Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 26
34
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997
Afmæli
Gísli Benediktsson
Gísli Benediktsson,
forstööumaöur hjá Iðn-
lánastoihun, Tjarnar-
mýri 11, Seltjarnarnesi,
varð fimmtugur í gær.
Starfsferill
Gísli fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp i Smá-
íbúðahverfmu. Hann
lauk stúdentsprófi frá
MR 1967 og viðskipta-
fræðiprófi frá HÍ 1972.
Gísli var skrifstofu-
stjóri hjá Félagi íslenskra iðnrek-
enda 1972-76, útibússtjóri Breið-
holtsútibús Iðnaöarbanka íslands
hf. 1976-78, varð skrifstofustjóri hjá
Iðnlánasjóði 1978 og síðar forstöðu-
maður þar. Þá var hann jafnframt
stundakennari í stærðfræði við
Réttarholtsskóla um árabil.
Gisli hefur verið virkur meðlim-
Gísli Benediktsson.
ur í spilaklúbbi Gísla Ben
frá upphafi eða frá 1967.
Fjölskylda
Gísli kvæntist 6.7. 1969
Evu Maríu Gunnarsdótt-
ur, f. 1.4. 1949. Hún er
dóttir Jóhanns Gunnars
Halldórssonar, f. 28.6.
1927, d. 2.6. 1996, skóla-
stjóra á Blönduósi, og
Margrétar Magnúsdóttur,
f. 3.10. 1929, ritara í
Reykjavík.
Börn Gísla og Evu Maríu eru
Davíð Benedikt, f. 30.12. 1969, lög-
fræðingur, kvæntur Brynhildi Þor-
geirsdóttur viðskiptafræðingi og
eru böm þeirra Eva Björk, f. 30.6.
1994, og Þorgeir Bjarki, f. 12.12.1996;
María, f. 31.12. 1974, nemi við KHÍ,
en dóttir hennar er Hrefna María, f.
23.7. 1996.
Gísli er einkabam foreldra sinna.
Foreldrar Gisla em Benedikt Ant-
onsson, f. 12.2. 1922, viðskiptafræð-
ingur, og Fríða Gísladóttir, f. 21.1.
1924, húsmóðir.
Ætt
Benedikt er sonur Antons Magn-
úsar, brunavarðar í Reykjavík, Ey-
vindssonar, sjómanns og verka-
manns í Reykjavik, Eyvindssonar.
Móðir Antons Magnúsar var Maria
Ólafsdóttir.
Móðir Benedikts var Jóhanna
Margrét Pálsdóttir, tómthúsmanns í
Halakoti á Álftanesi, Stefánssonar,
frá Króki, Ásgrimssonar, b. í Króki,
Stefánssonar. Móðir Stefáns var Sig-
ríður frá Oddgeirshólum Hansdótt-
ir. Móöir Páls var Þjóðbjörg Páls-
dóttir. Móðir Jóhönnu Margrétar
var Ólöf, dóttir Jóns Eiríkssonar og
Ragnhildar Jónsdóttur.
Systir Fríðu var Marín Guðrún
Briand de Creve-Coeur, ræðismaður
íslands í Malaga á Spáni. Fríða er
dóttir Gísla, vagnasmiðs og bifreiða-
smíðameistara við Grettisgötuna i
Reykjavík, Jónssonar, smiðs í Egils-
staðakoti og síðar í Hróarsholti,
Einarssonar. Móðir Gísla var Marín
Jónsdóttir.
Móðir Fríðu var Guðrún Magnús-
dóttir, pakkhúsmanns hjá Lefoli á
Eyrarbakka, Brynjólfssonar, b. á
Svarfhóli í Hraungerðishreppi,
Bjamasonar. Móðir Magnúsar var
Ingibjörg Jónsdóttir. Móðir Guðrún-
ar var Friðsemd, hálfsystir Vigdísar
í Miðdal, langömmu Vigdísar for-
seta. Friðsemd var dóttir Eiríks, b. í
Vorsabæ, Hafliðasonar, b. á Birnu-
stöðum, Þorkelssonar. Móðir Eiríks
var Vigdís Einarsdóttir. Móðir Frið-
semdar var Ingveldur Eiríksdóttir,
ættfoður Reykjaættarinnar, Vigfús-
sonar.
Andlát
Ragnheiður Hafstein
Ragnheiður Hafstein, fyrrv. for-
sætisráðherrafrú, lést í Reykjavík
þann 9.4. sl. Útfor hennar fór fram
frá Fossvogskirkju í gær.
Starfsferill
Ragnheiður fæddist í Reykjavík
23.7. 1920 og ólst þar upp. Hún
stundaði nám við MR og lauk þaðan
stúdentsprófi 1938. Ragnheiður gift-
ist sama ár og var eftir það húsmóð-
ir á gestkvæmu stjórnmálaheimili
þeirra hjóna í Reykjavík.
Fjölskylda
Ragnheiður giftist 17.9. 1938 Jó-
hanni Hafstein, f. 19.9. 1915, d. 15.5.
1980, lögfræðingi og síðar forsætis-
ráðherra og formanni Sjálfstæðis-
flokksins. Hann var sonur Júlíusar
Havsteens, sýslumanns í Þingeyjar-
sýslu og bæjarfógeta á Húsavík, og
k.h., Þórunnar Jónsdóttur hús-
freyju.
Synir Ragnheiðar og Jóhanns:
Haukur, f. 16.7. 1941, d. 10.9. 1988,
innanhússarkitekt; Jóhann Júlíus,
f. 3.6. 1946, framkvæmdastjóri,
kvæntur Elísabetu Ólafsdóttur og
eru böm þeirra Ragnheiður, f. 6.5.
1978, Davíð, f. 5.4. 1981, og Ólafur, f.
19.4. 1985, auk þess sem dóttir Jó-
hanns er Guðlaug Hrönn, f. 5.6.1970,
gift Oddi Val Þórarinssyni og er
dóttir þeirra Anna Júlía, f. 18.8.
1996; Pétur Kristján, f. 20.3. 1949,
hæstaréttardómari, kvæntur Ingi-
björgu Ástu Birgisdóttur Einarsson
og era synir þeirra Jóhann Haukur,
f. 2.2. 1979, Birgir Hákon, f. 28.11.
1982, og Pétur Hrafn, f. 14.9. 1987.
Systur Ragnheiðar: Margrét Þor-
björg, f. 28.11. 1921, var gift Emi Ó.
Johnson sem lést 1984, forstjóra
Flugfélags íslands; Katrín Kristjana,
f. 10.3. 1929, var gift Stefáni Sturlu
Stefánssyni sem lést 1980, aðstoðar-
bankastjóra Útvegsbanka íslands;
Sofia Lára, f. 9.1. 1942, gift Dieter
Wendler, forstöðumanni skrifstofu
Ferðamálaráðs íslands í Mið-Evrópu.
Foreldrar Ragnheiðar voru Hauk-
ur Thors, f. 21.3. 1896, d. 6.3. 1970,
forstjóri í Reykjavík, og k.h., Sofia
Lára, f. 17.12. 1899, d. 10.2.1981, hús-
móðir.
Ætt
Haukur var bróðir Thors Thors
sendiherra og Ólafs Thors forsætis-
ráðherra, foður Thors Thors, for-
stjóra íslenskra aðalverktaka, og
Mörtu Thors, móður Guðrúnar Pét-
ursdóttur. Systir Hauks
var Kristín Thors, móðir
Thors Vilhjálmssonar rit-
höfundar, foður Guð-
mimdar Andra rithöfund-
ar og Örnólfs bókmennta-
fræðings. Haukur var
sonur Thors P.A. Jen-
sens, útgerðarmanns og
kaupmanns í Reykjavík
og stórb. á Korpúlfsstöð-
um, sem var sonur Jens
Christians Jensens, húsa-
smiðs og múrarameistara
í Kaupmannahöfn, og
Andreu Louise Jensen, f. Martens.
Móðir Hauks var Margrét Þor-
björg, systir Steinunnar, móður
Kristjáns Albertssonar rithöfundar.
Margrét var dóttir Kristjáns, b. í
Hraunhöfn á Snæfellsnesi, Sigurðs-
sonar og Steinunnar Jónsdóttur.
Bróðir Sofiu Lára er Sigurður T.
Hafstein deildarstjóri, faðir Hannes-
ar Hafsteins sendiherra. Meðal
systra Sofiu Láru má nefna Ástríði,
móður Hannesar yfirlæknis og Jóns
lyfsala Þórarinssona; Þóranni, móð-
ur Einars Ragnarssonar Kvarans,
sérfræðings hjá FAO; Sigríði, móð-
ur Kristjönu Millu viðskiptafræð-
ings og ömmu Hallgríms Thor-
steinssonar fjölmiðlamanns; Elínu,
Ragnheiður Hafstein.
ömmu Ásgeirs Hannesar
Eiríkssonar; Ragnheiði,
ömmu Ragnheiðar Erlu
Bjamadóttur og loks
Kristjönu, móður Amar
Sigurðssonar arkitekts.
Sofia Lára var dóttir
Hannesar Hafsteins,
skálds og ráðherra, sonar
Péturs Havsteens, amt-
manns á Möðruvöllum,
bróður Johanns Gotfried
Havsteens, kaupmanns á
Akureyri, langafa Jó-
hanns forsætisráðherra,
eiginmanns Ragnheiðar. Móðir
Hannesar var Kristjana, systir
Tryggva Gunnarssonar bankastjóra.
Kristjana var dóttir Gunnars, prests
í Laufási, Gunnarssonar og Jó-
hönnu Kristjönu, systur Eggerts
Briems, sýslumanns á Reynistað,
langafa Gunnars Thoroddsens for-
sætisráðherra. Annar bróðir Jó-
hönnu var Ólafur Briem, langafi
Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi
og Odds læknis, föður Davíðs for-
sætisráðherra.
Móðir Sofiu Láru var Ragnheiður
Melsted, dóttir Stefáns Helgasonar
Thordersens, prests í Vestmanna-
eyjum.
Fréttir
Hvalfjarðargöngin:
Annar áfangi vegteng
ingar boðinn út
DV, Akranesi:
Annar áfangi vegtengingar Hval-
fjarðargangnanna að sunnanveröu
hefur verið boðinn út og tilboð
skulu berast fýrir mánudaginn 28.
apríl. Verkinu skal að fullu lokið 1.
júlí 1998.
Þama eru boðnir út 1,12 kilómetr-
ar frá núverandi þjóðvegi niður að
gangnamunna. Enn fremur 140
metra kafli af Hvalijarðarvegi nr.
47, en samkvæmt upplýsingum
Vegagerðarinnar mun hringvegur-
inn nefnast svo þegar göngin hafa
veriö tekin í notkun. Efnið sem upp
úr göngunum kemur - jarðgangna-
steinninn - verður notað í fyllingar.
-DVÓ
Tll hamingju
með afmælið
17. apríl
90 ára
María Stefánsdóttir,
Bauganesi 38, Reykjavík.
Gyðríður Jónsdóttir,
Hrafnistu við Kleppsveg,
Reykjavík.
85 ára
Sigurjón Einarsson,
Búðarstíg 14A, Eyrarbakka.
75 ára
Siggi Gíslason,
Miðtúni 4, Selfossi.
Bergljót Loftsdóttir,
Bjarkarbraut 7, Dalvik.
70 ára
Guðlaug Petrea Hansdóttir,
Sæbóli 33, Grandarfirði.
Guðlaugur Jóhannesson,
Háaleitisbraut 56, Reykjavík.
60 ára
Fjóla Jórunn Jóhannesdótt-
ir,
Efstaleiti 83, Keflavík.
Ólafía Lárusdóttir,
Hlégerði 35, Kópavogi.
Anna Barbara Þorleifsdótt-
ir,
Grenimel 12, Reykjavík.
50 ára
Aðalheiður Finnbogadóttir,
Vogabraut
40,
Akra-
nesi.
Eiginmaður
hennar er
Svavar
Tryggvi
Óskarsson.
Þau hjónin
verða fjarverandi á afmælis-
daginn.
Ólafur Olgeirsson,
Vatnsleysu I, Hálshreppi.
Haukur A. Gíslason,
Þrastarrima 4, Selfossi.
Halldór Bjarnason,
Hamarsteigi 6, Mosfellsbæ.
Þórunn Oddsdóttir,
Hæðarbyggð 15, Garðabæ.
40 ára
Bergþóra Viktorsdóttir,
Fiskakvísl 32, Reykjavik.
María Sigrún Hannesdóttir,
Aratúni 24, Garðabæ.
Eirikur V. Kristvinsson,
Strandgötu 45, Akureyri.
Fjóla Einarsdóttir,
Austurgötu 26, Keflavík.
Pétur H. Hartmannsson,
Lágengi 21, Selfossi.
Guðrún Björg Ketilsdóttir,
Hlíðarbyggð 41, Garðabæ.
Þórður Gíslason,
Kaplaskjólsvegi 5, Reykjavík.
Katrín Magnúsdóttir,
Þórólfsgötu 12, Borgamesi.
Valmundur Einarsson,
Norðurbyggð 2, Þorlákshöfh.
Hnmd Scheving Thorsteins-
son,
Búlandi 18, Reykjavík.
Sævar Siggeirsson,
Borgarholtsbraut 42, Kópa-
vogi.
Sveinbjörg Fjóla Pálmadótt-
ir,
Hrafnakletti 4, Borgamesi.
903
Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fýrir alla landsmenn