Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 7 DV Sandkorn Fréttir Misheppnuð framkvæmd Eitthvert skýrasta dæmið um misheppnaða framkvæmd opinberra aðila á Akureyri í langan tíma er opnun göngu- götunnar að hluta fyrir bflaumferð. Látið var und- an þrýstingi kaupmanna við götuna sem töldu að versl- un myndi aukast mjög ef umferð öku- tækja yrði leyfð og sumir þeirra voru svo vissir um að þetta myndi bjarga málunum að þeir krossuðu sig og signdu i velþóknun þegar fyrstu bílamir runnu eftir götunni. Nú hefur hins vegar komið á dag- inn að framkvæmdin var gjörsam- lega misheppnuð, búin var til „renna" í götunni sem afinörkuð var með steinstólpum. Nær engin bílastæði voru útbúin og fram- kvæmdin því ekki til annars en að hægt væri að keyra þama i gegn, menga andrúmsloftið og valda gang- andi óþægindum. Rúsínan i pylsu- endanum verður svo e.t.v. að leggja þarf í mikinn kostnað við viðgerð á heflulagðri götunni þegar þessari misheppnuðu tilraun lýkur í vor. Hin hliðin Andstæða þessarar misheppnuðu framkvæmdar Akureyrarbæjar er svo sú vinna sem unnin hef- ur verið við strandlengjuna sunnan Strand- götu undanfar- in ár, en gatan og umhverfi hennar hafa tekið algjörúm stakkaskiptum og svæðið er að verða skemmti- legt og faflegt göngusvæði. Þar hafa menn greinilega hugsað áður en þeir framkvæmdu og útkoman er glæsileg. Þótt um dýra framkvæmd sé að ræða sýnir útkoman hvemig vtija á skattpeningum borgaranna, en það verður seint sagt um vitleys- isganginn í miðbænum, bæöi varð- andi opnun göngugötunnar fyrir bflaumferð sem- og aðrar fram- kvæmdir í götunni og á Ráðhústorgi undanfarin ár. -gk Landsamtökin Beinvernd stofnuö: Beinþynning alvarlegt heilsfarsvandamál Djöfuls. Þeir hafa ekki verið öfundsverð- ir sjómennirnir okkar sem hafa ver- ið á loðnuveiðum undanfamar vik- ur, þvi veðurfar hefur verið með af- brigðum slæmt. Segja má að óveið- andi hafi verið lengst af vegna brælu og ótíð- ar en menn hafa látið sig hafa það og barist um i óveðrunum sem dunið hafa yfir. Þeir era hins vegar ekkert að skafa utan af því sjómennimir þegar þeir tjá sig um þessar aðstæður eins og lýs- ir sér í eftirfarandi sem skipstjóm- armaður viðhafði um ástandið við sandkomsritara á döpnum: „Heyrðu, það er þessi sami helvítis bræluskítur og drulla eins og venju- lega. Það er andskotans ómögulegt að vera við þetta helvítis helvíti en andskotinn hafi það, maöur lætur sig bara hafa það þótt það sé djöfull erfitt.“ Ný „orðabók" Úrdráttur úr svokaflaðri „nýrri orðabók" hefur verið sendur á mifli faxtækja landsmanna að undan- fórnu og kenn- ir þar ýmissa grasa. Sem dæmi um starfsheiti má nefha að nýtt orð yfir banka- stjóra er neit- andi, flugmað- ur er flygifl og féhirðir verður þjófur. Þá verð- ur spaghetti að pottormum, að afhenda þýðir að höggva hönd af einhverjum, bak- poki verður að herðakistli og nýtt orð yfir að vera feitur er kúlulegur. Auðvitað er aöeins farið „niður fyr- ir beltið" og þá verður tíðarskarð að skauti konu og tryggur eigin- maður verður samkvæmt því heim- skautafari. En þeir karlmenn sem era lauslátir fá heitið skauta- hlauparar. „Þvf er spáð að beinþynning verði faraldur 21. aldarinnar og við ætlum að læra af reynslunni og reyna að hefja aðgerðir fyrr en síð- ar. Beinþynning er alvarlegt heilsu- farsvandamál hér á landi eins og víðar annars staðar og fer vaxandi með auknum fjölda aldraðra. Á hverju ári má rekja líklega fLeiri en eitt þúsund beinbrot hér á landi til beinþynningar," segir Ólafur Ólafs- son landlæknir, en hann er formað- ur landsamtakanna Beinvemd sem stofnuð voru á dögunum. Við beinþynningu verður rým- un á beinvef og styrkur beina minnkar. Beinþynning er algeng- ust í hryggjarliðum, mjaðmar- beini, lærlegg og beinum í fram- handlegg og upphandlegg. Sjúk- dómurinn er mun algengari meðal kvenna en karla og talið er að minnsta kosti þriðja hver kona hljóti beinbrot vegna beinþynning- ar einhvern tíma á ævinni. Ólafur segir að eitt helsta mark- mið Beinverndar sé að efla fræðslu meðal almennings og heilbrigðis- stétta um beinþynningu og varnir gegn henni auk þess sem stuðla þarf að auknum rannsóknum á eðli, orsökum og afleiðingum sjúk- dómsins. Að sögn Ólafs er mjög mikilvægt að fólk borði kalk og lýsi sem er besta vörnin gegn bein- þynningu. -RR K með 100w RMS magnara, 61 diska geislaspilara, útvarpi, tvöföldu segulbandl, vekjara, 3 Way hátölurum og fjarstýringu. SC-CH8 ooog vrti menn! k, A staðgreiðsluverð með 50 diska safm aðeins... stæðunm fylgja staðgreiðsluvm^ndjskaafams^^^^l GEISLADISKAR Gullmolar úr sögu dæqurlagatónlistar og brot af því besta úr heimi klassískrar 1 úr heimi klassískrar tónlistar. AKRANES: Málningarþj. Mertro • Hljómsýn / BORGARNES: KB / HELLISSANDUR: Blomsturvellir / BOLUNGARVIK: Laufið / ISAFJORÐUR: Póllinn / SAUÐÁRKRÓKUR: Hegri / AKUREYRI: Radióvinnustofan • Radíónaust • Metro • Tölvutæki-Bókval / HÚSAVÍK: Ómur / SEYÐISFJÖRÐUR: KH • Pétur Kristjánsson / EGILSSTAÐIR: Rafeind • KH / NESKAUPSTAÐUR: Tónspil / VOPNAFJÖRÐUR: Kauptún / HÖFN: Raf.þj. BB / SELFOSS: KÁ / VESTMANNAEYJAR: Brimnes • Tölvubær / KEFLAVÍK: Rafhús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.