Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 Sviðsljós r>v Banderas í fram- tíðartrylli Spænski hjartabaninn Antonio Banderas hefur verið nefndur sem væntanlegur aðalleikari í Spörfuglinum, framtíðartrylli um jesúitaprest og málvísindamann sem einn lifir af könnunarferð út í geiminn. Prestur kemst síðan í kynni við geimverur. Leikstjóri myndarinnar verður Geoffrey Wright. Shirley fór á helgarbíó Shirley MacLaine, sú ástsæla leikkona, brá sér í bíó um helg- ina og sá myndina Private Parts sem fjallar um útvarpsvUlinginn Howard Stem. Shirley sá mynd- ina í Washington með góðvini sínum, sendiherra Ástralíu í Bandarikjunum. Sendiherrann segir að þau séu bara gamlir og góðir vinir en ýmsa grunar að eitthvað meira búi þar að baki. Fymim vinkona Jane Fonda um hjónaband hennar og Teds Tumers: Eins og kaupmáli við sjálfan djöfulinn Kvikmyndaleikkonan Jane Fonda segir að með því að gift- ast Ted Tumer hafi hún fundið manninn sem líkist mest föður hennar, Henry Fonda heitnum. Þessu lýsti leikkonan yfir í viðtali við tímaritið Vanity Fair núna í vikunni en hún hefur ör- sjaldan veitt viðtöl síðan hún giftist forstjóra CNN fyrir sex árum. Jane tjáði blaðamanni tíma- ritsins að Ted Tumer væri mjög líkur föður hennar og tíndi hún þá bara til góðu hliðarnar. Ted væri þó ólíkur Henry að því leyti að hann væri sáttur við sjálfan sig og ekki hræddur við að láta þarfir sínar í ljós. Hann elskaði konur og sæi enga ógn- un stafa frá þeim. Blaðamaðurinn getur þess að með því að giftast Tumer hafi líf Jane Fonda breyst verulega. Hún hafi dregið sig í hlé frá kvikmyndaleik og helgi sig ein- göngu eiginkonuhlutverkinu. Blaðamaður hefúr það eftir ein- um framkvæmdastjóra 'Turners að Jane þori aldrei að skilja hann eftir einan. „Hún hefur reiknað Ted nokk- uð vel út. Hann gæti aldrei ver- ið einn, hann myndi ekki þola það. Hann hafði alltaf ein- hverja dömu hjá sér, meira að segja þegar hann var kvæntur. Jane skilur hann aldrei eftir ein- an. Þau em alltaf saman. Þetta er líklega í eina skiptið á ævinni sem hann hefúr verið með einni konu,“ segir framkvæmdastjór- inn. Fyrrum náin vinkona Jane Fonda, sem ekki vill láta nafns síns getið, sagði í viðtali við Vanity Fair að hjónaband Jane væri kaupmáli við djöfulinn og að hún hefði fómað öllu fyrir eiginmanninn. Sjálf lýsir Jane Fonda hjóna- bandinu á þann veg að það sé eins og vélin sem faðir hennar hafi fundið sem sett- ir voru í steinar og ef þeir voru valdir rétt komu þeir slípaðir og skínandi út. „Þegar tvær manneskjur, og sérstaklega þær sem eru jafn upptekn- ar af sjálfum sér og við, eru komnar á sex- tugsaldin'inn þegar þær taka saman er það á vissan hátt eins og þegar tveir skörð- óttir ! settir í þessa vél. Og ég held að það taki tvö til þrjú ár að slípa bá.“ Jane Fonda greindi einnig frá því í við- talinu að hún hefði ættleitt telpu þegar hún var gift stjórn- / málamanninum Tom Hayden. Stúlk- an dvaldi í sumar- búðum sem Jane og Tom ráku og var frá heimili þar sem aðstæður voru erfiðar. steinar em Ted Turner og Jane Fonda á leik hafnaboltaliösins Atlanta Braves síöastliðið haust. Simamynd Reuter Hagstœö kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni aW miití himfo' Smáauglýsingar 550 5000 Gullstyttan bræðir hjörtu stórstjarnanna í Hollywood Hollywoodstjömur sýndu á sér auðmjúku og undirgefnu hliðina á þriðjudag. Alveg makalaust hvaða áhrif ein litil gullstytta getur haft á rígfullorðið fólk. Þetta er heldur eng- in vengjuleg stytta heldur sjálfúr óskarinn. Þeir sem tilnefndir hafa verið til þessara eftirsóttustu verðlauna kvik- myndaiðnaðarins snæddu saman há- degisverð vestm- í Hollywood á þriðjudag. Við það tækifæri létu margir þau orð falla að það væri nú ærinn heiður að vera tilnefndur. Það væri ekkert sérstakt keppikefli að fá styttuna með sér heim. Kristin Scott Thomas, breska og gullfallega leikkonan úr Enska sjúkl- ingnum, var hins vegar fidlkomlega hreinskilin í sinn garð og annarra. „Ég mundi mjög gjaman vilja vinna. Mér líður eins og sex ára barni, ég er alveg uppi í skýjunum,“ sagði Kristin við fréttamenn á Hilton hótelinu í Beverly Hills þar sem snæddar vora dýrindis krásir. Barbara Hershey var enginn eftir- bátur Kristinar í hreinskilninni. Hún var tilnefnd fyrir leik sinn í Konumynd. „í hreinskilni sagt mundi ég gjaman vilja vinna," sagði Barbara. Kristin sagði frá því að hún hefði spurt son sinn hvað honum fyndist nú um ef hún fengi óskarinn. Stráksi Kristin Scott Thomas stillir sér upp fyrir framan risaóskar og vonast eftir að hreppa þann litla. gaf eftirfarandi svar: „Mamma, þá verða allir að segja að þeir elski þig og að þú sért falleg." Sem er náttúr- lega alveg dagsatt. Kristin gat ekki á sér setið og brosti út í annað. Meðal keppinauta hennar um ósk- arsverðlaunin fyrir bestan leik í að- alhlutverki kvenna er Frances McDormand sem lék í Fargo. Fran- Frances McDormand lifir fábreyttu lífi f New York en sá sér fært aö sækja glimmermálsverðinn í Hollywood. ces fékk sér að borða með öllum hin- um stjömunum. „Þetta er alveg rosalegt," sagði hún. „Ég sem lifi svo fábreyttu lífi í New York.“ Bætti svo við að hún þráði nú ekkert heitar en að fá að leika í leikriti, nokkuð sem hún hefði ekki gert í þijú og hálft ár. Fleiri voru mættir og allir brostu út að eyrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.