Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Síða 15
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 15 Ávítur Útvarpsráds vegna Dagsljóssþáttar Margrét Frímannsdóttir, form. Alþýðubandalagsins. - Harmaði afstöðu greinar- höfundar. Vilhjálmur Vilhjálmsson, form. Stúdentaráðs. - Furöu lostinn yfir bók- un Útvarpsráðs. Daginn fyrir kosn- ingar til Stúdentaráðs var umtalsverður hluti Dagsljóss lagður undir leikþátt þar sem tveir alþingis- menn ásamt grínista í hlutverki mennta- málaráðherra léku erfiðleika stúdenta i viðskiptum sínum við Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Leiðsögumaður þre- menninganna var for- maður stúdentaráðs, Vilhjálmur H. VU- hjálmsson, talsmaður Röskvu, félags rót- tækra stúdenta. And- stæðingar Röskvu komu þarna hvergi nálægt. Hvort þessi gamansemi stuðlaði að glæsileg- um kosningasigri Röskvu daginn eftir skal ósagt látið. Augljóst hlutleysisbrot Útvarpsráð harmaði einróma þetta augljósa hlutleysisbrot fréttatengds þáttar i Ríkisútvarp- inu eins og því har skylda til sam- kvæmt lögum og reglum um fréttaflutning, og skynsöm kona eins og Svanhildur Konráðsdóttir, einn stjómenda þáttarins, viður- kennir í Vikublaðinu 10. mars sl. að ástæða hafi verið til þess. Það er alltaf ánægju- legt þegar ein- hver hefur dómgreindina í lagi. Aðrir virðast hafa minna af henni. For- maður stúd- entaráðs og framhjóðandi Röskvu er furðu lostinn yfir bókun- inni skv. sama Viku- blaði og Mar- grét Frí- mannsdóttir, formaður flokks míns, harmar af- stöðu mína í ráðinu. Hún lék eitt aðalhlutverkið í þættinum og skilur ekki að „þekktur húmoristi“ eins og ég skuli styðja vítur á þáttinn. Ég er ekki hissa á því, en ég undr- ast dómgreind- arleysi for- manns Stúd- entaráðs. Útvarpslög segja ... Ástæður mínar voru þessar: í 15. gr. Út- varpslaga segir svo: „Ríkisútvarpið skal halda I heiðri lýðræðislegar grundvallar- reglur pg mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlk- un og dagskrárgerð." í Reglum um fréttaflutning seg- ir svo: „Ríkisútvarpið skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlk- un og dagskrárgerð." í 20. gr. Útvarpslaga segir svo: „Útvarpsráð setur reglur, eins og þurfa þykir, til gæslu þess að fylgt sé ákvæðum 15. gr.“ Það ætti því að vera hverjum sæmilega skynugum lesanda vel ljóst hvers vegna ráðið sá sig knú- ið til að gera athugasemd við um- rædda dagskrá. Aðalsmerki menntaös manns Það er hins vegar áhyggjuefni þegar formaður Alþýðuhandalags- ins ætlast til þess að fulltrúi flokksins í Útvarpsráði gerist pólitískur varðhundur ákveðins aðila í trássi við landslög. Slíkt mun ég ekki gera mig seka um, og tel þess háttar athæfi ólíklegt til vinsælda og virðingar náms- manna sem annarra aðila í þjóðfé- laginu. Þetta veit Vilhjálmur H. Vilhjálmsson jafn vel og ég og undrun hans er þess vegna óheið- arleg. Hann veit mætavel að ég hef ævinlega stutt Röskvu og baráttu námsmanna fýrir mannsæmandi kjörum. í Þingtíðindum hygg ég að lesa megi fleiri ræður greinarhöf- undar á Alþingi um þessi efni en formanns Alþýðubandalagsins. Það breytir ekki því að mér þyki óásættanlegt að brjóta landslög um óhlutdrægni Ríkisútvarpsins fyrir málstaðinn. Það er aðalsmerki menntaðs manns að hann kunni að greina hismið frá kjamanum. Formenn stjómmálaflokka og þeir sem á Al- þingi sitja ættu einnig að leggja sig eftir því eftir bestu getu, jafn- vel þó að þeir séu „þekktir húmoristar“. Guðrún Helgadóttir Kjallarinn Guðrún Helgadóttir fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í Útvarpsráði „Það er hins vegar áhyggjuefni þegar formaður Alþýðubanda- lagsins ætlast til þess að fulltrúi flokksins I Útvarpsráði gerist pólitískur varðhundur ákveðins aðila í trássi við landslög Hjartveik börn þúsund fjölskyldur Ungir nýbakaðir foreldrar standa vanmáttugir yfir sjúkra- beði bams síns sem háir hetjulega haráttu við sjúkdóm sinn upp á lif og dauða. Afstaðin er nú þegar ein ferð með barnið til aðgerðar er- lendis en önnur er óumflýjanleg til þess að auka lífsmöguleika þessa barns. Þetta hlutskipti, sem hér hefur verið lýst, hafa margir for- eldrar þurft að reyna. Ein svona aðgerð og tilheyrandi ferðalög líta kannski ekki út á pappímum sem svo mikið mál. En hægt er að ímynda sér eina slíka ferð sem klifur upp á háan fjallstind þar sem ferðin er farin skref fyrir skref. Á leiðinni hrasar þú eða rennur af og til en stendur alltaf upp aftur og heldur áfram göngunni. Sigurinn, að komast á endanum alla leið, er stórkostleg- ur. En áfallið er þar af leiðandi enn meira ef annar fjallstindur bíður þín óklifinn. Við slíkar aðstæður og þá líðan sem henni fylgir er ómetanlegt að finna fyrir nærveru einhvers sem skilur. Skilur vegna sameiginlegr- ar reynslu og er tilbúinn að miðla af þeirri reynslu sinni öðrum til styrktar. Líkam- legt þrek þessara foreldra dugir ekki til annars en að standa við hlið harns síns. Tími til þess að leita upplýsinga um félagsleg og lagaleg réttindi fjölskyldunnar er oft skammur enda hugurinn víðs fjarri undir þessum kringumstæðum. Þá er gott að geta leitað til foreldrafélags hjartveikra barna. 1% barna hjartveikt Neistinn er styrktarfélag hjart- veikra barna og var stofnað 9. maí 1995. Við sem stóðum að stofnun félagsins gerðum okkur ljóst að stofnun félagasamtaka væri eina leiðin til að sameinast um málefni hjartveikra bama og vinna að úrbótum þar að lútandi með sameiginlegu átaki. Eitt helsta markmið félagsins er að veita fjölskyldum er lenda í þeirri erfiðu lífs- reynslu að eignast hjartveikt barn fé- lagslegan og fiár- hagslegan stuðning eftir bestu getu. Hjartasjúkdómar hjá bömmn em al- gengari en margur kynni að ætla. Á ís- landi greinast um það bil 40 til 50 böm árlega með hjarta- sjúkdóm eða 1% lif- andi fæddra bama. Því hafa nær 1000 fiölskyldur tekist á við þetta erfiða hlutskipti frá því að greining hófst. 20-25 þessara bama þurfa að gangast undir opnar hjartaaðgerð- ir árlega og verða þær flestar framkvæmdar hér á landi þó svo að flóknustu tilfellin fari áfram til aðgerða erlendis. Þau böm fara þá ýmist til Lundúna eða Boston. Stuðningur í verki Það að aðgerðirnar færast hing- að til lands í þeim mæli sem nú verður, sé þess nokkur kostur, er okkur foreldrum, aðstandendum og ást- vinum hjartveikra bama mikið gleðiefni. Þegar takast verður á við óumflýjanlegar kringumstæður sem þessar er ómetanlegt að finna fyrir nálægð aðstandenda og ást- vina og finna stuðning þeirra í verki sem fiar- lægðin landa á milli gefur ekki eins kost á. Nú, ágætu lands- menn, verður lands- söfnun til styrktar málefnum hjartveikra bama þann 14. mars næstkomandi. Ég vil af því tilefni hvetja alla til að sýna þessum bömum hluttekningu í verki með fiárframlagi á lands- söfnunardaginn svo að félagið geti stutt við bakið á þeim sem lenda í fiárhagserfiðleikum vegna hjart- veikra bama sinna í framtíðinni. Það verður að horfast í augu við það að líklega munu 40-50 böm greinast hjartveik á þessu ári mið- að við reynslu síðustu ára. Elín Viðarsdóttir „Eitt helsta markmið félagsins er að veita fjölskyldum er lenda í þeirri erfiðu lífsreynslu að eignast hjartveikt barn félagslegan og fjárhagslegan stuðning eftir bestu getu.“ Kjallarinn Elín Viðarsdóttir formaöur Neistans, styrktarfélags hjart- veikra barna 1 IVIeð oj á móti t Svik í kjarasamningunum? Heiðurs- komulag „Ég vil taka það skýrt fram að ég get ekki bannað mönnum að semja. En Rafiðnaðarsambandið og Landssamband iðnverkafólks vora í samstarfi með öðrum landssamböndum. Mikil vinna hafði verið lögð í það af hálfu Verkamanna- sambandsins að ná sáttum þar á milli og menn vissu ekki betur en að það hefði tekist og um væri að ræða Halldór BJörnsson, formsftur Dags- samvinnu í brúnar. samningunum. Það var gert heiðursmannásam- komulag um samstöðu. Menn vissu ekki betur en að þarna yrði ekkert gert öðravísi en að hver vissi af öðram. Það er þetta sem forystumenn landssambandanna tveggja svíkja. Guðmundur Þ. Jónsson hringdi bara í menn og sagðist vera að semja. Hann var beðinn um að rjúfa ekki samstöð- una og bíða með samninga. Hann hlustaði ekki á þá ósk. Guð- mundur Gunnarsson talaði ekki við nokkurn mann nema þá Dav- íð Oddsson. Varðandi forystu- menn VR þá höfðum við Dags- brúnarmenn heimsótt þá og fór- um yfir allt málið með þeim. Daginn eftir sagði Magnús L. Sveinsson að sér sýndist falla mjög saman okkar kröfur og þeirra. Síðan gerðist eitthvað sem ég veit ekki hvað var og þeir ræddu ekkert við okkur meira um málin. Ég tel því að menn hafi brugðist félagslegri skyldu sinni með því að klúfa sig frá og semja.“ Engin svik „Það var ekkert heiðurs- mannasamkomulag gert við Hall- dórs Bjömsson eða Dagsbrún. Halldór hefur ekkert samband haft við okkur um samningamál- in og hefur unnið samningamál Dagshrúnar og Framsóknar al- veg sjálfstætt. Okkur var aldrei boðið í neitt samflot á Reykjavíkur- svæðinu. Hann ætlaði að vera sér og ef menn taka ákvörðun um að vera sér þá eru þeir það. Halldór getur ekki reiknað með þvi að aðrir bara bíði eftir því hvað hann ætli sér að gera og hagi sér eftir því. Við höfum skyldúr gagnvart okkar félags- mönnum um að koma þessum málum í höfn. Okkar tilgangur í samningunum er auðvitað að hækka launin og bæta kjörin og við teljum að okkur hafi tekist það með þessum samningum. Svikabrigsl í þessu tilfelli á alls ekki við. Það virðist hins vegar stundum henta að finna blóra- böggla og segja sem svo; „við erum stórir og sterkir og hefðum getað sigrað. Hinir andskotarnir komu í veg fyrir það.“ Enda þótt við höfum verið í hópi með landssamböndunum var það ekk- ert naglfast samkomulag. Ég vil einnig benda á að við sömdum á sunnudagskvöld. Ég lét alla vita um þennan samning, þar á með- al Halldór Björnsson. Við skrif- uðum ekki undir samninginn fyrr en á mánudagskvöld. Samt hafði enginn þessara manna samhand viö okkur um eitt eða neitt.“ -S.dór Guðmundur Þ. Jónsson, formaöur Iðju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.