Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Page 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 Afmæli Guðmunda Hjálmarsdóttir Guðmunda Hjálmarsdóttir, list- málari og húsmóðir, Laufrima 4 í Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Guðmunda fæddist í Reykjavík og ólst upp hjá foreldrum sínum að Skúlagötu 74 og síðar í Skálagerði 17. Hún stundaði nám í Austurbæj- arskólanum og Gagnfræðaskólanum við Lindargötu. Hún stundaði nám í hárgreiðslu við Iðnskólann í Reykjavik á árunum 1967- 1969. ^ Hún sótti einkatíma í myndlist hjá Sveinbimi Þór Einarssyni mynd- listarmanni frá 1986-1993 og hélt fyrstu myndlistarsýningu sina í Listhúsinu í Laugardal í mars 1995. Hún hefur fengist við myndlist og listsköpun með húsmóö- urstarfinu síðustu árin. Fjölskylda Guðmimda giftist 9. júlí 1976 Birgi Jónssyni, bókbindara hjá Kassa- gerð Reykjavikur, f. 1.8. 1938. Birgir er sonur Jóns Á.B. Þorsteinssonar frá Djúpalæk í N-Múla- sýslu og eiginkonu hans, Jóhönnu Eysteinsdóttur frá Tjamarkoti í A- Landeyjum, sem Guömunda Hjálmarsdóttir. 1963, bæði era látin. Dóttir Guðmundu og Birg- is er Ása Birgisdóttir, starfsstúlka í ritfanga- deild Kassagerðar Reykja- víkur. Fyrir hjónaband átti Guðmunda soninn Hjálmar Rögnvaldsson, f. 18.2. 1969, d. 6.5. 1990 Böm Birgis frá fyrra hjónabandi era Gréta, f. 23.4. 1961, d. 10.1. 1988, Ár- mann f. 15.4. 1962 og Svava f. 1.5. 1966. Systkini Guðmundu era Garðar, f. 15.8. 1937, d. 8.7. Sigurður, f. 5.11.1943, Margrét f. 29.11. 1944. Hálfbróðir Guðmimdu sammæðra er Sigurður Markússon, f. 16.9. 1929. Foreldrar Guðmundu era Hjálm- ar Sigurðsson bílaviðgerðarmaöur, fæddur að Görðum við Ægisíðu í Reykjavík, og kona hans, Ása Guð- brandsdóttir húsmóðir, f. 28.10.1903, d. 30.10. 1972, frá Spágilsstöðum í Laxárdal I Dalasýslu. Þau Guðmunda og Birgir era stödd á Kanaríeyjum. Fréttir Akureyri: Ráðstefna um áfengis- og vímuefnanotkun unglinga DV, Akureyri: Ráðstefna um áfengis- og vímu- efnanotkun unglinga verður háð á Hótel KEA á Akureyri nk. fimmtu- dag og fostudag. Ráðstefiian er hald- in að frumkvæði Akureyrarbæjar í samstarfi við SÁÁ, heilbrigðisráðu- neytið og fleiri aðila en segja má að kveikjan að ráðstefnunni sé sú um- ræða sem varð í kjölfar útihátíð- anna sem haldnar vora um síðustu verslunarmannahelgi og þá einkinn „Halló Akureyri". Ráöstefnan stendur yfir í um 11 klukkustundir samtals og þar verða fjölmargir framsögumenn sem koma víða að en eiga það um leið sameiginlegt að fást við áfengis- og vímuefnanotkun unglinga, hver á sínum vettvangi. Á ráöstefnunni verður fjallað um þau hlutverk sem þessir ólíku aðilar gegna, m.a. þeir sem vinna að beinu forvama- og meðferðarstarfi, íþróttahreyfingin, foreldrasamtök, sveitarfélög, lög- regla, félagsmálayfirvöld og ekki síst unga fólkið sjálft. Þá verður einnig fjallað um hlut- verk og stefnu sveitaífélaga í áfeng- is- og vímuefhavömum, útihátíðir og aðrar hópsamkomur unglinga, umgjörð, undirbúning og fram- kvæmd slíkra viöburða meö sér- stakri hliðsjón af „Halló Akureyri" sem haldin var sl. sumar. Einnig verður fiallað um hlutverk foreldra og foreldrasamtaka í forvarnarstarfi og hlutverk ungs fólks í forvömum. Sérstakir gestir ráðstefnunnar era Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem báðar flytja ávarp. Af öðram frummælend- um má nefna Jakob Bjömsson, bæj- arsfióra á Akureyri, Þórarin Tyrf- ingsson frá SÁÁ, Bjöm Jósef Ám- viðarson, sýslumann á Akureyri, Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ, Val- gerði Magnúsdóttur, félagsmála- sfióra Akureyrarbæjar, Ólaf Odds- son héraðslækni, Elsu Wium, fram- kvæmdasfióra Vímulausrar æsku, Jóhannes Bergsveinsson, yfirlækni á geðdeild Landspítalans, Unni Hall- dórsdóttur, framkvæmdasfióra landsamtakanna Heimili og skóli, og Steinþór Einarsson, formann Samtaka félagsmiðstöðva, svo að einhverjir séu nefndir. -gk staögreiöslu- ' og greiöslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000 VÍRUBÍUR M VMNIWÍUR Miðvikudaginn 9. apríl mun aukablað um vörubíla og vinnuvélar fylgja DV. BlaSiS verSur fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um flest það er viÖkemur vörubílum og vinnuvélum. Meöal efnis verða kynningar á nýjungum í greininni. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsam- lega hafi samband við Gústaf Kristinsson í síma 550 5731. Umsjón efnis er í höndum Jóhannesar Reykdal og SigurSar Hreiöars í síma 550 5000. Vinsamlegast athugiS aS síSasti skiladagur aug- lýsinga er fimmtudagurinn 4. apríl. ••903 • 5670«» Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. Til hamingju með afmælið 18. mars 85 ára Arnbjörg Magnúsdóttir, Eyjahrauni 3, Vestmannaeyjum. 80 ára Guðjón Guðmundsson, Hamraborg 26, Kópavogi. 75 ára Alfreð Eymundsson, Miðvangi 22, Egilsstöðum. Elna Bárðarson, Fellaskjóli, Borgarbyggð. Óskar Hallgrímsson, Dalatanga 13, Mosfellsbæ. 70 ára Jóhannes Kristinsson, Hraunbæ 102d Árni Guðmundur Andrésson, Sólheimum 8, Reykjavík. 60 ára Ingibjörg Þorkelsdóttir, Grandartúni 6, Akranesi. Helga Guðmundsdóttir, Hólavegi 30, Siglufirði. Ingvar Herbertsson, Fellsmúla 5, Reykjavík. 50 ára Ólafur Lárusson, Mávahlíð 42, Reykjavík. Anna Aradóttir, Rauðarárstíg 33, Reykjavík. Kristján Ingvarsson, Móaflöt 51, Garðabæ. Valgerður Þorsteinsdóttir, Hólmgarði 2a, Reykjanesbæ. Ketilríður Benediktsdóttir, Hraunbergi 17, Reykjavík. Jakobfna B. Sveinsdóttir, Hamraborg 26, Kópavogi. Aðalsteinn Hermannsson, Aðalbraut 45, Raufarhöfn. Bjami Axelsson, Engjaseli 74, Reykjavík. 40 ára Josip Veceric, Suðurgötu 22, Reykjanesbæ. Hans Pétur Blomsterberg, Skeljatanga 14, Mosfellsbæ. Hafdls Hallsdóttir, Sólbrekku 13, Húsavík. Ágúst Sigurlaugm- Haraldsson, Álfhólsvegi 108, Kópavogi. Guðbjörg Elsie Einarsdóttir, Gónhóli 25, Reykjanesbæ. Hákon Henriksen, Gránufélagsgötu 33, Akureyri. Egill Grétar Stefánsson, Móasíðu 6c, Akureyri. Kristinn Frimann Kristinsson, Suðurgötu 49, Hafnarfirði. Kristín Aðalbjörg Árnadóttir, Heiðarseli 4, Reykjavík. Jörundur R. Kristjánsson, Garðbraut 54, Gerðahreppi. Helgi Harðarson, Króktúni 1, Hvolsvelli. Margrét Sigurðardóttir, Laugalæk 30, Reykjavík. Stefán Gíslason, Borgarbraut 3, Hólmavík. Stefán Stefánsson, Barmahlíð 35, Reykjavik. Sigurður Magnús Jónsson, Tjaldanesi 3, Garðabæ. a\tt mil// hiry)in ' Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.