Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Síða 36
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997
DV-mynd S
Maður féll
fjóra metra
Maður slapp mun betur en á
horfðist þegar hann féll fjóra metra
ofan af þaki á bensínstöð í Norður-
felli í Breiðholti í gær.
Maðurinn var að vinna við þak
stöðvarinnar þegar slysið varð.
Maðurinn slapp mjög vel því meiðsl
htms reyndust ekki alvarleg. Hann
verður þó áfram í rannsókn á
, j* Sjúkrahúsi Reykjavíkur. -RR
Herranótt:
Dauð hæna
veldur
fjaðrafoki
„Dýraverndunarfélaginu barst
víst kvörtun frá einhverjum áhorf-
andanum og fulltrúi þess kom á
sýningu hjá okkur til þess að sjá
hvernig þetta færi fram. Konan sem
*-ikom sagði að ekkert í meðferðinni á
hænunni varði við lög,“ segir einn
leikenda í Andorra, leikriti sem
Herranótt, Leikfélag Menntaskólans
í Reykjavík, sýnir þessa dagana.
Leikarinn sagði að hænan kæmi
dauð til skjalanna, beint úr slátur-
húsi og síðan væri hún eitthvað
reytt á sviðinu. „Það er ekkert
ógeðslegt i þessu annað en lyktin af
hænunni því við notum hverja
hænu í fleiri en einni sýningu."
Leikarinn sagði þetta fjaðrafok því
algerlega ástæðulaust. -sv
Tryggðarkort:
Tilræði við sam-
keppni
„Það alvarlegasta við þetta er að
það er tilræði við samkeppni og brýt-
ur í bága við 17. grein samkeppn-
islaga," segir Jóhannes Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, um hið nýja tryggðarkort sem
Hagkaup, Flugleiðir, Skeljungur, is-
landsbanki og Húsasmiðjan standa
sameiginlega að.
Jóhannes segir að þessi fyrirtæki
séu öll sterk, en þar af þrjú til fjögur
á fákeppnismarkaði. í jafn litlu við-
skiptasamfélagi og hér er sé augljós-
lega verið að draga úr möguleikum
samkeppnisaðila og fækka þeim og
einnig að draga úr möguleikum nýrra
aðila á markaðnum. „Við gerum
kröfu um að samkeppnisyfirvöld grípi
inn í málið,“ segir Jóhannes. -SÁ
L O K I
Staöan breytt í Karphúsinu í morgun:
Kjarasamningarnir
voru sagðir vera
komnir á lokastig
- samið um svipaða samninga og Iðja gerði
„Það er verið að semja. Ég á
von á því að skrifað verði undir
nýja kjarasamninga siðar í dag,
samninga á sömu nótum og Iðja
gerði fyrir rúmri viku. Menn eru
ekki ánægðir en það verður ekki
lengra komist nema þá með stór-
felldum átökum á vinnumarkaði.
Menn virðast ekki tilbúnir til
þess,“ sagði einn samningamanna
sem DV ræddi við í Karphúsinu í
morgun.
Þá höfðu samningamenn verið
að linnulítið í tvo sólarhringa.
Þess vegna eru þeir orðnir mjög
þreyttir og var ríkjandi óánægja
hjá samningamönnum í morgun
með þá ákvörðun ríkissáttasemj-
ara að leyfa þeim ekki að fara úr
húsi til að hvíla sig.
Það var tvennt í samningum
Iðju sem samningamenn verka-
lýðsfélaganna voru í morgun að
reyna að fá breytt. Annars vegar
hinn svokallaði fleytitími. í Iðju-
samningnum var samið um að
skila megi 8 stunda dagvinnu á
tímabilinu 7.00 til klukkan 19.00.
Þetta vilja landssamböndin og
Dagsbrún/Framsókn ekki sam-
þykkja. Gert var ráð fyrir að ein-
hverjar breytingar yrðu þama á.
í annan stað er verið að reyna
að fá tryggingar, rauð strik, inn i
samningana. Það þýðir að verði
samið um meiri kjarabætur í öðr-
um samningum, fari verðbólga úr
böndum eða aðrar stórvægilegar
breytingar verði á markaðnum
séu samningar uppsegjanlegir.
Gildistíminn í Iðjusamningun-
um er fram í október 1999 og
launahækkunin er 12,7 prósent.
Gert var ráð fyrir því í morgun að
samið yrði við landssambönd ASl
og Dagsbrún/Framsókn um þessi
atriði lítt eða ekki breytt.
Þá virtust samningar Rafiðnað-
arsambandsins og ríkisins vegna
starfsmanna RARIK einnig vera á
lokastigi. -S.dór
blíöunni
Félagarnir Þorsteinn Þorsteinsson og Daníel Þór Hafsteinsson, 12 ára, voru aö veiöa við Hafnarfjarðarhöfn þegar
Ijosmyndari DV fór þar hjá. Þeir félagarnir sögðust hafa fengið 30 fiska einn daginn, aðaliega kola, marhnút og ufsa,
en þeir beita m.a. rækju. Þeir sögöu að það væri mun skemmtilegra að veiða en lesa undir próf. DV-mynd ÞÖK
Kamtsjatka:
Ástarsam-
bandiö
ekki ástæðan
- segir verkefnisstjóri ÍS
„Þetta var mjög óvænt að þeir
skyldu ganga þetta langt og segja
upp samningnum. Það er ómögulegt
að segja hvað gerist í framhaldinu
en við erum að minnsta kosti enn
inni á skrifstofum fyrirtækisins hér
í borginni. Það eru erfíðar aðstæður
hér á margan hátt og langt frá þvi
sem við eigum að venjast heima á
íslandi,“ sagði Ólafur Magnússon,
verkefnisstóri ÍS í Petropavlovsk í
Kamtsjatka í morgun.
Rússneska útgerðarfyrirtækið
UTRF hefur sagt upp samstarfs-
samningi sínum við ÍS. 24 íslending-
ar eru í Kamtsjatka á vegum ÍS.
Ólafur hefur undanfarið átt í ást-
arsambandi við rússneska konu
sem er hátt sett innan UTRF. Ólafur
segir að það komi þessu máli ekkert
við og sé ekki ástæðan fyrir samn-
ingsslitum.
„Okkar samband er þessu alger-
lega óviðkomandi," segir Ólafur.
Sjá nánar á bls. 2 -RR
„Límbandsmálið“:
Rannsakað
sem barna-
verndarmál
„Það var lesið upp á fundinum
bréf frá Verkakvennafélaginu Fram-
tíðinni þar sem þess er óskað að
leikskólanefnd og skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar taki við faglegri yfír-
stjórn leikskólans," segir Sigurlaug
Einarsdóttir, leikskólafulltrúi skóla-
skrifstofu Hafnarfjarðar, en í gær
var haldinn fjölmennur foreldra-
fundur vegna atviksins á leikskól-
anum á Hörðuvöllum þegar límt var
fyrir munn tveggja ára drengs.
Eins og kunnugt er var þremur
leiðbeinendum við leikskólann sagt
upp störfum í kjölfarið. í dag mun
þjónustudeild skólaskrifstofu og Fé-
lagsmálastofnun Hafnarfjarðar
hefja formlega rannsókn á atvikinu
á leikskólanum og einnig hvort um
fleiri sambærileg atvik hafi verið að
ræða og hvort börnin hafi hlotið
skaða af. Með atbeina félagsmála-
stofnunar er málið orðið að bama-
vemdarmáli. -RR
Flóð í Þjórsá
Vegurinn fyrir neðan Egilsstaða-
kot fór í sundur á þremur stuttum
köflum eftir að flæddi yfir bakka
Þjórsár í Villingaholtshreppi í gær.
Flætt hefur inn á lönd kartöflu-
bænda og í gegnum varnargarða
sem reistir voru til að verjast flóð-
um. -RR
MERKILEGA MERKIVELIN
brother PT-2po_
íslenskir stafir
5 leturstæröir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentboröar
Prentar í tvær linur
Verð kr. 6.995
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
\
SNDIQlll_AOXÖ«
533-1000
l
Kvöld- og
helgarþjónusta