Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 Fréttir 7 Hjartasjúklingur gerður gjaldþrota fyrir 30 þúsund krónur: Ég var eyðilagður og ríkið tapaði stórfé - lægri fjárhæðir fara almennt ekki í gjaldþrot, segir tollstjóri „Mér fiimst mjög grátlegt að toll- stjóraembættið skuli gera menn gjaldþrota þegar þeir eru að vinna sig upp úr veikindum. Ég fór í hjartaskurðaðgerð og var ekki svo skuldsettur að ég væri með eitthvað í vanskilum að ráði. Gjaldþrota- beiðnin kom vegna 85 þúsund króna skuldar. Ég bauðst til þess að borga 10 þúsund inn, var sagt að ég slyppi ef ég borgaði 40 þúsund en það gat ég ekki. Því má segja að ég hafi verið gerður gjaldþrota fyrir 30 þúsund krónur,“ segir karlmaður sem finnst að illa hafi verið staöið að málum hans hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Maðurinn, sem ekki vill láta nafiis síns getið vegna fjölskyldu sinnar, segist hafa gert grein fyrir því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að með því að gera hann gjaldþrota væri verið að kasta peningum skatt- borgaranna á glæ. Það kostaði toll- sfjóra 150 þúsund krónur að gera hann gjaldþrota og síðan myndi rík- isbanki tapa einni milljón króna sem hann hafi haft þar að láni og ekki verið með í vanskilum. „Fyrst svona var staðið að málum missti ég allan áhuga á því að reyna að greiða skuldir mínar. Búið var að lýsa mig gjaldþrota og mér finnst allt vafstrið í kringum málið hafa verið með ólíkindum. Þetta var alveg til- gangslaust gjaldþrot, eyöileggur mig algerlega og skaðar þjóðfélagið þar sem það tapaði þeim peningum sem ég skuldaði. Það má vel vera að stundum sé nauðsynlegt að gera menn gjaldþrota, ekki síst ef þeir hafa staðið í svindli og svínaríi. Það eina sem ég gerði af mér var að verða alvarlega veikur," segir maðurinn. Hinn gjaldþrota maður segir að gjömingur tollstjóra skipti griðar- lega miklu máli fyrir hvem þann sem lendir í því að vera gerður gjaldþrota. Hann segir það hafa bjargað sér að eiga konu sem hafi ávísanahefti og greiðslukort. „Ég var síður en svo skuldum vaf- inn en um leið og beiðni um gjald- þrot kom í þessar 85 þúsund krónur fór skriðan auðvitað af stað og allir sem ég skuldaði eitthvað lýstu kröf- um í búið. Þar af vom 173.537 kr. frá Tollstjóranum í Reykjavík og um 1 milljón í Búnaðarbankanum. Kröf- umar hljóðuðu upp á tæpar átján hundmð þúsund krónur,“ sagði maðurinn í samtali við DV. „Ég get vitanlega ekki tjáð mig um einstaka mál en almenna reglan hjá okkur er sú að fara ekki með lágar upphæðir alla leið í gjaldþrot. Hugs- anlegt er að áherslumar haf! verið aðrar á þessum tíma, um það þori ég ekki að segja,“ segir Bjöm Her- mannsson, tollstjórinn í Reykjavík. Bjöm segir að ekki sé sama hvers eðlis skuldin sé. í sumum tilvikinn leitar fólk til Fjármálaráðuneytisins vegna skulda á staðgreiðslugjöldum, virðisaukaskatti og slíku og það er aldrei gefið eftir. Þar er litið svo á að viðskiptavinurinn hafi þegar greitt viðkomandi gjöld og þeim hafi átt að skila til ríkisins. „Eins og ég segi get ég ekkert tjáð mig um eitthvert tiltekið mál en al- menna reglan er sú að fara ekki með mál í gjaldþrot þegar um lágar upphæðir er að ræða,“ segir Bjöm Hermannsson. -sv Allt hefur snúist um höfnina á Höfn síöustu daga og vikur - mikill afli borist á land - loöna, síld og bolfiskur af mörg- um stæröum og geröum og mikill útflutningur til ýmissa landa. Netabátar veiddu vel í síöustu viku og fór aflinn upp í 30 tonn á bát eftir nóttina. Sjómönnum finnst þó aö fiskurinn sé smærri en þeir eiga aö venjast á þessum slóöum eöa 7-9 kfló. Júlfa Imsland, fréttaritari okkar á Höfn f fjölmörg ár, tók þessa fallegu mynd af Iffæö staöarins í blíðviör- Inu f síöustu viku. DV-mynd Júlfa -fáðu þér góða^5|vu[ O TÆKIFÆRIÐ er ódýr fjárinognunarleið á vegum Námsmanna- þjónustu Sparisjóðsins. til tolvukaupa D 41 SPARISJOÐUR REYKJAVIKUR OG NAGRENNIS Skólavörðustíg 11 • sími 550 1200 Álfabakka 14 • sími 567 0500 Kringlunni 5 • sími 568 6310 Skeifunni 11 • sími 588 5600 www.spar.is/spron Austurströnd 3 • sími 562 5966 Hátúni 2b • sími 562 2522 fitá/agsmv/ jftT-r HYGÆA Bostik Solignum MMmáUng Litupiim er sérverslun með málningarvörur þar sem þú nýtur persónulegrar þjónustu fagfólks, sem hugsar aöeins um þarfir þínar. Ppufudós á 100 kr. léttir leitina aö rétta litnum! W77-M7 ...rétti liturinn, rétta verðið, rétta fólkið Sibumúla 15, sími 553 3070 Hringdu og kynntu þér málið hjá Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.