Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 8
8 MANUDAGUR 24. MARS 1997 ATAK BÍLALEIGA 554 6040 Utlönd Eyrnalokkagöt ísraelar segja PLO hafa gefið grænt ljós á sjálfsmorðsárás á föstudag: Netanyahu segist halda friðarferlinu áfram Nú einnig Nýjung - gull í gegn 100 gerðir af eyrnalokkum 3 slœrðir HYUNDAI vökvagrafa meö ýtublaöi 14,6 tonn. Frábært verö. Glæsilegt útlit - ísraelskir lögreglumenn grýttir þriðja daginn í röð Benajamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær að hann mundi halda friðarferlinu fyr- ir botni Miðjarðarhafs áfram þrátt fyrir sjálfsmorðsárás á kaffihús í Tel Aviv á föstudag þar sem þrjár konur létu lífið. Netanyahu sagði friðarviðræður halda áfram en fyrsta mál á dagskrá í viðræðum við Palestínumenn væri krafa um að þeir fullnægðu skyldum sínum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Að öðrum kosti gætu ísraelsmenn ekki haldið viðræðum áfram. Netanyahu sat lungann úr sunnudeginum á fundi með helstu öryggisráðgjöfum sínum og ráð- herrum þar sem fjallað var um til- ræðið. Þá haföi nafnlaus hringing borist ísraelsku lögreglunni þar sem fullyrt var að skæruliðasam- tökin Hamas bæru ábyrgð á tilræð- inu. ísraelsmenn sögðust þá hafa sannanir þess efnis að Frelsissam- tök Palestínuaraba, PLO, hefðu gef- ið grænt ljós á tilræðið. Talsmaður Netanyahus gaf í skyn fyrir fund- inn að þess vegna væri friðarferlið farið í vaskinn. Eftir fundinn var gefin út yfirlýs- ing þar sem ítrekuð var krafa um að palestínsk yfirvöld stæðu við lof- orð um að berjast gegn hryðjuverk- um. Það væri nauðsynlegt skref í áttina að friðarsamningum. ísraels- menn fullyrtu að palestínsk yfir- völd hefðu skilyrt baráttuna gegn hryðjuverkum, pólitískum breyt- ingum og því hefðu hryðjuverka- menn frjálsari hendur. Sjálfsmorðstilræðið á föstudag setti mjög svip sinn á daglegt líf í ísrael i gær. Vopnaðir hermenn voru á hverju götuhomi í miðborg Jerúsalem og Tel Aviv enda höfðu borist hótanir um að fleiri tilræði væru í vændum. Það var ekki til að slaka á spenn- Palestínskur lögreglumaður reynir aö koma í veg fyrir aö ungur Palestínumaöur kasti grjóti aö ísraelskum lögreglu- mönnum í Hebron á Vesturbakkanum. Óeiröir voru þar þriöja daginn í röö en palestínskri lögreglu tókst aö halda aft- ur af æstum mannfjöldanum sem mótmælir byggingaframkvæmdum í arabíska hlutanum í Jerúsalem. Sfmamynd Reuter Sértrúarhópur talinn viðriðinn mannslát í Kanada: Fimm meðlimir Hofs sól- arinnar fórust í bruna Fimm lík fundust í logandi húsi í eigu sértrúarhópsins Hofs sólarinn- ar nærri Quebec-borg í Kanada í fyrrinótt. Lögreglan fann lík þriggja kvenna og tveggja karla í brennandi húsi en þrír unglingar fundust das- aðir en óslasaðir í smalakofa á lóð- inni. Á árunum 1994 og 1995 létust 69 meðlimir Hofs sólarinnar við sér- Skáru sjö konur á háls Múslímskir skæruliðar réðust inn í þorp í Alsír um helgina og veifuðu lista yfir fólk sem þeir vildu taka af lifi. Allir karlmenn þorpsins flúðu inn í skóg í ná- grenninu en þá voru sjö konur dregnar út úr húsum sínum og þær skornar á háls. Tveimur dög- um fyrr höfðu um þrjátíu skæru- liðar höggvið 32 til bana, þar af 16 konur og 14 ára dreng. í gær bön- uðu alsírskar öryggissveitir fjór- um skæruliðum. Reuter kennilegar kringumstæður. 48 manns létust þegar bóndabær og þrír smalakofar brunnu í Sviss 1994. Á sama tíma fann lögreglan í Quebec fimm lík, þar af eitt af unga- bami, í smalakofa. Ári síðar fund- ust síðan 16 lík í brunarústum húss nærri Greenoble í Frakklandi. Þar á meðal voru tveir lögreglumenn. Ekki er vitað um orsök brunans um helgina. En sú staðreynd að þar var um hús í eigu Hofs sólarinnar að ræða þykir nægja til að vekja grunsemdir lögreglu um glæp eða í það minnsta vafasamar orsakir. í kjölfar brunans var haft samband við alla meðlimi sértrúarhópsins í Kanada en lögreglan hefur fylgst náið með hópnum sl. tvö ár. Reuter Funda um Albaníu Bashkim Fino, forsætisráðherra Al- baníu, og Romano Prodi, forsætisráð- herra Ítalíu, munu hittast í Róm á morgun og ræða upplausnarástandið sem ríkir í Albaníu. Um helgina fund- uðu utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins í Brussel við að móta stefn- una fyrir hjálparstarf í Albaníu. Prodi sagði að viðræður hans og Finos myndu snúast um beiðni hins síðar- nefnda um hjálp til að koma á lögum og reglu í landinu á nýjan leik. Munu þeir einnig ræða áhrif flótta yfir 11 þúsund Albana til Ítalíu síðastliðnar tvær vikur. í viðtali við ítalska dag- blaðið La Republica bað Salæ Berisha, forseti Albaníu, enn og aftur um al- bjóðlega hjálp við að forða landinu frá borgarastyrjöld. Um leið hafnaði hann kröfum uppreisnarmanna um að segja af sér. Evrópusambandið hefur neitað hjálp eftir að hópur manna rændi birgðageymslur albanska hersins og gerði uppreisn gegn Berisha. Segja þeir að hrun fjárfestingarsjóða, þar sem þúsundir manna misstu aleigu sína, hafi verið honum að kenna. Reuter imni að ísraelskir hermenn voru grýttir í borginni Hebron, þriðja daginn í röð. Þá skutu ísraelskir lögreglumenn tvo Palestínumenn við vegatálma nærri Jerúsalem og beittu táragasi til að dreifa hópi Palestínumana sem hent höfðu bensínsprengjum að þeim í Hebron. Talið er að byggingaframkvæmd- ir ísralea í arabíska hluta Jerúsal- em séu aðalástæða tilræðisins á föstudag. Hamas-skæruliðahreyf- ingin hefur hótað fleiri sjálfsmorð- stilræðum ef ísraelar halda bygg- ingaframkvæmdum sínum áfram. Reuter Stuttar fréttir Útilokar fækkun AI Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, sem hóf í gær ferð um Aust- urlönd sem ætlað er að bæta sam- skiptin við Kína, útilokaði fækkun í herafla Bandaríkjamanna í Jap- an. Sagði hann að nú væri afar óheppilegur tími fyrir slika fækk- un. Fagnar Jeltsín Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, fagn- aði áhuga Borisar Jeltsíns Rúss- landsforseta á að tengjast Evrópu- sambandinu sterkari böndum. Jeltsín lýsti þvi yfir á laugardag að hann vildi að Rússland gengi í ESB. Fótboltabulla dó Einn knattspyrnuáhangandi dó og fjölmargir slösuðust þegar áhangendur tveggja hollenskra liða gerðu upp mál sín fyrir leik. Notuðu þeir farsima til að forðast lögregluna. Mannskæð átök Um 50 lögreglumenn og 30 götu- salar særðust í hörðum átökum sem brutust út þegar verkamenn byrjuðu að grafa í sundur götu i miðborg Lima, höfuðborg Perú. Mótmæltu Mikill fjöldi gekk um götur Hong Kong í gær en þá voru ná- kvæmlega 100 dagar þar til Kín- verjar taka við stjórn borgríkisins. Neitar vitneskju F.W. de Klerk, íyrrum forseti Suður-Afríku, sakaði sannleiks- nefad Desmonds Tutus um hlut- drægni og neitaði staðfastlega að hafa vitað um pólitískar aftökur eða tilvist dauðasveita. Havel fagnar Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, fagnaði því að Bill Clinton Bandaríkjaforseti skyldi ekki láta undan kröfum Rússa hvað varð- ar stækkun Nato. Hann sagði að stækkun Nato myndi eiga sér stað sama hvað Rússar segðu. Mótmæltu Þúsundir íbúa Muinsk mót- mæltu Moskvuvænni stefnu Alex- anders Lukashenkos í gær. Lög- regla þurfti að beita vatnsbyssum og táragasi til að dreifa æstum mannfjöldanum sem olli miklum skemmdum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.