Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 19
MIDVKUDAGUR 12. MARS 1997 51 Fréttir Framkvæmdir fyrir Varnarliðið: Aðalverktakar að fjarlægja gam i alt eldsneytiskerfi af vellinum DV, Suðurnesjum: íslenskir aðalverktakar hafa feng- ið nokkrar verklegar framkvæmdir á vegum Varnarliðsins á Keflavík- urfiugvelli í ár. Meðal þeirra er sjúkrahúsið og felst verkið i endur- nýjun á lagnakerfi, hita- og loft- ræstilögnum, lögnum fyrir loftteg- undir til lækninga, vatnsslökkvi- kerfi, eldviðvörunarkerfi, lýsingu og loftklæðníngu. Verkið er nýhafið og áætlað að því ljúki í mars 1998. Upphæð verksamnings er 276,5 mUljónir. Að sögn Friðþórs Kr. Eydals, upp- lýsingafulltrúa Varnarliðsins, verð- ur nokkur röskun á starfsemi spítal- ans meðan á framkvæmdum stend- ur og hefur hluti starfseminnar ver- ið fluttur í annað húsnæði. Þá munu ÍAV fjarlægja í ár 20 stóra eldsneytisgeyma sem eru hluti af gömlu eldsneytisfyllingarkerfi fyrir flugvélar við akstursbraut K á fiugvellinum. Þeir verða grafnir úr jörðu og fjarlægðir ásamt dælubún- aði og mannvirkjum þeim tengdum. Kostnaður við verkið er 112 milljón- ir. Við gömlu flugstöðina á vellinum, sem nú þjónar flugumferð á vegum Varnarliðsins, hefur verið byggður nýr inngangur frá flughlaði í flug- stöðina. Verkinu er Iokið að undan- skilinni veggklæðningu og málun utanhúss sem hvort tveggja verður framkvæmt í vor. Kostnaður við verkið er um 19,4 milljónir. ÍAV hafa verið að byggja stóra vöru- geymslu ásamt skrifstofum við mat- vöruverslun Varnarliðsins ásamt endurnýjun á verslunarhúsnæðinu. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í júlí. Kostnaður er um 807 milljónir. -ÆMK Akranes: Söguritara sagt upp DV, Akranesi: Stjórn ritnefndar um sögu Akra- ness ákvað nýlega að senda Jóni Böðvarssyni samningsdróg um starfslok. Jón hefur haft með hönd- um það verkefni að skrifa sögu Akraness sem upphaflega átti að koma út í þremur bindum. Aðeins eitt bindi í bókaflokknum er komið út. Annað bindið átti að koma út á síðasta ári og þrátt fyrir ítrekuð lof- orð varð ekkert af því að Jón skilaði af sér verkefninu. Því var ákveðið að senda honum samningsdrög um starfslok og hefur verið rætt við Gunnlaug Haraldsson um að hann taki að sér að Ijúka við verkefnið. Hann hefur lagt fram drög að efnis- skrá fyrir þrjú bindi að sögu Akra- ness. Nú er vonast til þess að skrið- ur komist á að ljúka við bókaflokk- inn því Gunnlaugur hefur fallist á að taka að sér verkið. Hann skrifaði meðal annars sögu Akranesskirkju sem var mikið verk og vel unnið. -DVÓ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, er óskað eflir tilboðum í verkið: "Suöurlandsbrautaræö - Endurnýjun 1997". Endurnýja skal hlutann frá Sæbraut að festu austan við Mörkina nr. 8. Helstu magntölur eru: DN450/DN630 pípur í plastkápu: 650 m Stokklok og pípur fjarðlægðar: 535 m Yfirborðsfrágangur 2000 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn kr. 15.000 skilatr. Opnun út- boða: þriöjud. 1. apríl 1997, kl. 14:00 á sama stað. rwr 33/7 ÍNMAÚPASfÖFWN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Símf 552 58 00 - Fax 562 26 16 J BK - kjúlclingur Bragðgóður símaleikur S Svaraðu fjórum léttum spurningum í síma mam og þú getur unnio Ijúffenga fjölskyldumóltío fró EK-kjúklingi KJÚKLINGUR Starfsmenn aöalverktaka aö koma fyrir tækjum við sjúkrahús Varnarliösins. DV-mynd ÆMK Vero 39,90 mínúran Þú gætir eignast þessa Macintosh tölvu ásamt mótaldi með því að fylgjast með ÍDV! Taktu þátt í laufléttri og skemmtilegri getraun meb DV og Apple-umbobinu og þú gætir eignast PERFORMA 6320/120 Macintosh tölvu meb mótaldi, ab verbmæti 150.000. Tölvan er öflug, meb gott minni, hrabvirkt geisladrif og stóran harbdisk. Hvort sem nota á tölvuna vib vinnu, nám, leik eba flakk um veraldarvefinn þá leysir hún vand- ann á skjótan og aubveld- an hátt. Safnabu saman öllum 7 þátttökusebl- unum, sem birtastfrá 5.-12. mars, fylltu þá út, sendu til okkar og þú ert kominn í pottinn Ste ÞVERHOLTI 11 - SIMI 550 5000 Apple-umboðið hf SKIPHOLTI21 -SIMI511 5111 Heimasi&a: http://www.apple.is Spurning nr. 7 Hvaöa glœsilega aukablab fylgir DV í dag? ( ) jólagjafahandbók ( ) Fermingargjafahandbók ( ) Aukabíað um ferðir Nafn:_ Heimilisfang: Póstnúmer:__ Kennitala: Sími: Sendist til DV - Þverholti 11 Merkt: Makki - 105 Reykjavík Skilafrestur er til 19. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.