Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 Viðskipti Grandi hf.: 180 miiyóna hagnaður Grandi hf. og dóttnrfélag þess, Faxamjöl hf„ skiluðu 180 millj- óna króna hagnaði á árinu 1996 en áriö áöur nam hagnaðurinn 223 milljónum króna. Rekstrar- tekjur félagsins námu 3.831 millj- ón króna og er það um 2% aukn- ing ffá árinu áður. Hagnaðurinn var tæplega 5% af veltu en var tæplega 6% árið áður. Minni veiði og dýrt úthald skipa eru helstu skýringar þess að hagnaö- urinn varð minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Aö auki varð karfaveiði minni en vonir höfðu staðið til. Lionshreyfingin: Selur lýsi Til þess að styrkja Lions- klúbbsmenn í þeirra óeigin- gjama stuðningi við ýmis líknar- félög hefur Lýsi hf. látið hanna sérstakar flöskur merktar Lions- hreyfingunni sem boðnar verða fólki til kaups á næstu misser- um. Um er að ræða 100 ml flösku með bragðminna lýsi en það er sérstaklega meðhöndlað þannig að lykt og bragð dofna verulega. Hótel KEA: Einkavæðing á fjármagns- markaði Verslunarráð íslands gekkst í morgun fyrir fundi á Hótel KEA á Akureyri um einkavæðingu ríkisbankanna og fjárfestinga- lánasjóða. Starfsemi opinberra fyrirtækja er um 70% af fjár- magnsmarkaðnum og eru viða- miklar breytingar fyrirhugaðar með einkavæðingu ríkisbank- anna og þriggja fjárfestingalána- sjóöa í Fjárfestingabankann hf. annars vegar og Nýsköpunarsjóð hins vegar. Á fundinum munu menn velta upp spurningum um hvort hin opinbera starfsemi sé undir það búin að starfa við krefjandi skilyrði hins frjálsa markaðar. Framsögumenn verða Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viöskiptaráðherra, Guömundur Haukssson, sparisjóðsstjóri SPRON, og Björgólfur Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Nýsköp- unar- og þróunarsviðs Samherja. Sagt verður frá fundinum í blað- inu á morgun. Framtíðarsýn: Tryggir við- skiptavinir Ný bók er komin út hjá Fram- tíðarsýn ehf. Bókin heitir Trygg- ir viðskiptavinir og fjallar um þau atriði sem skipta öllu máli fyrir þjónustuaðila og holla við- skiptavini. í ritinu er gerð skil- merkilega grein fyrir þýðingu viðskiptavina fyrir fyrirtæki, stofnanir og aðrar skipulegar heildir. Höfundur ritsins er dr. Eberhard E. Scheuing, prófessor við St. Johns University i New York. Hann er höfundur 23 bóka og yfir 500 tímaritsgi'eina. Flugleiðir 1996: Hagnaður eykst Heildarhagnaður af starfsemi Flugleiöa á árinu 1996 var 632 milljónir króna en var 656 millj- ónir króna áriö áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi, þ.e. rekstri og tjármagnsliðum, var 408 milljónir króna og er þaö um 92 miUjónum betri afkoma en árið 1995. Velta Flugleiða, móð- ur- og dótturfélaga árið 1996 var 20,3 miUjarðar en var 17 miUj- arðar króna árið 1995. Það er tæplega 20% veltuaukning mUli ára. Farþegar hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári eða 1.275.954. -sv ________________________________DV íslendingar setja upp ensímavinnslu til lyfjagerðar: Hundruð milljóna samningur - gerum þetta betur en aðrir, segir Jón Bragi prófessor Jón Bragi, Bergur Benediktsson og Sigríður Ólafsdóttir eru ánægö meö af- rakstur rannsókna sinna. DV-mynd GVA „Við vorum að semja um það að setja upp ensímvinnslu hér á landi tU lyfjagerðar og málið er merkUegt frá tveimur hliðum. Annars vegar að hér skuli eiga að setja upp stór- vinnslu ensíma og hins vegar að ver- ið er að þróa nýjan lyfjaflokk nátt- úrulyfja úr þessu. Ástæðan fyrir því að málið er komið í þennan farveg er að við höfum verið að þróa svipuð efni, höfum árareynslu af því að vinna þetta og í ljós kemur að við gerum þetta betur en aUir aðrir,“ segir Jón Bragi Bjarnason, prófessor í lífefnafræði, en hann er nýkominn frá London þar sem undirritaðir voru samningar um að íslendingar sjái um tilraunavinnslu á ensímum úr suðurskautssmárækju. Ljóst er að hér er um samninga upp á tugi eða hundruð milljóna króna að ræða en verðmæti lyfjaefnisins er síðan mörgum sinnum meira. Þarf aö koma aö utan Jón Bragi segir upphaf þessa máls það að hann hafi flutt fyrirlestur í Finnlandi í september. Þar hafi for- stjóri bresks lyfjafyrirtækis verið meðal áheyrenda og hann hafi heyrt að fslendingamir væru að gera sömu hluti og erlendu aðilamir. Hann hafi síðan áttað sig á því að hér á landi kynnu menn betur með þetta að fara en aðrir. „Þarna myndaðist mjög viðeig- andi samband þessara aðila, okkar, sérfræðinganna í ensímvinnslu úr sjávarfangi, og þeirra þarna úti. Ef við bærum gæfu til þess að vinna svona verkefni á öllum stigum myndum við fá miklu meiri peninga út úr þessu. Hins vegar höfum við nú fengiö enn eina sönnun þess að hlutirnir þurfa að koma frá útlönd- um því tæknisjóður Rannís, Rann- sóknarráðs íslands, hefur verið al- gerlega áhugalaus um þetta verk- efni.“ Jón Bragi segir að hann og Bergur Benediktsson vélaverkfræðingur hafl unnið að þessum rannsóknum nú í meira en áratug og síðan hefur Sigríður Ólafsdóttir, doktor í lífefna- fræði, verið með þeim í tvö ár. Einn- ig hafa margir aðrir komið að rann- sóknunum, t.d. dr. Bjami Ásgeirsson og dr. Magnús Már Kristjánsson. í kjölfar þessa samnings sé ljóst að ráða þurfi mun fleira fólk til verk- efnisins. Hann segir að á næstunni verði send tvö tonn af suðurskauts- rækjunni til landsins, sem og tæki og búnaður til vinnslunnar. Það þyki nokkuð merkilegt að veiða rækjuna við suðurskautið og vinna hana við norðurskautið. Allt flutt til íslands Jón Bragi segir að á fundinum í London hafi menn lýst ánægju sinni með rannsóknir íslendinganna og öllu hafi verið snúið við til þess að koma rannsóknunum á fullt hér heima. Hann segir að undirritaður hafi verið samningur um trúnað og tilraunavinnslu og rannsóknir og þróunarstarf. Það sem hafi verið í gangi í öðrum löndum á þessu sviði, aðallega í Svíþjóð og Japan, verði nú lagt af og öll starfsemin flutt til íslands. „í þessari vinnu okkar á undan- förnum vikum höfum við bætt heimturnar fimmtánfalt úr sama hráefni og komum út með miklu fal- legra efni til áframhaldandi vinnslu. Ráðgert er að vinnslan muni fara fram hér frá upphafsefh- inu, suðurskautssmárækjunni, og í næstsíðasta skref. Vottun og pökk- un á lyflnu fer fram í Englandi, til að byrja með að minnsta kosti.“ Nýtt sýklalyf Lyfið sem um er að ræða er nýr flokkur lyfjaefna sem kemur í veg fyrir sýkingar, græðir sár, lagar sveppasýkingar og fleira sem Jóni fannst ekki tímabært að tala um á þessu stigi. íslendingarnir hafa unn- ið að því að vinna ensím úr þorski og rækjuskel á undanförnum árrnn og nú síðan í janúar síðastliðnum var þorskaensímaþekkingunni um- breytt yfir í suðurskautsrækjuna. „Mér flnnst skemmtilegast að framleiðslan skuli vera að fara af stað hér hjá okkur. Þar fyrir utan lit- ur út fyrir að þetta geti verið smá- bylting í lyfjageiranum því þetta lyf er mikilvægt til lækninga. Það hafa tilraunir manna i Englandi og víðar sýnt og það eykur vissulega enn frekar á ánægjuna. Ég er i skýjunum með þessa þróun mála,“ segir Jón Bragi. Hann segir að fyrst í stað sé eingöngu verið að tala um smyrsl sem t.d. megi nota við sveppasýk- ingu í leggöngum kvenna. Þorskaensím prófuð Jón Bragi segir að framhaldið sé mjög spennandi. Bæði sé hægt að þróa þetta efni áfram og síðan nýtist þekkingin til þess að vinna önnur efni úr sjávarfangi. Þar megi líta jafnt til matvæla- og lyfjaiðnaðarins. Nú sé verið að prófa gæði þorskaensím- anna. Honum fmnst mjög ánægjulegt að þekking og færni fólksins sé að skila sér í samningi eins og þessum. „Þessir erlendu aðilar eru ekki að koma hingað út af raforku eða fiski, heldur þekkingu og færni fólks. Við vildum sjá miklu meira gert á þessum vettvangi, á hvaða sviði sem það yrði. Við höfum þekkinguna og færnina en samt verðum við að leita út fyrir landsteinana til þess að fá fjármagn," segir Jón Bragi Bjarnason. -sv Hlutabréfamarkaðurinn: Hátt gengi bréfa í Þormóði ramma Hlutabréf fyrir tæplega 300 millj- ónir seldust hjá Verðbréfaþingi ís- lands og Opna tilboðsmarkaðnum í síðustu viku. Mest seldist af bréfum í SR-Mjöli, fyrir rúmar 49 milljónir, og Haraldi Böðvarssyni fyrir rúma 41 milljón. Bréf fyrir 21,5 milljónir í Haraldi Böðvarssyni skiptu um hendur í síðustu viku og fyrir 33 milljónir í Þormóði ramma. Gengi hlutabréfa í því fyrirtæki höfðu hækkað um 7% í gær frá síðasta lokaverði. Hlutabréf i fyrirtækinu hafa haldið áfram að seljast nú í vikunni. Hlutabréf seldust fyrir tæpar 15 milljónir í Básafelli og rúmar 10 milljónir í Tryggingamiðstöðinni. Gengi hlutabréfa í Eimskip hafa lækkað töluvert síðustu daga. Lítil hreyfing var á bréfum stóru olíufé- laganna. Álverðið er rokkandi þessa dag- ana, fór hæst í 1.667 dollara tonnið í síðustu viku en var komið niður í 1.627 dollara, byrjunarverð, í gær. Hlutabréfavísitalan heldur áfram að hækka og nemur hækkunin frá ára- mótum 12,72%. Dollari og pund eru á niðurleið frá fyrri viku, þýska markið stendur í stað en jenið er að- eins á uppleið. -sv 3,4 3,20 Olíufélagið Flugleiðir IMBIMfllii 5,1 4,90 ;■ N D J F M Þorm. Rammi ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( I I I I I I I I I I I i i | i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.