Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Page 32
;tölur miðvikudaginn 12. 03.’97 20 24 33 42 47 Vínninsar vinninsa Vinningáupphœð 1. 6 aþ 6 1 54,613,00 £ I. S “1 6*. 0 820.680 2. <at 6 7 55.900 3- < at 6 352 1,760 4- 3 at ít V 1.215 210 3 HeildarvinningAupphœð LtTT« > FRÉTTASKOTIÐ CZD SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö 1 DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. S LTD oo h— LTD 1— 550 5555 Frjalst,óhaö dagblað FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 Fariö yfir teikningar af skipinu viö sjóprófin. DV-mynd E.ÓI. Skipstjóri Dísarfells: Þetta var venju- leg vetrarbræla „Þetta var bara venjuleg vetrar- bræla við ísland. Þannig að eitthvað gaf sig í skipinu,“ sagði Karl Ara- son, skipstjóri Dísarfells, í samtali við DV í morgun. Karl sagðist ekki vita hver orsökin væri, hann hefði verið vakinn um klukkan tvö um nóttina þegar skipið var fariö að haga sér á annan hátt en vant er. Þá var sjór farinn að koma í lestar. Karl sagðist ekki telja að nýleg við- gerð á tveimur tæringargötum hefði gefið sig enda væri byrðingurinn þar tvöfaldur. „Ég vaknaði við að skipið var far- ið að taka djúpar og dauðar veltur - var lengi að velta sér yfir. Þegar ég fór niður var mikiU sjór í lestum. Ég fór í þrjúlestina, þar var mikill sjór en hann var litaður af svartol- íu,“ sagði Karl Ólafsson bátsmaður > við DV í morgun. Hann kvaðst telja liklegt að í framtíðinni yrðu það að- eins vangaveltur hver orsök Dísar- fellsslyssins hefði verið. -Ótt Kjarasamningarnir: Þetta tosast - segir Halldór Björnsson „Þetta tosat. Það væri ósann- gjamt að segja annað,“ sagði Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, í morgun. Hann sagði að á fundinum í gær hefðu sérsamningar Dagsbrún- ar og Framsóknar verið ræddir og þar hefði miðað umtalsvert. „En þá standa stóm málin eftir 1 * eins og upphafslaunin, dagvinnu- tíminn, rauð strik og gildistimi Scunningsins. Þegar við höfum lokið sérsamningum okkar munum við standa með landssamböndunum um fyrmefnd atriði,“ sagði Halldór. Hjá Verkamannasambandinu vora samningar um fyrirtækjaþátt- inn um það bil í höfn í gær. Búist er við að í dag hefjist viðræður um launin, rauðu strikin og önnur þau atriði sem út af standa. í morgun hófst verkfall hafnarverka- manna í Reykjavík og Hafnarfirði hjá Eimskip, Samskipum og Löndun. Fyrr var hafið verkfall hjá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavik og á sunnudagskvöld hefst verkfall afgreiðslufólks á bensín- , f. stöðvum hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima. -S.dór Foreldrar barna á leikskólanum á Hörðuvöllum: Krefjast brott- vikningar þriggja leiðbeinenda - vegna þess að límt var fyrir munn lítils drengs „Það var mikil ólga i foreldrum á fimdinum í gærkvöld. Foreldrar óskuðu þess að öllum þremur starfsmönnunum sem hlut eiga að máli yrði vikið úr starfi. Mikill meirihluti foreldra telur einnig að svona hræðileg atvik hafl komið upp á leikskólanum áöur. Foreldr- arnir óskuðu lika eftir sálfræðiað- stoð fyrir bömin,“ segir móðir tveggja ára drengs sem beittur var þessari meðferð á leikskólanum á Hörðuvöllum í Hafnarfirði. Kona, sem er leiðbeinandi á leik- skólanum, límdi fyrir munninn á litla drengnum með breiðu lím- bandi meðan tveir aðrir leiðbein- endur fylgdust með. Konunni hefúr verið vikið tímabundiö frá störfum og í dag verður ákveðið hvort hin- um tveimur leiðbeinendunum verði einnig vikið úr starfi. Samkvæmt heimildum DV er mjög líklegt að sú verði niðurstaðan. Konumar eru allar komnar á miðjan aldur. Þær eru ófaglærðar en hafa töluverða reynslu af starfmu. Um 70 foreldrar bama á leikskó- lanum héldu í gærkvöld fund með Rebekku Árnadóttir, leikskóla- stjóra á Hörðuvöllum. Var mikill hiti í fólki vegna þessa atviks. Annað foreldri, sem DV ræddi við, segist vita að svona atvik hafi gerst áður á leikskólanum og það sé tengt þessum þremur leiðbein- endum. Rebekka Ámadóttir staðfesti við DV að mikill hiti hefði verið í for- eldram vegna málsins og óskað hefði verið eftir því að leiðbein- endunum tveimur yrði einnig vik- ið úr starfi. „Ég mun funda i dag með stjóm Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar, sem rekur leikskólann, og eftir þann fund verður tekin ákvörðun hvað gert verður í máli hinna tveggja leiðbeinendanna. ,“ segir Rebekka. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Þetta er bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi og á ekki að viðgangast ,“ segir Ingibjörg Óðinsdóttir, formaður Landsamtaka foreldrafélaga leiskóla. -RR Framkvæmdir við Hvalfjarðargöng eru á undan áætlun og samanlagt er búið að bora yfir 3 kílómetra, 1300 metra að norðan og 1700 metra að sunnan. Stefnt er að því að opna göngin fyrir umferö á árinu 1999. Gísli H. Guðmundsson, yfirmaður framkvæmda aö norðanveröu, sýndi blaöamanni og Ijósmyndara göngin í gær. DV-mynd ÞÖK 4 Ki □©[ rroin u ‘iWmt gjgjg^ cap JferJJ© tmL . vv j.f | j I • 1 [S I CSJ Stækkun járnblendis: Hlutur ríkisins verður líklega 34 prósent - samið í morgun Samkomulag milli íslenskra stjórnvalda og Elkem í Noregi um stækkun jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga tókst seint í gær- kvöldi. Samkomulagið er sam- kvæmt heimildum DV um að Elkem eignast meirihluta í íslenska járn- blendifélaginu með kaupum á hluta- bréfum í eigu íslenska ríkisins. Með kaupunum tekur Elkem á sig þá skuldbindingu að stækka verk- smiðjuna á Grandartanga og verður einum bræðsluofni bætt við hana. Samningsaðilar undirrituðu samn- ingana á Grandartanga um áttaley- tið í morgun en strax á eftir hófst fundur með starfsmönnum þar sem þeim var tilkynnt niðurstaðan. Iðnaðarráðherra og samninga- menn Elkem munu kynna sam- komulagið á blaðamannafundi síðar í dag en einstök atriði þess era enn óljós. Áður en það var gert átti ís- lenska ríkið 55% í Jámblendifélag- inu, Elkem 30% og Sumitomo í Jap- an 15%. Gera má ráð fyrir því að hlutur ríkisins verði framvegis 34% en Elkems 51% að því gefnu að hlut- ur Sumitomio sé áfram sá sami. Fulltrúi Sumitomo kemur til lands- ins síðar í dag til þess að staðfesta eignarhaldsbreytinguna á Járn- blendifélaginu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafúlltrúi Landsvirkjunar, sagði við DV í morgun að þótt Landsvirkj- un hefði áður ákveðið að fara hæg- ar í fyrirhugaðar framkvæmdir við Sultartangavirkjun væri i sjálfu sér ekki búið að brenna neinar brýr að baki og endurræsa mætti fyrri áform. „Það má ætla að fyrri áætl- anir geti gengið eftir,“ sagði Þor- steinn Hilmarsson. -SÁ Lík skipverj- ans af Ægi fundið Lík Elíasar Arnar Kristjánsson- ar, skipverjans sem féll út af varð- skipinu Ægi í síðustu viku, fannst í Hólsfjöra austan við Pétursey í gær. -sv „LEYFIÐ BORN- UNUM AP KOMA TIL MÍN“ Veðrið á morgun: Bjart og kalt Á morgun verður austan- og norðaustankaldi. Dálítil él verða við norður- og austurströndina en þurrt og víða bjart veður sunnan- og vestanlands. Syðst á landinu þykknar þó smám sam- an upp. Talsvert frost verður en þó einkum i innsveitum. Veðrið í dag er á bls. 36 MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2pq_ (slenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentboröar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Kvöld- og helgarþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.