Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997
Útlönd i>v
John Major boðar til kosninga í Bretlandi 1. maí:
Tony Blair fær stuðn-
ing helsta æsiblaðsins
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, hvatti kjósendur til að
„hoppa ekki út í sortann" í kosning-
unum sem hann hefur boðað til
þann 1. maí með því að kjósa Verka-
mannaflokkinn undir forustu Tonys
Blairs.
Kosningabaráttan byrjaði hins
vegar ekki vel hjá Major því út-
breiddasta æsiblað Bretlands, Sun,
lýsti yfír stuðningi sinum við Tony
Blair. Blaðið sagði hins vegar um
íhaldsflokk Majors að hann væri
„þreyttur, klofinn og stjórnlaus".
„Þjóðin þarfnast leiðtoga sem hef-
ur framtiðarsýn og hugrekki og get-
ur veitt henni innblástur og kynt
Israelsmenn
hefja fram-
kvæmdir í dag
Blaðafulltrúi Benjamins Net-
anyahus, forsætisráðherra ísra-
els, tilkynnti í morgun að jarð-
ýtuvinna vegna smíði íbúða fyr-
ir gyðinga í arabíska hluta Jer-
úsalem hæfist í dag.
Yasser Arafat, forseti Palest-
ínu, hafnaði í gær beiðni Net-
anyahus um viðræður. „Ef
Palestínumenn vilja deilur þá
erum við búnir undir það,“
sagði ísraelskur embættismað-
ur í morgun um neitun Arafats.
Palestínumenn sögðu Arafat
hafa hafnað viðræðunum til að
forðast að menn drægju þá
ályktun að Frelsissamtök
Palestínu hefðu á einhvern hátt
samþykkt byggingaframkvæmd-
irnar.
ísraelsmenn tilkynntu í gær
að þeir hefðu eflt varnir sínar á
Vesturbakkanum og á Gasa-
svæðinu til að koma í veg fyrir
ofbeldi Palestínumanna vegna
framkvæmdanna.
Mál landflótta
hugmynda-
fræðings leyst
Kínversk yflrvöld tilkynntu í
morgun að mál Hwangs Jang-
yops, hugmyndafræðingsins frá
N-Kóreu sem leitaði hælis í
sendiráði S-Kóreu í Peking,
væri leyst. Greint var frá því að
kínversk yfírvöld myndu gefa út
nánari yfirlýsingu síðar. Hátt-
settur embættismaður í her Fil-
ippseyja sagði að Hwang hefði
verið meðal fíögurra farþega
sem komu til Clark-herstöðvar-
innar frá Xiamen í Kína.Reuter
undir ímyndunarafli hennar. Sun
telur að sá maður sé Tony Blair,“
sagði í blaðinu í morgun.
Ritstjórar Sun, sem selst í fíórum
milljónum eintaka á degi hverjum,
gortuðu af því á sínum tíma að
stuðningur þeirra við John Major í
kosningunum 1992 hefði ráöið úr-
slitum en íhaldsflokkurinn naut
minni stuðnings í könnunum en
Verkamannaflokkurinn skömmu
fyrir kosningamar.
Ihaldsmenn voru borubrattir í
gær, þrátt fyrir umskiptin hjá Sun,
og sögðust vissir um að flokkurinn
mundi fara með sigur af hólmi í
vor, í fimmta sinn í röð. Slíkt hefur
Sali Berisha, forseti Albaníu, tjáði
í gær sendifulltrúum frá Evrópusam-
bandinu að land sitt þyrfti matvæli,
lyf og lögregluaðstoð til að koma aft-
ur á lögum og reglu. Sendinefndin
hitti einnig Bashkim Fino forsætis-
ráðherra við komuna til Albaníu.
Nefndin á að meta hvernig hægt
verður að aðstoða ráðamenn lands-
ins við að binda enda á óeirðirnar.
aldrei gerst
áður.
Skoðana-
kannanir að
undanfómu
benda hins veg-
ar til annars og
í könnun sem
birtist í blað-
inu Daily Tel-
egraph í morg-
un hefur
Verkamanna-
flokkurinn 28
prósentustiga forskot. Enginn flokk-
ur hefur haft jafn mikið forskot við
upphaf kosningabaráttunnar.
Utanrikisráðherrar Evrópusam-
bandsins hafa hafnað beiðni Berisha
um hernaðaríhlutun.
ítalska strandgæslan bjargaði í
gær yfír 800 Albönum úr skipi sem
haföi strandað. Alls komu rnn 1500
flóttamenn frá Albaníu til ítölsku
hafnarborganna Brindisi og Otranto
í gær og fleiri em á leiðinni. Banda-
ríski sjóherinn bjargaði 85 Albönum
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
mætti til vinnu i hjólastól í gær en
hann gekkst undir aðgerð á hné á
föstudag vegna slitinnar sinar. Tals-
maður Hvíta hússins sagði forset-
ann ekki mikiö þjáðan. Hins vegar
hefði hann verið með strengi í efri
hluta líkamans eftir æfingar á
sunnudaginn.
Ekki er ljóst hvort forsetinn þarf
að styðjast við hækjur þegar hann
hittir Borís Jeltsín Rússlandsforseta
í Helsinki í Finnlandi síðar í vik-
unni. Jeltsín stríddi í gær Clinton
vegna meiðslanna og sagði að hlut-
imir hefðu snúist við, nú væri það
Bandaríkjaforseti sem væri veikur
en ekki hann sjálfur. Jeltsín gat
Major er þekktur baráttujaxl og
hann hafði ekki fyrr tilkynnt kosn-
ingadaginn en hann fór að reyna að
vinna kjósendur á sitt band. Forveri
hans í embætti, Margaret Thatcher,
lýsti einnig yfir heils hugar stuðningi
við Major en oft hefur andað köldu á
milli þeirra.
„Verið með okkur og John Major
þar til við komum í mark,“ sagði
Thatcher við fréttamenn fyrir utan
skrifstofu sína í Lundúnum.
Ýmislegt bendir til að kosningabar-
áttan muni einkum snúast um per-
sónuleika leiðtoga stóru flokkanna
tveggja og að stefna þeirra verði látin
liggja milli hluta. Reuter
af tveimur strönduðum skipum á
Adríahafi á sunnudaginn. Alls hafa
6000 Albanar flúið til Ítalíu í þessum
mánuði.
Verslanir í Tirana, höfuðborg Al-
baníu, voru opnaðar á ný í gær en
þær hafa verið lokaðar í næstum
viku vegna óeirða. Opinberir starfs-
menn hlýddu kalli yfirvalda og
snem til vinnu í gær. Reuter
þess jafnframt að ekki stæði til að
gefa eftir á leiðtogafundinum.
Þó svo að Clinton taki það fremur
rólega núna hitti hann Jevgení
Primakov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, síðdegis í gær og ræddu þeir
nokkur atriði til rmdirbúnings fund-
inum í Helsinki.
William Cohen, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, hitti Prima-
kov um helgina og ræddu þeir
stækkun Atlantshafsbandalagsins.
Að sögn Cohens vora viðræðurnar
jákvæðar þrátt fyrir að Jeltsín hafi
lýst yfir andstöðu sinni við áætlan-
imar um stækkun Atlantshafs-
bandalagsins í austur. Reuter
Úrgangur kominn
Breskt flutningaskip með
kjarnorkuúrgang frá Frakklandi
lagðist að bryggju í norðurhluta
Japans í morgun. Kjarnorkuand-
stæðingar voru á hafnarbakkan-
um og létu óánægju sína í ljós.
Ekkert gengur enn
Gíslatakan í sendiherrabústað
Japans í Perú hefur nú staðið i
þrjá mánuði og er enn langt í að
lausn finnist. Gíslarnir eru 72.
Hillary í Afríku
Hillary Rod-
ham Clinton,
forsetafrú í
Bandaríkjun-
um, fór frá
Senegal til Suð-
ur-Afríku í gær
en hún og Chel-
sea, dóttir
hennar, eru á
sex landa ferðalagi um Afriku.
Mæögurnar heimsóttu m.a.
gamla þrælaeyju í gær.
Sprengt í París
Lögreglan í Paris hefur engar
vísbendingar til að fara eftir i
leit sinni aö þeim sem komu fyr-
ir sprengju við mosku frjáls-
lynds múslímaklerks í gær.
Tilnefning afturkölluð
Clinton Bandaríkjaforseti
féllst á að afturkalla tilnefningu
Anthonys Lakes í embætti for-
sfíóra leyniþjónustunnar CIA.
Díana hjá Mandela
Díana
prinsessa hitti
Nelson Mand-
ela, forseta Suð-
ur-Afriku, í
gær og að sögn
hennar ræddu
þau einkum um
alnæmi. Díana
lýsti þvi yfir
eftir fundinn að það hefði verið
mjög gaman að hitta Mandela.
Limur á flugi
Afbrýðisöm eiginkona í
Taílandi sneið af lim eiginmanns-
ins og batt við helíumfyllta
blöðru sem hún sleppti síðan.'
Chirac í Argentínu
Jacques Chirac Frakklandsfor-
seti er í Argentinu til að reyna
að auka viðskipti milli landanna.
í ilmvatnsfarmi
Ellefu ólöglegir innflytjendur
frá N-Afríku létu lífið og sjö slös-
uðust þegar vörubíl hvolfdi á
Spáni. Innflyfiendurnir fóldu sig
innan um ilmvatnsfarm.
Einræktun bjargar
pöndu
Kínverskir erfðafræöingar
telja aö einræktun geti orðið til
að bjarga pandabirninum sem er
í útrýmingarhættu.
Varar við silkitjaldi
Poul Nyrup Rasmussen, for-
sætisráðherra
Danmerkur,
hvatti í gær
Evrópusam-
bandið til að
bjóða öllum
þeim löndum
sem óska aðild-
ar að hefía við-
ræður samtím-
is og forðast „silkitjald" sem
myndi valda því að sum ríki
yrðu út undan.
Fylgi Mobutus
minnkar
Fylgi Mobutus Saírforseta
minnkar hratt. Sfíómin vísar þó
á bug orðrómi um hættu á
valdaráni. Mikil spenna ríkir í
höfuðborg Saír og þora íbúar
vart út á kvöldin.
Mafíósar handteknir
ítalska lögreglan handtók
nokkra rússneska mafiósa á hót-
eli á skíðastaðnum Madonna di
Campiglio og fleiri stöðum.
Auglýsing frá samgönguráðuneytinu vegna þess
að ferðaskrifstofan GCI á íslandi ehf. hefur iagt
inn leyll sitt til ferðaskrifstofureksturs.
Ferðaskrifstofan GCI á íslandi ehf., kt. 670996-2129, hefur lagt inn
leyfi sitt til ferðaskrifstofureksturs.
Vegna þeirrar starfsemi var lögð fram trygging að upphæð 1 milljón
króna, en samkvæmt lögum um skipulag ferðamála nr. 117/1994 er
trygging ætluð til endurgreiðslu fjár sem greitt hefur verið ef til
rekstrarstöðvunar kemur.
Þeir sem telja sig eiga kröfur á hendur fyrirtækinu eiga þess kost að
lýsa kröfum sínum vegna þessara viðskipta fyrir 17. apríl nk.
Kröfulýsing skal send Samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsi við
Tryggvagötu, 150 Reykjavík. Með kröfulýsingu skal fylgja frumrit
greiðslukvittunar og farmiði auk upplýsinga um kröfuhafa.
Samgönguráðuneytið 17. mars 1997.
Uppreisnarmaður reynir aö stöðva albanska móður sem reynir að flýja land meö barn sitt. Hundruö Albana reyndu
í gær aö komast um borð í litla báta til aö komast úr landi en án árangurs. Albanska mafían er sögð krefjast nálægt
18 þúsundum íslenskra króna fyrir farið til Ítalíu. símamynd Reuter
Berisha biður um matvæli,
lyf og lögregluaðstoð
Tony Blair í
góðum málum.
Jeltsín stríðir Clinton og
hyggst ekki gefa neitt eftir