Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 Fréttir 5 Togari 1 vöruflutningum: Siglir til Murmansk - flytur frysta loðnu fyrir Þórshafnarbúa „Við erum að leggja af stað til Murmansk með rúm 700 tonn af frystri loðnu, fyrir Hraðfrystihús Þórshafnar, en loðnan er til manneldis eftir því sem ég best veit,“ sagði Karl Jónsson, stýri- maður á togaranum Sigli frá Siglufírði, en skipið lagði af stað til Murmansk um fimmleytið í gærdag. „Við erum orðnir fragtari, svona í bili að minnsta kosti, en skipið var leigt til þessara flutn- inga. Undanfarið höfum við verið að frysta loðnu úti á sjó en eftir að því lauk tók þetta verkefni viö,“ sagði Karl í samtali við DV. Hann sagði að frystilestar skipsins væru fuliar af blokkfrystri loðnu, en auk þess séu tveir fullir frysti- gámar á dekkinu. -SÁ ELEY HAGLASKOT Mars tilboð verð frá kr. 630 Sportvörugerðin, Mávahlíð 41, s. 562-8383 Togarinn Siglir lagði af stað síðdegis í gær áleiðis til Murmansk með rúm 700 tonn af frystri loðnu. Karl Jónsson stýrimaður stendur fyrir framan tvo full- hlaðna frystigáma sem eru á dekki skipsins. DV-mynd E.ÓI. í fangelsi og „umsjá" fýrir rán og líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrradag 17 ára pilt, Börk Birgisson, í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 mánuði skilorðsbundið, fyrir rán og stórfellda líkamsárás með því að hafa ruðst inn um bak- dyr sölutumsins að Hraunbergi 4 í Breiðholti, með lambhúshettu á höfði og slegið afgreiðslustúlku með klaufhamri og síðan rænt tug- um þúsunda króna úr peninga- kössum. Eitt höggið lenti á úlnlið stúlkunnar er hún bar hönd fyrir höfuð sér en síðan var hún slegin í enni. Við það féO hún við en var þá skipað að standa upp. Eftir það sló Börkur hana með hamrinum í hnakka og skildi hana eftir í blóði sínu. Með dóminum var tekið mið af vímuefhaneyslu árásarmannsins og það ákveðið að hann skuli verða undir „umsjón" og hann megi ekki neyta áfengis og fikniefna á 3ja ára skilorðstíma 15 mánaða af refsing- unni. Fram kom að fómarlambið, sem auk annarra meiðsla hlaut brákun á höfuðkúpu, hefur átt við viðvarandi líkamleg og sálræn vandamál að stríða. Sakbomingurinn var dæmd- ur til aö greiða henni 400 þúsund krónur í bætur. -Ótt Landssöfnun fýrir hjartveik börn Neistinn, styrktarfélag hjart- veikra barna, stendur fyrir lands- söfnun til styrktar hjartveikum bömum 14. mars nk. Söfnunin, sem ber nafnið „Gefum þeim von“, er í samstarfi við íslenska útvarpsfélag- ið, SPRON, Gulu línuna o.fl. í frétta- tilkynningu vegna landssöfnunar- innar segir að markmiðið með henni sé að tryggja að foreldrar geti annast hjartveik böm sín án þess að stofna fjárhagsöryggi fjölskyldunn- ir í hættu og til að hjartveik böm geti lifað sem eðlilegustu lífi utan sjúkrahúsa. Árlega greinast um 40-50 böm með hjartasjúkdóma á íslandi. Hjartveik börn berjast oft við sjúk- dóm sinn alla sína ævi. Hjarta- gæslu- og súrefnistæki og önnur dýr hjálpartæki em sumum hjartveik- um bömum nauðsynleg til þess að þau geti dvalist á heimilum sínum. Aðalsímanúmer söfnunarinnar, sem hefst að morgni 14. mars nk„ er 800 5050 og bankareikningur söfnun- arinnar er númer 11522697 hjá SPRON. CSD-ES600 ferminsartilboð kr. CSD-ES30 fermingartilboð kr. CSD-ES200 fermingartilboð kr. R*twin cd 2ja diska geislaspilari Hljómmiklir hátalarar Tónjafnari m/Rock-Popp-Jazz Bass-Boost Einnar snertingar upptaka FM-MB og LB útvarp Heyrnatólatengi Vandað segulband Fullkominn geislaspilari Front Surround hljómkerfi 4 hljómmiklir hátalarar Tónjafnari m/Rock-Popp-Jazz Bass-Boost ■ «R m....===T Einnar snertingar upptaka FM-MB og LB útvarp Heyrnatólatengi Vandað segulband Fullkominn geislaspilari Hljómmiklir hátalarar Bass-Boost Einnar snertingar upptaka FM-MB og LB utvarp Heyrnatólatengi Vandað segulband

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.