Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 37 DV Jerzy Maksymiuk stjórnar Sin- fóníuhljómsveitinni í kvöld. Bjarkamál og slagverks- einleikur Sinfóníuhljómsveit íslands verður með tónleika í Háskóla- bíói í kvöld kl. 20. Á efnisskrá eru þrjú verk, Bjarkamál eftir Jón Nordal, Inngangur & allegro eftir Edward Elgar og Veni, veni Emmanuel eftir James McMill- an. Hljómsveitarstjóri er Jerzy Maksymiuk, sem kemur frá Pól- landi. Bjarkamál var samið í tilefni af komu Friðriks 9. Danakon- ungs árið 1956. Var það frum- flutt í Þjóðleikhúsinu á tónleik- um sem voru konungi til heið- Tóiúeikar Evelyn Glennie, sem leikur einleik í Veni, veni Emmanuel, er margverðlaunaður einleikari og hefur komið fram með helstu hljómsveitum heims. Hún hefur átt góða samvinnu við tvo ís- lenska tónlistarmenn, annars vegar Áskel Másson sem hefur samið fyrir hana slagverks- konserta og hins vegar Björk Guðmundsdóttur. Karlakórinn Heimir í Grindavík Karlakórinn Heimir úr Skagafirði er nú á ferð um Suð- ur- og Suðvesturland og eru fyrstu tónleikarnir í kvöld í Grindavík og hefjast þeir kl. 20. Borgarafundur um umferðarmál Borgarafundur um umferðar- mál í Kópavogi verður í íþrótta- húsinu Smáranum í kvöld kl. 20.30. Fimm framsöguerindi. Fundarstjóri: Sigurður Geirdal, bæjarstjóri. Gjafir hinna látnu í dag kl. 17.15 flytur franski rit- höfundurinn og háskólakennar- inn Daniéle Sallenave fyrirlestur í stofu 101, Lögbergi. Fyrirlestur- inn nefnist Le don des morts og er fluttur á frönsku en ágripi á ís- lensku verður dreift til fundar- gesta. Samkomur Hjúkrun fólks með langvinna sjúkdóma Dr. Helga Jónsdóttir flytur fyr- irlestur í dag kl. 17 í stofu 101, Odda sem nefnist Upp úr öldu- dalnum: Hjúkrun fólks með lang- vinna sjúkdóma. Vinnan og heimilið í kvöld kl. 20.30 verður í Breið- holtskirkju í Mjódd þriðji fræðslu- fyrirlesturinn um heimilið og fjöl- skylduna. Sr. Irma Sjöfit Óskars- dóttir, prestur við Seljakirkju, flytur fyrirlestur sem hún nefnir: Vinnan og heimilið. Upplestur í Gerðarsafni f dag kl. 17 verða Njörður P. Njarðvík og Hjörtur Pálsson gest- ir vikunnar á upplestri Ritlistar- hóps Kópavogs í Gerðarsafni. Lesa þeir úr frumsömdum ljóð- um sínum og ljóðaþýðingum. Jack Nicholson leikurtvö hlutverk í myndinni og er annaö þeirra forseti Bandarikjanna. Innrásin frá Mars Sam-bíóin frumsýndu um síð- ustu helgi nýjustu kvikmynd Tims Burtons, Innrásina frá Mars (Mars Attacks). Um er að ræða geimsatíru þar sem Burton gerir mikið grín að gömlum myndum um sama efni. Burton hefur safnað um sig miklum fjölda þekktra og góðra leikara og má nefna að Jack Nicholson, sem leikur forseta Bandaríkjanna, hefur áhyggjur af því í hvaða fótum hann á að vera þegar hann býður Marsbúana velkomna, Glenn Close leikur for- setafrúna sem ákveðin er í að hafa enga græna litla menn í sín- um húsakynnum, Natalie Port- * Blús á Sir Oliver Á fimmtudagskvöldum er boðið upp á lifandi tón- list á Sir Oliver sem er við Ingólfsstræti, gegnt ís- lensku óperunni. Það er hinn kunni skemmtikraft- ur Laddi (Þórhallur Sigurðsson) sem rekur barinn af miklum myndarskap. í kvöld er það blúsinn sem er í fyrirrúmi og hver er betri til að túlka fyrir gesti staðarins spennandi hljóma blúsins en Halldór Bragason (Dóri) sem mun mæta á staðinn með hljómsveit sína, Vini Dóra, um tíuleytið og leika þá tónlist sem þessi hljómsveit hefur haldið uppi merki fyrir undanfarin ár. Skemmtanir The Dubliner Frá Bandaríkjunum koma alþjóðlegar þjóðlaga- stjörnur, sem kalla sig Dublin Green, og munu skemmta á The Dubliner í kvöld. Músíktilraunir í Tónabæ Annað Músíktilraunakvöld Tónabæjar og ÍTR verður í kvöld kl. 20.00 í Tónabæ, tíu hljómsveitir koma fram. Gestahljómsveit kvöldsins er Quarashi. Kerlingar- skarð þungfært Fært er um Hellisheiði og Þrengsli og með ströndinni austur á flrði og til Egilsstaða. Fært er fyrir Hvalfjörð og áfram norður í land. Þungfært er á Kerlingarskarði. All- Færð á vegum ar aðalleiðir á Vestfjörðum eru fær- ar. Verið er að moka allar aðalleið- ir á Norður- og Norðausturlandi. Fært er á Mývatns- og Möðrudalsör- æfum og Vopnafjarðarheiði. El Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir LokaörSt°ÖU ® Þun6fært ®Fært fiallabIlum Andrea og Guðni eignast son Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist 3. jan- úar kl. 8.53. Þegar hann var vigtaður var hann Barn dagsins 2.580 grömm að þyngd og mældist 51 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Andrea Gerður Dofra- dótir og Guðni Geir Ein- arsson og er hann þeirra fyrsta barn. Kvikmyndir man leikur forsetadótturina sem finnst lítið til Marsbúa koma, Rod Steiger leikur herskáan hers- höfðingja sem hefur aldrei tekið þátt í stríði sem honum hefur ekki líkað og Pierce Brosnan leik- ur lækni sem hefur áhuga á heilabúi Marsbúanna. Nýjar myndir: Háskólabíó:Star Trek: Fyrstu kynni Laugarásbíó: The Crow 2: Borg eng- lanna Kringlubíó: Auðuga ekkjan Saga-bíó: Space Jam Bíóhöllin: Innrásin frá Mars Bíóborgin: Bound Regnboginn: Rómeó og Júlia Stjörnubíó: Málið gegn Larry Flynt Krossgátan r~ ar r- r r- z~ 'h i r * fr ÍÖ in i'i □ t 15 rr l w. j1) % J w Lárétt: 1 undrandi, 7 geislabaugur, 8 tignast, 10 glufum, 12 reiðu, 14 rennsli, 15 varla, 17 nudd, 18 marga, 19 fjölguðum, 20 rödd. Lóðrétt: 1 heimsku, 2 maðk, 3 söngluðu, 4 mildum, 5 innyfli, 6 bar- dagi, 9 nirfill, 11 ákafa, 13 endaði, 16 forföður, 18 tón. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 baks, 5 brá, 8 lurka, 9 al, 10 æða, 11 rugl, 12 ós, 13 salur, 15 hæstar, 17 óréttur, 20 fóli, 21 amt. Lóðrétt: 1 blæ, 2 auðsær, 3 krass, 4 skratti, 5 baul, 6 ragur, 7 áll, 12 óhóf, ■*- 14 rýrt, 16 ata, 18 él, 19 um. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 80 13.03.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,900 71,260 70,940 Pund 113,390 113,960 115,430 Kan. dollar 52,000 52,320 51,840 Dönsk kr. 10.9700 11,0280 10,9930 Norsk kr 10,4320 10,4900 10,5210 Sænsk kr. 9,2780 9,3300 9,4570 Fi. mark 14,0210 14,1040 14,0820 Fra. franki 12,4020 12,4720 12,4330 Belg.franki 2,0285 2,0407 2,0338 Sviss. franki 48,7700 49,0400 48,0200 Holl. gyllini 37,1800 37,4000 37,3200 Þýskt mark 41,8700 42,0800 41,9500 it. líra 0,04192 0,04218 0,04206 Aust. sch. 5,9450 5,9820 5,9620 Port. escudo 0,4168 0,4194 0,4177 Spá. peseti 0,4931 0,4961 0,4952 Jap. yen 0,57970 0,58320 0,58860 írskt pund 110,790 111,480 112,210 SDR 97,05000 97,63000 98,26000 ECU 81,1700 81,6600 81,4700 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.