Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 Fréttir Huldumaður vill að verktakar við vegagerð í Hvalfirði komi sér burt: Hótar að sprengja vélarn- ar og kveikja í húsum - það er beygur í mannskapnum, segja starfsmenn „Menn eru vitaskuld uggandi við að fá þetta kaldar kveðjur frá ein- hverjum huldumanni og við verðum að taka svona hótanir alvarlega. Skilahoðin eru skýr og við virðumst eiga að koma okkur á brott ef við viljum ekki hafa verra af. Við vitum ekki hvað vakir fyrir honum en ef ástæðan er ósætti vegna lagningar þessa vegar þá beinist gremjan að röngum aðilum. Okkar starf er bara að vinna verk sem aðrir hafa tekið ákvarðanir um,“ segir Hörður Blön- dal, yfirverkfræðingur við vegagerð sunnan við Akrafjall, en þar hafa tæki verið skemmd og starfsmönn- um borist mjög alvarlegar nafnlaus- ar hótanir frá því að framkvæmdir hófust. Skrifleg hótun Verktaki framkvæmdanna er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og leggja á um 20 km veg í tvær átt- ir frá jarðgöngunum undir Hval- flörð. Hörður segir að huldumanns- ins hafi fyrst orðið vart þegar hann hafi brotist inn í gröfu, brotið rúðu, skemmt stýrisbúnað hennar og krotað inn i hana með tússpenna, „komið ykkur burt“. Síðan hafi hót- un verið skrifuð á spjald sem hengt hafi verið á eitt af vinnutækjunum fyrir 6 vikum. Þar stóð orðrétt og stafrétt: „EF ÞIÐ FARIÐ LENGRA VERÐ- UR KOMIÐ FIRIR DINAMETI í VELUM (HEF NÓ AF DINAMETI) OG KVEIT I HÚSINU í GALTAVÍK OG SET MAURASÍRU í VASSBÓL". Þremur vikum eftir að þessi skila- boð voru skilin eftir komu menn að þar sem búið var að stinga göt á tvö dekk veghefils, um 30 göt á hvort dekk. Ég er enn í miklu sjokki eftir þetta óhugnanlega atvik. Það var móðir annars bams sem kom að litla drengnum mínum með þykkt byggingarlímband fyrir munninum. Mér finnst þetta óstarfhæfur leik- skóli fyrst að starfsfólk hans fram- kvæmir svona hræðileg verk,“ segir móðir tveggja ára gamals drengs sem var beittur þessari méðferð á leikskólanum á Hörðuvöllum í Hafnarfirði sl. mánudag. Kona, sem er leiðbeinandi á leik- Kært til lögreglu „Við höfum að sjáifsögðu kært öll tilvikin til lögreglu og hún er að rannsaka málið. Skemmdimar á vélunum sýna að viðkomandi er ekkert að gera at í okkur, honum er fúlasta alvara og ljóst er að hér er fullorðinn einstaklingur á ferð. Við skólanum, límdi fyrir munninn á drengnum með svokölluðu bygging- arlímbandi. Leiðbeinandinn gaf þá skýringu á athæfinu að drengurinn hefði verið með ærslagang og háv- aða. Leiðbeinandanum hefur verið vikið úr starfi tímabundið. Tvær aðrar konur, báðar leið- beinendur á leikskólanum, voru staddar í herberginu en það var móðir annars bams sem kom að og sá litla drenginn með límbandið fyr- ir munninum. Þá tók einn af leið- vitum að fjöldi bænda hér í kring- um okkur hefur miklar áhyggjur vegna þessa og við þykjumst vita að enginn þeirra ber ábyrgð á þessu. Hér hlýtur eitthvað allt annað að búa að baki en óánægja með veg- inn,“ segir Hörður. Hann segir að nú séu menn vakandi yfir óviðkom- beinendunum við sér og losaði lím- bandið úr andliti litla bamsins. „Ég hef ástæðu til að ætla að þetta sé ekki i fyrsta skipti sem svona atvik gerist á þessum leik- skóla. Eldri sonur minn, sem er 6 ára, segist hafa lent í þessu á leik- skólanum þegar hann var yngri. Mér finnst meö öllu óafsakanlegt að gera svona við lítið bam. Drengur- inn minn er ekki hávaðasamari en önnur böm, hann getur varla talað enn þá og því verður hann að orga ef hann vill láta vita af sér. Það hef- ur aldrei áður verið kvartað undan meiri hávaða eða látum frá honum en öðrum bömum á sama aldri. Mér finnst afar slæmt að þama em þrír leiðbeinendur sem horfa upp á þetta og enginn stöðvar þetta athæfi. Leikskólasljórinn hlýtur að fylgjast það vel með að henni ætti að vera kunnugt um ef svona óhugnanleg mál koma upp á leikskólanum," seg- ir móðir litla drengsins. Uggur í foreldrum Móðirin segist hafa rætt við aðra foreldra, sem eiga böm á leikskólan- um, vegna atviksins og mikill uggur sé í þeim flestum. Foreldrafundur andi mannaferðum og svæðið sé vel vaktað. „Þessir atburðir hafa vissulega kostað okkur fé en kannski fyrst og fremst fyrirhöfn og töf á fram- kvæmdum. Eitt tæki sem er skemmt veldur því að önnur stopp- ast um leið. Þar fýrir utan eru hót- var fyrirhugaður í gærkvöld og sagð- ist móðirin ætla að skoöa sin mál á næstu dögum og hvað yrði gert. „Það er erfið staða sem kemur upp núna þar sem ég er einstæð með tvö lítil böm og útivinnandi. Ég ætlaði að reyna að þrauka og hafa drengina þama áfram af þvi ég vissi ekki hvar ég gæti haft þá yfir daginn en ég varð svo hrædd í gærmorgun að ég sótti þá og fór með þá heim,“ segir móðirin. Stór mistök „Þetta vora stór mistök, svona á auðvitað ekki að gera. Leiðbeinandan- um sem um ræðir hefur verið vikið tímabundið úr starfi en það er verið að skoða þetta mál mjög vandlega. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Rebekka Ámadóttir, leikskóla- stjóri á Hörðuvöllum. Rebekka staðfesti við DV að við- komandi leiðbeinandi hefði starfað lengi við leikskólann og væri með mikla reynslu í að vinna með böm- um. Rebekka segist ekki vita til þess að svona atvik hafi gerst áður á leik- skólanum. -RR animar mjög alvarlegar og menn taka þær inn á sig.“ Hörður segir að ef tilgangurinn sé að stöðva verkið þá verði það ekki gert. Verktakinn eigi að skila veginum klárum eftir rúmt ár og það verði vitaskuld gert. Starfsmenn sem DV ræddi við í Hvaiffrðinum í gær sögðu að vissu- lega væri beygur i mannskapnum vegna þessara hótana, þama svæfu menn í húsi sem einhver hefði hót- að að kveikja í og menn væru að vinna á vélum sem sá hinn sami segðist ætla að sprengja í loft upp ef ekki yrði hætt við allar fram- kvæmdir. Þá væri lítið gaman að vita af því að hótað hefði verið að hella sýra í vatnsbólin. Lögreglan í Borgamesi sagði við DV að málið væri í rannsókn en ekkert heföi enn leitt til handtöku. Talað hefði verið við fjölda manna og að vonir væru bundnar við að þetta væri afstaðið. -sv Stuttar fréttir Ásatrúarmönnum fjölgar Ásatrúarmönnum hefur fjölg- að um tæp 40% á einu ári og eru nú um 260. Aðrir söfnuöir sem fjölgað hefur í á kostnað Þjóðkirkjunnar eru búddistar og kaþólskir. Flestir sem ganga úr Þjóðkirkjunni skrá sig utan trúfélaga. Alþýöubankinn Irfir Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn hagnaðist um 343,5 milljónir kr. á síðasta ári. Arð- semi eigin fjár var 26% og hækkaði um 10% frá árinu áður. Eigendur fá greiddan 10% arö á þessu ári. Magnesíumverksmiðja Magnesíumverksmiðja á Suð- umesjum er í sjónmáli. Hag- kvæmnisathugun verður kynnt 20. mars nk. Ef verksmiðjan verður reist rís hún við Hafiiar- berg á Reykjanesi. Morgunblað- ið greinir frá. Heilbrigðiskerfiö grisjaö Ríkisstjómin hefur skipað nefnd sem á að skilgreina hvaða stofhanir og verkeftii á sviði heilbrigðisráðuneytisins eru í raun félagsleg verkefiii sem eðlilegra væri að heyrðu undir félagsmálaráðuneytið. Bretar í heimsókn Sex manna bresk þingmanna- nefiid er í heimsókn hjá Al- þingi. Þingmennimir hafa átt fundi með þingnefndum Alþing- is og munu einnig heimsækja forseta íslands. Heimsókninni lýkur á morgun. Vilja strandhlut Landeigendur sem eiga fjör- una þar sem Vikartindur liggur strandaður gera kröfu til strandgóssins úr skipinu. Odd- viti Djúpárhrepps krefst þess að drasl úr strandinu, sem dreifst hefur um alla sveitina, verði hreinsað þegar í stað og skipið fjarlægt. Stöð 2 segir frá. Mjólkurskortur Mjólkurskortur er orðinn mikiil á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Stöðvar 2 :-SÁ Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nel 2 Ertu sátt(ur) við skatta- tillögur ríkisstjórnarinnar? j rðdd FOLKSINS 904 1600 Vegaframkvæmdir í Hvalfirði gengu vel í gær. Skuggi hótana huldumannsins hvíldi þó yfir og starfsmenn eru óró- legir yfir því að hótað hafi verið aö kveikja í svefnstað þeirra og sprengja vélarnar með sprengiefni. Dv-mynd þök Leiðbeinandi á leikskóla límdi fyrir munninn á tveggja ára dreng: í miklu sjokki eftir þetta óhugnanlega atvik - segir móðir drengsins sem telur að svona atvik hafi gerst áður á leikskólanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.