Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 Fréttir Ráðist á íslending á göngu á Strikinu: Skorinn svo sauma þurfti sex spor Um sjötfu hross voru sýnd f Reiðhöllinni á sýningu Félags tamningamanna. Sýning Félags tamningamanna: DV-mynd E.J. Kraftur, fegurð og fagmennska Félag tamningamanna stóð fyrir þremur stórsýningum I Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. í félaginu eru rúmlega fjögur hundruð manns og sáu um fimmtíu þeirra um sýningaratriði auk nema frá Hólaskóla og Andreas Trappe sem var gestur sýningarinnar. Töluverður munur er á aðstöðu áhorfenda nú og fyrr þvi Reiðhöllin er að komast í það horf sem ætlað var í upphafi með númeruðum plast- sæt- um, almennilegri lýsingu og hita. Takmark sýningarstjóra var að hafa mörg atriði og stutt og að sýningin tæki ekki nema tvær klukkustundir með hléi. Það tókst ágætlega og þó boð- ið væri upp á tuttugu og eitt atriði rann sýningin áfram án tafa. Leidd voru fram um sjötíu hross, misjafnlega vel komin undan vetri, hross sem eiga eftir að koma fram á mótum í sumar. Knapar lögðu áherslu á að sýna at- riði sem tengjast vinnu þeirra og lögðu sig í líma við að túlka einkennisorð sýningarinnar: Kraftur-fegurð- fag- mennska. -EJ Ráðist var á þrítugan íslend- ing á göngu á Strikinu á mið- nætti aðfaranótt laugardags þar sem hann var á ferð ásamt öðr- um íslendingum og Dönum. Hann var skorinn með hnífi við eyrað og þurfti að sauma sex spor. „Ég og félagi minn vorum að spjalia saman á íslensku þegar ókunnur maður vatt sér að okk- ur og spurði hvort við værum að tala við sig. Við neituðum því á ensku og héldum áfram. Þá hróp- aði hann á okkur að hypja okkur burtu en við sögðumst ekki fara neitt og þeir stukku á mig,“ seg- ir Ólafur Sævarsson sem varð fórnarlamb árásarmannanna. Fjöldi þeirra er á reiki. Eftir því sem Ólafur og félagar hans segja virtist þeim fjölga eftir að árásin hófst. „Þeir réðust á mig nokkrir og einn þeirra dró upp hníf, skar mig í andlitið við eyrað og þurfti að sauma sex spor,“ segir Ólafur. Lögregla kom á vettvang meðan árásin stóð yfir en við það stukku árásarmennimir á brott. Lögreglan náði þremur þeirra strax og tekin var skýrsla af öll- um. Ólafur hefur búiö í Kaup- mannahöfii í fimm mánuði en hann er þar í námi. Aðspurður segist Ólafur ekki hafa nokkra hugmynd um hvaö mönnunum gekk til. Hann er með áverka- vottorð frá sjúkrahúsinu og mun leggja fram formlega kæru í dag. -jáhj Andvari, Eiður og Svartur sigruðu Kynbótahrossaeigendum var boðið upp á dóma í Gunnarsholti síðastliðinn fóstudag. Fimm kyn- bótahross fengu fúllnaðardóm og þóttu standa sig þokkalega. Hæst dæmda hrossið var Tinna frá Akureyri, sem Sveinn Ragnars- son á og sýndi. Tinna er 7 vetra og fékk 7,70 fyrir byggingu, 8,16 fyrir hæfileika og 7,93 í aðaleinkunn. Hún er undan Garði frá Litla Garði og Von frá Akureyri. Kyndill frá Kjarnholtum, 6 vetra undan Hrafni frá Holtsmúla og Glókollu frá Kjamholtum fékk 7,83 fyrir byggingu, 7,93 fyrir hæfileika og 7,88 í aðaleinkunn. Magnús Benediktsson sýndi hann. Hnokki frá Bræðratungu, 5 vetra undan Páfa frá Kirkjubæ og Stjörnu frá Bræðratungu fékk 8,10 fyrir byggingu, 7,54 fyrir hæfileika og 7,82 í aðalein- kunn. Þórður Þor- geirsson sýndi Hnokka. Á laugardaginn var haldin tölt- og skeiðkeppni stóð- hesta í Gunnars- holti og komu þangað um 300 manns. Margir komu langt að þrátt fyrir bensín- verkfall. Keppt var í tölti Svartur frá Unalæk sigraöi í 100 metra skeiði meö fljótandi starti í og 100 metra skeiði Gunnarsholti. Knapi er Þóröur Þorgeirsson. Dv-mynd e.j. með fljúgandi starti. Eftirtaldir stóðhestar skipuðu verðlauna- sæti og er nafn knapans nefnt fyrir aftan. Stóðhestar 5 v. og yngri: 1. Eiður frá Oddhóli, Sigurbjörn Bárðarson, 2. Gýmir frá Skarði, Kristinn Guðnason, 3. Skorri frá Blönduósi, Vignir Siggeirsson, 4. Svaði frá Árbakka , Páll B. Pálsson. Stóðhestar 6 v. og eldri: 1. Andvari frá Ey, Magnús Bene- diktsson. 2. Logi frá Skarði, Sigurbjörn Bárðarson, 3. Hljómur frá Brún, Hulda Gústafs- dóttir, 4. Andvari frá Skáney, Þórður Þorgeirsson, 5. Þröstur frá Búðarhóli, Þráinn Þorvaldsson. 100 metra skeið: 1. Svartur frá Unalæk, Þórður Þorgeirsson. 2. Ferill frá Kópavogi , Leifur Helga- son, 3. Mjölnir frá Dalbæ, Magnús Benediktsson, 4. Kópur frá Mykjunesi , Sigurbjörn Bárðar- son.Svartur frá Unalæk og Ferill frá Kópavogi fengu sama tíma í skeiðinu, 8,4 sekúndur, en Svart- ur lá tvo spretti en Ferill einn og því er Svartur settur í efsta sætið. Logi Laxdal keppti sem gestur með geldinginn Sprengjuhvell og fékk besta tímann 8,1 sek. -EJ Dagfari Verkföll Þegar þetta er skrifað eru verka- lýðsforingjar og vinnuveitendur að gera síðustu tilraunina til að kom- ast hjá verkfollum yfir páskana. Málin era nefnilega allt í einu komin í óefni. Það var aldrei mein- ingin að láta verkfóll standa yfir páskana. Það var aldrei meiningin að lenda í þessu klúðri. Nú gæti maður haldið að þetta ástand sé sök einhverra vondra manna út í bæ. Almenningur hafi knúð aðila vinnumarkaðarins til að grípa til varna, til að láta ekki óviðkomandi aðila traðka á hags- munum vinnuveitenda og verka- lýðs. Einhver kynni að halda að hér væru stjóravöld hugsanlega að klekkja á láglauanafólkinu. Nú eða þá olíufélögin og Mjólkursamsalan, en þar hafa menn hafið verkfóll, einmitt til að berjast fyrir réttlát- um kjörum. Að lokum er sá mögu- leiki auðvitað fyrir hendi að vinnu- veitendur hafi verið vondir við verkalýðinn eða þá að verkalýður- inn hafi verið ósanngjam gagnvart vinnuveitendum, og þess vegna sé allt komið í hnút og menn lentir í verkfóllum yfir hátíðirnar, án þess að þeir hafi raunverulega viijað það. Ef verkföll skella á, sitja launþe- garnir uppi launalausir yfir pásk- ana, sem aldrei var heldur mein- ingin, því verkfóll ganga jú út á það að bæta kjörin en ekki að rýra þau. En allt er þetta misskilningur. Verkfóllin eru ekki neinum óvið- komandi að kenna. Verkföllin era í raun og veru algerlega óvart. Það sem liggur fyrir er að fjöld- inn allur af stéttum og verkalýðsfé- lögum hafa samið eða era tilbúin til að semja. Krafa um sjötíu þús- und lágmarkslaun var byggð á mis- skilningi, vegna þess að það kom í ljós að nánast enginn þeirra sem fer i verkfall eða hefúr verið í verk- falli, þiggur laun sem eru undir sjötíu þúsund krónum. Upphlaupið í stóra samninga- nefndinni hjá Dagsbrún stafaði ekki af slæmum samningum, held- ur því að stóra samninganefndin var óhress með að formaður Dags- brúnar skyldi skrifa upp á samn- inga áður en hann fékk leyfi til að skrifa upp á samninga. Þeir voru líka vondir yfir því að hvergi var minnst á sjötíu þúsund krónumar og héldu enn að það væri krafan sem hefði verið sett fram og áttuðu sig ekki á því að formaðurinn gat ekki sett fram kröfu, sem var langt fyrir neðan það sem menn fá borg- að. Halldór misskildi hinsvegar þennan misskilning og áttaði sig ekki á misskilningnum fyrr en of seint. Þess vegna varð hann undir í atkvæðagreiðslunni og samning- amir vora felldir og þeir sem vora á móti samningunum vissu ekki að þeir væru í meirihluta og ætluðu aldrei að fella samningana heldur að sýna Halldóri að hann gæti ekki búist við að hafa alla með sér þeg- ar hann skrifar undir samninga, sem era gerðir til að leiðrétta mis- skilning sem er misskilinn fyrir misskilning. Út á þennan misskilning fór allt í klessu og klúður og menn sátu uppi með verkföll til að knýja fram sjötíu þúsund króna lágmarkslaun fýrir þá sem hafa verið í verkfalli en hafa mun hærri laun en sjötiu þúsund. Vandinn í stöðunni hefur verið sá að bjarga andliti þeirra sem samþykktu verkfallið fyrir mis- skilning, þannig að þjóðin fái það ekki á tilfinninguna að kröfurnar hafi verið settar fram fyrir mis- skilning og að menn hafi farið í verkfall fyrir misskilning. Kjarabaráttan þessa stundina gengur sem sagt út á það að forða sér frá verkfalli, sem rýrir kjörin í stað þess að bæta þau. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.