Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997
5
ðv Fréttir
Þjár smámyndir SÁÁ:
Tilnefndar til
verðlauna á
alþjóðlegri kvik-
myndahátíð
Þrjár smámyndir SÁÁ um fíkni-
efnavandann, sem sýndar voru i
kvikmyndahúsunum í lok sl. árs,
hafa verið útnefndar til verðlauna á
alþjóðlegri kynningarmyndahátíð í
Búdapest sem her nafnið Prince
Award ’97.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk-
ar kynningarmyndir eru útnefndar
til Prince-verðlaunanna. Myndirnar
eru sérstaklega ætlaðar ungu fólki
sem sækir kvikmyndahúsin í mikl-
um mæli. Skilahoð myndanna eru
mjög skýr, áhrifamikil og endur-
spegla umhverfíð sem unga fólkið
býr nú við. Talið er að á annað
hundrað þúsund manns hafi séð
myndirnar sem verða endursýndar
með vorinu.
Leikstjóri er Hilmar Oddsson
kvikmyndaleikstjóri en handrits-
höfundur er Páll Pálsson. Grandi hf.
styrkti gerð forvarnarmyndanna
með tveggja milljón króna framlagi
í tilefni 10 ára afmælis fyrirtækis-
ins. -RR
Hættuljós á bifreiðum:
Margir ökumenn
vita ekki hvernig
á að nota þau
- segir lögreglan
„Það hefur nokkuð borið á því
að ökumenn viti ekki hvernig
þeir eiga að nota svonefnd hættu-
ljós á bifreiðum sínum. Það hefur
sést til ökumanna nota slík ljós
þegar þeir hafa stöðvað á akbraut
til að hleypa út eða taka upp far-
þega, eða jafnvel þegar þeir leggja
ólöglega á akbraut til að hlaupa
rétt snöggvast inn í næstu versl-
un,“ segir Ómar Smári Ármanns-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn í
Reykjavík.
Ómar Smári segir að full ástæða
sé að vekja athygli á reglugerð um
gerð og búnað ökutækja.
„Þar segir orðrétt að hættuljós
séu ætluð til notkunar ef ökumað-
ur neyðist til að stöðva ökutækið
þannig að hætta skapist skyndi-
lega eða ef ökutæki stendur óöku-
fært á vegi eftir árekstur, skemmt
eða bilað þannig að annarri um-
ferð stafi hætta af,“ segir Ómar
Smári. -RR
Umferðarslys:
Lögreglumaður
slasaðist
Lögreglumaður varð fyrir bil á
Kringlumýrarbraut í fyrradag.
Lögreglumaðru'inn var að gera
athugasemd við bíl sem stöðvað-
ur hafði verið á götunni þegar
aftanákeyrsla varð nokkra metra
þar frá. Annar bíllinn kastaðist
áfram og á lögreglumanninn.
Hann hlaut áverka á hálsi, haki
og mjöðm en er ekki talinn alvar-
lega slasaður og fékk að fara
heim af slysadeild að lokinni
rannsókn.
Ökumaður bifreiðarinnar, sem
ekið var aftan á og kastaðist á lög-
reglumanninn, var einnig fluttur á
slysadeild en meiðsl hans reyndust
minni háttar. -RR
Jeppi valt
hjá Hólmavík
Jeppabifreið valt skammt frá
Hólmavík í fyrrakvöld. Ökumaður
jeppans missti stjóm á bifreiðinni í
skafli og valt hún á veginum.
Ökumaður slapp ómeiddur og
hljóp tæpa 4 kílómetra til Hólmavík-
ur í vonskuveðri til að sækja aðstoð.
Jeppinn er talinn nokkuð skemmd-
ur. -RR
Heimilistæki
STORKOSTLEGT VETRARTILBOÐ
OPIÐ: Mánud.-föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14
Takmarkað
magn
Gildir 8.-15. mars
Samstæða
Þvottavél og þurrkari.
&
RS&<
Verð frá kr.
Frystiskápar 140 lítra.
H.85B.60D.60
Þvottavél sem tekur 5 kg af þvotti. 800 snún-
inga. 18 kerfi + sparnaðarkerfi. Þurrkari fyrir
4,5 kg af þvotti. Veltirfram og aftur. Barki fylgir.
24.900 stgr.
Keramik helluboró, 2-4 hraðhellur, með
eða án halogen og stækkanlegri hellu.
3$
■
Isskápur, 290 lítra og 67 lítra
frystir. H. 143 B. 60 D. 60 cm.
Jm
Innbyggingarofn, efri eða neðri, með blæstri, 8
eldunarkerfum, klukku, grilli, grillteini, sjálf-
hreinsibúnaói, meó eða án kæliviftu. Litir:
hvítt/brúnt, spegill, burstað stál, spegill, antik.
Innbyggingarofn HT 510, efri eða neðri
án blásturs, með tímarofa, grilli, mótor-
drifnum grillteini og sjálfhreinsibúnaði.
Litir: hvítt/brúnt
• MiiliiÍilt'
.V
*
■m.
Brauðrist, tekur 4 sneiðar.
Djúpsteikingarpottar, 2 gerðir,
taka 2,3 lítra. 2000 vött.
Veggháfar, margar gerðir. Breidd 60,70 og 90
cm. Litir: hvítt, brúnt, svart og burstaó stál.
Kaffikanna, 6 bolla, með
dropastoppara og netsíu.
v/Fellsmúla - sími 588 7332
( Verslun fyrir alla ")
Gufustraujárn.
Nokkrir litir og gerðir.
ATH. einnig sérstakt tilboðsborð með smávöru á ótrúlegu verði
nwm
««903 « 5670««
Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn.