Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Qupperneq 28
36 FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 Rausn ríkis- stjórnarinnar „Ríkisstjóm lýsir því nú yfir að hún sé reiðubúin að skila launþegum til baka þeim skatta- hækkunum sem hún hefur tekið af þeim á síðustu fimmtán mán- uðum. Sér er nú hver rausnin.“ Sighvatur Björgvinsson alþing- ismaður, í Alþýðublaðinu. Flóðgáttir opnaðar „Nú, allt í einu, eru allar flóð- gáttir opnaðar þótt við höfum ekki beðið um það.“ Ari Skúlason, framkvæmdastj. Alþýðusambandsins, um að- gerðir stjórnarinnar í skatta- málum, í DV. Ummæli Alzheimer light „Sá sjúkdómur, sem hrjáir okkur nútímabömin mest, er auðvitað Alzheimer light. Skammtimaminnið er málið og það sem er liðið er samtímis gleymt.“ Haraldur Jónsson myndlist- armaður, í DV. Erfiðið á þingi „Sumir kvörtuðu reyndar yfir því hvað þetta væri erfitt, þeir væru orðnir svo góðir vinir og kunningjar að það væri erfitt að rífa sig upp í ræðustól og hella sér yfir aðra.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, sem kom inn sem varamaður á Al- þingi, í Degi-Tímanum. I JV I í hitabylgju er gott að geta kælt sig í sjónum eins og þessi tvö gerðu við Miðjarðarhafið þegar hitinn fór yfir 35 stig. Hitaþol manna Hitaþol manna er verulegt í smátíma og með æfingu er hægt að þola geysimikinn hita eins og þeir sem ganga á brennandi kol- um eða vaða eld hafa sýnt fram á. Tilraun var gerð á ellefu manna hóp sem Bandaríkjamað- urinn Steven Neil stýrði, en hóp- urinn óð eld 19. desember 1987 í Redmond. Meðalhitinn á eldin- um reyndist vera 841°C. Sums staðar er eldganga árlegur við- burður, til dæmis í maí í Aghia Eleni, Grikklandi. Öðru máli gegnir í þurru lofti. í tilraun sem gerð var af bandaríska flughem- um árið 1960 var komist að þeirri niðurstöðu að hæsti hiti sem nakinn maður þolir er 200°C og klæddur þolir iíkaminn 260°C. Hitinn í saunu er oft 140°C. Blessuð veröldin Hreyfingarleysi Lengsti tími sem nokkur hefur staðið hreyfingarlaus er 15 klukkustundir og 2 mínútur. Það gerði Antonio Gomes dos Santos árið 1989 í verslunarmiðstöð í Lissabon. Lengsta réttstaða sem menn hafa orðið að þola var 132 stundir samfleytt frá klukkan 8 að morgni 15. ágúst fram til klukkan 8 að kveldi 20. ágúst 1944. Það var undirliðþjálfi að nafni Reamer í bandaríska hem- um sem þurfti að þola þessa raun í Osaka í Japan. Talsvert frost Skammt suður af Jan Mayen er lægðardrag sem hreyfist til suðsuð- austurs. Yfir Grænlandi er 1042 mb hæð og frá henni hæðarhryggur suður á Grænlandshaf. Langt suður af Hvarfi er víðáttumikið 974 mb lægðarsvæði sem hreyfist lítið. í dag verður norðan- og norðaust- anátt og kaldi víðast hvar. Um land- ið norðanvert verða dálítil él, eink- um á annesjum en léttskýjað sunn- an til. Frost verður 3 til 14 stig, mildast allra syðst en kaldast í inn- sveitum norðanlands. Veðrið í dag Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustankaldi og léttskýjað. Frost 4 til 13 stig, kaldast að næturlagi. Sólarlag í Reykjavík: 19.23 Sólarupprás á morgun: 07.49 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.50 Árdegisflóð á morgun: 10.17 Veörið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca París Róm New York Orlando Nuuk Vín Washington Winnipeg snjóél -11 léttskýjað -6 skýjað -13 snjóél -11 hálfskýjað -9 léttskýjað -9 léttskýjað -7 alskýjað -7 heiðskírt -12 hálfskýjað -4 skýjað 2 þokumóða 3 alskýjað 2 þokumóöa 3 skýjað -1 þokumóða 6 mistur 8 þokumóða 8 léttskýjaö 5 súld 5 mistur 9 þokumóða 6 léttskýjaó 11 heiðskírt 0 þokumóða 9 þokumóóa 4 skýjað -4 heiðskírt 0 heiðskírt 6 heiðskírt -15 Sigurjón Pálmason, form. undirbúningsnefndar að stofnun samtaka leigjenda á Norðurlandi: Framkoma leigusala jaðrar mjög oft við valdníðslu DV, Akureyri: „Hugmyndin að stofnun sam- takanna hér á Norðurlandi er um tveggja ára gömul og varð til milli mín og Guðlaugs bróöur míns. Það varð hins vegar ekkert úr að henni yrði hrint í framkvæmt lengi vel en í haust hófum við und- irbúning að stofnun samtakanna," segir Sigurjón Pálmason, formað- ur undirbúningsnefndar að stofn- un Leigjendasamtaka Norður- lands, en þau samtök verða stofn- uð á Akureyri í kvöld. Maður dagsins Sigurjón hefur sjálfur reynslu af því að vera leigjandi og segir að það megi orða það þannig að hann sé búinn að leigja bæði hús og hol- m-. „Því miður er eins og leigusal- ar telji sig oft vera að gera leigj- endum sinum einhvem greiöa með þvi að leigja þeim ibúðir eða hús og framkoma þeirra hefur oft á tíðum jaðrað við valdníðslu, til- ætlunarsemi þeirra er svo mikil. Sigurjón Pálmason. DV-mynd gk Ég hef sjálfur lent í því að leigja á því sem kallað er „svartin- mark- aður“ og það er alls ekki besta leiðin vilji maður hafa sín réttindi á hreinu. Ég hef lent í árekstri við leigusala vegna þess að ég var al- veg réttlaus. En maður bara má sín einskis þegar maður er í þess- ari stöðu. Það er full þörf á að réttinda leigjenda á Akureyri og e.t.v. víð- ar á Norðurlandi sé betur gætt og það þarf að gera þennan markað bæði aðgengilegri og öraggari fyr- ir fólk. Það er líka mjög mikilvægt að fólk sé sér meira meðvitandi bæði um réttindi sín og skyldur sem leigjanda.“ Sigurjón er 22 ára Akureyringur. Hann hefur að undanfornu unnið að stofnun eigins fyrirtækis sem tekur til starfa innan tíðar. „Ég er búinn að taka próf á vegum ráðu- neytisins til að annast leigumiðlun og mun opna fyrirtækið Leigumiðl- un Norðurlands. Það er tvímæla- laust þörf á slíkri þjónustu hér, ég hef strax orðið var við það.“ Um áhugamál sín segir Sigurjón að hann fáist bæði við að spila á gítar og að mála. „Einvera í nota- legum vistarverum í vondum vetr- arveðrum er líka mjög ofarlega á blaði hjá mér,“ segir Sigurjón. Hann er trúlofaður Birgittu Bald- ursdóttir og á eitt bam. -gk Myndgátan EKKÍ ^NALÆ&T,.' ÍS'g, SK/iff' \#4NA ÚR 0& /£Tt/\ Bofí&A f/ANAy 'rK.km ■Lir 1759 Vill láta á sér bera —-----------------EVþÓR,- Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki. Haukar og KA háöu spennandi viöureign í úrslitaleik bikar- keppninnar. Bæði liðin verða í víglínunni í kvöld. Botn- baráttan hörð í hand- boltanum í kvöld verður leikin síðasta umferðin í 1. deild handboltans. Það er orðið nokkuð ljóst hvaða átta lið munu keppa í úrslita- keppninni um íslandsmeistar- bikarinn en það er langt í frá að vera ljóst hvaða tvö lið falla í 2. deild. Fjögur lið berjast fyrir til- veru sinni i deildinni. íþróttir Sex leikir eru áætlaðir í kvöld. í Garðabæ leikur Stjara- an gegn Gróttu, í Framheimil- inu leika Fram og KA, í Hafhar- firði mætast erkifjendumir FH og Haukar í Kaplakrika og er ekki að efa að Hafnfirðingar muni fjölmenna á þann leik, á Selfossi leika heimamenn við ÍR, Valsmenn taka á móti efsta liði deildarinnar, Aftureldingu, aö Hlíðarenda og í Vestmannaeyj- um leika ÍBV og HH. Bridge Rétti samningurinn á hendur NS í þessu spili úr undankeppni ís- landsmótsins i sveitakeppni er þrjú grönd en mikilvægt er að spila hann á hendi suðurs en ekki norðurs. Spilið kom fyrir í fyrri hálfleik þriðju umferðar í mótinu en spiluð voru forgefin spil og sömu spil því spiluð í öllum leikjum riðlakeppn- innar. Sveit Roche græddi 11 impa á spilinu í leik sveitarinnar við L.A Café í C-riðli. Sagnir gengu þannig í opnum sal, norður gjafari og enginn á hættu: 4 Á4 * DG6 4- 864 4 KD1053 4 10986 •* 108753 4 53 4 86 4 D3 M K94 4 ÁD2 * ÁG972 Norður Austur Suður Vestur ísak Björgvin Þröstur Rúnar 1 * pass 2 * dobl 3 4 pass 3 grönd p/h NS gættu sín að spila þrjú grönd á norðurhendina eftir dobl vesturs og ekkert vandamál var að standa spilið frá þeirri hendinni. Sagnhafi fékk reyndar 11 slagi eftir tígulgosa útspil. Á hinu borðinu voru þrjú grönd spiluð á norðurhöndina og Hrólfur Hjaltason doblaði til að tryggja að hann fengi útspil í spaða. Oddur Hjaltason, sem sat í austur, spilaði út spaðatíunni og sagnhafi gat ómögulega fengið nema 8 slagi. ísak Öm Sigurðsson 4 KG752 M Á2 4 KG1097 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.