Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Side 11
JLJ\Í' ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997
‘ Himneskur hljómur
1
i
i
i
t
i
i
i
i
i
t
i
„Maður kemst nær
himnaríki," sagði kona
við mig eftir að hafa
hlustað á söng
Mótettukórs Hallgríms-
kirkju og Schola
cantorum á tónleikum í
Hallgrímskirkju á
sunnudag. Það var boð-
unardagur Maríu, og
voru tónleikamir helg-
aðir henni og nefndir
María og krossinn.
Schola Cantorum
söng þrjú responsoria
eftir Carlo Gesualdo.
Gesualdo hefur í seinni
tíð fengið mikla athygli
fyrir sjúkt sálarlíf og
morð á eiginkonu sinni,
en það sem mestu skipt-
ir er að tónlist hans er
mögnuð og ótrúlega ný-
stárleg miðað við aldur.
Ómstríðir hljómar og
skemmtilega kryddaðar
kadensur eru einkenni
þessarar tónlistar, með
spennu og togstreitu
sem á endanum fær þó
lausn og frið.
Móðir horflr á bam
sitt deyja. Getur tónlist
endurspeglað svo nötur-
legan harm? í Stabat
mater segir skáldið frá
Maríu við krossinn og
ávarpar hana svo í líkn-
arbæn. Ótal tónskáld hafa samið tónlist við
Stabat mater en Schola cantorum flutti verk
eftir endurreisnarmeistarann Giovanni Pi-
erluigi da Palestrina. Tónlist Palestrina leið
fram unaðslega áreynslulaust; hljómræn og
friðsæl. Himneskur hljómur tveggja kóra
Schola cantorum ómaði um kirkjuna, tær,
hreinn og fagur.
Það var spennandi að heyra tvö verk eftir
eistneska tónskáldið Arvo Párt; sjö antifóna,
eða andstef um Magnificat, og svo Lofsöng
Maríu, Magnificat. Andstefin eru afar erfið í
flutningi, krefjast mikils af kómum; og sjald-
gæft er að heyra svo vítt raddsvið í einu
verki. Tvíundir em áberandi tónbil í þessu
verki, og er ein rödd gjarnan látin liggja á
Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld.
Tónlist
Bergþóra Jónsdóttir
sama tóni, meðan hinar raddimar máta
hljóma við. Uppbygging verksins var áhrifa-
mikil; í fyrstu er kyrrðin ríkjandi og djúpur
bassi; ffamvinda verksins er hljómræn og
mild, en þvi lýkur á sterkum hljómi þar sem
sópraninn er á tóni einhvers staðar langt yfir
velsæmismörkum.
Lofsöngur Maríu, Magnificat, er þekktara
verk; ákaflega fallegt. Einfaldleikinn ræður
ríkjum, og sem fyrr einkennist framvindan af
hljómrænu ferli. Mestallt
verkið er sungið mezzo-
piano, meðalveikt, í þétt-
um hljómum. Eins og
með Stabat mater er
þetta verk eitt ótal-
margra við sama texta.
Margir þekkja Magnific-
at Bachs, en hér er ólíku
saman að jafha; verkin
eins og svart og hvítt þótt
textinn sé sá sami. Part
er eiginlega fornari en
Bach og sækir í smiðju
endurreisnartónskáld-
anna.
Lokaverk tónleikanna
var Te deum, nýtt verk
eftir Hjálmar H. Ragnars-
son, pantað af Norræna
tónlistarráðinu, Nomus,
og samið fyrir sænska
kammerkórinn
Hagerstens Motettkör.
Hér er enn eitt dæmi um
verk sem samið er við
texta sem mörg tónskáld
hafa nýtt sér. Verk
Hjálmars stendur á göml-
um merg eins og verk
Párts, þótt segja megi að
Hjálmar sæki meira í
smiðju barokktónskáld-
anna en Part. Það er líka
meira að gerast i verki
Hjálmars og margvíslegri
stílbrögðum beitt. Þar
skiptast á hljómrænir
kaflar og pólýfónískir með fúgiun í anda
barokkmeistaranna.
Hjálmar þekkir hljóðfærið kór og semur
vel sönghæfa tónlist sem hljómar fallega. Te
deum er hljómfagurt og afar þýtt verk sem á
án efa eftir að hljóma víða.
Kóramir í Hallgrímskirkju eru með bestu
kórum sem við eigum; ef ekki þeir allra
bestu. Mótettukórinn hefur lengi verið þekkt-
ur að fáguðum og fallegum söng, og nú hefur
kammerkórinn Schola cantorum bæst við,
öflugur og öruggur. Kóramir hafa á að skipa
fyrsta flokks söngfólki og með jafn vönduðum
undirbúningi af hálfu kórstjórans, Harðar
Áskelssonar, og góðu efnisvali, verða þessir
kórar áfram í fararbroddi.
DV-mynd ÞÖK
>
>
5
>
I
>
>
i
I
I
>
I
Það hefur verið hálf-
tristur tónn í þjóðinni
að undanfömu og ekk-
ert skrýtið við það.
Stórsjóslys, illviðri og
verkföll í undirbún-
ingi. Ekkert bólar á
vori, mjólkur- og bens-
ínleysi fram undan.
Það gæti verið fróð-
legt fyrir fólk að sjá í
sjónvarpi dálitla upp-
rifjun á síðasta alls-
herjarverkfaili. Nú er
kynslóðin að verða
fullorðin sem þá var
litlir krakkar. Ríkisút-
varpið fékk að senda út
veðurspá fjórum eða
fimm sinnum á dag,
annað var ekki að hafa.
Fjölmiðlaleysið í
stóra verkfallinu hér
um árið fór ákaflega
illa i fólk, mig minnir
að það hafi verið verst.
Það var setið um þess-
ar veðurfréttir og þeg-
ar þær vora búnar þá horfði maður á radíóið
og bað það að halda áfram, „gerðu það, haltu
áfram, bcira smá eitthvað, allt nema þessi
þögn“. Svo man ég eftir eldfiöruga harmón-
ikkulaginu sem útvarpið spilaði þegar verk-
falli var loksins aflýst. Það er eiginlega full
ástæða til þess að rifia þær einkennilegu vik-
ur upp!
Það sem mér þótti skemmtilegast í íslenska
fiölmiðlaheiminum í vikunni sem leið var
eintak af timaritinu Mannlífi. Segja má að
það hafi verið lesið upp til agna og átti það
líka skilið. Þama er á ferðinni „nýtt“ rit und-
ir gamla, góða nafninu. Blaðið er vel skrifað,
skemmtilega upp sett og fullt af góðu og
áhugaverðu lesefni, laust við að vera tilgerð-
Vörubílstjórar bíöa eftir að verkfall leysist 1974.
Fjölmiðlar
Sigríður Halldórsdóttir
arlegt og ekki verið að herma eftir einhveij-
um víðlesnum, útlenskum metsölublöðum.
Og það fylgdi meira að segja vellyktandiprufa
með.
Ég hef heyrt að margir fagni nýju blóði í
tímaritaútgáfúnni. Af öðra góðu og gæfulegu
í fiölmiðlunum er nýr viðtalsþáttur Jóns
Baldvins Hannibalssonar við hina og þessa
mektarmenn á Stöð 2. Þetta em ansi fróðleg-
ir þættir og auðvitað stjómað af kunnáttu-
manni í faginu; fyrir vikið er þetta bráðá-
heyrilegt.
Stundum er dálítið pirrandi þegar sjón-
vörpin tilkynna ekki dagskrárbreytingar.
Eiginlega er það sjálfsögð kurteisi við kúnn-
ana. Hvar em til dæmis heimildarmyndimar
um ísland sem var hald manna að ættu að
vera á dagskrá síðastliðna sunnudaga á RÚV?
Og afhverju skellti Stöð 2 þættinum „Sixty
Minutes" á allt annan dag og tíma hérna um
daginn? Fólki hættir nefnilega til að vera
fýlugjarnara út í sjónvarpsstöðvar og þeirra
dagskrá en flest annað og særist oft óeðlilega
djúpt út í þessa miðla.
irifenning
•k ~k
11
Ólafur átti greinina
Greinin Hugmyndafræði formsins á menn-
ingarsíðum DV í gær - um myndlistarsýn-
ingar Sólveigar Aðalsteinsdóttur í Listasafni
ASÍ og Sigrúnar Ólafsdóttur í Gerðarsafiii -
var ómerkt. Hún er að sjálfsögðu eftir mynd-
listargagnrýnanda blaðsins, Ólaf Gíslason, og
er beðist velvirðingar á þessari klaufsku.
Oft vex leikur af litlu
Við náðum í fúnandi spennta Kfnafara á
Leifsstöð í gærmorgun, rétt ófama upp í flug-
vél. Alls eru um tuttugu manns í ferðinni -
listamenn, blaðamenn og kvikmyndagerðar-
menn - „Ég held að við séum akkúrat tutt-
ugu með sellóinu hans Gunn-
ars Kvaran“, segir Guðmund-
ur EmUsson hljómsveitar-
stjóri, „gríðarlega fallegur
„ flokkur manna.“
s^m Þetta verður íslensk
w m menningarinnrás. Atli
Heimir Sveinsson mun
leiða Kinverja í aUan
sannleika um íslenska
tónlist, Sigurður Páls-
son heldur fyrirlestur
um íslenskar bókmenntir, Stefán
Baldursson um islenska leiklist og Kristín
Jóhannesdóttir um íslenskar kvikmyndir.
En stærsti viðburðurinn er frumsýning á ís-
lenskri óperu, eins og áður hefur verið getið
hér á síðunni, Tunglskinseyjunni eftir Atla
Heimi Sveinsson. Það er einsdæmi að ís-
lenskt verk sé frumflutt svona langt að heim-
an, en líka er mál manna að ekki hafi það oft
gerst áður að vestræn ópera sé
frumsýnd í Kína.
„Oft vex leikur af litlu, hugs-
aði ég i morgun þegar ég svip-
aðist um í fullri rútu af fólki
og tækjum," sagði Guðmund-
ur. „Ég fór í könnunarleið-
angur til Kína fyrir réttu
ári, skoðaði aðstöðu og tal-
aði við alla helstu menn-
ingarforkólfa í Peking ^.
með milligöngu sendi- aátt/ln
ráðsins. Ég sagði þeim n
að mig langaði til að frumflytja
þessa ópem á sviði hjá þeim - og þetta er
árangurinn!"
Kínverjar taka á móti hópnum og eru gest-
gjafar hans, leggja til rútu og túlk og aðstöðu
i splunkunýju húsi, Leikhúsi hinna mörgu
torga, sem sagt er að sé glæsilegasta leikhús
í borginni. Þar verður Tunglskinseyjan sýnd
laugardaginn 22. mars.
Gamaldags ástarsaga
„Ég er mátulega spenntur en það er mjög
gaman að þessu,“ segir Atli Heimir sem nú
kemur i gemsann, og flugvélin að hita sig
upp á bak við hann. „Þetta hefur verið lengi
í bígerð og við emm búin að fara um Þýska-
land með þetta verk í konsertuppfærslu.
Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir og Sigurð-
ur Pálsson sem samdi librettóið
er sögumaður á sviðinu. Guð-
mundur Emilsson hefur verið
ljósmóðir verksins og fæðing-
arlæknir og nú stýrir hann
hljómsveitinni og er list-
rænn umsjónarmaður fyr-
irtækisins."
Sviðsuppfærsla óper-
unnar er frumsýnd í
Kina en í vor verða á
henni fimm sýningar í
Þjóðleikhúsinu.
„Svo er ég að ljúka við næstu ópera,“ bæt-
ir Atli Heimir við. „Hún er við norskan texta
og fiallar um listmálarann Hestervik, þeirra
Kjarval. Þeir vissu aldrei hvort hann var
snillingur eða klikkaður og
vissu aldrei hvort hann var
fúskari eða brautryðjandi.
Það er ekki komið á hreint
hvar hún veröur frumsýnd,
en það gæti vel orðið í Nor-
j egi.“
Hestervik verður fiórða
ópera Atla Heimis. Fyrst
var Silkitromman, þá
Vikivaki sem var fram- Atn ,
'elris.
sýndur samtímis í sjón- son. Heln>lr
varpi á öllum Norðurlönd-
um og nú Tunglskinseyjan sem er
„gamaldags ástarsaga“ með orðum Atla, frá
því fyrir landnám. Hún gerist á hafi úti og í
I Breiðafiarðareyjum og það eru miklar sjávar-
| myndir í tónlistinni. Á mUli kom Tíminn og
vatnið, þriggja tíma tónverk við ljóöaflokk
Steins Steinars, sem var flutt á listahátíð fyr-
ir þrem áram.
(Jmsjón
Silja Aðalsteinsdótdr