Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997
3
DV
Fréttir PHILIPS
Smákaupmenn selja mjólk:
Sel aðeins
gömlu konun-
um í hverfinu
- segir Þorvarður Björnsson
Ýmsir smákaupmenn á höfuð-
borgarsvæðinu hafa farið austur
yflr fjall og keypt þar mjólk til að
selja í verslunum sínum. Dagsbrún-
armenn hafa ekki gert athugasemd
við það þó að smákaupmenn kaupi
mjólkina í nágrannasveitarfélög-
unum. Þorvarður Bjömsson, kaup-
maður og fyrrverandi knattspymu-
dómari, náði sér í 30 lítra af mjólk
frá Selfossi á sunnudagskvöldið.
„Það er mikil eftirspum eftir
mjólk og hún er gulls ígildi. Ég sel
hana bara gömlu konunum héma í
hverfinu sem eru mínir aðalvið-
skiptavinir," sagði Þorvarður en að-
eins nokkrir lítrar voru eftir hjá
Þorvarði í hádeginu í gær. -RR
Þorvaröur Björnsson, kaupmaður á Rauöarárstíg, meö mjólkina dýrmætu en
hann segist aöeins selja hana gömlu konunum í hverfinu. DV-mynd BG
Oddviti vanhæfur að áliti SÓLar:
Öll hans jörð seld
ríkinu ef álverið
mengar um of
Stjórn samtakanna SÓL í Hvaifirði
ákvað um helgina að fela lögmanni
sínum, fyrir hönd Lindu Samúels-
dóttur í Tungu, að kæra mat á um-
hverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs ál-
vers á Grundartanga til félagsmála-
ráðuneytisins. Forsenda kæmnnar
er meint vanhæfi Jóns Valgarðsson-
ar á Eystra-Miðfelli, oddvita Hval-
fjaröarstrandarhrepps, til að taka
þátt í afgreiðslu umsagnar hreppsins
um málið þar sem nokkmm dögmn
seinna hefði hann selt ríkinu hluta af
jörð sinni, um 90 hektara, fyrir 18
milljónir króna. í áliti Andra Áma-
sonar hæstaréttarlögmanns kemur
fram að salan geri Jón vanhæfan í
málinu vegna persónulegra hags-
muna hans af álverinu.
Ólafur M. Magnússon, formaður
Sólar, sagði í samtali við DV að
samtökin hefðu að auki þær upplýs-
ingar undir höndum um kaupsamn-
ing Jóns við ríkið að kæmu einhver
vandkvæði upp með álverið vegna
of mikillar mengunar eða af öðmm
toga þá væri ríkissjóður skuldbund-
inn til að kaupa alla jörðina af Jóni
á hlutfallslega sama verði og
skikinn var keyptxu- á. Ólafur sagði
að miðað við 18 milljónir fyrir 90
hektara þá væri þama um gífurleg-
ar fjárhæðir að ræða. Hann sagði
jörð Jóns vera um 500-600 hektarar
að stærð þannig að mögulegt verð
fyrir hana alla yrði í kringum 100
milljónir
Stjóm Sólar hefur jafnframt
ákveðið að höfða ógildingarmál fyr-
ir dómstólum vegna mnrædds mats
á umhverfisáhrifum enda telur hún
að álit hreppsnefndarinnar hafi veg-
ið þungt þegar matið var staðfest.
„Mín viðbrögð eru engin eins og
er þar sem hvorki ég né hrepps-
nefndin höfum fengið erindið form-
lega í hendur,“ sagði Jón Valgarðs-
son við DV.
Þá ætla Sólarmenn að beina
ákveðnum þáttum málsins til um-
boðsmanns Alþingis þar sem aðal-
skipulagi svæðisins var breytt úr
smáfyrirtækjasvæði með 10-15
starfsmönnum í stærsta stóriðju-
svæði lands. Einnig vilja samtökin
að umboðsmaður fari yfir starfsemi
Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneyt-
isins þar sem hún sé bæði orku-
kaupi og -sali og vinni fyrir hönd
orkukaupa. -DVÓ/bjb
Löggan tók bílinn og pítsurnar
Pítsusendiil frá Pizzahúsinu var
frekar seinheppinn sl. fóstudag þeg-
ar hann var að sendast með pítsu í
hús við Bergstaðastræti.
Sendillinn stökk inn með pítsuna
en skildi bílinn eftir í gangi fyrir ut-
an. í bílnum voru tvær pítsur sem
áttu að fara annað. Þegar hann kom
aftur út var bíllinn horfinn. Sendill-
inn hringdi þá á lögregluna og til-
kynnti að bílnum hefði verið stolið.
Kom þá í ljós að laganna verðir
höfðu tekið bílinn til að veita hon-
um áminningu fyrir að skilja bílinn
eftir í gangi.
Sendillinn sótti bílinn síðan nið-
ur á lögreglustöð og fékk pítsumar
einnig til baka.
14“ Sjónvarp m/innbyggðu
myndbandstæki
• ACI sjálfvirk innstilling rása
• Textavarp
• Barnalæsing
• ShowView™/ Videoplus™
PhÍlÍpS AZ1508
24.985
kr.
FERÐATÆKI MEÐ GEISLASPILARA
• 100 W PMPO magnari
• Hátalarakerfi m/bassaendurvarpi
• Fjarstýring
• Slembival
• Stafræn hljóðstjórn: Jazz, DBB o.a.
• Incredible Sound - ofurhljómurinn
frá Philips
Sanyo mcdz?
15.900 kr.aft . •'
FERÐATÆKI
MEÐ GEISLASPILARA
• 20 W PMPO
• Tónjafnari
• Lagaminni á geislaspilara
AZIOÖÖ
16.900 kr.
ÚTVARPS-OG KASSETTUTÆKI
MEÐ GEISLASPILARA
• 30 W PMPO
• Forritanlegur geislaspilari
7/jmiiim ejtir ji
L
erminaaroornunum
!
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO
http.//www.ht.is
umboðsmenn um land allt