Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 Spurningin Ætlar þú aö fara eitthvert um páskana? Sigurður Sigurðsson:Ég er ekki búinn að ákveöa það. Rúnar Þór Ingvarsson raf- virki:Ég ætla í BláijöLL á skíði. Gunnar Bjarnason, starfsmaður á Sjúkrahúsi ReykjavíkunNei, ég ætla að vera heima. Linda Jónsdóttir, starfsmaður hjá Securitas:Nei, ég ætla að eyða þeim heima hjá mér. Sveinn Lúðvik Björnsson tón- skáld: Já, ég ætla að fara norður í Skagafjörð. Hjörleifur Kristjánsson netamað- ur:Ég fer í fermingarveislu um páskana. Lesendur_______________ Reglugerðarskortur veldur ekki slysum Friðrik Sigurðsson skrifar: Þegar hörmuleg slys ber að hönd- um eða aðrar hörmungar, hvort sem er á sjó eða á landi, þá fylgir í kjölfarið mikil og langvinn umræða um hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir óhöppin með einhveijum hætti. Það er eins og menn ranki fyrst við sér þegar óhöppin hafa rið- ið yfir. Ýmist er reynt að finna sökudólg með skjótum hætti, borið við skorti á reglugerðum, þá van- hæfi embættismanna og yfirvalda og loks krafist allsherjar endurskoð- unar á málunum. - Oftast er ekkert af þessu orsök hörmulegra óhappa, eða náttúruhamfara sem dynja yfir eins og hendi sé veifað. Sjóslys eru oftar en ekki nánast óútskýranleg og sjópróf upplýsa sjaldan orsakir slysanna. Náttúru- hamfarir gera afar sjaldan boð á undan sér, en bjarga má dauðum hlutum frá eyðileggingu ef svo ber undir. Slys á mönnum verða hins vegar alltaf svo óvænt og menn svo óundirbúnir að mæta dauðsfollum ástvina og ættingja, að það er næst- um ómannlegt að ætlast til að breyttar reglugerðir komi í veg fýr- ir mannskaða. En það má reyna. Og það er sífellt reynt að finna blóraböggul fyrir hverju óhappinu eftir annað, hverj- um hörmungunum eftir aðrar. Þvi miður er alltof miklum tíma eytt í þessa leit. Venjulega liggur í augum uppi hvaða ráðstafanir gera þarf t.d. í einu byggðarlagi, gegn snjóflóðum, hvaða öryggistæki eiga að vera um borð í bátum og stærri skipum. Allt hlutir sem löngu er ýmist búið að finna upp eða lögbjóða að nota. Það segir sig t.d. sjálft að í fiski- eða fraktskipi er lögboðið að hafa fullkominn björgunarbúnað og að hann sé reglulega yfirfarinn. Sama má segja um snjóflóðavarnir í byggðum undir fjallshlíðum. Um allan hinn vestræna heim a.m.k. er löngu búið að finna upp og koma í notkun viðhlítandi vörnum fyrir óvænt snjóflóð. Við getum litið til Sviss, Noregs og Ítalíu, þar eru þess- ar vamir taldar sjálfsagðar og menn þekkja þær. Alþingi þarf því ekki að efna til utandagskrárumræðna í andar- teppustíl til að kryfja tilfallandi sjó- slys eða önnur óhöpp. Síst af öllu þegar niðurstaðan verður ekki önn- ur en sú, að biðja um nýjar reglu- gerðir. Aukinheldur sem þettá á ekki að vera verkefni Alþingis. Þjóðfélagið er uppfullt af stofnun- um sem hafa það hlutverk að við- halda og endumýja reglugerðir og sjá um að þeim sé fylgt eftir. Það er reyndar orðið óþolandi að alþingis- menn láti hvaða mál sem upp á ber í þjóðfélaginu til sín taka. Við ís- lendingar ættum að vera orðnir nægilega þroskaðir til að taka áfoll- um með meira jafnaðargeði en raun ber vitni. Lög og reglugerðir em nægar, en á skortir að taka tillit til þeirra og lifa með þeim. Strandgóss upp á gamla mátann Kjartan skrifar: Þegar þetta er skrifað em á milli 75 og 80 gámar komnir á land úr strandskipinu þýska sem sigldi á vegum Eimskipafélags íslands. Og landeigendur við sandana kreijast nú strandgóssins upp á gamla mát- ann og engar refjar. Þeir vilja líka fá hreinsun á sandinum sér að kostnaðarlausu. En strandgóssið vilja þeir fyrir sig. Svona hefur þetta verið allar göt- ur frá því skip tóku að stranda við suðurströndina. Það var talað um „gott strand“ eða „lélegt" strand. Góð strönd skiluðu miklu af vín- anda og miklu timbri til bygginga og kopar til að selja. Landeigendur sem eiga fjörurnar á slóðum Vikartinds gera kröfur um að allt sem á land berst sé þeirra eign. Draslið sem ekki nýtist mega ríkið eða þýskarar kosta hreinsun á. Hér hefur ekkert breyst. Skip- strand verður ávallt talin mikil bú- bót fyrir viðkomndi jarðareigendur, hvað sem líður harmleiknum sem skipstrand ávallt er. - Og sannið til, skipstrand Vikartinds er ekki út- rætt af hálfu þeirra sem sjá fundið fé á söndunum. Rándýr kristnitökuhátíð út í hött Sérstakt battirf meö tilheyrandi er bruöl og flottræfilsháttur, segir hér m.a. Magnús Magnússon skrifar: Mér er óskiljanlegt þegar ráða- menn hér taka sig til og stofna til einhvers (nánast upp á eigin spýt- ur) t.d. hátíðarhalda, minningarat- hafnar, eða hvers annars, rétt eins og það sé bara fyrirhafnarinnar vegna - og kostnaðarins að sjálf- sögðu. Núna er ég með kristnitökuhátíð- ina árið 2000 í huga. Hverjum kem- ur þessi rándýra hátíð að gagni? Og dýr verður hún, því það hefur jú komið fram í viðtali við forstöðu- mann hátíðarinnar sjálfan. Og svo á eftir að rifast um hvort rétta árið sé árið 2000 eða árið 2001, því það er sígilt deilumál hér á landi hvenær áratugur hefjist. Já, var kristni lög- leidd hér árið 1000? En að setja upp sérstakt battirí með framkvæmdastjóm og tilheyr- andi fyrir einhverja svona hátíð á Þingvöllum sem er, að mínu mati, dæmt til að mistakast, það er ekkert annað en bruðl og flottræfilsháttur af íslenskum ráðamönnum. Og það þótt búið sé að bæta við einni þing- konu og einum kvenpresti! Þeirri breytingu á nefndinni hefur lítt ver- ið haldið á lofti í fréttum! Ég skora á alla núverandi ráðherra að falla frá fyrirhugaöri hátíð. Hún hefur ekkert gildi fyrir núlifandi íslend- inga. DV Erlend rraillj- arðalán ríkisins Hallgrímur skrifar: Mér finnst lítið vera rætt um nýlega erlenda lántöku ríkisins upp á 6,3 milljaröa króna, sem fer eingöngu í að borga niður eldri lán og vexti af þeim. Að vísu las ég frétt um þetta í Morg- unblaðinu fyrir svo sem tveimur vikum, en engin frekari um- ræða. Það eina sem hér þykir fréttnæmt er hvað ríkið fær „góð kjör“ á lánunum! Það er eins og við þurfum ekki að borga þetta. Hér er auðvitað flotið að feigðar- ósi og treyst á guð og lukkuna eins og ávallt áður. Það er ekki ábyrg stjórnsýsla. Fordæmið kyn- systur ykkar S.G. skrifar: í Þjóðarsálarþætti hinn 6. mars sl. sátu ábyrgir feður fyrir svörum. Athygli mína vakti aö mæður voru ósáttar við afskipta- lausa bamsfeður þeirra. Ég vil benda þessum konum á að byrja á því að fordæma kynsystur sin- ar og stjómsýsluna sem hamlar bami að umgangast föður sinn. Því í ósköpunum eiga þeir feður sem vflja sinna skyldum sínum að falla undir sama hatt og hinir óábyrgu? Konur, snúið blaðinu við og leggið ábyrgum feðrum lið og fordæmið ofbeldiö á bömun- um sem haldið er í gíslingu af mæðmm, sem eru kennarar, ófaglærðar, virtar konur og kon- ur úr öllum inögulegum stéttum. Ábyrgir feður eiga erfitt með að skilja afskiptaleysi þeirra feðra sem konurnar töluðu um. 70 ár í lífeyris- greiðslur Jóhannes hringdi: Er þaö ekki með eindæmum að lífeyrissjóðir flestra stéttarfé- laga hér á landi skuli hafa kom- ist upp með að breyta töku líf- eyris með fullum réttindum þannig að hún miðist við 70 ár, en ekki 67 eins og áður var? Ég man hins vegar ekki hvemig þessi breyting kom til, hvort hún þurfti samþykkis Alþingis eða hvort herrni var bara hespað af hjá stjómum lífeyrissjóðanna. En einu gildir, þvi hér er á ferð dæmalaus gjömingur og óréttlát- ur fyrir þá sem eiga fé til elliár- anna í sjóðunum. Margir vilja hætta störfum löngu fyrir 70 ára aldursmarkið en geta ekki hætt sökum þeirra ákvæða að þá er dregið af greiðslunum fyrir hvert ár, frá 65 ára aldri. - Þetta mættu þingmenn taka upp og ræða opinberlega. Sakna Davids Lettermans Unnur skrifar: Ég er ein þeirra sem horfði mikið á Fjölvarp Stöðvar 3 og þótti það góð viðbót sjónvarps- efiiis, því ekki er á Sjónvarpið að stóla í fjölbreyttu efni. Lengi vel gat maður horft á þætti Davids Lettermans fimm daga vikunn- ar. En nú er sú tíð liðin. Ég skora á Stöð 2 eða Sýn að taka tillit til okkar sem áður höfðum Stöð 3 og senda út þættina með David Letterman. Þeir eru aldeil- is frábærir. Forstöðukonan utangátta? Hólinfríður hrmgdi: Ég er undrandi á því ef for- stöðukonan á leikskólanum á Hörðuvöllum hefur ekkert vitað um „límbandsmálið" fyrr en það dúkkar upp i fjölmiðlum. Þrir starfsmenn tengjast málinu, en hún veit ekkert! Hafi forstöðu- konan ekki vitað neitt hvað ger- ist á hennar stofnun, þá er hún heldur ekki hæf til að hafa með höndum forstöðu á svona stofn- un.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.