Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Page 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997
Fréttir
Borgnesingar, sem fengu dóm í október, sátu ekki auöum höndum meðan á málsmeöferö stóð:
Röð afbrota bæði
fýrir og eftir dóm
- eru nú sakaðir um fleiri líkamsárásir, nauðung, húsbrot, þjófnaði og fleiri afbrot
Réttarhöld hófust í gær yfír
tveimur liðlega tvítugum Borgnes-
ingum sem fengu fangelsisdóma í
október síðastliðnum, þar af annar
fyrir að valda tólf manns likams-
meiðingum í sex aðskildum saka-
málum, en þeir hafa nú verið
ákærðir á ný fyrir líkamsárásir,
nauðung, húsbrot, þjófnaði og fleira
- flest brotin sem mönnunum eru
nú gefin að sök frömdu þeir á með-
an októbermálið var í meðferð og
dóms var beðið eða nánast í beinu
framhaldi af því að hann var kveð-
inn upp.
Mennirnir fengu báðir þriggja
mánaða óskilorðsbundnar refsingar
i október en annar þeirra fékk að
auki níu mánaða skilorðsrefsingu
en himi sex mánaða. Þeir hófu hins
vegar ekki að afplána refsingu októ-
berdómsins fyrr en eftir áramót og
eru því refsifangar á meðan réttar-
höldin standa yfir í „nýju“ málun-
um.
Annar mannanna, Björgvin Sig-
ursteinsson, var í október dæmdur í
12 mánaða fangelsi en 9 skilorðs-
bundna, fyrir að hafa valdið samtals
tólf manns líkamsmeiðingum á
árunum 1995 og 1996. Hann var
einnig dæmdur fyrir að hafa nef-
brotið tvo unga menn en í þriðja
lagi fyrir að hafa valdið því að 7
ungmenni slösuðust í bílslysi, flest
alvarlega. Þá var Björgvin fundinn
sekur um að hafa í félagi við hinn
manninn, Kjartan Hauksson, og
þriðja aðila, svipt ungan mann
frelsi sínu og veitt honum likams-
meiðingar á niðurlægjandi hátt.
Auk þess var Björgvin dæmdur fyr-
ir að hafa ógnað og veitt tveimur
mönnum áverka með riffílskefti og
ölvunarakstur.
í október fékk Kjartan 9 mánaða
fangelsi, þar af 6 skilorðsbundna,
fyrir nytjastuld, líkamsárás, hús-
brot, þjófnað, framangreinda frelsis-
sviptingu með Björgvini, eignaspjöll
og ölvunarakstur.
Ákærurnar nú
Björgvini er nú gefið að sök að
hafa, á meðan dóms var beðið í
októbermánuði, margsinnis veitt
rúmlega fertugum manni hnefahögg
í andlit. Afleiðingamar urðu þær að
hann hlaut mar, glóðarauga og
skurð auk þess sem kvamaðist út
úr tönnum. Björgvin er einnig
ákærður fyrir eignaspjöll með því
að hafa lamið með barefli í þak bils.
Kjartan er nú ákærður fýrir hús-
brot og þjófnað, brot sem framin
voru rétt eftir að októberdómurinn
var kveðinn upp. Þannig er honum
gefið að sök að hafa ruðst í tvígang
í heimildarleysi inn í íbúð í Borgar-
nesi og stolið þaðan peningum.
Hann er auk þess ákærður fyrir að
hafa rétt fyrir áramót ekið ölvaður
og réttindalaus á allt að 140 km
hraða á klukkustund í og fyrir utan
Borgarnes.
Auk þessa er Kjartan nú ákærður
fyrir brot sem framið var í ársbyrj-
un 1996. Samkvæmt sakargiftum sat
hann þá í félagi við annan mann
fyrir tveimur 14 ára piltum í kyrr-
stæðri ljóslausri bifreið í Borgar-
nesi og er gefið að sök að hafa tekið
annan þeirra föstum tökum og neytt
hann inn í bil og skipað hinum
sömu leið, ekið með þá upp fyrir
byggð að grjótnámi og síðan haft í
hótunum við annan þeirra um lík-
amsmeiðingar. Búist er við að dóm-
ur verði upp kveðinn innan þriggja
vikna. -Ótt/-RR
UTRF á Kamtsjatka hefur sagt upp samningi viö ÍS:
Mikið áfall en munum
leita réttar okkar
- segir Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, og telur uppsögnina ólöglega
„Þetta er auðvitað mikið áfall fyr-
ir okkur ef við missum þetta verk-
efni en gerir engan gæfumun fyrir
ÍS. Þarna er um að ræða stórt verk-
efni, veltu og tekjur. Við teljum
þetta brot á samningnum og mun-
um leita réttar okkar í þessu máli,“
segir Benedikt Sveinsson, forstjóri
íslenskra sjávarafurða, en rúss-
neska sjávarútvegsfyrirtækið UTRF
á Kamtsjatka í Rússlandi hefur sagt
upp samstarfssamningi sínum við
ÍS einhliða og án fyrirvara.
Samstarf fyrirtækjanna hefur
staðið í tæp fjögur ár en þau gerðu
með sér nýjan tveggja ára samning
sl. haust. Alexander Abramov, for-
stjóri UTRF, lýsti því yfir á sjón-
varpsstöð í Rússlandi á sunnudag
að samkomulagið við íslenska sjáv-
arafurðir gengi ekki upp vegna sam-
starfsörðugleika og því væri ekki
um annað að ræða en að segja því
upp.
Benedikt segir að ástæða þess að
UTRF segir samningnum upp sé
fyrst og fremst ágreiningur um
rekstur og stjómun verkefhisins og
sú krafa ÍS að hafa fulla stjóm á því
eins og samningurinn hljóðar upp á.
Hafa verið átök
„Þaö er spuming hvort þeir eru
að reyna að knýja fram breytingar á
samningnum með þessu sem við höf-
Frá vinnslu um borð í togara rússneska fyrirtækisins UTRF á Kamtsjatka.
Þar hafa unniö bæöi íslendingar og Rússar í samstarfsverkefni UTRF og ÍS.
um ekki viljað. Ég veit að það er
ekki samstaða innan stjómar rúss-
rödd
FÖLKSINS
904 1600
Eru nýju kjarasamningar
VR viðunandi?
neska fyrirtæksins um að rifta
samningnum. Við munum skoða
þessi mál vandlega og reyna aö
frnna lausn á því ef mögulegt er. Það
var alltaf vitað að þetta yrði erfitt og
áhyggjufúllt verkefni sem það hefur
og verið. Þarna er um að ræða
óhemjuerfitt starfsumhverfi og
Rússamir hafa á margan hátt verið
mjög erfiðir í samskiptmn. Það er
ekkert launungarmál að það hafa
verið átök við þá og við höfúm þurft
að sýna mikla festu," segir Benedikt.
Að sögn Benedikts em 24 íslend-
ingai á vegum ÍS á Kamtsjatka og
munu þeir halda áfram störfum sín-
um þar til annað kemur í ljós. Bene-
dikt segir að verið sé að kanna for-
sendur fyrir annarri starfsemi í eig-
in nafhi fyrirtækisins á þessum slóð-
um.
Benedikt Sveinsson forstjóri ÍS, tel-
ur uppsögnina brot á samningnum.
„Þetta hefúr að sjálfsögðu mikil
áhrif á rekstur okkar. Þetta verk-
efni á Kamtsjatka skilaði okkm-18%
veltu í fyrra eða tæplega 4 milljörð-
um. Það var þó gert ráð fyrir að það
yrði heldur minna í ár m.a. í kjölfar
þess að rússneska fyrirtækið tapaði
tveimur togurum,“ segir Benedikt.
-RR
Stuttar fréttir
Fíknó í rannsókn
Dómsmálaráðherra ákveður í
dag hvort sérstök rannsókn fari
fram á samskiptum Fíkniefha-
lögreglunnar við þekktan, marg-
dæmdan eitursala, Franklín
Steiner að nafiii. Stöð 2 sagði frá.
ÍS í vanda
UTRF-fyrirtækið á Kamtsjatka
hefur sagt upp samstarfssamn-
ingi við íslenskar sjávarafúrðir.
Stjómendur ÍS telja uppsögnina
ólöglega. Fhnmtungur veltu ÍS
er bundinn í samningnum.
Ólöglegt fríkort
Neytendasamtökin telja að nýtt
fríkort Hagkaups og fleiri versl-
ana brjóti í bága við samkeppn-
islög og gera harðorðar athuga-
semdir við skilmála kortsins.
Vöruskiptin hagstæð
Vöruskiptin við útlönd vora
hagstæð í janúar. Flutt var út
fyrir 11,9 milljarða en inn fyrir
10,7. Verðmæti vöruútflutnings
var 49% hærra í janúar sl. en á
sama tíma í fyrra.
Kynslódaskipti illmöguleg
Stjóm Sambands sunnlenskra
sveitarfélaga hefúr áhyggjur af
mjólkurframleiðslu í héraðinu
og kynslóðaskipti og endumýj-
un sé illmöguleg þar sem rekst-
ur búanna standi ekki undir
kaupum nýrra eigenda.
Gleriö burt
Glerbyggingin utan á Iðnó verð-
ur fjarlægð, segir fonnaður
byggingamefndar Iðnó í Al-
þýðublaðinu.
Verður að hætta
75 ára gamall leigubílstjóri, sem
ekki hefur viljað hætta akstri,
er tilneyddur til þess samkvæmt
dómi. Heimilt er að framlengja
atvinnuleyfi leigubílstjóra til 75
ára aldurs en ekki lengur.
Mjólkin flæöir
Mjólk flæðir til Reykjavíkur og
fær Dagsbrún lltið að gert í mál-
inu sagði Stöð 2.
Enga Fljótsdalsvirkjun
Samtök sem stofiiuð hafa veriö
á Austurlandi vilja enga Fljóts-
dalsvirkjun og krefjast þess að
lög um hana verið felld úr gildi.
Stöð 2 sagði frá. -SÁ