Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997
25
íþróttir
Iþróttir
porbiörn Jensson hefur engin not
fyrir krafta Siguröar Bjarnasonar.
tel mig eiga
heima í hópnum
„Hefði viljað fá tækifæri til að sýna Þorbirni Jenssyni að ég er í toppformi,“ segir Sigurður Bjarnason hjá Minden
„Ég er mjög svekktur yfir því aö hafa ekki verið valinn
í landsliðshópinn fyrir heimsmeistarakeppnina í Japan.
Ég tel mig eiga heima í þessum hópi enda er ég í mjög
góðu formi og er að spila í sterkustu deild I heimi. Ég
hefði viljað fá að vita ástæðuna hjá Þorbimi fyrir því að
hann valdi mig ekki í hópinn en ég hef ekki fengið mörg
tækifæri hjá honum til að sanna mig,“ sagði Sigurður
Bjarnason, atvinnumaður hjá þýska úrvalsdeildarliðinu
Minden, í samtali við DV í gær en hann var úti í kuldan-
um hjá Þorbimi Jenssyni, landsliðsþjálfara, þegar hann
tilkynnti 19 manna landsliðshópinn í handknattleik í
fyrradag.
Sigurður á að baki tæpa 100 lands-
leiki og hefur tekið þátt í tveimur
síðustu heimsmeistaramótum, í Sví-
þjóð 1993 og á íslandi 1995.
Gróusögur í gangiaö ég sé í
dópi hérna úti
„Það hafa verið í gangi Gróusögur
um mig þess efnis að ég sé í dópi héma úti en þetta er
auðvitað algjör þvættingur. Ég bý hér úti meö kærustu
minni og lifi rólyndislífl með henni. Þessar lygasögur
hafa án efa borist til landsliðsþjálfarans og ég veit ekki
hvort þetta sé ástæðan fyrir því að hann sá ekki ástæðu
til að velja mig. Ég hefði viljað fá tækifæri til að sýna
landsliðsþjálfaranum á æfingum að ég er í mjög góðu
formi og tilbúinn að takast á við HM verkefnið."
Vilja losna viö Sigurö
Sigurður gerði í fyrra tveggja ára samning við Minden
Fótboltaskór
á frábæru
tiboðsverði
Mikael Laudrup. Skór úr gerfiefni.
Nr. 37-43 fyrir möl. Verð 2.990
(áður 3.990)
Papin Startey nr. 35-46. Leður
á tá og rist. Fyrir möl og gras.
Verð 3.490 (áður 5.600)
Laudrup Champion
Nr. 36-45. Leðurskór.
Verð 3.950 (áður 5.990)
Papin League Nr. 37-45. Mjúkt
kengúruleður fyrir möl og gras.
Verð 5.990 (áður 7.990)
SPORTVÖRUVERSLUNIN
SPARTA
Laugavegi 49 sími 551 2024
Opið laugardaga tilkl. 16
og á því eitt ár eftir þegar timabilinu lýkur eftir nokkrar
vikur. En það stefnir í að tímabilið hjá Minden á næsta
vetri verði enginn dans á rósum fyrir Sigurð því forráða-
menn félagsins hafa geflð það í skyn að þeir vilji losna við
hann eftir að þeir gerðu samning við tvo miðjumenn,
sænska landsliðsmanninn Magnus Anderson hjá Schutt-
erwald og Frank Löhr hjá Gummersbach.
„Þeir hafa ekki sagt það opinberlega að þeir vilji losna
við mig en þeir hafa gert því skóna að það sé ekkert pláss
fyrir mig í liðinu. Ég er samt mjög rólegur yfir þessu. Ég
á eitt ár eftir af samningnum og þeir verða að greiða mér
upp samninginn eða finna annað lið sem vill fá mig vilji
þeir losna við mig.“
Sögusagnir hafa verið í gangi að Stjaman og KA
vilji fá þig. Kemur til greina að koma heim og spila?
„Það kemur svo sem alveg til greina en ég vil vera
áfram hér úti. Handboltinn er miklu sterkari og meiri
peningar í boði en heima. Ég hef ekkert heyrt frá
neinum félögum að heiman," sagði Sigurðui' að
lokum," -GH
Sigurður Bjarnason er mjög óhress, segist leika
sterkustu deildarkeppni í heiminum, og heföi
viljaö fa tækifæri hjá Þorbirni Jenssyni.
Liverpool enn skrefi á eftir
Liverpool gat náð forystunni í
ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gærkvöld meö sigri
gegn Everton á útivelli.
Það tókst hins vegar ekki og
Man Utd heldur því enn tveggja
stiga forystu á Liverpool og
þriggja stiga forskoti gegn
Arsenal og á leik inni á bæði lið-
in.
Everton-Liverpool..........1-X
0-1 Redknapp (25.), 1-1 Ferguson (65.)
Newcastle-Chelsea..........3-1
1-0 Shearer (12.), 2-0 Aspilla (30.), 3-0
Shearer (35.), 3-1 Burley (62.)
Wimbledon-Leeds ...........2-0
1-0 Holdsworth (19.), 2-0 Castledine
(74.)
Staða efstu liða:
Man.Utd 33 19 9 5 66-38 66
Liverpool 34 18 10 6 57-30 64
Arsenal 34 18 9 7 57-28 63
Newcastle 33 16 9 8 64-39 57
Manchester City vann góðan
heimasigur gegn Grimsby í gær
kvöld, 3-1, í 1. deildinni.
Þýskaland og Spánn
Stuttgart sigraði Hamburg
undanúrslitum bikarkeppn-
inn-ar, 2-1. í spönsku
deildinni vann Real Ma-
drid lið Sevilla, 4-2,
og Valladolid vann
sigur á Barcelona,
3-1. -SK/-GH
Heðinn með
sex í tapleik
Héðinn Gilsson og félagar hans í Fredenbeck töpuðu
dýrmætum stigum í botnbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar
í handknattleik í gær þegar þeir urðu að lúta í lægra haldi
fyrir Gummersbach á útivelli, 22-19. Héðinn var marka-
hæstur í liði Fredenbeck með 6 mörk en Kóreumaðurinn
stóri og stæðilegi, Yoon, var markahæstur að vanda hjá
Gummersbach með 9 mörk. „Héðinn lék mjög vel. Hann
var með góða skotnýtingu og átti þátt í mörgum mörkum,“
sagði Sigurður Bjarnason, sem fylgdist með leiknum í
þýska sjónvarpinu.
Þegar tveimur umferðum er ólokið er Schutterwald, lið
Róberts Sighvatssonar, neðst með 16 stig, Fredenbeck er
með 18, Dormagen 20, Hameln 20 og Minden 22. Tvö neðstu
liðin falla í 2. deild en þriðja neðsta liðið þarf að leika
aukaleiki um að halda sæti sinu.
Jafntefli gegn
Luxemborg
íslenska U-21 árs landsliðið í
knattspymu gerði í gær 1-1 jaln-
tefli gegn jafnöldrum smum fra
Luxemborg í vinattulandsleik
þjóðanna sem fram fór í Luxem-
borgígær. ,
Heimamenn skoruðu i ft™
hálfleik en Guðni Rúnar Helga-
son jafnaöi metin fyrir Island í
þeim seinni.
Gunnar Berg og Arnar
eru á förum frá Eyjum
Lið Eyjamanna í handknattleik hefur orðið fyrir mikilli
blóðtöku. Arnar Pétursson mun ekki spila með ÍBV á
næsta keppnistímabili en áður hefur komið fram að Gunn-
ar Berg Viktorsson er á förum frá félaginu.
Gunnar Berg ætlar i nám í Reykjavík og eru mörg lið á
höttunum eftir honum eins og komið hefur fram í DV.
Amar Pétursson staðfesti í samtali við DV að hann ætlar
í nám í Reykjavík næsta vetur.
„Eg mun ekki spila með IBV næsta vetur. Því mið
ur er ekkert háskólanám í boði í Eyjum og því mun ég
spila með öðru liði. Ég treysti mér ekki til að vera í
ströngu námi og spila einnig með ÍBV. Það gengur ein-
faldlega ekki upp,“ sagði Amar. Samkvæmt heimildum
DV hefur handknattleiksráðið verið i sambandi við Eyja-
mennina Hlyn Jóhannesson, markvörð úr HK, og Jens
Gunnarsson, línumann hjá Gróttu. Hafa þær viðræður
verið frekar jákvæðar.
-ÞoGu
Steve Claridge, sem
skoraöi sigurmark
Leicester, meö bikarinn.
Símamynd Reuter
Fýrsti titill Leicester síðan 1964
Lið Leicester tryggði sér sigur í deildabikarkeppninni meö því að vinna 1-0 sigur á Middlesbrough í fram-
endum leik í gærkvöldi. Steve Claridge, sem tryggði Leicester sæti í úrvalsdeildinni í fyrra, skoraði sigur-
markið, með laglegu skoti af markteig á 100. minútu. Þetta var annar stóri titillinn í sögu Leicester en liðið
vann sömu keppni árið 1964.
Liverpool missti af gullnu tækifæri til að skjótast á topp ensku úrvalsdeildarinnar en þá gerðu nágranna-
liðin Everton og Liverpool 1-1 jaíhtefli. Liverpool var betri aðilinn í leiknum og Robbie Fowler átti til að
mynda tvö stangarskot. Undir lok leiksins fékk Fowler að líta rauða spjaldið ásamt David Unsworth, varnar-
manni Everton, fyrir slagsmál. Alan Shearar sýndi enn og aftur hversu magnaður framherji hann er þegar
hann skoraði tvö af mörkum Newcastle gegn þreyttu liði Chelsea. -GH
Guömundur Benediktsson hefur átt viö þrálát meiösli aö stríöa en nú eru góöar
horfur á því aö hann mæti í slaginn með KR í byrjun júlí.
AÐALFUNDUR
Knattspyrnufélagsins Þróttar
verður haldinn í Þróttheimum fimmtudaginn 24. apríl nk.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
2. Kynning á teikningum að nýju félagshúsi í Laugardal.
Stefnir að því að mæta í byrjun júlí
- Guðmundur Benediktsson er bjartsýnn á sumarið eftir Qórða uppskurðinn á hné á sex árum
Guðmundur Benedikts-
son, knattspymumaðurinn
snjalli úr KR, mætir til
leiks með Vesturbæjarlið-
inu í 1. deildinni í byrjun
júlí ef allt fer sem horfir.
Guðmundur gekkst und-
ir uppskurð á vinstra hné i
lok október en hann spilaði
seinni hluta síðasta sum-
ars með slitið krossband. í
kjölfarið varð hann fyrir
slæmri sýkingu sem tafði
fyrir bata hans í 2-3 mán-
uði og á tímabili var óljóst
hvort hann gæti haldið
áfram að leika knatt-
spyrnu.
Fjórði uppskurðurinn
á sex árum
Guðmundur, sem er 22
ára gamall, hefur tekið út
sinn skammt af svona
meiðslum. Þetta var hans
fjórði uppskurður á hné á
sex árum og segja má að á
hans ferli hafi meiri tími
farið í endurhæfingu en
knattspymuæfingar.
„Þetta var allt í járnum
eftir að sýkingin kom upp.
Ég er með einar þrjár
skrúfur í hnénu síðan ég
var skorinn upp fyrir sex
árum og hættan var sú að
sýkingin blossaði aftur upp
í kringum þær. Þá hefði
þurft að fjarlægja þær og
krossbandið með, og þá
hefði ferlinum verið endan-
lega lokið," sagði Guð-
mundur við DV í gær.
Hann hleypur, lyftir og
syndir daglega til að koma
sér í form íyrir sumarið og
sagði að stutt væri i að
hann mætti fara að sparka
í bolta, án átaka þó.
Horfurnar eru mjög
góöar
„Horfurnar em mjög
góðar fyrir sumarið. Það
var alltaf talað um að raun-
hæft markmið væri að
byrja að spila í byrjun júlí
og það stendur ennþá. Auð-
vitað geri ég mér vonir um
að geta byrjað fyrr en það
verður að ráðast. Það er
líka skynsamlegt fyrir mig
að bíða þar til krossbandið
er örugglega gróið við
beinið. Þá yrði ég betur
settur ef sýkingin kæmi
aftur upp, því þá þyrfti
ekki að fjarlægja bandið.
Til Belgíu með KR
Hann fer með KR-ingum
í æftngaferð til Belgíu í
næstu viku. KR-ingar
dvelja þá þar í landi í átta
daga og spila við 1. deildar-
liðin Lommel og Genk.
„Það verður tilbreyting
að komast til Belgíu og
hlaupa þar á grasinu, þó ég
geti ekki gert mikið annaö
ennþá. Ég er bjartsýnn og
bíð spenntur eftir því að
byrja að spila á ný,“ sagði
Guðmundur Benediktsson,
sem var hjá Ekeren í Belg-
íu í fiögur ár en gat mest
lítið spilað vegna hinna
þrálátu meiðsla. -VS
Félagar, fjölmennið.
Aðalstjórn
Sigurður Orn
er hættur
Sigurður Öm Jónsson leikur
ekki með KR-ingum í knatt-
spymunni í sumar. Hann hefur
ákveðið að hætta vegna atvinnu
sinnar. Þetta er áfall fyrir KR-
inga því Sigurður Öm hefur ver-
ið lykilmaður hjá þeim síðustu
tvö árin. Hann er aðeins 23 ára
og var valinn i lið ársins í 1.
deildinni 1995. -VS
Einar kominn
heim frá Belgíu
Einar Þór Daníelsson er kom-
inn til KR-inga eftir að hafa spil-
að með belgísku 3. deildarliði
seinni part vetrar. Einar hætti
þar fyrr en áætlað var vegna
nárameiðsla en verður tljótlega
kominn í slaginn með KR-ing-
um.
Þá fá KR-ingar Ríkharð Daða-
son til liðs við sig þegar þeir fara
í æfingaferð til Belgíu í næstu
viku. Hann hefur leikið með
Kalamata i Grikklandi undan-
famar vikUr.
-VS
Eiður Smári má
byrja að æfa
DV, Belgiu:
Eiður Smári Guðjohnsen,
knattspyrnumaðurinn efnilegi
hjá PSV Eindhoven í Hollandi,
er að hefja æfingar eftir tæplega
árs fjarveru vegna fótbrots.
Hann var í skoðun hjá
belgíska lækninum Martens á
þriðjudag en Martens skar hann
upp fyrir skömmu.
„Hann sagði að ég mætti byrja
að æfa núna strax. Ég byrja með
varaliðinu og ætla ekki að flýta
mér um of en vona að ég geti far-
ið að leika fljótlega í sumar,“
sagði Eiður Smári við DV.
Samningur hans við PSV
rennur út í lok maí.
-KB
Arnarlengur
hjá Lokeren
H Arnari Viðarssyni,
knattspyrnumanni
úr FH, hefur verið
boðið að vera hjá
belgíska 1. deildar-
liðinu Lokeren í
mánuð til viðbótar.
Arnar hefur verið
hjá félaginu í tvær
vikur og staðið sig
mjög vel. -KB
3 Keflvíkingar
til Tindastóls
DV, Suðurnesjum:
Þrír fyrrum leikmenn
Keflavíkur í knattspymu munu
leika með Tindastóli í 4.
deildinni í sumar. Þetta eru
Sverrir Þór Sverrisson og
Jóhann Steinarsson sem báðir
léku með Keflavíkurliðinu á
síðasta sumri og Steinbjörn
Logason sem lék með Víði í
fyrra en áður Keflavík. -ÆMK
Deildabikarinn
Fylkir-Afturelding....1-0
Ólafur Sigurjónsson
ÍR-HK ................2-3
Kristófer Ómarsson, Kristján Brooks
- Steindór Elíson, Jón Þ. Stefánsson,
ívar Jónsson.
Selfoss-Reynir........1-1
Sjáifsmark - Róbert Sigurðsson.
I kvöld
Deildabikarinn í knattspyrnu:
KR-FH..............KR-vöUur 18.30
Stjarnan-Þróttur R.....Hafn. 20.30