Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 Fréttir Athugun DV á afstööu þingmanna til lífeyrissjóðsfrumvarpsins: Gagnrýnt jafnt frá hægri og vinstri - þverpólitísk eining um aö það sé slæmt DV ræddi í gær við hátt á annan tug alþingismanna og kannaði af- stöðu þeirra til stjórnarfrumvarps- ins um skyldutryggingu lífeyrisrétt- inda og starfsemi lífeyrissjóða sem ijármálaráðherra mælir fyrir á Al- þingi á morgun, fóstudag. Skemmst er frá að segja að enginn virðist vilja að frumvarpiö verði óbreytt eða lítiö að lögum nema tveir þeirra sem rætt var við, þeir Jón Kristjáns- son og Halldór Ásgrímsson. Að þeim tvímenningum frátöld- um má segja að allir þingmennirnir sem rætt var við í gær hafi verið sammála um eitt, hvar í flokki þeir standa; frumvarpið væri slæmt, en þeir voru sammála um þetta á tvennum gerólíkum forsendum: Annars vegar töldu menn að í frum- varpinu fælist óþolandi forsjár- hyggja, eða á hinn bóginn óþolandi og varasöm frjálshyggja sem hefði það aö markmiði að sleppa fjár- magnsspekúlöntum lausum í lífeyr- isparnað launþega. „Ég held að það sé algjörlega úti- lokað að koma á skýrri heildarlög- gjöf um lífeyrissjóði þannig að allir verði sammála um hana,“ sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, í samtali við DV og Jón Kristjánsson flokksbróðir hans sagði að hann byggist við að frum- varpið færi, eins og ætlunin væri, í gegnum þingið og yrði að lögum lít- ið breytt. Ef opnað yrði fyrir breyt- ingar á því, þá væri viðbúið að af- greiðsla þess frestaðist. -SÁ Valfrelsi vantar „Það sem ég set helst spurning- armerki við er aðkoma hins al- menna sjóðfélaga að sinum trygg- ingamálum," segir Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, um lífeyrisfrumvarpið. Arnbjörg segir í samtali við DV að umtalsvert fylgi sé við sam- tryggingarþátt frumvarpsins, enda skipti hann verulegu máli þegar til langs tíma er litið hvað varðar framtíðarkostnað almannatrygg- ingakerfisins. Hins vegar sé athug- unarvert að fólk eigi ekkert val um það í hvaða lífeyrissjóði það greið- ir heldur sé það alfarið í valdi verkalýðsfélaga að ákveða það, burtséð frá því hvort viðkomandi sjóði er vel eða illa stjómað. Því til viðbótar hafi einstaklingar engin lýðræðisleg áhrif á stjórn sinna líf- eyrissjóða og almennir sjóðfélagar geti t.d. ekki sótt aðalfundi hjá sjóðunum og haft þar bein áhrif á stjórn þeirra.„Málið verður til um- íjöliunar hjá efnahags- og við- skiptanefnd og reynt að komast að sameiginlegri niðurstöðu," segir Ambjörg Sveinsdóttir. -SÁ Vilhjálmur Egilsson Sjálfstæðisflokki: Samtryggingar- skyldan alltof há „Ég held að það sé nauðsynlegt næsta skref í lífeyrismálum að fólk sé frjálst að því að velja í hvaða líf- eyrissjóð það greiðir. Ég tel rétt að hafa ákveðna samtryggingarskyldu en umfang hennar er alltof mikið í frumvarpinu eins og það er,“ segir Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðis- flokki og formaður efnahags- og við- skiptanefndar. Vilhjálmur segir að 10% skyldu- trygging af iögjaldastofni sem greiða skuli í almennan lífeyrissjóð en sjálfdæmi sé síðan um greiðslur I séreignarsjóði umfram þessi 10% sé alltof hátt mark. Nægilegt ætti að vera að greiða í samtryggingarsjóð- ina upphæð sem samsvarar því sem nægir til þess að ríkið losni við við- komandi greiðanda út úr almanna- tryggingarkerfinu. „Þegar fólk hef- ur sparað svo mikið í lífeyrissjóði að það er ljóst að það þarf ekki að þiggja neitt frá almannatrygginga- kerfinu, þá finnst mér engin ástæða til að ríkið sé að skylda þessa sömu til að vera í samtryggingunni um- fram þetta mark,“ segir Vilhjálmur. Hvert þetta mark sé, segir Vilhjálm- ur vera reikningsdæmi sem þurfi að reikna upp og ákveða síðan skyldu- tryggingarupphæðina út frá niður- stöðunni. -SÁ Arni R. Arnason S: Er þessu algjörlega mótfallinn „Ég er alveg mótfallinn málinu. Það er fráleitt að fella lífeyrisspam- að fólks í séreignasjóðum undir sameignar- og samtryggingarsjóði sem verða undir stjórn annarra að- ila,“ segir Árni R. Ámason, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokks. Ámi kveðst viðurkenna að það var ágætt framtak samningsaðila á vinnumarkaðnum á sínum tíma að hefja lífeyrisspamað á íslandi, en þeir sjóðir náðu ekki til allra, það var einfaldlega ekki öllum leyft að fá aðild að þeim. „Þess vegna spruttu upp aðrir sjóðir, frjálsir séreignarsjóðir og ég sé enga ástæðu til að henda þessu saman nú. Það verður að falla frá því að skylda frjálsu lífeyrissjóðina og sjóðfélaga þeirra þar með til þess að greiða 10% af iðgjaldsstofni inn í samtryggingarsjóði sem stjómað er af öðrum. Það er algjörlega óviðun- andi,“ segir Ámi R. Ámason. -SÁ Guömundur Hallvarðsson, Sjálfstæöisflokki: Þetta kemur ríkinu ekk- ert viö „Lífeyrissjóðirnir hafa þróast á lýðræðislegan hátt og það er bara allt í lagi með það og ríkisvaldið á ekkert með það að skipta sér af þeim,“ segir Guðmundur Hall- varðsson, alþingismaður Sjálf- stæðisflokks. Guðmundur segir að frumvarp- iö muni hafa mjög alvarleg áhrif á samtryggingarþátt lífeyrissjóð- anna verði það að lögum óbreytt, enda muni það, eins og fjármála- ráðherra hafi sjálfur sagt, leiöa til aukinnar byrði lífeyrissjóðanna og samtímis létta þeirri sömu byrði af Tryggingastofnun. „Ég bendi á í þessu sambandi að greiðslur út úr Lífeyrissjóði sjó- manna em orðnar hæmi vegna ör- orku en vegna ellilífeyris og ég segi að það eigi að láta þessa líf- eyrissjóði vera,“ segir Guðmund- ur. Hann segir að lífeyrissjóðirnir í landinu hafi enn ekki náð manns- aldri og þeir séu enn að vaxa og dafna eftir þær hremmingar sem þeir gengu í gegnum á verðbólgu- árunum og að styrkjast gagnvart skuldbindingum sínum. Ef inn- borganir í sjóðina, eins og þær hafa verið, fari úr böndunum muni samtryggingarkerfið bresta og Tryggingastofnun ríkisins fá fleiri á sig, þvert ofan í það sem ætlan fjármálaráðherra sé með frumvarpinu. -SÁ Dagfari Hin meðvitaða list Upp til hópa er almenningur illa upplýstur. Sérstaklega um það sem skiptir máli. Einkum og sér í lagi um það sem skiptir sérstöku máli í listinni. List er óráöin gáta og lista- menn bera allajafna list stna ekki á borð fyrir hvem sem er. Allra síst þó þannig að almenningur geti skilið hana. Stafar það fyrst og fremst af því aö list er list, óháð skilningi þeirra sem njóta hennar og galdurinn við góða list er einmitt sá að almenningiu- á ekki að skilja listina eða þá að skilja listina eins og hann upplifir hana. Listamaðurinn skapar. Það er svo annarra að túlka það sem listamað- urinn er að túlka. Þetta heitir á mæltu máli að gera hið ómeðvitaða meðvitað. í gær birtist í Morgunblaðinu afar athyglisvert viðtal við þekktan listamann sem er með nýjar kenn- ingar sem varpa ljósi á listaheim- inn og færir okkur nær listinni, að því leyti að enda þótt við augunum blasi myndlist þarf það ekki endi- lega að vera myndlist. Að minnsta kosti ekki frá sjónarhóli lista- mannsins og þannig sjá menn kannski aðra list heldur en þá list sem listamaðurinn skapar. Þetta er í stuttu máli að gera ómeðvitaða list að meðvitaðri list. Listmaðurinn hafnar því að list skuli vera eitthvert brothætt ævin- týri heldur þjóðfélagslegt afl. Lista- maðurinn segir: „Ég trúi á verk sem virka áfram inn í þjóðfélagið þannig að menn hætti að taka eftir þeim sem verkum þótt áhrifin séu enn þá fyrir hendi. Þá heita þau ekki endilega listaverk lengur, þó svo að framtak einhvers lista- manns, sem i raun skiptir ekki lengur máli hver er, liggi þar að baki.“ Hann vill „gefa hversdagsleikan- um gildi hversdagsins og gera veru- leikann að verðmæti í sjálfu sér“. Viðmælandi listamannsins í þessu viðtali gerir því skóna að listamaðurinn sé klassískur upplýs- ingamaður eins og Freud með því að gera hið ómeðvitaða meðvitað. Þessari kenningu hafhar lista- maðurinn ekki og bendir á að það þurfi að fóðra undirmeðvitundina, vegna þess að i undirmeðvitund- inni er essens sem sífellt er að vísa því á bug að taka afstöðu þegar ljóst má vera að það er misskilið frelsi hugans að halda að listamað- urinn eigi að vera hlutlaus. Hvað þá listin. Þvert á móti er það ámátleg eft- irlíking undirmeðvitundarinnar vegna þess að áhrif listarinnar liggja einmitt í því að menn skoði listina með ákveðna afstöðu í huga og listamaðurinn lætur þeim það eftir. Aðalvandamálið er að fólk komi á sýningar þar sem listamaðurinn er í rauninni að gagnrýna allt og alla í kringum sig með því að gera ómeðvitundina meðvitaða og þegar fólk kemur á sýningar á slíkri list er sú hætta á ferðum að sýningar- gestir taki listina ekki of alvarlega. Hvað þá listamanninn. Það sýnir aðeins að hin ómeðvitaða undir- meðvitund er meðvitandi ómeðvit- uð um þann meðvitaða boðskap listaverksins sem undir þessum kringumstæðum á að laða fram sterka meðvitaða undirmeðvitund um gildi listarinnar og áhrif henn- ar á hversdagsleikann. Hér er einmitt komið að kjarna málsins. Viðbrögðum áhorfandans og áhrifum listaverksins. Áhorf- andinn verður að taka listina al- varlega í krafti þess að hún hafi ekki áhrif á hann. Hann verður að vera meðvitaður um að listin sé meðvituð án þess að hafa áhrif. Þannig eru áhrif hennar sterkust. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.