Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 Utlönd Robinson sæk- ist ekki eftir endurkjöri Mary Robinson, forseti írlands, tilkynnti i gær að hún ætlaði ekki að bjóða sig fram til endur- kjörs í forseta- kosningunum í haust. Hún lét þess hins vegar getið að hún hefði hug á að sinna mann- réttindamálum á alþjóðavettvangi. Robinson sagði ákvörðunina hafa verið erfiða. Þjóðin myndi hins vegar finna nýj- an forseta sem yrði fulltrúi hennar við upphaf nýrrar aldar. Ungfrú alheim- ur segir engan fullkominn Ungfrú alheimur, Alicia Machado frá Venesúela, sem hefur vakið jafn mikla athygli fjölmiðla fyrir að hafa fitnað eins og fyrir fegurð sína, lýsti því yfir í viðtali í gær að enginn væri fullkominn og að allir hefðu einhverja galla. Machado, sem var krýnd ungfrú alheimur í maí síðastliðnum við- urkenndi í september að hafa þyngst um 5 kíló. Það varð til þess að Kellogg-fyrirtækið hætti að nota hana í auglýsingar fyrir fitu- snautt morgunkom. Machado vísar því á bug að hún eigi við offituvandamál að stríða. „Ég er 20 ára og get auðveldlega lést þegar ég vil,“ segir fegurðar- drottningin og fordæmir þann þrýsting sem veldur því að sumar konur svelta sig til dauða af ótta við að verða feitar. Reuter ísraelsmenn hafa aö engu viðvaranir vegna nýbygginga í Jerúsalem: Hefja framkvæmdir þegar í næstu viku Israelsk yfírvöld ætla að láta grafa grunn fyrir 6500 íbúðum fyrir gyðinga í arabíska hluta Jerúsalem í næstu viku. Öryggismálaráðherra ísraels, Avigdor Kahalani, sagði í viðtali við útvarp ísraelshers að hann hefði rætt byggingaráformin við Benja- min Netanyahu forsætisráðherra þegar hann kom frá Rússlandi í gær og þeir hefðu náð samkomulagi um að heQa framkvæmdir í næstu viku. Áður en ísraelski forsætisráðherr- ann sneri heim sagði hann á fundi með fréttamönnum í Moskvu að hann hefði fengið nóg af ásökunum um að ísraelsmenn stofnuðu friðar- ferlinu í hættu. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna fjallar nú um byggingaráform- in og er búist við að það samþykki kröfu síðdegis í dag um að ísraels- menn falli frá þeim. Ályktunin er næstum því samhljóða þeirri sem Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna síðastliðinn föstudag. Hussein Jórdaníukonungur lýsti því yfir í gær að hann teldi mikla hættu á blóðugum átökum ef Net- anyahu félli ekki frá áætluninni um að reisa íbúðir fyrir gyðinga í arab- íska hluta Jerúsalem. Faisal Husseini, sem fer með mál- efni Jerúsalem fyrir heimastjórn Palestínumanna, hefur sagt að Pa- UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum. Barónsstígur 41, ris, þingl. eig. Ragnar Sævar Erlingsson, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður ríkisins, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00. Bergstaðastræti UA, íbúð á 3. hæð t.h. í suðurenda, þingl. eig. Jón Þórarinsson, gerðarbeiðendur Féfang ehf., Gjald- heimtan í Reykjavík, Húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00. Bergstaðastræti 30, 4ra herb. íbúð á 2. hæð, þingl. eig. Sverrir Viðar Hauksson og Brynja Amardóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og íslandsbanki hf., höfuðst. 500, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00. Esjugrund 44, _ Kjalameshreppi, þingl. eig. Þorvaldur Ásgeir Hauksson, gerðar- beiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00. Fannafold 160, þingl. eig. Guðmundur Birgir Stefánsson og Nanna Björg Bene- diktz, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00. Fjarðarsel 13, 1. hæð, ris og bílskúr, þingl. eig. Sigurður Helgi Óskarsson og Kristín Haraldsdóttir, gerðarbeiðendur Bílgreinasambandið, Búnaðarbanki ís- lands, Byggingarsjóður ríkisins, Gjald- heimtan í Reykjavík og Landsbanki fs- lands, Höfðabakka, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00. Gautland 15, íbúð á 2. hæð t.h., þingl. eig. Þyri Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Sam- vinnulífeyrissjóðurinn, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00. Gnitanes 6, íbúð á 1. hæð m.m. ásamt bíl- skúr, þingl. eig. Kolbrún Eysteinsdóttir, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæð- isstofnunar og Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00. Skólavörðustígur 10, íbúð í sa-hluta 2. hæðar m.m. merkt 0203, þingl. eig. Atli Freyr Kristinsson, gerðarbeiðandi Hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudag- inn 17. mars 1997 kl. 10.00. Suðurlandsbraut 20, 2. hæð í austurenda framhúss og 50 fm í SA-homi bakhús, þingl. eig. Söluskrifstofa Bjama/Braga ehf., gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00.__________________________ Sörlaskjól 38, 1. hæð, þingl. eig. Jens Jó- hannesson, gerðarbeiðendur Gjaldheimt- an í Reykjavík og. Húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00._____________________ Tjamarmýri 9,4-5 herb. íbúð vestanmeg- in á 2. hæð m.m. og hlutdeild í bíla- geymslu, Seltjamamesi, þingl. eig. Finn- bogi B. Ólafsson og Þórleif Drífa Jóns- dóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 17. mars 1997 kl, 10,00,________________ Þómfell 12, 3ja herb. íbúð á 2. hæð t.h. merkt 2-3, þingl. eig. Jóhanna S Pálsdótt- ir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykja- vík, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00. Öldugrandi 5, íbúð merkt 0201, þingl. eig. Egill Brynjar Baldursson og Halla Amardóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar- banki íslands og Gjaldheimtan í Reykja- vík, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Sólvallagata 33, 4ra herb. íbúð á 2. hæð, þingl. eig. Friðrika Sigríður Benónýsdótt- ir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður rafiðn- aðarmanna, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 13.30.__________________ Vanefndaruppboð Eyjabakki 13, íbúð á 3. hæð t.h. + bflskúr, þingl. eig. Sveirrn V. Kristinsson, gerðar- beiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar og Skúli Magnússon, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK lestínumenn muni hindra störf vinnuvéla með líkömum sínum reyni ísraelsmenn að hefja fram- kvæmdir. ísraelsmenn líta á alla Jerúsalem sem höfuðborg sína en Palestínu- menn líta á austurhluta borgarinn- ar, sem Israelsmenn hertóku 1967, sem höfuðborg framtíðarríkis Palestínu. Shimon Peres, fyrrum forsætis- ráðherra ísraels, sagði í sjónvarps- viðtali í ísrael í gær að ef kreppan versnaði eyðilegðust möguleikamir á friði í Miðausturlöndum. Yasser Arafat, forseti Palestínu, vonast til að fundur bandarískra, evrópskra og arabískra sendifull- trúa á laugardaginn bjargi friðar- ferlinu í Miðausturlöndum frá frek- ari kreppu. Reuter Hussein Jórdaníukonungur teiur mikla hættu á blóðugum átökum falli l'sraelsmenn ekki frá áætlunum sínum. Hussein kom til Spánar í gær ásamt Noor drottningu slnni. Með þeim á myndinni er Sofia Spánardrottning. Sfmamynd Reuter Gíslar teknir á olíu- borpalli við Nígeríu Stuttar fréttir Þjóðflokkur einn í Nígeríu hefur tekið um tuttugu Vesturlandabúa, þar af sextán franska þegna, í gísl- ingu á olíuborpalli undan strönd- um landsins, að því er franska ut- anríkisráðuneytið skýrði frá í nótt. Talsmaður ráðuneytisins sagði i samtali viö Reuters fréttastofúna að gíslarnir væru starfsmenn franska fyrirtækisins ETPM. Olíu- borpallurinn er i mýrlendi nærri landi í Houari-héraði, sagði tals- maðurinn. „Starfsmenn sendiráðs okkar hófust þegar handa og settu sig í samband við yfirvöld á staðnum og við starfsmenn fyrirtækisins,“ sagði talsmaðurinn. Ekki var nákvæmari fréttir að hafa af gíslatökunni í morgun, né heldur var vitað af hvaða þjóðerni þeir gíslarnir eru sem ekki eru franskir. Ættflokkar á þessum slóðum hafa áður tekið erlenda starfsmenn í gíslingu í svipuðum árásum, aðal- lega til að krefjast lausnargjalds fyrir þá. Reuter Forustumenn stjórnar Jeltsíns Rússlandsforseta: Segja ekkert um upp- stokkun stjórnarinnar Viktor Tsjernomyrdin, forsætis- ráðherra Rússlands, og Anatolí Tsjúbaís, hinn nýi fyrsti varaforsæt- isráðherra, hafa enn ekkert látið uppi um áform sín um uppstokkun á rússnesku stjóminni, nema hvað þeir lofa að stjómin verði skilvirk- ari en áður. Tsjemomyrdín sagði að vísu í gær að hann ætlaði að skipa frjálslynda umbótamenn í stjómina. Svo virðist sem Dúman, eða neðri deild þingsins, þar sem kommúnist- ar ráða ríkjum, hafi aðeins fordæmt af hálfum hug þá ákvörðun Borísar Jeltsins forseta að skipa Tsjúbaís í stjómina en hann er ákaflega illa þokkaður í röðum íhaldsmanna. Þingmenn gerðust ekki svo djarfir að fordæma Jeltsín sjálfan. „Forsetinn ákvað að ganga lengra en lýsa bara yfir vilja sínum. Hann hefur tekið skref í þá átt að endur- skipuleggja ríkisstjórnina," sagði Tsjúbaís á fundi með lögfræðingum í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem hann kom fram opinberlega frá því hann var skipaður í hið nýja emb- ætti á föstudag. Tsjúbaís var áður starfsmannastjóri Jeltsíns. Tsjemomyrdín sagði í gær að í nýju stjóminni, sem hann hefur lof- að að kynna síðar í vikunni, yrðu yngri menn. „Atvinnumarkaðshagfræðingar, dyggir stuðningsmenn umbóta- stefnu forsetans, munu taka sæti í' ríkisstjórninni," hafði Itar-Tass fréttastofan eftir forsætisráðherran- um. Hann bætti við að flestir ráð- herrarnir yrðu undir fimmtugu og hefðu reynslu í stjómunarstörfum. Reuter Ný stjórn í Albaníu Þjóðstjóm tekur við völdum í Albaníu eftir helgi og hafa yfir- völd hvatt almenning til að sýna stillingu. Stöðugt berast þó fréttir af frekari gripdeildum í vopna- búrum hersins og uppreisnar- menn standa fast við þá kröfu sína að Berisha forseti fari frá áður en þeir afhenda vopn sín. Aftur rætt saman Stjórnvöld í Perú og gíslatöku- menn í japanska sendiherrabú- staðnum hafa hafið viðræður á ný til að reyna að finna friðsamlega lausn á málinu. Gíslamir hafa verið í haldi 85 daga. í staö Teresu Indversk nunna, systir Nirmala, hefúr verið kjörin til að taka við af móður Teresu sem yfirmaöur reglu hennar. Tólf látnir í Kina Tólf verkamenn biðu bana þeg- ar sprengiefnageymsla nærri svefnbúöum þeirra var sprengd í loft upp í Kína. Lögregla leitar skemmdarvarganna. NATO eflir stóöugleika Helsta markmið Clintons Bandaríkjaforseta á fundinum með Jeltsin Rússlandsforseta í Helsinki í næstu viku verður að sannfæra hann um að stækkun NATO til austurs verði til að auka stöðugleikann í Evrópu og að Rússum stafi engin ógn af. Vaxandi spenna Spennan í breskum stjómmál- um hefur nú aukist mjög þar sem jafnvel er búist við að Major for- sætisráðhema tilkynni væntan- legan kjördag á fundi ríkisstjórn- arinnar í dag. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.