Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 DV Depurð og tregi matarlistarinnar viðfangsefhisins með öðrum hætti en myndlistin gat nokkum tímann oröið og tengsl hennar við tímann voru líka önnur. Ljósmyndin er heimild um augnablik og sem slík geymir hún í sér bæði fortíðartrega og fallvaltleikatilfmn- ingu sem eykst með aldri hennar. Hún sýnir með einstökum hætti veröld sem eitt sinn var. Þetta er eitt af því sem Þorri notfærir sér í mál- verkum sínum. Hann vel- ur ljósmyndir frá tilteknu tímaskeiði og færir þær yfir í hefð og tækni olíu- málverksins með öllum þeim einkennum sem tím- inn býður upp á. í mál- verkunum sjáum við ekki bara þá tísku í matargerð- arlist og borðbúnaði sem ríkti á 5. áratugnum, held- ur líka þá litgreiningar- tækni og prenttækni sem tíðkaðist á þessum tíma. En hverju bætir málverkið þá við blaðaijósmyndina sem það er unniö eftir? Það er þarna sem galdur- inn í málverki Þorra ligg- ur. Hann umbreytir hrárri prenttækninni yfir í mjúk- ar og malerískar sýnir, sem búa yfir tragikómísk- um trega sem er af öðrum toga en fortíðartregi ljósmyndarinnar. Yfirfærsla hans er ekki vélræn eftirgerð augnabliksins, heldur má greina í henni trega- blandinn þunga og undirtón sem býr í sjálfú handverkinu og verður ekki fundinn í venjulegum blaða- ljósmyndum. Málverkið túlkar við- fangsefnið með sínum sjáifstæðu áherslum í efiii og pensilskrift og fær okkur til að skynja það og upp- lifa með nýjiun hætti. Þessi mál- verk keppa ekki við raunsæisstað- al ljósmyndarinnar, heldur vinna þau út frá honum á sinn sjálfstæða hátt. í stað þess að mynda augna- blikið verður augnabliksmyndin að efiiivið í handverk, sem verður eins og hugleiðsla um fallvaltleik- ann. Litbrigðin í rauðunni á harðsoðnu eggi í undarlegri uppst- illingu með súrsaöri gúrku og lifr- arkæfú eða uppstfiling rækjunnar á stífðri hrísgrjónaröndinni verður að melankólískri og allt að því harmþrunginni hugleiðingu um fallvaltleika sem tilheyrir ekki bara efninu, held- ur líka þeim væntingum og draumum sem bundnir voru Þorri Hringsson 1997: Þrenns konar ólegg; reyktur áll, skinka og llfr- arkœfa. viö þessa fagurfræðilegu og gastrónómisku samsetningu. Tengsl málverka Þorra við hina prentuöu ljós- mynd koma glögglega í ljós þegar þau eru ljós- mynduö og prentuð í dagblaði eins og DV. Þann- ig ganga þau afturábak í gegnum það ferli sem málverkið vitnar um. Eftirgerðin og fiölfóldunin Myndlist Olafur Gíslason vindur ofan af úrvinnslu málverksins, þurrkar burt hinn melankólíska undirtón og setur mynd- ina aftur á núllpunktinn. Þaö er í bilinu á milli þessara tveggja núllpunkta Ijósmyndarinnar sem Þorri hefúr fundið gildi málverksins. Það er ekki svo lítil uppgötvun. Sýning Þorra er á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, til 30. mars. Þorri Hringsson hefur látiö hafa eftir sér að málverk hans upp úr The American Houswife’s Cookbook frá 5. áratugnum sýni draumsýnir kyn- slóöar stríðsáranna um líkamlega vellíðan. Það má til sanns vegar færa, en sýningin vekur líka upp þá spumingu, hverju málverkin bæta við ljósmyndimar í bókinni, og hverju ljósmyndim- ar bættu á sínum tíma við sjálft viðfangsefnið, sem er matargerðarlist bandarískrar millistéttar á þessum tíma. Hver er munurinn á málverkinu, hinni prentuðu ljósmynd og sjálfum veisluréttin- um sem við getum líka litið á sem myndræna tjáningu í vissum skilningi? Þessar spumingar færa okkur fljótt að flóknum hugleiðingum um eðlismun á ljósmynd og mál- verki, um inntak raunsæis og um samband myndar, fyrirmyndar og áhorfanda. Því hefur verið haldiö fram aö ljósmyndin sé skilaboð án dulmálslykils og það sé einmitt þetta sem skiiji á milli hennar og teikningar eða mál- verks. Á meðan áherslur í teikningu og málverki veröa eins konar lykill að tungumáli myndlistar- innar, þá er ljósmyndin eins og vélræn yfirfærsla af yfirborði hlutveruleikans yfir á tvívíðan flöt. Hún túlkar því ekki viðfangsefhið með sama hætti og málverkið eöa teikningin. Þessi mvmur er þó ekki einhlítur, og víst höfum við mörg dæmi um ljósmyndir þar sem blekkingum og sjónhverfingum er beitt á meðvitaöan hátt til að ná fram áhrifum eða túlkun á viðfangsefninu. í slíkum tilfellum verður ljósmyndin að tungumáli til tjáningar sem byggir á sínum duimálslyklum, rétt eins og myndlistin. Engu að síöur setti Ijósmyndin fram nýjan staðal fyrir raunsæi á sínum tíma. Hún varð bók- staflega að sönnunargagni um það hvort eitthvað væri til í raunveruleikanum eða hefði gerst í raun og veru. Hún varð á endanum staðgengill Slldar-tartar meö salati. Messías Kór Langholtskirkju mun að venju flytja meistaraverkið Messías eftir Handel á tónleik-; um í Langholts- kirkju á skír- dag, 27. mars, og fóstudaginn langa, 28. mars, og hefj- ast tónleik- amir kl. 16 báða dagana. Ein- __ söngvarar verða Ólöf KÖT brún Harðardóttir sópran, Sverrir Guðjónsson kontraten- ór, Bjöm Jónsson tenór og Loft- ur Erlingsson barítón. Stjómandi kórsins er Jón Stefánsson. Hvers vegna kristin- dóraur? Á morgun kl. 13.05 er þáttur- inn Hvað segir kirkjan? í umsjá Ásdísar Emilsdóttur Petersen. Þar verður rætt við Margréti Hansen um fermingar fyrr á öldinni og gildi trúarinnar, en Margrét fagnaöi hundrað ára afmæli sínu fyrir skömmu. Auk þess verður rætt viö dr. Einar Sigurbjömsson guðfræði- prófessor um nýaldarhreyfing- una og sr. Sigríöur Guðmimds- dóttir flytur páskapistil. Þátturinn verður endurtek- inn að kvöldi fóstudagsins langa. Guðríður til London Á skírdag verður leikritið Heimur Guðríðar - Síðasta heimsókn Guðríöar Símonar- dóttur í kirkju Hallgríms - eftir Steinunni Jóhannesdóttur sýnt í Þýsku kirkjunni, Christuskirche, viö Mont- pelier Place í London, að tilhlutan íslendinga- félagsins þar í borg. Sýningin hefst kl. 20. Leikritið var frum- sýnt á Kirkjulista- hátíö í Reykjavík í júní 1995 og hefur verið sýnt 34 sinn- um í 23 kirkjum um allt land, en þetta er fyrsta utanlandsferð hópsins. Margrét Guðmundsdóttir og Helga E. Jónsdóttir leika Guð- ríöi á ólíkum aldri en Þröstur Leó Gunnarsson leikur Hall- grím Pétursson. Leikstjóri er Steinunn Jóhannesdóttir. Sumarást og vetrarharmur Schubert-hátíðin sem haldin hefur verið í safn- aðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ er nú hálfnuð. Siðastliðinn laugardag var komið að einu mesta verki snillingsins, Vetrcirferðinni, sem samanstendur af 24 lögum við ljóð eftir Wil- helm Múller. Það var Hans Zomer bassabarítón sem söng en Gerrit Schuil sat við slaghörpima. Vetrarferðin fjallar um einmana ferðalang sem kveður þorp sem hann hefur gist um tíma. Þegar hann kom var vor og ástin blómstraði um sum- arið. Svo brustu vonimar, og verkið hefst er ferðalangurinn heldur út í nóttina, bitur í hjarta. Þetta er mikifl harmasöngur, og mörg ljóðin ganga að hjarta. Til dæmis þetta: „Án árangurs leita ég að sporum hennar í snjónum þar sem við vorum vön að ganga yfir engiö. Ég vil bræða snjó- inn meö tárum mínum, en undir freranum er allt sölnað og dautt. Hjarta mitt er eins og gaddfreðið og þar situr mynd hennar, köld og stjörf.“ í efnis- Tónlist Jónas Sen skránni er birt efnisleg þýðing á ljóðunum og er tilvitnunin fengin þaðan. Það er ekki á hvers manns færi að syngja Vetr- arferðina eftir Schubert. Fyrir það fyrsta verður mikill listrænn þroski aö vera fyrir hendi ef vel á að fara; einnig þarf sérstaka rödd í hlutverkið. Hún verður að vera mjúk og ómþýð, því ein- hverskonar himnesk hlýja einkennir tónlist Schuberts. Hans Zomer er greinilega fæddur tfl að syngja þetta verk, hann hefur silkimjúka rödd og ótrúlega sannfærandi, leikræna tflburði. Á tónleikunum var hann með þvílíkan þunglyndis- svip og sorg í augum að hann leit út eins og mað- ur sem hefur ekki farið bara eina vetrarferð í líf- inu heldur margar. Og það var svo sannarlega við hæfi. Listviðburð eins og þessa tónleika upplifir maður ekki oft. Hans Zomer og Gerrit Schuil tókst að halda hinni tregafuflu stemningu út afla tónleikana, þar til vetrarharmurinn náði há- punkti í síðasta laginu, Die Leiermann - Líru- kassakarlinum. Það segir frá karli sem snýr í sí- feflu sveifinni á lírukassanum þó enginn vflji hlusta á hann og enginn gefi honum aura. Hann stendur bara á svellinu, stjarfur og starandi. Þetta lag er eitt hið magnaðasta sem Schubert samdi, og var það stórfenglega flutt á tónleik- unum. Allt sem á undan var gengið kristallaðist einhvemveginn og small saman, og gerði að verk- um að þessir tónleikar munu lifa í minningu und- irritaðs mn ókomna tíð. Barnaorðabók Út er komin Stóra orðabókin fyrir 2-4 ára böm. Þetta er harðspjaldabók með myndum af afls konar fyr- irbærum úr lífi lítilla barna, innanstokks- munum, verkfærum, leikfóngum, áhöldum, dýmm, ávöxtum, og og er hver flokkur sér á opnu. Heiti hlutanna eru undir myndunum og er bókin ætluð tfl jpess að auka oröaforða bamanna. Útgefandi er Skjaldborg og Kolbrún Benediktsdóttir þýddi. Umsjón Silja ASalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.