Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON ABstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plðtugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Rauðu strikin vantar Ríkisstjórnin mun áreiðanlega reyna að hindra fyrir- hugaða kaupmáttaraukningu nýgerðra kjarasamninga. Það stafar ekki af sérstakri vonzku hennar. Ríkisstjóm- ir hafa yfirleitt tilhneigingu til að reyna að draga úr stærðum, sem trufla þægilegt gangverk þjóðarbúsins. Auðveldara verður fyrir ríkisstjómina að halda verð- bólgu í um það bil 2% eða lægri tölu, ef kaupmáttur al- mennings eykst ekki á næstu árum. Meiri líkur eru á, að viðskiptajöfnuður gagnvart útlöndum haldist í böndum, ef kaupmáttur almennings eykst ekki á næstu árum. Aukning kaupmáttar um 8-10% á þremur árum verð- ur fyrirferðarmikil staðreynd í breytingum á öðrum stærðum þjóðhagsreikninga á sama tíma. Þess vegna mun ríkisstjómin að óbreyttu reyna að haga málum á þann veg, að kaupmátturinn aukist ekki svona mikið. Vegna þessarar freistingar var óráðlegt hjá verzlunar- mönnum, rafiðnaðarmönnum og iðnverkafólki að setja ekki skilyrði um þetta efni í kjarasamningana, svo sem hin hefðbundnu rauðu strik, er gefa samninga lausa að nýju, ef ytri forsendur þeirra breytast verulega. Eðlilegt er, að stéttarfélögin, sem eiga eftir að semja, reyni að koma rauðum strikum í sína samninga. Enda er greinilega áhættusamt að semja til þriggja ára án þess að hafa neinn endurskoðunarrétt, ef valdamenn þjóðfé- lagsins eyða mestum hluta kjarabótarinnar. Með rauðum strikum í samningum eru stjómvöldum settar þröngar skorður. Þau geta síður hossað forrétt- indahópum, aukið stéttaskiptingu, einkavinavætt í þágu pilsfaldafyrirtækja og dregið úr opinberri þjónustu við almenning, ef þau þurfa að standa við rauð strik. Ríkisstjóm, sem þarf í senn að forðast aðgerðir, sem rýra umsaminn kaupmátt, og forðast verðbólgu og við- skiptahalla, er í eins konar spennitreyju. Og það er ein- mitt góður fatnaður fyrir aðila, sem hafa reynzt búa yfir mikiili tilhneigingu til að falla fyrir freistingum. Það er líka gott fýrir aðra aðila, sem ráða miklu í þjóð- félaginu, að haga málum á þann veg, að kjarasamningar verði ekki lausir fyrir tímann. Lausir kjarasamningar valda alltaf óvissu, sem leitar útrásar á óhagstæðan hátt, svo sem í hærri vöxtum en ella þyrftu að vera. Ef almennt verður samið til þriggja ára og fyrirsjáan- legur er vinnufriður í þrjú ár, munu vextir lækka og auðvelda atvinnulífinu að taka á sig kostnað kjarasamn- inganna án þess að hækka verð og valda verðbólgu. Það er því mikið í húfi fyrir marga aðila. Rauðu strikin eru langsamlega mikilvægustu atriðin, sem ekki komust inn í fyrstu kjarasamningana. Öll önn- ur atriði, sém ekki komust inn, blikna í samanburði við þau. Þau eru forsenda þess, að ríkisstjórnin létti ekki af sér efnahagsþrýsingi með því að spilla kaupmætti. Rauð strik þurfa ekki að vera í öllum kjarasamning- um til þess að ná tilgangi sínum. Þau má vanta í samn- inga verzlunarmanna, rafiðnaðarmanna og iðnverka- fólks, ef þau eru í nógu mörgum samningum til þess, að ríkisstjómin vilji varðveita vinnufriðinn í landinu. Einkennilegt er, að lífsreynt fólk, sem hefur árum og áratugum saman unnið að kjarasamningum og þekkir algengustu freistingar stjórnvalda, skuli ekki leggja meiri áherzlu á rauð strik, sem hingað til hafa þó stuðl- að að því að halda stjórnvöldum við vinnuna sína. Þeir, sem enn eiga eftir að semja, ættu að láta öll önn- ur atriði og óskhyggju víkja fyrir því einu, að rauð strik tryggi kaupmáttaraukann sem verið er að semja um. Jónas Kristjánsson Affarasælast er aö líta svo á aö nemandi sem komist hefur yfir þröskuld fyrsta ársins sé í eins konar fastri vinnu, segir m.a. í grein Þorsteins. Lánið og námið Kjallarinn Þorsteinn Vilhjálmsson , prófessor viö Háskóla íslands og var formaður stjórnar Lánasjóösins 1978-82 námsaðstoðarkerfis- ins er það að menn .hafa haldið sig við námslán í stað veru- legra styrkja eins og tíðkað er víða annars staðar og sumir stjómmálamenn hafa öðru hverju haft á orði. Með tungutaki fjármálanna myndi þetta heita að Lána- sjóðurinn fellur ekki frá neinum kröfum fyrirfram heldur fara endurgreiðslur hvers og eins eftir afkomu hans í framtiðinni. Þó að uppbygging sjóðsins hafi kostað sitt hafa menn þannig getað fjármagnað sjóð- inn að verulegu leyti „Háskólanám eryfirleitt skipulagt þannig aö hægt er aö sjá meö verulegum líkum eftir hálft til eitt ár hvort nemandinn á erindi í þaö nám sem hann hefur valiö sér.“ Ein skapraun ís- lenskra kennara er sú að horfa upp á efnilega nemendur sem kunna ekki að vinna og ná þess vegna ekki árangri í námi. Þeir fara á mis við sanna menntun og kynni þeirra af námsefninu verða mjög yfirborðsleg ef þeir læra aldrei heppilegt vinnulag. En það skiptir einmitt sköpum fyrir raunverulegan ár- angur skólastarfs að nemendur tileinki sér góð vinnubrögð og raunhæf viðhorf til verkefna sinna, - þeim skiljist að nám er vinna - öguð vinna. Námslán fremur en styrkir Lánasjóður ís- lenskra námsmanna er hluti af íslenska menntakerfinu en ekki eins og hver annar sjóður með peningum í. Hann tók að eflast á síðustu árum viðreisnarstjórnar- innar kringum 1970. I stuttu máli geta umboðsmenn ríkisvaldsins allvel við unað hvernig sjóðurinn hefur rækt hlutverk sitt á þessum 25-30 árum. Hef ég þá bæði í huga samanburð við kostnað af námsað- stoð í öðrum löndum og þann ár- angur sem sjóðurinn hefur skilað í stórauknum möguleikum ungs fólks til að afla sér menntunar. Eitt af sérkennum islenska með lántökum og þokkalega skil- virk námsaðstoð hefur orðið ríkis- sjóði og skattgreiðendum miklu léttbærari en ella hefði verið. Hluti af menntakerfinu Lánasjóðurinn er hluti af menntakerfinu meðal annars vegna þess að reglur sjóðsins hafa talsverð áhrif á atferli nemenda og viðhorf þeirra til námsins. Glöggt dæmi um þetta eru svokallaðar samtímagreiðslur sem voru afnumdar fyrir nokkrum árum og hafa verið mjög til umræðu að undanförnu. Er þá átt við að greiðslur námslána fari fram mán- aðarlega eftir á svipað og algengt er um launagreiðslur. Háskólanám er yfirleitt skipu- lagt þannig að hægt er að sjá með verulegum líkum eftir hálft til eitt ár hvort nemandinn á erindi í það nám sem hann hefur valið sér. Ef svo er má fullyrða að hann sé lík- legur til að ljúka náminu ef ekkert kemur upp á og að öðrum kosti skila marktækri vinnu. Affarasæl- ast er að líta svo á að nemandi sem hefur þannig komist yfir þröskuld fyrsta ársins eða misser- isins sé í eins konar fastri vinnu. Umhverfinu ber að efla það við- horf með honum og sýna honum það í verki eftir föngum. Meðal annars ber okkur að treysta hon- um til að taka við umbun er sé sem líkust launum fyrir venju- lega vinnu, með öðrum orðum mánaðarlegum (samtíma) greiðslum. Hugsanlegur kostnað- ur við þetta er í rauninni hverf- andi miðað við uppeldisgildið sem það hefúr og einnig miðað við þau heilindi sem menntakerf- ið myndi þar með sýna nemend- um. Við vitum öll hve miklu skiptir að ungu fólki sé sýnt traust meðan það er að mótast. Kannski sjáum við það allra gleggst þegar við horfum til baka til eigin æsku og rifjum upp hvemig uppalendur okkar sýndu okkur traust. Hvers vegna ættum við ekki að láta þessa reynslu kynslóðanna endur- speglast í rekstri opinberrar stofn- unar eins og Lánasjóðs íslenskra námsmanna? Þorsteinn Vilhjálmsson Skoðanir annarra Róttækastur verkalýösforingja „Hverjir hafa verið að tala hæst á torgum um að kjarasamningar ættu að vera ríkissjóði óviðkom- andi? Em það ekki sömu menn og sitja í ríkisstjóm einmitt núna og spila þessu út? ... Út úr þessu virð- ist ætla að koma, ef samningar verða á línuna á þeim nótum sem nú liggja fyrir og með pakka ríkis- stjómarinnar, svipaðar eða jafnvel minni kjarabæt- ur en forsætisráðherra bauð einhliða í viðtali við Morgunblaðið í janúar. Það er athyglisvert og um- hugsunarvert ef Davið Oddsson er orðinn einna rót- tækaste verkalýðsforingja á íslandi." Steingrímur J. Sigfússon í Viöskiptablaðinu 12. mars. Ákveönari stefna HÍ „Háskólastigið er margbreytilegt og um margt ósamsett skólastig ... Þrátt fyrir gott starf á síðustu ámm verður Háskóli íslands því að setja fram ákveðnari og kraftmeiri stefnu en hingað til ætli hann sér að bæta árangur sinn. Hann verður að móta sér stefnu í takt við þróun þjóðfélagsins alls, atvinnulífsins og skólakerfisins og gæta þess að hann hafi metnað og bolmagn til þess að standast þær kröfur sem hann vill að til hans séu gerðar.“ Jón Torfi Jónasson í Mbl. 12. mars Öryggismálanefnd sjómanna „Það á strax að skipa nýja öryggismálanefnd sjó- manna. Hún á að vera á vegum forsætisráðuneytis- ins því nefhdin á að fjalla um svið sem snerta mörg ráðuneyti: Dómsmálaráðuneytið vegna landhelgis- gæslunnar, samgöngm-áðuneytið vegna öryggismála sjómanna almennt og siglingalaganna, umhverfis- ráðuneytið vegna umhverfismála og fleiri ráðuneyti mætti nefna. Þessi nefnd á að fá skamman tíma því vandinn liggur fyrir. Allt annað en tafarlaus við- brögð við stórslysum siðustu daga væri þjóð sem lif- ir af sjó og við sjó til skammar ..." Svavar Gestsson í Alþbl. 12. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.