Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 Spurningin Hvernig Ifst þér á landsliðs- hópinn í handknattleik? Þorkell Ágúst Óttarsson guð- fræðinemi: Bara vel. Sigurður Kristjánsson, smíðar tréleikfong: Vel. Sigriður Björg Sigurðardóttir menntaskólanemi: Hef ekki hug- mynd um hver hópurinn er. Gunnar Þór Jóhannesson ís- lenskunemi: Mjög vel. Kristjana Vilhelmsdóttir fulltrúi: Vel. Sigurbjörg Petra Hauksdóttir: Hann er fínn. Lesendur Stóriðja og þekking manna - rannsóknir eða andleg fátækt? Vísindamenn viðurkenna greiðlega aö ekkert sé sannaö um svokaliaöa loft- mengun, segir m.a. í bréfi Péturs. Pétur Guðvarðsson, fyrrverandi bóndi, skrifar: Útvarpsfundur um umhverfismál laugard. 22. mars sl. stillti stóriöju og rannsóknum upp sem andstæð- um valkostum. Sú afstaða var tekin að fremur bæri að efla rannsóknir og menntun en byggja stóriðjufyrir- tæki. Efla bæri „sköpunarmátt" mannsins. Nú er það svo að maðurinn er af efni gerður og þarf efni sér til vaxt- ar og viðhalds. Lífsbarátta manns- ins felst í því að afla þessara efna. Þekkingin hlýtur að auðvelda manninum þetta starf, annars er hún tilgangslaus. Stóriðja og kannski öll atvinnustarfsemi bygg- ist á þeirri þekkingu sem maðurinn hefur aflað sér hingað til. Atvinnu- vegimir eru jafnframt gmndvöllur frekari þekkingaröflunar þar sem þaðan koma peningamir sem rann- sóknir og menntun kosta. Það eina sem maðurinn getur skapað er hugsun og orð. En hann skapar ekki efni úr orðunum ein- um. Hann skapar ekki efni yfirleitt. Hann getur aðeins breytt formi efn- isins. Annað ekki. Þetta gildir einnig um hin svokölluðu mengandi efni. Lofttegundir, sem losna við brana, voru teknar úr andrúmsloft- inu einu sinni áður og skila sér aft- ur til síns upprunalega heima þegar þau hafa lokið hlutverki sínu sem fast efni. Steinefnin, sem ekki brenna, komu úr jörðinni og falla aftur til jarðarinnar. Vísindamenn viðurkenna greið- lega að ekkert sé sannað um svo- kallaða loftmengun. Kenningamar um uppsöfnun koltvisýrings í and- rúmsloftinu, gróðurhúsaáhrif, óson- lag og allt það era ekki annað en getgátur. Menn telja þetta og álíta hitt, og hamast svo við að reyna að fyrirbyggja það sem aldrei gerist hvort sem er. Menn mála skrattann á vegginn og fyllast svo móðursýkis- legum ótta við þetta málverk sitt og dettur helst í hug að rífa vegginn svo ekki sé hægt að mála skrattann á ný... Hvers vegna halda menn fram öll- um þessum blekkingum, m.a.s. gegn betri vitund? Era þeir svona á móti stóriðju, t.d. á móti stórhug, djörf- ung og framforum til betri efna- hags, meiri fullkomnunar? Vilja þeir heldur dýrka hið smáa og lítil- fjörlega, hið neikvæða sem stefiiir niður á við? Einblína oni myrkrið í sinni andlegu músarholu? Að allir verði jafn fátækir, andlega sem efnalega. Foreldrarnir og fíkniefnin Karen skrifar: Nýleg frétt í blaði sló óhug á marga. Lögregla við gæslustörf við Eddufefl í Breiðholti tók ölvaða unglinga i sína umsjá, marga und- ir 16 ára aldri. Þessa unglinga flutti lögreglan ýmist heim til sín eða lét foreldra þeirra vita. Ekki vora all- ir foreldrar ánægðir með þessi af- skipti lögreglunnar og lýstu þessu sem „afskiptasemi". - Sögðust hafa gefið bömum sínum bjór til neyslu á þeim forsendum að þau væru komin í páskafrí og þyrftu á því að halda að „lyfta sér upp“! Hvaða siðferði era slíkir foreldr- ar gæddir? Þessir foreldrar stuðla óbeint að frekari neyslu bama sinna á harðari og hættulegri fíkni- efniun en bjómum. Það er því ekki furða þótt hér vaxi hratt upp ákveðinn kjami ungmenna sem tel- ur það eðlilegt að sjá sér farborða með því að stela, m.a. til að kaupa fíkniefiii. Þetta er auðvitað hroða- leg þróun í svona fámennu þjóðfé- lagi sem okkar. Nú er það vitað að auðvelt er að stemma stigu gegn innflutningi fíkniefha. Það má leita á hverjum einasta manni sem til landsins kemur frá útlöndum. Er eitthvað á móti því? Myndu þeir sem ekkert hafa að fela vera því mótfallnir? Ég tel ekki. Eitt er víst: það verð- ur án tafar að koma á nýju og hertu effirliti með innflutningi fikniefha til landsins. Nóg er að glíma við vímuna sem áfengið veldur, þótt við leggjumst ekki marflöt og varnarlaus fyrir fíkni- efnum sem augljóslega eru að valda þessari fámennu þjóð veru- legum skaða. íslenskt dýrt hér, ódýrt erlendis Jón Eiríksson skrifar: Það er ekki af engu, að mörgum finnst sem þeir séu orðnir annars flokks borgarar hér. Ekki síst vegna verðlagsins sem er miklu hærra en hvar sem maður ber niður annars staðar í heiminum. Matvörar jafiit og þjónusta á flestum sviðum: fata- hreinsun, skóviðgerðir, smumingu bílsins, námskeiðahald, dánaraug- lýsingar, sími og útvarp. Ég gæti haldið áfram að telja svo að fyllti tvær, þrjár blaðsíöur. Meira að segja islenskar vörar framleiddar hér á landi era mun ódýrari í erlendum verslunum. Þannig má kaupa íslenskt lamba- kjöt og ost í Færeyjum á helmingi lægra verði en hér á landi. Hver er skýringin? Álagningin og aftur álagningin. Hún er fáránleg. Hvers vegna? Vegna þess að íslenskir kaupmenn og innflyijendur kunna sér ekki hóf í þeim efhum. AUs stað- ar er álagning á vörur, en hvergi eins mikil og hér. - Þeir sem selja verða óðir fái þeir sjálfræði um söluverð. Hér er frjáls álagning við lýði, en fyrir einhverra hluta sakir kunna íslendingar ekki að fara með frelsið í þessum efnum. Líklega þjóðarein- kenni. Við förum alltaf offari þegar frelsið er annars vegar. Leiðirdegur löstur en fullkomlega sannur. DV Hvað er guð- last? Sonja Haraldsdóttir skrifar: Hvað er guðlast? Það er að lasta Guð, ekki menn. Að gera grín að mönnum getur þess vegna ekki verið guðlast, þótt um biskup sé að ræða. Guðlast er að smána Guð, að vilja vera eins og Guð, að formæla Guði. Þess vegna er það líka guðlast láti ein- hver kalla sig „Heilagi faðir“ eða „hans heilagleiki“. „Enginn mað- ur á jörðinni er heilagur, og Fað- ir vor er á himnum" (Mattheus 23:9). - Spaugstofan hefur ekki lastaö Guö, aðeins gert meinlaust grín að mönnum. Það er athygli vert að lesa orð Jesú um prestana í „Matt: 23:1-36“. Olíuleit við ísland? Oddur skrifar: Þar sem nokkuð hefur verið skrifað um olíuleit hér viö land nýlega er ekki úr vegi að mælast til þess að stjómvöld láti úr því verða að kanna hvort hér sé í raun olíu aö finna í setlögum þeim sem þegar hafa mælst við norðanvert landið. í Noregi er farið að nota nýrri og fuflkomn- ari vinnslutæki en áður var, þ. á m. skip sem koma í staðinn fyrir borpall, og borað og dælt frá hafs- botninum. Hér mætti hugsa sér að þessi tækni nýttist til að sleppa við vandræði vegna íss og stórviðra. Þetta kom m.a. ffam í norska blaðinu Bergens Tidende 24. mars sl. ef einhver vildi kynna sér málið frekar. Með milljónir í sendiferð? Ginmsteinn hringdi: Hver sendir mann einan á báti með milljónir króna í fóram sín- um? Þetta er bamaskapur eig- anda fjárins og ekki verjandi með neinu móti. Við höfum dæmi um að menn hafa verið sendir fylgd- arlausir með stórfúlgur í banka eða annað og orðið fyrir limlest- ingum og ráni. Enginn ætti að hafa þennan hátt á. Hér eru óbótamenn á hverju strái og þeir fiska nokk upp hvar fjármuna er að vænta. Ef varanleg vöm er til staðar er ekki ráðist til atlögu. Við búum í hættulegu umhverfl hér á landi að þessu leyti, og það eiga menn að vita. Lífeyrismálin í lamasessi Sveinbjöm skrifar: Mig langar til að taka undir lesendabéf frá Magnúsi Jónssyni í DV11. apríl sl. um heljartök ASÍ og VSÍ á lífeyrissjóðunum. Og þó sérstaklega það sem minnst var á um að fólk gæti ekki fengiö aö hætta störfum fyrr en 70 ára vegna þess að það er ekki fyrr sem menn geta fengið svokölluö full réttindi (greiðslur) úr sjóðum sínum. Þetta er náttúrlega ótækt og ætti að vera um það valfrelsi hvenær menn vilja hætta störf- mn. Segjum frá 65 til 70 ára ald- urs, en fá þó fúll réttindi. Er ekki heppilegt aö leyfa hinum eldri að hætta störfum á meðan urmull yngra fólks er atvinnulaust vítt og breitt um þjóðfélagiö? Niðurfelling þátta hjá SYN Elín skrifar: Ég tek undir með Dísu sem skrifaði nýlega um niðurfellingu þátta hjá SÝN. Ég styð áskorun hennar til forráðamanna SÝNAR um að taka aftur upp sýningar á þáttunum Kung-Fu. - Niðurfell- ing á þáttum eins og WALKER finnst mér einnig ótæk. Að minu mati einhverjir bestu þættir sem sýndir era í sjónvarpi. Ég gerðist áskrifandi að SÝN einmitt vegna þátta eins og honum og Kung-Fu. Ekki vegna íþróttanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.