Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 32
40 MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 Fréttir Virðulegt hús endurnýjað AUKIN ÖKURÉTTINDI LEIGUBIFREIÐ VÖRUBIFREIÐ HÓPBIFREIÐ Ökuskóli íslands býður haanýtt nám undir leiosögn færra og reynslumikilla Kennara. Nýtt námskeið hefst 25. mars. Tilvalið fyrir hópb i f reiða rétti nd i. Góð kennsluaÖstaSa og úrvals æfingabifreiSar. íkGMENNS/Ci Ökuskóli íslands í FYRIRRÚMI Öll kennslugögn innifalin. Hagstætt verS og góS greiSslukjör. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaSi félaga sinna. HafSu samband og viS sendum þér allar nanari upplýsingar um leiS. Dugguvogi 2 104 Reykjavík S: 568 3841 DV, Hólmavik: Lokið er miklum endurbótum á sýslumannshúsinu á Hólmavík, en skipt var um einangrun í húsinu, i staö torfs var sett steinull, raf- og hitalagnir endumýjaðar, gólf, eld- húsinnrétting o.fl. Verkið var unnið á vegum Framkvæmdasýslu ríkis- ins samkvæmt útboði af Sparra ehf. í Garðabæ, Magnús H. Magnússon rafvirkjameistari endumýjaði raf- kerfi hússins og málarameistari var Gunnar R. Grímsson. Sýslumannshúsið á Hólmavík var reist árið 1940 og m.a. notað í það efni úr íbúðarhúsi í Kálfanesi. Þá- verandi sýslumaður, Jóhann Sal- DV, Akureyri: Rekstur Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfélaga þess skilaði 117 milijóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta er 161 milijón króna betri útkoma en árið áður, en árið 1995 nam rekstrar- tapið 44 milljónum króna. „Afkoman er, eins og áður, misjöfn á milli greina og einstakra deilda," segir Magnús Gauti Gautason kaup- félagsstjóri. Hann segir verslun, iðn- að og útgerð hafa gengið vel eða bet- ur en árið á undan. Hagnaður af rekstri afúrðareikninga hafi á hinn bóginn lækkað á miili ára og tap í fiskvinnslu, hótelrekstri og vatnsút- flutningi aukist. Að öðra leyti sé er- fitt að taka út einstaka þætti í svo viðamiklum rekstri og fjalla um þá í stuttu máli. berg Guðmundsson, lét byggja húsið og bjó í því allan þann tíma sem hann gegndi embættinu, eða fram til ársins 1958, en auk íbúðar sýslu- manns var sýsluskrifstofa Stranda- sýslu einnig í húsinu um rúmlega 40 ára skeið, eða þar til hún var flutt í nýtt hús Búnaðarbankans á Hólmavík. Sýslumannshúsið hefur að mestu verið óbreytt utan þess að árið 1963 var byggð bílageymsla við það og ofan á hana herbergi sem tengist miðhæð hússins. Hið innra er flest með upphaflegu sniði utan þess að herbergjaskipan á rishæðinni hefur nú verið nokkuð breytt frá því sem var. -GF Brúttóvelta KEA og dótturfélaga nam á liðnu ári 9.345 milljónum króna sem er um 1% samdráttur frá árinu áður. Tekjur samstæðunnar vom 8.820 milljónir króna en rekstr- argjöld 8.639 milljónir. Hagnaöur fyr- ir fjármagnsliði var því 181 milljón króna miðað við 129 milljónir árið áður. 1% samdráttur í brúttóveltu sam- stæðunnar stafar af því að KEA seldi á árinu hlutabréf sín í bifreiðaverk- stæðinu Þórshamri og minnkaði hlutdeild sina í Dagsprenti hf. Fóður- verksmiðjan Laxá hf. kemur hins vegar ný þar inn. Stjóm félagsins gerir tillögu um að greiddur verði 10% arður af nafh- verði hlutabréfa og að hlutafé verði aukið um 5% með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. -gk Hiö reisulega sýslumannshús á Hólmavík hefur veriö endurnýjaö og er sem fyrr hin fegursta bygging. Dv-mynd Guöiinnur Rekstur KEA batnaði um 161 milljón iK&ðlft' Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund mánudaginn 24. mars n.k. á Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20:30. Fundarefni: 1. Nýgerður kjarasamningur kynntur. 2. Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn verður með eftirfarandi hætti: Á félagsfundinum 24. mars kl. 21:00-23:00 Þriðjudag 25. mars kl. 08:00-22:00 í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 á 1. hæð Miðvikudag 26. mars kl. 08:00-18:00 í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 á 1. hæð Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur DV Gunnar R. Grímsson málarameistari f eidhúsi sýslumannshússina á Hólmavík, en hann lagöi lokahönd á endurbyggingu hússins á dögunum. Dv-mynd Guatinnur Nemendaráð Menntaskólans á Egilsstöðum. Frá vinstri; Páll Hilmarsson, Sunna Lind Smáradóttir, Egill Helgi Árnason og Sesseija Björg Stefánsdótt- Menntaskólinn á Egilsstöðum í Gettu betur: Aldrei náð svona langt - segir formaður nemendaráðs ME DV Egilsstöðum: „Þetta var frábær ferð. Við töpuð- um að vísu fyrir MR í spuminga- keppni framhaldsskólanna en með svo litlum mun að við megum vel við una. Okkar lið hefur aldrei áður komist svo langt í keppninni. Svo unnum við Ármúlaskólann í körfu- boltaleik og notuðum ferðina til að kynna okkur starf Háskólans, fór- um saman í leikhús og heimsóttum ýmsa menningarstaði," sagði Sess- elja Stefánsdóttir, formaður nem- endaráðs Menntaskólans á Egils- stöðum í samtali við DV. Menntaskólanemendurnir gerðu sér lítið fyrir og leigðu þotu til að komast til Reykjavíkur til að standa við bakið á sínum mönnum í und- anúrslitum spurningakeppni fram- haldsskólanna. í ME era milli 280 -290 nemendur í dagskóla og réttur helmingur eða 140 nemendur skelltu sér í bæinn til að styðja við bakið á sínum mönnum. í höfuð- borginni notuðu nemamir tækifær- ið yfir helgina og kynntu sér menn- ingarlífið í höfuðborginni. Þau skiptu sér í hópa eftir brautum og heimsóttu Norræna húsið, Lista- safn íslands, Náttúrufræðistofnun og franska bókasafnið. Öll kynntu sér starfsemi Háskóla íslands, en hann var einmitt með opið hús þessa helgi, sáu saman leikritið Að sama tíma að ári, og svo studdu þau sín lið eins og ungu fólki er lagið og töpuðu naumt fyrir MR í spumingakeppninni en sigr- uðu Ármúlaskólann í körfubolta. Heim kom hópurinn á sunnudag. 20 tíma ferö frá Akureyri til Egilsstaöa. ME keppti við MA í 8 liða úrslit- um spurningakeppninnar og fór sú keppni fram á Akureyri. Sú ferð varð all söguleg, einkum heimferð- in. Þá fóra 40 nemendur í rútu, en lentu í illviðri og ófærð á heimleið og tók sú ferð 20 tíma. Rútan sat fóst og varð að ráði að sækja hópinn á jeppum upp á Möðradalsöræfi. Það má þvi segja að nemendur hafi lagt á sig ærið erfiði og fjárútlát við að taka þátt í spurningakeppni framhaldsskólanna að þessu sinni, en uppskára líka ríkulega. -SB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.