Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 íþróttir NBA í nótt: Penny tryggði Orlando sigur í blálokin - Pippen meö 32 stig gegn 76’ers Ævintýralegur sigur vannst hjá Orlando í Houston þar sem karfan, sem réð úrslitum, var skoruð einni sekúndu fyrir leikslok. Sex leikir voru háðir í NBA í nótt sem leið og urðu úrslit þessi: Indiana-Atlanta.............92-82 New Jersey-Utah Jazz .....102-117 Philadelphia-Chicago......104-108 Washington-Vancouver .... 104-82 Houston-Orlando.............95-96 LA Lakers-Golden State . . . 109-101 Þegar Penny Hardaway lét skotið ríða af gegn Houston í nótt var ná- kvæmlega 1,1 sekúnda eftir af leikn- um og Houston einu stigi yfir. Skot- ið heppnaðist fullkomlega og Or- lando fagnaði sigri. Það er eins og Orlando hafi eitthvert tak á Hou- ston sem önnur lið hafa ekki. Stað- reyndir málsins eru reyndar þær að Orlando hefur unnið síðustu sex viðureignir liðanna. Penny Hardaway lauk leiknum með 31 stig og Gerald Wilkins skor- aði 19 stig. Hakeem Olajuwon skor- aði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Houston. Indiana var ekki í neinum vand- ræðum með Atlanta á heimavelli. Reggie Miller og Rik Smits voru at- kvæðamestir hjá Indiana, Miller með 25 stig og Smits með 14 stig. „Strákamir börðust vel og voru að gera marga góða hluti,“ sagði Larry Brown, þjálfari Indiana, eftir leik- inn. Steve Smith skoraði 21 stig fyr- ir Atlanta. Chicago Bulls vann sinn 14. sigur í röð þegar liðið lagði Philadelphia á útivelli í jöfnum leik. Scottie Pippen skoraði 32 stig fyrir Bulls og Michael Jordan lét sér nægja 22 stig í þetta skiptið. Nýliöinn hjá 76’ers, Allen Iverson, var með stigamet í vetur og skoraði 37 stig. Elden Campbell lék best í liði LA Lakers gegn Golden State, skoraði 26 stig og átti góðan leik í vöm. Eddie Jones kom næstur með 24 stig. Lattrel Sprewell skoraði 37 stig fyrir Golden State. Chris Webher gerði 32 stig í fyrstu þremur leikhlutunum gegn Vancouver en hann missti af þrem- ur síðustu leikjum vegna veikinda. Gott gengi hefur verið á liði Washington undanfarið. John Stockton hrökk almennilega í gang i nótt gegn New Jersey, skoraði 31 stig sem er það mesta í vetur. Hann var enn fremur með 12 stoðsendingar. Karl Malone skoraði 27 stig og tók 12 fráköst. Þetta var 6. sigur Utah í röð gegn New Jersey. -JKS Stuðningsmenn Leicester fagna Leicester náði í fyrrakvöld hesta árangri sínum í áraraðir þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik deildarbikarsins eftir jafhteíli við Wimbledon. Framganga liðsins í vetur hefur verið athyglisverð og hefur hún raunar far- ið fram úr björtustu vonum forráðamanna og eins áhangenda þess. Þeir fagna af innlifun á myndinni þegar sætið á Wembley var í höfn. Reuter Vaknaðir af vetrardvalanum Hjólreiðamenn em smám saman að vakna af vetrardvalanum. Þessa dag- ana stendur yfir hin árlega hjólreiðakeppni á milli París og Nice. Þrjár sér- leiðir eru að baki og hefur Frakkinn Laurent Jalabert forystu. Þriðji leggur- inn, sem var 173 km var á milli borganna Bourges og Montlucon, var í gær, og hjólaði þar Belginn Tom Steels hraðast allra hjólreiðamanna. Hann kom í mark á góðum tíma og á myndinni sést hann fagna sigri sínum. Reuter I>V Karl Malone og samherjar hans í Utah Jazz geröu góöa gerö til New Jersey þar sem þeir lögöu heimamenn í Nets örugglega. Malone, sem hér er í baráttu viö Kendall Gill, átti ágætan leik og skoraöi 27 stig. Reutermynd EM í handbolta: Svisslendingar eru komnir í vandræði Svisslendingar eru komnir í talsverð vandræði í forkeppni Evrópumóts landsliða í hand- knattleik eftir óvænt tap fyrir Georgíu í Tbilisi í síðustu viku, 26-22. Þeim tókst að vinna heimaleikinn í Thun þremur dögum síðar, 28-22, en eru alls ekki öruggir með að komast áfram í sjálfa riðlakeppnina. Það yrði gífurlegt áfall fyrir Svisslendinga sem þurftu óvænt að fara í forkeppnina eftir slak- an árangur í síðustu riðla- keppni. Sigurvegarinn í riðlinum, Sviss eða Finnland, verður í sama riðli og íslendingar í riðla- keppninni sem hefst í haust. í forkeppninni er leikið í fimm riðlum og sigurliðin fimm kom- ast í sjálfa riðlakeppnina sem hefst í haust. Staðan er þessi í riðlunm: A-riðill: Slóvakía 6, Tyrkland 5, Lettland 4, Eistland 1. B-riðill: Hvíta-Rússland 4, Makedónía 4, Lúxemborg 0. C-riðill: Grikkland 6, ísrael 2, Kýpur 0. D-riðiIl: Pólland 6, Austurríki 6, Bosnía 3, Holland 1. E-riðill: Sviss 6, Finnland 6, Georgía 4, Belgía 0. -VS Herrakvöld Stjörnunnar Hið árlega herrakvöld Stjörn- unnar verður haldið í samkomu- húsinu Garðaholti á föstudags- kvöldið 21. mars. Miðar eru ein- ungis seldir í Stjömuheimilinu alla virka daga kl. 13.-19. -JKS 22. landsmót UMFÍ í Borgarnesi: Aðgangur ókeypis - knattspyrnan veröur með ööru sniði en áður hefur þekkst 22. landsmót UMFÍ verður í Borg- amesi 3.-6. júlí. Mótið verður að flestu leyti með hefðbundnum hætti en ein meiriháttar breyting verður þó gerð að þessu sinni. Aðgangur að mótinu verður ókeypis. Enginn þarf þvi að hræðast fjárútlát þótt fjöl- skyldan sé stór og eru allir vel- komnir á landsmót. Önnur breyting var einnig gerð fyrir þetta mót. Knattspyman verð- ur leikin með öðm sniði en þekkst hefur áður. Leikið verður þvert á venjulegan völl með sjö leikmenn í hvoru liði. Hverjum sambandsaðila UMFÍ er heimilt að senda tvö lið í karla- og kvennaflokki. Nú ættu því fleiri lið að eiga möguleika á að vera meö í knattspymukeppni landsmótsins. Landsmót er þannig kjörinn vett- vangur fyrir hópa sem að öllu jöfnu fá ekki tækifæri á að spreyta sig í aðaUiðum félaganna. Frestur tU að skrá lið í bolta- greinar þ.e. blak, körfuknattleik karla, handknattleik kvenna og knattspymu karla og kvenna hefur verið framlengdur til 1. aprU. Borgnesingar hafa unnið hörðum höndum að undirbúningi lands- mótsins og miðar honum vel áfram. GlæsUeg íþróttamannvirki hafa ver- ið reist og ætti að fara vel um kepp- endur og áhorfendur meðan á lands- mótinu stendur. Landsmót hefúr ávaUt dregið að sér fjölda áhorfenda enda hin besta skemmtun fyrir unga sem aldna og um leið tUvalin samkoma fyrir fjöl- skylduna aUa. -JKS Torricelli úr leik Líklegt þykir að hinn sterki vamarmaður Juventus, Moreno TorriceUi, leiki ekki meira með liðinu á þessu tímabili. Hann meiddist á hné gegn Inter um síðustu helgi. Simoni þjálfar Inter? Luigi Simoni, þjálfari Napoli, leysir Roy Hodgson af hólmi í stöðu þjálfara hjá Inter á næsta tímabUi. Það vora fjölmiðlar á Ítalíu sem skýrðu frá þessu í gær. Simoni á að hafa samþykkt tUboð sem Inter gerði honum. Hodgson hætti hjá Inter í vor og tekur við Blackbum. Kárí í leikbann Aganefnd HSÍ úrskurðaði á fundi sínum Kára M. Guðmunds- son, leikmann meistaraflokks Vals, í eins leiks bann sem tekur gUdi í dag. -JKS 1. deild karla í handknattleik: Fallbaráttan í algleymingi Lokaumferðin i 1. deild karla í handknattleik fer fram í kvöld. Línur er skýrar í efri hluta deild- arinnar þar sem Afturelding hefur svo gott sem unnið deUdina. FaU- baráttan er spennandi og ljóst að að átök verða mikU á þeim víg- stöðvum i kvöld. Selfoss, Grótta, HK og ÍR heyja öU baráttuna um að halda sætinu í 1. deUd. Fari svo að tvö lið verði jöfn í faUsætinu leika þau aukaleiki. Markatalan gUdir sem sagt ekki. Verði hins vegar 3 eða 4 lið jöfn veröur keppt heima og heiman. Selfoss og ÍR mætast eystra og er nokkuð ljóst að þar verður barist tU síðasta blóðdropa. Stjam- an mætir ÍR í Garöabæ og HK-ing- ar mæta ÍBV í Eyjum. Það verður erflður leikur fyrir Kópavogsliðið enda Eyjamenn á mikiUi siglingu þessa dagana. Aðrir leikir í kvöld em þeir aö Fram leikur gegn KA í Framhús- inu, FH og Haukar leika í Kaplakrika og Valur og Aftureld- ing að Hlíðarenda. Ef tekst að ljúka deildinni í kvöld hefjast 8-liða úrslitin á sunnudaginn kemur og leika þá lið númer 1-8 og 4-5. Á mánudag myndu lið 2-7 og 3-6 leika saman. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.