Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 25 Iþróttir Iþróttir McManaman í bann? Steve McManaman, miðvallar- leikmaðurinn knái hjá Liver- pool, á yfir höfði sér eins leiks bann eftir að hafa fengið að líta gula spjaldið í leik Liverpool og Newcastle á mánudaginn. McManaman mun þá missa af leik Liverpool og Arsenal á Highbury sem fram fer á mánu- daginn 24. mars. Ferdinand ekki með Les Ferdinand, framherji Newcastle, er aftur kominn á sjúkralistann en hann fór meidd- ur af velli eftir að hafa komið inn á í síðari hálfleik gegn Liver- pool á mánudaginn. Ljóst er að Ferdinand missir af síðari Evrópuleik Newcastle gegn Mónakó á þriðjudaginn. Parker til Chelsea Paul Parker, bakvörðurinn knái sem lék með Manchester United um árabil, er kominn til Chelsea þar sem hann hefur skrifað undir mánaðarsamning. Mikil meiðsli herja á leikmenn Chelsea um þessar mundir og þess vegna var Parker fenginn til að koma til félagsins. Graham hugsar stórt George Graham, fram- kvæmdastjóri Leeds United, ætl- ar að koma félaginu í fremstu röð á ný. Hann hefur í hyggju að kaupa fimm nýja leikmenn til félagsins og segist ekki ætla að spara neitt til að fá góða leikmenn í liðið. Blakburn meðfjóra Norðmenn í sigti Stjómendur Blackburn Rovers hafa í hyggju að styrkja liðið verulega fyrir átökin á næsta keppnistímabili en þá verður Roy Hodgson, þjálfari Int- er, tekinn við stjómartaumun- um hjá félaginu. Blackbum er með fjóra leik- menn frá norska liðinu Rosen- borg í sigtinu auk ítalans snögg- hærða, Attilio Lombardo hjá Juventus. Baggio til Argentínu? Tvö félög í Argentínu eru á höttunum eftir Roherto Baggio, leikmanni AC Milan á Ítalíu. Þetta em Boca Juniors og River Plate, tvö af þekktustu og hestu félögunum í Argentínu. Stærstu golfmót heims í Sjónvarpinu í sumar Áhugamenn um golfíþróttina ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Sjónvarpinu i sumar því íþróttadeild RÚV hefur tryggt sér rétt til beinnar útsendingar frá tveimur stærstu golfmótun- um sem fram fara í heiminum ár. Hér um að ræða opna breska meistaramótið sem fram fer 17.-20. júlí og Ryder bikarkeppn- in sem fram fer á Spáni 26.-28. september en þar leiða saman hesta sina úrvalslið Evrópu og Bandaríkjanna. Stefnt er að beinum útsend- ingum frá báðum mótunum, 15-20 klukkustundir frá því fyrr- nefnda og ríflega 20 klukkstund- ir frá því síðarnefnda. Patrick Ewing sá besti í NBA í síðustu viku Patrick Ewing, miðherjinn sterki hjá New York, hefur verið útnefndur besti leikmaðurinn í NBA-deildinni vikuna 3.-10. mars. Á þessum tíma leiddi Ewing lið New York til sigurs i fjórum leikjum. í þessum leikjum skoraði hann að meðaltali 31 stig, tók 9,8 fráköst, átti 1,3 stoðsendingu og varði 1 skot. -GH Hreinn samdi við Thistle - skoska 1. deildar félagið Partick Thistle hreinlega stal Hreini Hringssyni frá Raith Rovers Hreinn Hringsson, knatt- spyrnumaður í Þór frá Akur- eyri, hefur gert samning til vorsins við skoska 1. deildar félagið Partick Thistle. Hreinn skrifaði undir samning við Thistle i gær og kom það nokkuð á óvart. Hlutimir hafa gerst hratt hjá þessum snjalla sóknar- manni. A dögunum var hann til reynslu hjá 2. deildar liði Dumbarton og skoraði þar þrjú mörk í jafh mörgum æfmgaleikjum. í framhaldi af veru sinni þar fékk skoska úrvalsdeild- arfélagið Raith Rovers leyfi til að kíkja á kappann. Með varaliði Raith lék hann gegn varaliði Glasgow Celtic og þá skoraði Hreinn bæði mörk Raith í 2-0 sigri. Tilboð á leiðinni þegar Thistle kom til sögunnar Flest benti til þess að Raith myndi gera Hreini tilboð, enda hrifust forráðamenn liðsins mjög af frammistöðu hans gegn Celtic. Það var síðan í fyrra- kvöld sem Hreinn fékk símtal frá skoska 1. deildar liðinu Partick Thistle. Forráðamenn liðsins vildu ólmir fá hann til að líta á aðstæður hjé félaginu og það varð úr. í framhaldinu lék Hreinn æfingaleik með A- liði Thistle gegn B-liðinu og lauk leiknum með sigri B-liðs- ins, 3-1. Er skemmst frá því að segja að Hreinn skoraði öll þrjú mörk B-liðsins. Þegar hér var komið sögu ákváðu forráða- menn Thistle að gera Hreini til- boð og í gær skrifaði hann und- ir samning sem gildir til 10. maí. Þá kemur hann til íslands og leikur með Þórsurum í 2. deildinni í sumar. Af framansögðu má ljóst vera að hlutimir gerðust með ógnarhraða hjá Hreini. Frábær frammistaða hans hefur vakiö mikla athygli en samtals skoraði hann átta mörk í fimm æfíngaleikjum í Skotlandi þar til hann skrifaði undir saminginn við Thistle í gær. Hreinn er með afbrigðum sprettharður leik- maður og markhepp- inn og á örugglega eft ir að gera góða hluti hjá Thistle sem er komið með annan fótinn í skosku úrvals- deildina. -SK Stórsigur Vals Valur sigraði ÍR, 4-1, í A-deild Reykjavikurmótsins í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var, 2-0. Hörður Magn- ússon opnaði markareikning sinn hjá Val og skoraði 2 mörk og þeir Sigurður þjálfari Grét- arsson og Sigurbjörn Hreiðars- son gerðu sitt markið hvor. Mark ÍR skoraði Kristján Brooks. -GH IS tapaöi eystra Þróttur Neskaupstað sigraði ÍS, 3-2, í úrslitakeppni karla í blaki á Neskaupstað í gærkvöld. Óvænt tap Rangers Glasgow Rangers tapaði óvænt fyrir Dundee United í skosku úrvalsdeildinni í knatt- spymu. Lokatölur 0-2. -SK „Erum algjorir aumingjar" - Njarðvík vann Haukana aftur Stulkurnar steinlagu gegn Noregi Islenska kvennalandsliðið í knattspyrnu reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn hinu geysilega sterka liði Norðmanna í gærkvöldi. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á alþjóð- legu móti kvennalandsliða i Algarve í Portúgal. Lokatölur urðu 6-0, Noregi í vil, og eins og tölurn- ar gefa til kynna voru yfirburðir norska liðsins miklir. I fyrsta leik sínum á mótinu tapaði íslenska landsliðið fyrir því danska, 1-4. Þriðji leikur ís- lenska liðsins verður gegn landsliði Finnlands á morgun. Sá leikur verður ömgglega erfiður fyrir íslenska liðið en í gær sigruðu Danir lið Finna með tveimur mörkum gegn engu. Átta þjóðir taka þátt í mótinu og leikið er í tveimur riðlum. I hinum riðlinum leika lið Kína, Sviþjóðar, Hollands og Portúgals. Mótinu lýkur næsta sunnudag en þá leika þjóð- irnar um sæti á mótinu. -SK Paul Kitson, neðar á myndinni, fagnar sigurmarki sínu gegn Chel- sea í gærkvöld. Símamynd Reuter West Ham að bjarga sér einu sinni enn? DV, Suðurnesjum: „Ég er geysilega ánægður maður í kvöld. Ég hafði alltaf trú á að við værum með betra lið en þeir. Við erum í mjög góðu formi þessa dag- ana og andinn er mjög góður. Það er eins og allir hafi misst trú á okkur nema við sjálfir," sagði Friðrik Ragnarsson, fýrirliði Njarðvíkinga, eftir glæsilegan sigur gegn Haukum í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfu i Njarðvík í gærkvöld. Njarðvikingar eru þar með komn- ir áfram í undanúrslitin og mæta þar ís- lands- meistur- um Grind- víkinga. Njarðvík mætir Grindavík Njarðvíkingar léku vel og agað og mjög sterkan vamarleik. Þá var leikgleðin mikil í liðinu sem er til alls líklegt í næstu leikjum. Njarðvíkingar geta þakkað öflug- um liðsanda sigurinn og Ástþór Ingason, þjálfari liðsins, hefur lagað hann mjög eftir að hann tók við lið- inu. Sverrir Þór Sverrisson var mjög góður gegn Haukunum og er að efl- ast með hverjum leik. Friðrik Ragn- arsson, Kristinn Einarsson og Páll Kristinsson voru geysilega sterkir. Torrey John getur meira en þeir Rúnar Ámason og Jóhannes Krist- bjömsson áttu góða spretti. „Það fór margt úrskeiðis hjá okk- ur í þessum leik. Við erum algjörir aumingjar og ekkert annað. Við erum búnir að lenda í ýmsu á þessu tímabili og því miður náðum við ekki að púsla þessu saman hjá okk- ur fyrir úrslitakeppnina. Við hefð- um þurft meiri tíma,“ sagði Jón Amar Ingvarsson, fyrirliði Hauka, eftir leikinn. Shawn Smith var yfirburðamað- ur í liði Hauka en vert er að geta góðrar frammistöðu Sigurðar Jóns- sonar, sérstaklega I fyrri hálfleik. Haukar eru úr leik og margir bjuggust við mun meira af liðinu. -ÆMK Björgviii samdi til þriggja ára DV Selfossi: „Björgvin er lykilmaður og liðið mun i framtíðinni byggjast í kringum hann. Þess vegna er samningurinn mjög mikilvægur og sýnir að menn hafa trú á liðinu,“ segir Hailur Hail- dórsson, formaður handknattleiks- deildar Selfoss, en á mánudaginn skrifaði Björgvin Rúnarsson undir 3ja ára samning við Selfoss. Selfyssingar mæta ÍR-ingum á Selfossi í kvöld og þar er um hreinan fallslag að ræða því bæði lið eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. -GKS West Ham virðist vera að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni í knattspymu enn einu sinni. í gærkvöld vann liðið ævintýralegan sigur á Chelsea á heimavelli sínum, 3-2. Vialli kom Chelsea yflr á 26. mín. en þeir Dicks og Kitson komu West Ham yfir. Mark Hughes jafnaði síðan metin á 87. mínútu fyrir Chelsea. Það var síðan Kitson sem smalaði öllum stigunum í hús með marki á lokamínútu leiksins. West Ham er nú í fjórða neðsta sæti með 28 stig. Önnur úrslit í úrvalsdeildinni urðu þau að Sheffield Wednesday sigraði Sunderland á heimaveOi, 2-1 og Leeds og Southampton gerðu markalaust jafntefli. Staða neðstu liða er þannig: Derby Sunderland Coventry West Ham Nott. Forest Southampton 29 30 30 28 30 28 7 11 11 31-44 8 8 14 26-41 Middlesborough 27 6 12 12 26-39 30 7 7 14 27-39 28 6 10 14 25-46 28 6 8 14 37-46 26 6 7 14 37-49 22 Middlesborough á Wembley Middlesborough tapaði fyrir Stockport, 0-1, í undanúrslitum deildarbikarsins og mætir liði Leicester í úrslitaleik á Wembley. Ekki gæfuleg frammistaða hjá Ravanelli og félögum og fróðlegt verður að sjá hvort liðið nær að sigra Leicester. -SK IR Kefíavík (34) 79 (46) 92 0-4, 12-20, 18-30, 28-38, (34-46), 34-49, 54-61, 59-63, 59-74, 67-80, 76-87, 79-92. Stig ÍR: Tito Baker 30, Eiríkur Ön- undarson 20, Eggert Garðarsson 16, Már- us Arnarson 5, Guðni Einarsson 4, Atli Þorbjömsson 2, Gísli Hallsson 2. Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 24, Kristinn Friðriksson 19, Damon Johnson 18, Falur Harðarson 14, Albert Óskars- son 6, Elentínus Margeirsson 4, Birgir Öm Birgisson 3, Gunnar Einarsson 2, Kristján Guðlaugsson 2. 3ja stiga körfur: ÍR 6/16, Keflavík 11/29. Fráköst: ÍR 36, Keflavík 42. Vítanýting: ÍR 13/20, Keflavík 11/14. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Sigmundur Herbertsson, röggsamir og ákveðnir. Áhorfendur: Um 300. Menn leiksins: Guðjón Skúlason, Keflavík og Tito Baker, ÍR. Shawn Smith, tangbestur Hauka. Páll Kristinsson, stigahæstur. Njarðvík (46)94 Haukar (45) 85 0-2, 2-6, 3-12, 9-18, 19-18, 29-32, 40-32, (46-45), 52-48, 65-66, 72-64, 76-68, 85-82, 88-85, 95-85. Stig Njarðvíkur: Páll Kristinsson 20, Sverrir Þór Sverrisson 18, Krist- inn Einarsson 18, Torrey John 14, Friðrik Ragnarsson 11, Jóhannes Kristbjömsson 8, Rúnar Ámason 5. Stig Hauka: Shawn Smith 32, Pét- ur Ingvarsson 15, Jón Amar Ingvars- son 12, Sigurður Jónsson 11, Sigfús Gissurarson 10, ívar Ásgrímsson 5. Fráköst: Njarðvík 40, Haukar 18. 3ja stiga körfur: Njarðvík 16/9, Haukar 21/8. Vitanýting: Njarðvík 18/13, Hauk- ar 18/14. Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason, dæmdu vel. Mistök þeirra teljandi á fingmm annarrar handar. Áhorfendur: Um 450. Maður leiksins: Sverrir Þór Sverrisson, Njarðvik. „Eg hlakka mikið til að taka KR-inga í bakaríið“ - Keflvíkingar virðast ósigrandi og mæta næst KR-ingum eftir sipr á ÍR-ingum „Við mættum nógu vel stemmdir í þennan leik og uppskeran var eftir því. Úr- slitin voru eftir bókinni en við getum gert betur en við sýndum í þessum leik. Nú eru undanúrshtin næst á dagskrá og ég hlakkar mik- ið til að taka KR-inga I bak- aríið í þeim leikjum," sagði stórskyttan Kristinn Frið- riksson, Keflvíkingur, eftir sigur á ER, 79-92, ISelja- skóla. Með sigrinum tryggðu Keflvikingar sér sæti i undanúrslitunum þar sem þeir mæfa KR-ing- um og verður það þriðja úr- slitarimma hð- anna í vetur. Hinar tvær voru úrslita- leikir í Lengjubikamum og í bikarkeppninni þar sem Keflvíkingar höfðu betur í bæði skiptin. Þrátt fýrir góða baráttu ÍR liðsins í gær átti hðið einfaldlega við ofúrefli að Keflavík mætir KR etja. Keflvíkingar höfðu þægilegt forskot nær allan tímann og sigur þeirra var aldrei í hættu. ÍR-ingar náðu að visu að saxa á forskotið niður í 4 stig í síðari hálfleik en þá settu Suðumesjamennimir einfaldlega í fimmta gír , skomðu 11 stig í röð og eftir það var eftirleikurinn auð- veldur. í sterkri Uðsheild Keflvikinga vom „skot- bombumar" Guðjón og Kristinn bestir, Falur stjómaði spilinu vel og Damon var sterkur að vanda. í baráttuglöðu Uði ÍR vom Tito Baker og Eiríkur í sérflokki og Eggert stóð fýrir sínu. „Við börðumst eins og ljón en það dugði ekki til enda Keflvíkingar rosalega sterkir og þeir áttu sig- urinn fýllilega skfliö. Ég tel aö KR-ingar geti stað- ið í Keflavíkingum en verði þeir i ham eins og gegn okkur geta fa Uð veitt þeim keppni," sagði Eirikur Önundarson, ÍR-ingur eftir leikinn. -GH Iþróttir einnig á bls. 26 Körfubolti: Tölulegar staðreyndir í úrvals- deildinni Hér á eftir koma ý'msar tölulegar upplýsingar í úrvalsdefldinni í körfuknattleik en deildarkeppninni lauk á dögunum. Flest stig: Fred Williams, Þór . . 617 Tito Baker, ÍR . .610 Torrey John, Njarðvík . .542 Herman Myers, Grindavik .. . .531 Shawn Smith, Haukum .... . . 507 Damon Johnson, Keflavik . . . .504 Ronald Bayless, ÍA . .500 Derrick Bryant, KFÍ . .457 Andre Bovain, Breiðabliki . . . . 386 Hermann Hauksson, KR . . .. . . 385 Guðjón Skúlason, Keflavík .. . .377 Arnar Kárason, Tindastóli . . . . 369 Eiríkur Önundarson, ÍR . . . . . . 369 Jonatan Bow, Keflavík . . 364 Helgi J. Guðfmnsson, Grindav . .362 Bragi Magnússon, Skallagr . . .343 Aleksander Ermol, Skallagr . . 340 Kristinn Friðriksson, Keflavík . .329 Flest stig að meðaltali í leik: Andre Bovain, Breiðablik . . . . . 35,1 Joe Rhett, Skalagrími . . 29,8 Fred Willimas, Þór . . 28,0 Ronald Bayless, ÍA . . 27,8 Tito Baker, ÍR . . 27,7 Besta vltanýting: Guðjón Skúlason, Keflavik . . 92,5% Ronald Bayless, ÍA 86,2% Helgi J. Guðfmnsson, Grind . . 84,2% Bragi Magnússon, Skallagr . . 82,1% Hrafn Kristjánsson, KFÍ 81,6% Besta 3ja stiga nýting: Eiríkur Önundarson, ÍR 52,0% Kristinn Friðriksson, Keflavík 48,9% Baldur Jónasson, KFÍ 48,5% Bragi Magnússon, Skallagr . . 47,1% Páll A.Vilbergsson, Grind . .. 43,0% Bolta náð, meðaltali 1 leik: David Edwards, KR . .4,3 Helgi J.Guðfmnsson, Grindav . . 3,7 Óskar Kristjánsson, KR .... . .3,3 Andr Bovain, Breiðablik .... . .3,2 Eiríkur Önundarson, ÍR .... . .3,1 Bolta tapað, meðaltali í leik: Wayne Buckingham, Tindast . . 6,8 David Edwards, KR . . 5,1 Ómar Sigmarsson, Tindast . . . .5,1 Ronald Bayless, ÍA . .4,9 Jón K. Gíslason, Grindavík . . . .4,1 Flestar villur: Amar Kárason, Tindastóli... . . .81 Frirðik Stefánsson, KFÍ . . .79 Ómar Sigmarsson, Tindast. .. . . .75 Lárus D. Pálsson, Tindast. . . . . . .71 Eiríkur Önundarson, ÍR . . 69 Flest varin skot, meðaltali í leik: Fred Williams, Þór . .2,7 Ermolinski, ÍA . .2,1 Torrey John, Njarðvík . . 1,7 Herman Myers, Grindavík . . . .1,2 Frirðik Stefánsson, KFÍ . . 1,0 Fráköst, meðatali í leik: Fred Wiiliams, Þór . 16,1 Shawn Smith, Haukar . 13,5 Herman Myers, Grindavik . . . 12,8 Frikrik Stefánsson, KFÍ . 12,3 Derrick Bryant, KFÍ . 12,1 Flestar stoðsendingar, meðaltal í leik: Jón kr. Gíslason, Grindavík .. . . 8,6 Jón A. Ingvarsson, Haukum . . . .6,7 Ómar Sigmarsson, Tindastóli . . .6,6 Rómas Holton, Skallagrími ... . . 5,9 Ronald Bayless, ÍA . .5,7 Sjö marka tap í Sviss „Þetta var slakur leikur af okkar hálfu og stelp- urnar léku langt undir getu. Tölurnar gefa ekki rétta mynd af getu liðanna heldur þessum eina leik,“ sagði Theodór Guðfinnsson, landsliðsþjálf- ari kvennalandsliðsins í handknattleik, en í gær- kvöld tapaði íslenska liðið fyrir því svissneska í Sviss í undankeppni HM, 30-23. Staðan í leikhléi var 15-11. Svisslendingar skoruðu tvö síðustu mörk leiks- ins á síðustu 40 sekúndum leiksins. Liðin mætast aftur á Nesinu á laugardag. „Það eru aflir stað- ráðnir í að gera betur þá og möguleikar okkar á sigri eru miklir," sagði Theodór. Mörk íslands: Halla María Helgadóttir 10, Heiða B. Erlingsdóttir 3, Svava Sigurðardóttir 3, Hulda Bjamadóttir 3, Björk Ægisdóttir 2 og Brynja Steinsen 2. Fanney Rúnarsdóttir varði 8 skot og Helga Torfadóttir 3. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.