Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Page 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997
Tískutöskur
Jónína Bjartmarz, lögmaður og formaður Heimilis og skóla:
Perluskreyttar handtöskur er
nýjasti stíllinn, hvort sem perl-
urnar eru úr plasti, gleri eða
öðrum gljáandi gerviefhum.
Flottastar og auðvitað
dýrastar eru þær
sem eru úr ein
hverju fínna. Til
eru töskur úr
Swarovski
kristal frá Aust-
urriki með áferð
eins og litlu krist-
alhlutirnir sem
margar konur hafa
safnað hérlendis. Sagt er að
Emma Thompson hafi haldið
fastar um perlutöskuna sína en
óskarinn í fyrra og Naomi
Campbell fer vart út úr húsi án
sinnar. Tískuspámenn hafa
sagt að svona taska sé
eitthvað sem allir verða
að eiga í sumar.
Klassískur
Dior
Handtöskurn-
ar í sumar eru
allar í stíl 7.
áratugarins en
það á við um
fleiri hluti svo
sem dragtir.
Sumir hafa kallað
það Jackie-stílinn eftir fyrrver-
andi forsetafrú í Bandarikjun-
um, Jacqueline Kennedy, en
hún leiddi tískuna á sínum
tíma. Þessi rauða og glannalega
er frá Dior.
Saman úr frum
skóginum
Skór og taska eiga að
vera í stíl. Hér er
dæmi
slíkt og
útlitið
sótt til
frum
skógardýranna.
Ekki skiptir máli
hvort skór og taska eru eftirlík-
ing sitt af hvoru dýrinu. Svo
getur maöur labbaö inn í partí-
iö og sungiö. „I’m a tiger, I’m a
tiger."
Antik-
áferð
Tonnatak og Ijosmynd
af skólabræðrunum
um
eg
„Skjalataskan min ber þess oft
vitni aö ég er 2ja bama móðir, ásamt
því að vera útivinnandi. Það er lán
að ég er nýbúin að taka til í henni,“
sagði Jónína Bjartmarz, lögmaður
og formaður Heimilis og skóla,
þegar hún var beðin um að
opna skjalatöskuna sína. Eig-
inmaður Jónínu gaf henni
töskuna fyrir 15 árum, rétt
eftir að hún hafði lokið
lögfræðiprófinu. Task-
an er af vandaðri gerð
frá Etienne Aigner,
vínrauð og kostaði lík-
lega sitt en hefur
reynst peninganna
virði því hún hefur
enst og elst vel.
„Við vorum næstum í
tiíhugalifinu og ætli
það hafi ekki haft áhrif á kaupin,”
segir Jónina og hlær. „Þetta er ekta
stresstaska með fínum talnaiás sem
ég hef reyndar aldrei notað. Hún hef-
ur staðið með mér í gegnum þykkt og
þunnt og aldrei brugðist mér, nema
þegar ég hef gleymt að smella
henni aftur. í þeim tilfellum,
sem hafa sem betur fer verið fá,
sturtar hún öllu úr sér og afhjúpar
persónuleika minn.“
Mataruppskriftir úr blöðum
Jónína tekur fyrst fram dagbókina
ómissandi úr töskunni og síðan ýmsa
pappíra sem tengjast starfi og félags-
lífi.
„Hér eru gleraugu og sólgleraugu
sem ég þarf ekki að nota núna,“ seg-
ir hún. „Tölvudisklingar sem ég nota
til að flytja gögn á mifli heimilis og
vinnustaðar, uppiýsingar um Vildar-
kort Flugleiða og nokkrar matarupp-
skriftir úr dagblöðum. Ég hef klippt
þær út til að ljósrita hér í vinnunni
en ekki framkvæmt ennþá."
Perlufesti og saumasnið
í þessu hlær Jónína því nú er kom-
ið að ljósmyndinni. Þetta er hópmynd
af nokkrum skólabræðrum hennar í
Kennaraskólanum.
„Ég setti hana I töskuna eftir að ég
rakst á hana í tiltekt. Ég ætla að gefa
hana fyrrum skólabróður og einum
úr hópnum á myndinni, Einari Gylfa
Jónssyni, formanni Barnaheilla,
næst þegar ég rekst á
hann. Svo eru hér nokk-
ur eintök af nafhspjöld-
unum mínum, snið að
dragt, sem ég geri mér
vonir um að hafa tíma
til að sauna, sundlauga-
miðar og perlufesti sem
á að fara í viðgerð. í tös-
kunni er líka reglustika
og fleiri pennar, að
ógleymdu tonnataki
sem stendur af sér stór-
hreinsanir í töskunni
en hefur verið hér síðan
við hjónin vorum að
innrétta. Að lokum finn
ég tvo norska bæklinga,
mjög áhugaverða, ann-
ar er um lausnir í
ágreiningsmálum í
skólastarfi og hinn um
kærur og meðhöndlun
þeirra í grunnskóla. Þá
er það upptalið því ég
nota veski undir snyrti-
vörur og þess háttar,"
segir Jónína Bjartmarz.
-jáhj
Ragna Bergmann, formaður Verkakvennafálagsins Framsóknar:
Saumabox og kjarasamningar
Eins og
dýrin eiga
vel saman á
höndum og
fótum verð-
ur brennda
áferðin að
vera í stíl. Hér er dæmi um
axlartösku og leðurstígvél í
anda 7. áratugarins.
Tiskan hennar
mömmu eða ömmu
Þegar þessi taska er skoðuð
dettur manni mamma eða
amma í hug þegar þær voru
upp á sitt besta á
sjöunda ára-
t u g n u m .
Kannski er
h æ g t
a ð
finna
s vona
inn, allavega eitt-
hvað í Líkingu við
þennan stíl. -jáhj
Ég á tvær skjalatöskur sem
hef aldrei komist upp á lag
með að nota. Aðra þeirra nota
ég núna undir skattframtalið og
gögn varðandi það. Ég prófaði að
nota skjalatöskuna um tíma og hlið-
arveski með en líkaði það ekki.
Núna nota ég hins vegar fína A-4
tösku undir allt sem tengist mínu
daglega amstri, fundargögn, bréf og
annað til persónulegra þarfa,“ segir
Ragna Bergmann, formaður Verka-
kvennafélagsins Framsóknar. Þessa
þarflegu tösku fékk Ragna í afmæl-
isgjöf frá vinnufélögum á skrif-
stofú Framsóknar fyrir átta
árum. Hún er af gerðinni La
Moda úr svörtu leðri og
brydduð með brúnu leðri.
Miðað við notkun sér lítið á
töskunni en lásinn hefur bilað
einu sinni. Eftir viögerð er
hann sem nýr. Töskunni fylgdi
axlaról en Ragna segist hafa
tekið hana af strax. í töskunni eru
fimm mismunandi stór hólf. Síðustu
vikur hefur staðið yfir löng samn-
ingahrina og ber innihaldið í tösku
Rögnu þess vitni.
Tékkhefti og aðgerðar-
áætlun
„Utan á töskunni er hólf með
rennilás og þar hef ég tékkhefti fé-
lagsins, reikninga, kvittanir frá
lækni og kvittanir fyrir þvi sem ég
hef keypt. í hólfi innan í töskunni
hef ég spegil, vasareikni, skjöl til
stjórnar Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs og saumabox sem ég keypti
einu sinni í útlöndum með nálum,
tvinna og tölum. Það er aldrei að
vita nema að maður þurfi að gera
við saumsprettu i snatri,” segir
Ragna. Síðan telur Ragna upp samn-
inga um vinnufot, gleraugnahylki,
aðgerðaáætlun Framsóknar og
Dagsbrúnar, kjarasamninga Iðju,
taxtabréf Framsóknar, samningstil-
lögu frá VSÍ, bréf varðandi fisk-
vinnslustöðvar, drög frá þingi
Bandalags kvenna í Reykjavík, frá
Sjálfsbjörgu og vinnudeilasjóði
Framsóknar.
Tiltekt á kvöldin
„í minnsta hólfinu hef ég peninga-
budduna, snyrtibuddu, sykursýkis-
prófin og sykursýkislyfin sem ég
nota í vinnunni,” segir Ragna og
hefur þá tínt allt upp. „Á kvöldin fer
ég yfir plöggin í töskunni, les og
raða í möppur. Annars myndi hún
fyllast fljótt af pappírum. Mér hefur
reynst vel að nota aðeins þessa
tösku og þegar ég fer á samninga-
fundi tek ég kröfugerðina með í sér
möppu sem kemst auðvitað ekki
ofan í töskuna og held því bara á
henni," segir Ragna Bergmann.
-jáhj
Laufey Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Plúsferða:
Hvað er í flugmannstöskunum?
„Ég nota handtösku undir allt
mitt hafúrtask. Eina skjalatask-
an sem ég hef átt er gömul
skólataska bamanna minna en
mér finnst hún of þung,“ segir
Laufey Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Plúsferða.
„Þegar ég mæti á fundi og þarf
að hafa gögn tek ég með mér létta
möppu. Ég verð alltaf undrandi þegar
kallamir koma með stóru flugtösk-
umar sínar og skella þeim á fúndar-
borðið. Mig hefur oft langað að kíkja
ofan í hjá þeim og kanna hvað þeir
hafa í þessum töskum sem rúma á
við ferðatösku. Kannski bara
kaffibrúsa og Moggann?" segir
Laufey og hlær.
Laufey keypti töskuna í Seoul í
Suður-Kóreu fyrir tveimur
árum. Hún er úr leðri, svört og
brún. Hún segir að þessi taska
hafi dugað vel undir allt sem þarf.
Sími og plástur
Laufey er fjölumdæmisstjóri Lions
en svo kallast yfirmaðm- Lionshreyf-
ingarinnar á íslandi. Þess utan er hún
forseti bæjarstjómar í Garðabæ. Af
þessu leiðir að i töskunni hennar
leynast skjöl varðandi vinnu og félags-
störf.
„Það fyrsta sem ég finn hér í tös-
kunni er farsíminn en hann skil ég
aldrei við mig. Hann er vinnutækið
mitt fyrir Plúsferðir. Annað sem teng-
ist ferðalögunum eru plástur og
verkjatöflur, eins og allir fararstjórar
þurfa að hafa, og pennar. Minnisbókin
er hér líka en hún er helmingurinn af
lífi mínu. Hún geymir allt sem ég er
og þarf að gera og oft hripa ég í hana
stuttar fundargerðir og bókanir í ferð-
ir,“ segir Laufey.
Naglaþjöl og vegabréf
Laufey heldur áfram að kanna inni-
hald töskunnar og fmnur gleraugna-
hreinsibúnað, nalhspjöld í bunkum,
hennar eigin og annarra, fundar-
boð og fundargerðir ýmissa félaga.
„Hér er líka vegabréfið mitt sem
ég hef alltaf tiltækt, naglaþjöl, hár-
greiða, fullt af bréfaklemmum og
minnismiðar i litlu hólfi,” segir
Laufey og heldur áfram:
„Stór lyklakippa með lyklum
að helgustu véum sjálfstæðis-
manna í Garðabænum og Lions-
hreyfingunni. Afsláttarkort í
einkaklúbbi, peningaveski, fleiri
pennar, skæri, naglaklippur og hár-
greiða. Aö lokum finn ég snyrtiveski
og peningaveski," segir Laufey.
„Þessi taska hefúr flækst víða um
heim. Alltaf fúllnægt þörfúm mínum
fyrir pláss og staðið sig vel.“ -jáhj