Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 31 BERKLAMEDFERD Aþjóða heilbrigðismálastofnunin kallar eftirvíðari notkun áætlunar til að ráðast gegn nýrri tegund berida sem lyf veika ekki á. Áætlunin kostar minna en 7000 ísl. kr. á hvem sjúkling og á að tryggja að beridasjúklingar taki lyfin sín þangað til þeir læknasL Aðalorsök þess að þetta nýja berklaafbrigði hefur m.a. gert vart við sig í New York, London, Mílanó, Bangkok og Jóhannesarborg er sú að berklasjúklingar hafa ekki lokið lyfjameðferðum sínum ÚTBREIBSLA BERKLA (§) Smitberi Dropum sem veiran er í hnerrað eða hóstað. (^) Veiran herjar LUNGU: Sýkingin byrjari lunijunum. Bloðrennuri eitlaogsíöan um alían likamann. Sýkingin breiðist vanalega um líkamann me8 blóði og vessum og eyðir vefjunum í líffænim líkamans. Blóðrennsli W til eitla REUTEHS Meðferð felur í sér að sjálfboðaliðar fylgist með því að sjúklingar taki lyfin. Fjögur sterk berklalyf eru tekin á 6-8 mánaða tímabili. BERKLASMfT í HEIMINUM (í millj. tilvika) 8 .................................. Áætluð smit án meðferðar Fjöldi ef meöferðin er notuð viðar 199 t~ 199 —r~ 200 200 P 201 Hemild: World Health Organisation —\--------------1 201 202 REUTERS Vefmolar Betri sjón að næturlagi Fyrirtækið Texas Instnunents hefur nú þróað tæki byggt á tækni sem hingað tii hefur einungis verið notuð af hermönnum og lögreglu sem vinna í myrkri. í þessu tæki eru hitaskynjarar sem gera hluti, sem erfitt er að sjá, vel sýnilega þar sem þeir gefa flestir frá sér hita. Þetta gerir bílstjórum kleift að sjá hluti fyrir framan sig sem oft er ekki hægt að sjá með framljósunum á bílnum. Þannig heföu ökumenn tækifæri til að koma í veg fyrir slys. Talsmaður Texas Instruments sagð- ist vonast til þess að þeir sem væru farnir að eldast yrðu ekki lengur hræddir við að aka i myrkri þegar þetta tæki er komið til sögunnar. Hljóðlátir válsleðar hridge tekist að búa til vélsleða með þriggja strokka vél og hljóðkút sem á að draga úr hávaða- og eldsneytis- mengun til muna. Vélin er venjuleg bílvél en hún passar merkilega vel í vélsleðann. Gathridge hefúr áhuga á að þróa þessa hugmynd frekar og gera vélsleðann jafnvel líkari fiöl- skyldubíl einhvem tímann í nánustu framtíð. Vélsleðaferðir um Yellowstone I Montana hafa alltaf notið mikilla vinsælda. En margir hafa samt kvartað undan því að hávaðinn sé mikiil og mengunin út yfir öll mörk. Nú hefúr manni að nafni Ron Gat- Dýr á barmi útrýmingar Það er víðar en í skógunum sem mennimir hafa höggvið skörð í líf- ríkið. Margar dýrategundir eru nú taldar í útrýmingarhættu vegna of- veiði. Ein þeirra er mexíkóski úlfur- inn sem upp á síðkastið hefur að- eins verið hægt að sjá í dýragörðum. í lok þessa árs er hins vegar fyrir- hugað að sleppa 20 úlfúm lausum út í náttúruna. Standa vonir til að þetta verði nóg til að þessi dýrateg- und nái sér á strik aftur. Úlfur þessi er ein af 600 dýrategundum sem vist- fræðingar em að vonast til að geti rétt úr kútnum eftir að hafa átt mjög undir högg að sækja síðustu ár. Nýr og betri hvarfakútur Tveir skoskir vísindamenn hafa þróað nýja tegund hvarfakúts sem dregur enn frekar úr skaðsemi út- blásturs vélknúinna ökutækja en fyrri kútar. Þeir félagar fundu þenn- an nýja kút upp þegar þeir voru að vinna að tæki sem næði að fram- fylgja nýjum lögum sem sett voru nýlega í Kalifomíu. Meðal þess sem þessi hvarfakútur hefur fram yfir aðra er að hann er mun ódýrari í framleiðslu. Ástæðan er sú að notuð er ódýrari málmteg- und, palladíum, í stað platínu og radíum eins og tíðkaðist í þeim fyrri. Annar þeirra sem hannaði kút- inn, James Caims, segir að kútur- inn noti ákveðna efnablöndu til að breyta efnum eins og kolmónoxíði og nítrógenoxíð í skaðlausar loftteg- undir. Ekki er enn vitað hversu lengi kútarnir endast en prófanir hafa lof- að góðu. Kútar, sem nú em í notk- un, eiga að endast í 160 þús. kíló- metra akstur. -HI Ný aðferð í hjarta- skurðlækningum Læknar í sjúkrahúsinu í Cleveland eru famir að beita aðferð sem ekki hefúr þekkst áður í hjarta- skurðlækningum. Aðferðin felst í því að skera burt hluta af hjartanu til þess að hjálpa því að starfa eðli- lega. Þetta hefur reynst vel þeim sem em með of stórt hjarta og hafa hingað til einungis fengið bót meina sinna með ígræðslu. Sá hluti hjartans sem skorinn er í burtu vegur um 90 grömm og er á því svæði þar sem kransæðamar mætast. Þetta verður til þess að hjartað minnkar og á því auðveld- ara með að starfa með eðlilegum hætti. Brasilíski læknirinn dr. Randas Batista kynnti þessa aðferð fyrst fyrir 14 ámm og vakti hún að von- um tortryggni margra lækna. Nú þykir það sannað að þessi aðferð getur í mörgum tilvikum komið í veg fyrir að sjúklingurinn þurfi á hjartaígræðslu að halda. Batista hef- ur nú þegar framkvæmt yfir 500 slíkar aðgerðir og hafa 85% þeirra lifað hana af. Það skal þó tekið fram að þessi aðferð er ekki nein lækning við hjartasjúkdómum heldur á hún að- eins að hjálpa hjartanu að starfa eins og það á að gera. Enn er heldur ekki komin nógu mikil reynsla á þessa aðferð til þess að hægt sé að meta langtímaáhrif hennar. -HI • „Öko-System" sparar allt a8 20% sápu • Taumagn: 5 kg • VindingarhraSi: 1000 og 700 snúninga • UKS kerfi: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu • Variomatik vinding: Sérstakt vindingarkerfi fyrir viSkvæman þvott og ull • Ullarkerfi: Ullarvagga; ullinni vaggaS • „Bio kerfi" • Fuzzy-logig: Sjálfvirk vatnsskömtun eftir taumagni, notar aldrei meira vatn en þörf er á • Aukaskolun: Sér hnappur, skolar fjórum sinnum I staS jórisvar Þýskt vörumerki þýskt hugvit þýsk framleiðsla ÞRIGGJA Ara ÁBYRGÐ Á ÖLLUM AEG ÞVOTTAVÉUUM ...bjóðum við mest seldu AEG þvottauélina á íslandi á sérstöku afmælisverði '75.JJJJJL- Eitt verð kr: B R Æ Ð U R N l“R LágmúIa 8 Umboösmenn: Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal. Vestfirðir: Geirseyrarbúöin.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi.Norðurland: Kf.Steingrímsfjarðar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvlk. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavfk.Urð, Raufarhöfn. Austuriand: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.