Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 12
12
Spurningin
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997
Ertu sátt/ur viö tískuna
í dag?
Elínbjört Jónsdóttir listmuna-
sali: Já svona að mestu leyti.
aB
Eyjólfur Pálsson atvinnulaus:
Hún er bara fin.
Halldór Pálsson heimspekingur:
Hjá öllum nema sjálfum mér.
Magnús Pálsson deildarstjóri: Ég
er sáttur viö hana.
Katrín Axelsdóttir nemi: Andlits-
skraut er allt í lagi.
Linda Axelsdóttir skemmtikraft-
ur: Mér finnst skærbleikar húfur
ekki flottar.
Lesendur
Þjóðhetjur á
þyrlunum
og þvaður í þjóðarsálum
„Því hverjir ættu aö vera færari til aö sjá og meta aöstæður en stjórnendur
viökomandi skipa eöa flugfara?"
Dýr nefnd,
Kristnitöku-
nefnd
Jón Stefánsson skrifar:
Allir hljóta að vera sammála um að
hetjudáð hafi verið framkvæmd af
þeim sem mannað hafa stærri þyrlu
okkar, TF-LÍF, og bjargað á fáum dög-
um 39 mönnum úr verulegum sjávar-
háska við strendur landsins og úti á
reginhafi. Þetta ætti þó ekki að koma
okkur á óvart því mikil vinna hefur
verið lögð í samhæfingu allra viðkom-
andi, bæði hjá Landhelgisgæslu og
sjómönnum er tekið hafa þátt í æfing-
um sem samhæfa viðbrögð þeirra í
sjávarháska.
En eins og fyrri daginn í þessu fá-
menna kunningjasamfélagi eru marg-
ir sem þykjast þekkja til og vilja jafn-
vel ráða hvemig standa skuli að mál-
um þrátt fyrir að valinn maður sé
nánast í hverju rúmi sem snýr að
björgunarmálum. Þannig er það t.d.
hjá Landhelgisgæslunni; þjálfaðar
sveitir til staðar og stjórnun og fjar-
skiptasamhand í besta lagi.
En það er ekki nægilegt fyrir þjóð-
arsálina. Hún vill hafa hönd í bagga
með stjórnun og aðgerðum, bæta við,
endurskoða, og síðast en ekki síst;
hrósa og láta heiðra einstaklinga sem
hafa verið í fréttunum. En menn
skiptast á vaktir, t.d. í áhööi þyrlna
Gæslunnar, þannig að það er i raun
enginn einn eða tveir aðilar sem eiga
heiöur skilinn. Hér er um samstarf og
samhæfingu að ræða eins og alls stað-
ar þar sem góðan árangur má rekja til
frábærs skipulags.
Það er því hálfhvimleitt og reyndar
heimskulegt þegar fólk er að hringja
inn í þáttinn Þjóðarsál og þvaðra um
Haraldur Guðnason skrifar:
Fyrir sjötiu og fimm árum skrif-
aði Tryggvi Þórhallsson ritstjóri
grein í blað sitt, Tímann: „Pinklam-
ir á gömlu Skjónu“ og var um spillt
stjómarfar. Þetta var á meðan dag-
blaðið Timinn var og hét og stóð á
fúllkomlega á eigin fótum.
Tryggvi sagði margt viturlegt og
til dæmis þetta: „Sagan endurtekur
sig. Stjómar Skjóna stendur á ráð-
Hörður Bergmann skrifar:
Yfirstandandi vetur virðist ætla að
reyna á þolinmæði fólks i óvenjulöng-
um snjóakafla hér á Suðurlandi.
Lengi hafa verið uppi efasemdir um
gagnsemi þess að beita afkastamikl-
um snjóruðningstækjum á götur í
Reykjavík og í þéttbýli yfirleitt. Eink-
um sætir gagnrýni þegar snjónum er
mtt upp á gangstéttir þannig að gang-
andi vegfarendur komast ekki leiðar
sinnar nema fara út á akbrautir.
Þessi vafasama þjónusta virðist því
ekki aðeins tilgangslaus heldur bók-
staflega hættuleg fyrir borgarana.
Bömum, unglingum og öldraðu fólki
er att út á akbrautimar samhliða því
að heiðra þurfi þennan eða hinn ein-
staklinginn fyrir frækilegt björgun-
arafrek. Áreiðanlega verða þeir aðilar
sem mesta ábyrgðin hvíldi á við
björgun manna í þessum hildarleik
við hafið heiðraðir á sínum tíma en
fálkaorða eða ekki fálkaorða skiptir
litlu máli í því tilliti. Orðsporið geym-
ist án fálkaorðu.
Fáránlegar em einnig uppástungur
þingmanna um að einhveijir aðilar,
t.d. Landhelgisgæslan, eigi aö hafa
leyfi til að taka i taumana hjá skip-
stjórum þegar þurfa þykir við hættu-
legar aðstæður. Þetta eitt yrði einung-
is til að afnema alla stjómun og
ábyrgð. Það tíðkast hvergi í heim-
inum að skipstjóri eða flugstjóri séu
gerðir óábyrgir við hættulegar að-
herratúni hlaðin pinklum. Lítum á
pinklana; öðnun megin á truntunni
eru pinklar séra-Jóna, hinum megin
pinklar meðal-Jóna.“
í dag eru í séra-Jóna pokanum
pinklar handa ráðherrum, alþingis-
mönnrnn, geistlegum mönnum og
dómurum, embættismönnum á
háum tróni og fleirum.
í poka meðal-Jóna em margir
pinklar en allt annars eðlis, t.d.
að þær em gerðar greiðfærari fyrir
bílana.
Á mynd sem ég sendi hér með sést
hvemig umhorfs var í Þingholtunum
í Reykjavík um helgina eftir að veg-
hefill hafði rótað snjónum af götunum
stæður. Þvi hverjir ættu að vera bet-
ur færir um að sjá og meta aðstæöur
aðrir en þessir merrn? Síðan kemur
það fram við sjórétt eða réttarhöld
hvort rétt hefur verið brugðist við.
Við íslendingar erum ekki vanir
aga og reglu. Það er fyrst nú á síðari
árum að fastar skorður era að mynd-
ast í stjómkerfi björgunarmála og
öðru sem að neyðarvörnum snýr. Því
er ómarktækt þegar Pétur eða Páll
hrópa upp hin og þessi slagorð um
umbætur og breytingar á málum sem
þeir hafa lítið sem ekkert vit á. Við
verðum að treysta þeim sem hafa
fengið sérstaka mennhm og þjálfún til
að annast þau mikilvægu störf sem
felast í björgun og slysavömum.
hærri skattar, tvísköttun, jaðar-
skattar, hærra lyfjaverð, skattaaf-
sláttur til efnaðra (en enginn til
meðal-Jóna), hærri símagjöld inn-
anlands, skerðing til sjúkrahúsa úti
á landi, og svo framvegis.
En ekki dugar að leggja árar i bát
í góðærinu. Og því segi ég: burt með
allt múður, farið í sólina og borgið á
næstu öld - ef þið tórið.
og upp á gangstéttir. Nærri má geta
hversu greiðfært var um hverfið eftir
að raðningurinn fraus. Er ekki
ástæða til að spyrja í alvöra hvort far-
ið sé skynsamlega með opinbert fé
með atgangi sem þessum?
Guðrún Ámadóttir skrifar:
Mér ofbýður dekrið við kristni-
tökuhátíð sem á að halda árið
2000. Þama sitja nokkrir pattara-
legir karlar og hafa nú tekið þann
pól í hæðina að best sé að hafa
svo sem tvær konur sér til fúll-
tingis, ef það mætti verða til að
lægja andúðaröldumar sem risið
hafa vegna þessarar nefndar sem
nú er upplýst aö muni kosta
drjúgan skilding eins og fram-
kvæmdastjóri Kristnitökunefhdar
upplýsti nýlega í blaðaviðtali.
Hver á að
stjórna um
borð?
Hannes Kr. hringdi:
Maður verður stundum alveg
klumsa þegar þjóðin er spurð ein-
faldrar spurnignar eins í DV
núna sl. tvo daga: Á Landhelgis-
gæslaan að geta tekið völdin af
skipstjóra? - Og svarið hjá rúm-
um 90% svarenda er ,já! Sérhver
maður sem er komin til fúllorð-
insára veit, að það gilda sérstök
lög um skipstjóm, sem um önnur
samgöngutæki, í lofti og á jörðu
niðri. Skipstjóri hefur ákveðnum
reglum aö fylgja og þeim verður
ekki breytt meö óskhyggju einni
saman, hvort heldur er hjá þing-
mönnum eða almennum borgur-
um. Skipstjómarvaldið er best
komið þar sem þaö er, án afskipta
utanaðkomandi.
Hermenn ís-
lands
Jóhann Guðmundss. skrifar:
Stórar og miklar fréttir berast
okkur, gleðifréttir, blandaðar
sorg. - Störf Landhelgisgæslunn-
ar verða ekki þökkuð sem skyldi.
Guð hefur gefið okkur úrvalssveit
hermanna, sem við erum öll stolt
af, hermanna, sem vfla ekki fyrir
sér að leggja sig í mikla hættu við
að koma öðrum tfl hjálpar. Öll
hörmum við missi sjómanna okk-
ar og sendum heitar samúðar-
kveðjur til fjölskyldna þeirra. Ný-
legt blaðafrétt sagði, að til stæði
að leggja þessari happaþyrlu um
tíma. Megi það aldrei verða. Og
nú vaknar þakklæti okkar sem
fylgdumst með baráttu Inga
Björns Albertssonar, þáverandi
þingmanns, fyrir því að íslending-
ar eignuðust þyrlu, sem gæti ann-
að björgunarstörfúm sem í dag
hafa lýst gegnum vetrarsortann.
Guð launi honum þátt hans í mál-
inu.
Vínveitingaleyfi
borgarinnar
Tómas hringdi:
Það er kannski venja í öðrum
löndum að umsókn um vínveit-
ingaleyfi í borgum fari fyrir borg-
arráð eða borgarstjórn. Hér situr
borgarráð sveitt yfír umsóknum
um vínveitingaleyfi hér og þar
um borgina. Þessi leyfi ættu að
heyra alfarið undir embætti lög-
reglustjóra. Og síðan Gjaldheimt-
una. Til þess að viðkomandi leyf-
ishafar séu hvorki á sakaskrá né
skuldugir við borgarsjóð. Þetta
skiptir kannski mestu máli.
Flugleiðlr og ís-
landsflug
Hannes skrifar:
Ég las einhvers staðar að Flug-
leiðir hefðu keypt fyrirtæki eins
stærsta hluthafa í íslandsflugi hf,
Island Tours í Þýskalandi. Sé
þetta rétt þá má ætla að Flugleið-
ir hf séu komnir með yfirtökin i
þessu eina fyrirtæki sem heldur
uppi loftsamgöngum í samkeppni
við Flugleiðir. Fróðlegt væri að
ábyrgir flölmiölar könnuðu málið
ofan í kjölinn og þá um leið
hvemig Samkeppnisstofnun tæki
á því máli.
Pinklarnir á Stjórnar Skjónu
Snjóruðningur á götum Reykjavíkur
- gangandi fólki vísað á akbrautir
„Nærri má geta hversu greiöfært var um hverfið eftir að ruöningurinn fraus, segir
m.a. f bréfi Haröar. Myndin sýnir snjóruöninginn viö hús í Þingholtunum.