið för- um við út í flóknari verkefni," sagði hann að lokum og hlakkaði greinilega til að halda áfram að spreyta sig í listinni. -ggá Kristófer Frank segir olíumálunina skemmtilega og ööruvisi afþreyingu. Sigurður Hallvarðsson í olíumálun: Dunda við þetta í ellinni Blaðamaður Tilverunnar gat ekki stillt sig um að dvelja aðeins lengur á meðal hressra olíumál- unamema og fékk því herramann að nafiii Sigurð Hallvarðsson í ör- lítið spjall og spurði hann hvort Siguröur er ekki á sínu fyrsta listnámskeiöi því fyrir 25 árum var hann í námi hjá Sigfúsi Halldórssyni. þetta væri hans fyrsta námskeið i málun. Sigurður hélt nú ekki. „Nei, ég hef einu sinni áður farið hér á námskeið, það er nú orðið langt síðan, og fyrir 25 árum var ég í námi hjá Sigfúsi Halldórs- syni.“ Sigurður segir að sig hafi langað til að rifja þetta upp og því skellt sér aftur á námskeið. En hvað er svona gaman við þetta? „Það er bara að koma á námskeiðið, hitta gott fólk og fá að fondra við þetta. Ég hef alltaf átt gott með að teikna en hef lítið gert að því, þó maður þykist ætla að gera þetta heima vill oft verða lítið úr því. Nú á að taka þetta með trompi og dunda sér við þetta í ellinni!" -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.