Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 14
14 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og Otgáfustjðri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjéri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Að loknum leiðtogafundi Þaö vantaði ekki háværar yfirlýsingar síðustu dagana fyrir fund Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna, og Boris Jeltsíns, Rússlandsforseta, ekki síst af hálfú Jeltsíns sem boðaði harða afstöðu í mikilvægustu málunum sem rædd voru á fundinum. En niðurstaðan var Clintons. Þó má segja að fundurinn í Helsinki hafi leitt enn frek- ar í Ijós að læknunum, sem gerðu alvarlega hjartaaðgerð á rússneska forsetanum, hafi tekist vel upp. Jeltsín virð- ist hafa náð sér furðanlega eftir langt tímabil þar sem hann var ófær um að sinna einfóldustu stjómarathöfn- um. Nú hefur hann risið upp á ný, breytt ríkisstjóm sinni, gefið umbótamönnum aukin völd og þar með von- andi svigrúm til að takast á við stórfelld og að margra áliti óyfirstíganleg vandamál rússnesks eöiahagslífs, og átt fund með forseta Bandaríkjanna. Bill Clinton lofaði á fundinum í Helsinki að efla þátt- töku Rússa í alþjóðlegu samstarfi í efnahagsmálum, m.a. með því að veita þeim fulla aðild að fundum sjö helstu iðnríkja heims, sem verða þar með átta. Einnig hét hann Jeltsín aukinni fjárfestingu Bandaríkjamanna í Rúss- landi, en framkvæmdin er þó háð skilyrðum sem rúss- nesk stjómvöld munu eiga fullt í fangi með að uppfylla, svo sem árangri í baráttunni við þau sterku glæpasam- tök sem sumir kalla hina eiginlegu ráðamenn í Rúss- landi. Það á því eftir að koma í ljós hvort þessi fjármála- lega og efnahagslega „gulrót“ verði að veruleika. Það sem fundurinn í Helsinki virðist einkum hafa undirstrikað er sú staðreynd að þótt Bandaríkjamenn vilji kappkosta að eiga góð samskipti við rússnesk stjómvöld, halda þeir hinum raunverulegu völdum í eig- in höndum. Clinton lagði á það áherslu á blaðamanna- fundi fyrir helgina að væntanlegur samstarfssamningur Rússa og Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO, myndi aðeins gefa rússneskum stjómvöldum rétt til samráðs um ákvarðnir NATO-ríkjanna en ekkert neit- unarvald. Þar sem Jeltsín hefur nú fallið frá fyrri kröf- um Rússa um að þessi væntanlegi samningur verði sam- þykktur á þjóðþingum allra NATO-ríkjanna má búast við að honum verði fljótlega lokið, hvemig svo sem Jeltsín gengur síðan að koma honum í gegnum rúss- neska þingið þar sem andstæðingar hans eru sterkir. Ekkert fær hins vegar falið þá helstu niðurstöðu fund- arins í Helsinki að Rússum hefur mistekist að koma í veg fyrir stækkun NATO. Mun því skammt í að þrjú fyrrum aðildarríki Varsjárbandalagsins, Pólland, Tékk- land og Ungverjaland, fái aðild að bandalaginu. Þá munu Eystrasaltsríkin enn bíða við dymar, hugsanlega ásamt fleiri fyrrum Sovétlýðveldum. Þessi þróun er stjómarandstæðingum í rússneska þinginu, einkum kommúnistum og þjóðemissinnum, mjög á móti skapi og má því búast við að þeir veiti Jelts- ín harða andspymu. Hvort hún dugar til að hindra fram- kvæmd þess loforðs rússneska forsetans að afvopnunar- samningurinn „Start 11“ verði loks samþykktur í þing- inu, skal ósagt látið - en þar mun alvarlega reyna á hvort Jeltsín getur staðið við þau loforð sem hann gefur. Þótt þeim sem fylgst hafa með sjónvarpsútsendingum frá leiðtogafundinum hafi á stundum fundist Boris Jelts- ín upprisinn að hætti Lasamsar en Bill Clinton þreytu- legur í hjólastólnum, er niðurstaða fundarins enn ein staðfesting þess pólitíska veruleika að Bandaríkin em eina raunverulega stórveldið í heiminum. Því fylgir auð- vitað mikið vald sem nauðsynlegt er að beita ekki aðeins af festu heldur líka ábyrgð. Elías Snæland Jónsson MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 Út af Eyjafirbi og Skjálfandaflóa mátti finna allt upp í 4 km. þykk setlög, sem er algjör forsenda fyrir því aö um olíu eöa gaslindir geti veriö aö ræöa. Olíuleit við ísland Kjallarinn Nýlega fluttum við sex þing- menn Sjálfstæðisflokksins tiilögu til þingsályktunar inn að ríkis- stjóminni verði falið að stuðla að því að þegar verði hafnar mark- vissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnst á landgrunni ís- lands. Horft verði til þeirra svæða á landgrunninu sem fyrri rann- sóknir benda til aö séu líklegust til að geyma slíkar auö- lindir og leitað samstarfs við er- lenda aðila um rannsóknimar. Fyrsti flutnings- maður er Guð- mundur Halivarðs- son, en hann hefur lengi barist fyrir því að þessir mögu- leikar verði kann- aðir ítarlega Rannsóknir fyrir aldarfjóró- ungi Fyrsta fyrir- spum um leyfi til leitar að olíu og gasi hér við land frá erlendum aðila mun hafa borist stjómvöldum vet- urinn 1970. Næstu fjögur ár bámst sams konar óskir frá 25 erlendum að- ilum. Ein þessara umsóknina hlaut jákvæða afgreiðslu íslenskra stjóm- valda en það var erindi Shell International í Haag sem lagði fram umsókn um vísindalega leit að olíu og gasi á hafsbotninum umhverfis ísland. í febrúar 1971 var fyrirtækinu heimilað aö framkvæma jarðeðlis- fræðilegar mælingar á landgrunni íslands. Aðrar rannsóknir vom ekki leyfðar né heldur vinnsla og það skilyrði sett, að niðurstöður rann- Guðjón Guömundsson 4. þingmaöur Vestur- landskjördæmis sókna yrðu sendar íslenskum stjómvöldum og fulltrúi tiinefnd- ur af iðnaðarráðuneytinu yrði um borð í rannsóknarskipinu. Rann- sóknir Shell fóm fram 6.-8. sept- ember 1971. Vom mælingar fram- kvæmdar eftir 350 km langri línu sem Shell ákvað vestur af landinu. Niðurstaða rannsóknanna varð sú að jarðlög þarna væra svipuð og imdir landinu sjálfu og ekki talið lík- legt að um olíulindir væri þar að ræða. Frekari rannsóknir 1979 Haustið 1978 var rann- sóknarfyrirtækinu Westem Geophysical Co. heimilað að fram- kvæma rannsóknir og oíuleit á landgrunni ís- lands, nánar tiltekið á svæði út af Eyjafirði og Skjálfandaflóa. Niður- stöður lofúðu mjög góðu um tilvist auðlinda á þessu svæði. Að vísu vom þama aðeins gerð- ar frummælingar, en í „I samningi milli Islands og Noregs, sem tók gildi 2. júní 1982, um land- grunniö á svæðinu milli íslands og Jan Mayen var ákveðið að ísland og Noregur myndu sameiginlega láta fara fram rannsóknir á ákveðnum svæðum og settar yrðu reglur um hvernig olíuleit skyldi háttað á þeim eftilkæmi.“ ljós kom að út af Eyjafirði og Skjálfandaflóa mátti finna ailt upp í 4 km þykk setlög, sem er algjör forsenda fyrir því að um olíu eða gaslindir geti verið að ræða. Það er almennt talin ástæða til að halda áfram rannsóknum ef setlög- in ná 1 km að þykkt, en á þessu svæði voru þau frá 2 og upp i 4 km þykk. Árið 1981 fóm fram frekari rannsóknir og þá rannsóknabor- anir í Flatey á Skjálfanda. Þar var einnig framkvæmd sérstök rann- sóknaborun sumarið 1982. Niður- stöðumar staðfestu tilvist setlaga þar. Borholan var hins vegar að- eins 554 metra djúp, en til að ganga úr skugga um tilvist kol- vetna í setlögum þar nyrðra var talið að þyrfti að bora niður fyrir 2000 metra dýpi. í samningi milli íslands og Nor- egs, sem tók gildi 2. júní 1982, um landgrannið á svæðinu milli ís- lands og Jan Mayen var ákveðið að ísland og Noregur myndu sam- eiginlega láta fara fram rannsókn- ir á ákveðnum svæðum og settar yrðu reglur um hvemig olíuleit skyldi háttað á þeim ef til kæmi. Norðmenn skyldu kosta forrann- sóknir á hafsbotninum, en skipu- lag vera i höndum beggja aðila. Lítið hefur farið fyrir þessu sam- starfi frændríkjanna. Miklir hagsmunir Það er skoðun flutningsmanna þessarar tillögu að rannsóknir á landgrunni íslands, svo víðáttu- mikið sem það er, séu ekki á færi íslendinga einna og að ná þurfi samningum við erlenda aöila um frekari rannsóknir. Eðilegt er að beina rannsóknum að ákveðnum svæðum og einbeita sér þá að því svæði þar sem fmmmælingar lof- uðu góðu fyrir 2 áratugum, þ.e. út af Eyjafirði og Skjálfandaflóa. í ágætri DV-grein Guðmundar Ómars Friðleifssonar jarðfræð- ings 17. mars sl. fullyrðir hann, að olía og gas hafi myndast hér í ung- um setlögum og spumingin sé að- eins hvort það finnist einhvers staðar í vinnanlegu magni. Við megum ekki sýna þessu máli sinnuleysi mikið lengur. Sé það raunin að við eigum þarna ónýttar auðlindir þurfum við að komast að því. Þama geta verið miklir hagsmunir í húfi. Guðjón Guðmundsson Skoðanir annarra Síldarsmugan „Sjávarútvegsráðherra virðist ætla að láta tilvon- andi síldarvertíö gufa upp í skítalykt með þessum úthlutunarreglum sem eiga sér enga hliðstæðu i sög- unni. Hvaða hagsmuni er hann að veija eða búa til með þessum reglum, það skyldi þó ekki vera að hann sé að verja hagsmuni fiskimjölsverksmiðjanna með þessu?...Að leyfa skipum að landa í flutninga- skip og ætla svo að miöa kvótann við þá veiðreynslu er alveg fáránlegt. Kvótanum á að úthluta á skip, ef ekki, verður ráðherrann að gjöra svo vel að taka upp allt kvótakerfið eins og það leggur sig.“ Friðrik Björgvinsson í Mbl. 21. mars. Óábyrgur íslandsbanki „Mér kemur auövitaö ekkert við hvað Hagkaup er að gera í sínum markaðsmálum. En að íslandsbanki skuli taka þátt í þessu finnst mér illa hugsað og gjör- samlega óábyrgt gagnvart viðskiptavinum sínum. Ég hef látið mína bankamenn heyra þessa skoöun og að mér finnst að þeir skilji ekki í hvemig þjóðfélagi þeir búi.“ Eirfkur Sigurðsson í Degi-Tímanum 21. mars. Hagkaup ekki með á nótunum Villan í þessu er að sjálfsögðu sú að okkur er sagt að með því að kaupa séum við að spara. Hitt mun þó vera öllu nær sanni: að með því að stilla sig um að kaupa megi spara. Græddur er geymdur eyrir. Eftir hömluleysi fjölskyldna og fyrirtækja á umliðnum áratugum er nú að renna upp tíð ráðdeildar og skyn- semi í hugarfari þjóðarinnar. Og í fýrsta sinn í sögu sinni virðist Hagkaup ekki vera með á nótunum. Ferð til útlanda er svo sem ekkert óskaplega dýr og reyndar er alls ekki erfitt að safna sér fýrir henni. Viíji er allt sem þarf.“ Guðmundur Andri Thorsson f Alþbl. 21. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.